Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 8
8
MÓRGUNSLÁ&IÐ
Sunnudagur 4, okt. 1954
Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari:
Það er hægt að lækka
byggingarkostnaiinn
ÍBÖÐAEKLAN er vandamál víð-
ar en hér á landL Nýlega hittust
nokkrir sérfræðingar í bygginga-
málum frá mörgum Evrópu-
löndum í Sviss til þess að ráða
ráðum sínum og finna lausn á
vandamálinu mikla. Mættir voru
húsameistarar, byggingameistar-
ar, skipulagsmenn, verkfræðing-
ar og fagmenn úr byggingaiðn-
aði frá Englandi, írlandi, Dan-
mörku, Hollandi og Sviss.
Þessir sérfræðingar horfðu
hátt: Heimili fyrir hverja fjöl-
skyldu heimsins gegn sann-
gjarnri greiðslu.
Fyrst var reynt að draga
skýra mynd af stærð vandans.
Því var haldið fram að á meðan
fundirnir stóðu yfir — um eina
venjulega helgi, myndu hafa
fæðzt 300.000 börn í heiminum
öllum. Menn töldu að með nú-
verandi fólksfjölgun myndi íbúa-
tala jarðarinnar vaxa úr 3.069
milljónum 1961 í 6.267 milljónir
árið 2000, eða meira en tvöfaid-
ast á næstu 40 árum.
iÞrjú skref í átt til réttrar
lausnar.
Skipuleggjari og húsameistari
frá sjö bæjarhlutum í London,
nefndi þrjú skref, sem rofið gætu
hring húsnæðiseklunnar. Hann
óttaðist að þörfum fjölskyldna í
Evrópu yrði ekki fullnægt. Vest-
ur-Evrópu með allan sinn auð,
tækni og birgðir bæri þó að sjá
hverri fjölskyldu fyrir góðu heim
iIL Léleg hýbýli græfu undan
velferð milljóna manna — heilsu
þeirra og hamingju.
Þrennt fannst honum bæri að
gera fljótt:
1. Að gera öllum ljósar stað-
reyndir húsnæðiseklunnar.
2. Að finna tæknilega lausn
vandans, gera áætianir um
raunverulega þörf, sjá fyrir
hæfilegu landrými, og gera
sér ljósa fjárþörfina.
J. Að laða fram áhuga milljón-
anna til að framfylgja þessu.
Honum fannst að margir sér-
fræðingar myndu, sem hann,
vilja losna við síðasta atriðið.
Margir eru fúsir til að vinna
við tækniieg störf, án þess að
þurfa að ónáða fólk, sem vill
vera í næði. Þó er þetta mergur-
inn máisins, ef árangur á að nást
— fannst honum. Hann taldi
menn í Englandi ekki þekkja
staðreyndirnar — sizt sjálfa rík-
isstjórnina. Hún hefði starfað
á þeim grundvelii að þörf væri á
að ryðja burtu hálfri millj. heilsu
spiliandi íbúða, en nýlega hefði
birzt skýrsla Sambands borga-
og sveitaskipulags, sem héldi
fram að talan væri ekki hálf
milljón, heldur heil milljón
íbúða. Hann sagði að mönnum
hætti við að draga úr því sem
bæri að gera — niður í það sem
menn vildu komast af með að
gera. Menn létu sem fé brysti,
sm það sem raunverulega skorti
væri hugmyndaflug, hugrekki
og velvild til annarra.
Lægra lóðaverð.
Byggingameistari frá sviss-
nesku borginni Luzern sýndi
fram á að þörf er fyrirhyggju og
fórnfýsi. Hann fullyrti að síð-
ustu 26 árin hefðu lóðir í borg-
um Svisslands stigið um 2000
prósent. Til þess að stöðva þessa
þróun seldi fyrirtæki hans lóðir
undir 450 íbúðir 25% lægra verði
en hægt var að fá fyrir þær.
Þeir förguðu þessum gróða tii
að breyta ástandinu. Honum
fannst árangurslaust að geta
byggt ódýr hús, ef húseigendur
síðan selja eða leigja þáu út
fyrir okurverð. Þessvegna stofn-
uðu þeir þyggingafélag til að
vernda hús þeirra fyrir braski.
Bréf frá kommúnista.
Byggingameistarinn las upp
bréf frá ritaranum í byggingafé-
lagi, sem verkamenn reka í sviss
neskri borg. Þessi maður hafði
stofnað kommúnistaflokk á staðn
um. Hann og forstjóri bygginga-
félagsins höfðu beðið þennan
byggingameistara að byggja hús
félagsins með þeim ummælum,
að það væri 1000 krónum ódýr-
ara á mánuði að búa í þeim hús
um, sem hann byggði, en þeim
sem þeir að jafnaði byggðu sjálf
ir. Þetta þakkaði hann raunhæf-
um hugsjónum hans. Undur ein
væru það að hann hefði eftir
28 ár í félagsskap kommúnista
sannfærst um að byggingameist-
arinn ætti slíkar hugsjónir.
Á sýningu í Luzern skoðuðu
þátttakendur fundanna líkan af
nýju 10.000 íbúða hverfi í ná-
grenni Luzern, sem þessi áhuga-
sami byggingameistari hafði
skipulagt ásamt meðstjórnend-
um staðarins.
Nýir byggingamátar.
Fulltrúi fyrirteekis, sem verk-
smiðjubyggir hús í Kaupmanna-
höfn, sagði fyrirtækið aðeins
þurfa 1/3 hluta þess vinnukrafts,
sem venjulega væri hafður við
störf með gömlu aðferðunum,
finna þyrfti enn nýjar aðferðir
vegna hörguls á faglærðum
mönnum.
Framkvæmdastjóri skozks
byggingafyrirtækis sagði að frá
Englandi yrði að flytja mikið út
svo þjóðin gæti dafnað, því væri
ekki hægt að sjá af meiri mann-
afla til bygginga. Hann kvaðst
hafa komið hér á fundi fyrir
þremur árum og farið þá að
hugsa öðruvísi um hlutina — lit-
ið þjóð sína öðrum augum en
fyrr. Síðan hefði fyrirtæki hans
tekizt að auka framleiðni þess
um 25%, og tekjur starfsmanna
hefðu til jafnaðar hækkað um
33%.
Heiðarleiki og alúð.
Formaður frægrar bygginga-
samsteypu í Bretlandi sagði a5
heiðarleiki og alúð væru ai5
verða gleymdar dyggðir í starf-
semi nútímamanna. Nýlega hafði
þeim þó tekizt við 30 milljón kr.
byggingaframkvæmdir að ná
30% afkastaaukningu. Þeir
hefðu tekið upp nýja aðferð vi5
skipulagningu bygginga. Stjórn
og fulltrúar starfsmanna héldn
með sér fundi um tilhögun starf
anna, og eftir nokkrar vikur
væri starlsemin hafin af kappú
Ákvæðisvinna hefði gefizt véL
Samstarf væri nauðsyn. — Ein-
lægni og heiðarleiki lyklar a5
miklum framkvæmdum.
Margir fundarmenn ákváðu a5
hefja áróður í heimalöndum sín-
um fyrir takmarki þessara fund
arhalda. Heimili fyrir hverja
fjölskyldu heims gegn sann-
gjarnri greiðslu. Að lokum var
ákveðið framhald viðræðnanna
í London nú í októbermánuði, og
þá á enn víðtækari grundvellL
Umfram það mögulega.
Húsameistari einn dró saman
ályktanir fundanna á þessa leið:
Tvennskonar raddir ásækja
hverja mannveru. Önnur er
mjög .eigingjörn og smásmugu-
leg Hin hvetur til að létta byrðar
samborgaranna. Hún reynir að
lyfta mannsandanum frá því sem
hann heldur sig geta, upp til þess
sem hann þarf að gera. Þetta er
það sem sumir kalla rödd Drott-
ins. Sjálf verðum við að velja.
Ákvörðunin um að fullnægja
heilbrigðum þörfum annarra,
leiðir úr læðingi kraftinn, sena
þarf til framkvæmdanna.
Hvert skref til mannlegrar
Framhald á bls. 23.
HlcutAs&iS>:
Kennum
æskunni aö bera virðingu fyrir lögunum
ÞAÐ er eins og allt ,sé af göflunum að ganga í heiminum.
Vísindunum vex fiskur um hrygg, framleiðsla eykst á öllu,
sem nöfnuin tjáir að nefna og þjóðir Evrópu taka upp nána
samvinnu sín í milli, en á sama tíma er eins og fólkið sjálft,
einstaklingarnir, séu að týna niður upprunalegustu dyggðum
sínum og gleyma grundvallarreglum þeim, sem almennt sið-
gæði byggist á. Ungur maður myrðir félaga sinn að ástæðu-
lausu, annar stingur til bana friðsaman vegfaranda, sem verja
vildi konu sína, úti á þjóðvegunum missa ökufantar stjórn á
sér um leifi og þeir eru seztir undir stýri á hraðskreiðum
bíl, hópar glæpamanna ræna gimsteinaverzlanir, stela kaup-
umslögum á útborgunardögum og leggja hald á póstflutn-
ingavagna Utanaðokmandi kann að virðast leiktjöld og all-
ur sviðsbúnaður hér í heimi við hæfi háþróuðustu menning-
arþjóða — en leikararnir á sviðinu hegða sér eins og frum-
stæðustu villimenn sem við lesum um í bókum. Hvers vegna?
Hvernig stendur á þessu? Hafa menn týnt algerlega niður
reglum þeim, sem nauðsynlegt er að fara eftir ef þeir vilja
lifa í siðuðu þjóðfélagi?
Því miður verðum við að svara þessu játandi. Margir hafa
gloprað þessu niður og sumt ungt fólk hefur ekki einu sinni
heyrt slíkt á nafn nefnt. Það er ekki þeim að kenna. Hverjir
hafa innraett þeim ábyrga afstöðu í þjóðmálum? Hverjir
hafa reynt að koma þeim í skilning um það, að sérhvert
þjóðfélag byggist á gagnkvæmu trausti, virðingu fyrir lög-
unum og ræktarsemi við almenna velferð borgaranna. Þeim
er kannski hlýtt yfir örstuttar lexiur um þjóðfélagsmál, auk
venjulegs skólalærdóms, en borgaralegar dyggðir festa þvi
aðeins rætur í hjörtum manna, að þær séu þangað komnar
ósjálfrátt og eins og fyrir tilviljun. Klukkustundar fyrirlest-
ur um þjóðfélagsfræðL fluttur af kennara, sem sjálfur trúir
ekki meira en svo á gildi kenninga þeirra, sem hann setur
fram, getur ekki innrætt börnum eða unglingum neitt slíkt,
ef allt anuað í umhverfi þeirra brýtur í bága við það.
Hvað sjá börnin þegar þau fara í bíó? Ofbeldi og aftur
ofbeldi. Þar er ailtaf verið að slá menn niður, pynda einhvern
í myrkviðum Afríku eða Asíu eða þá einhver örvæntingar-
full sála hendir sér út um glugga á tíundu hæð. Það er svo
að sjá sem andstyggilegustu atburðir sem fyrir koma í heim-
inum séu jafnan þeir sem veljast til þess að trufla frið og
spekt heinula okkar? En ég er ekki að ásaka blaðamenn og
kvikrnyndatökumenn fyrir þetta. >e-ir flytja fólkinu ekki
annað en það sem það vill sjálft og eins og á stendur er oí-
beldi eftirsóttast. Þetta er ef til vill vegna þess, að okkar kyn-
slóð hefur lifað hræðilega tíma, eða kannski vegna þess að
með sérhverjum okkar leynist einhver vottur af grimmd,
gleymd og grafin, inni í fylgsnum eðlis okkar. En ég er
þeirrar skoðunar, að þjóðfélag sem svona er byggt, eigi ekki
langa lífdaga framundan og að við verðum að veita því eitt-
hvað annað til viðbits og ofbeldi og grimmd.
„En myndi þjóðfélagið taka þvi?“ kann einhver að spyrja.
Auðvitað myndi það gera það. Stórkostlegát kvikmyndir
sýna okkur líf hinna spilltu Rómverja, en það umbreytir ekki
þeirri staðreynd, að á sömu tímum voru uppi glæsilegir Róm-
verjar og göfugir. Skáldsögur okkar lýsa undarlegum heimi
og óhugnanlegum á stundum en það er líka til í heimi hér
fólk sem vinnur, trúir og elskar. Fyrir nokkru hlotnaðist
frönsku Akademíunni gildur sjóður að gjöf, sem verja átti
fé úr til þess að verðlauna árlega með 10.000 frönkum (um
2 þúsund dölum) bók, sem örvað gæti æskuna til dáða. „Með
hvaða bók mynduð þér mæla til þess?“ spurði ég útgefanda
einn. Hann hrukkaði brúnir, hugsaði og leitaði fyrir sér
árangurslaust. „Ef þér væruð að leita að bók, sem dregið
gæti kjarkinn úr hvaða æskumanni eða konu sem værL þá
hef ég ógrynni slíkra á boðstólum." — Því miður hafði hann
á réttu að standa, en er það óhjákvæmilegt, að þessu sé svona
farið? Svo sannarlega ekki. Kipjing, Saint-Exupéry og Sten-
dhal drógu ekki kjark úr einum eða neinum og skrifuðu engu
að síður góðar bókmenntir þar sem göfugar tilfinningar mega
sín mikils.
Við verðum að breyta andrúmsloftinu, umhverfinu, sjá
æskunni fyrir sönnum dæmum um örvandi þrek, án þess
að predika fyrir henni eða segja henni ósatt. Við verðum að
leggja fyrir æskuna verkefni sem eru hennar verðug, veita
henni eitthvert það takmark, sem eftirsóknarvert sé að keppa
að. Við verðum að minna æskuna á að hún á á hættu að
eyðileggja framtíð sína með lögleysi og glæpahneigð. Henni
verður að skiljast, að virðing fyrir lögunum er ekki veik-
leikamerki í fari einstakra manna, heldur það sem styrkir
allt samfélagið í lífi og starfi. Við verðum að taka upp nýja
háttu í blaðamennskunni, í útvarpsmálum, sjónvarpi og kvik-
myndum og stefna að heilbrigðu siðgæði, án þess að draga
dul á það, sem miður fer í lífinu en líka án þess að láta í
veðri vaka, að lífið sé eintóm sorg og mæða. Á þennan hátt
er stoðum rennt utvdir hamingju ókominna kynslóða. En
verður þessa ekki svo óskaplega langt að bíða? — Jú, það er
hæU við því. Þess vegna veitir okkur ekki af að byrja strax.