Morgunblaðið - 04.10.1964, Qupperneq 17
Sunnudagur 4 okt. 1964
MORGU N BLAÐIÐ
17
Skó»are](]ar á
Montecito
Flestum er okkur svo farið, að
áhuginn. beinist einkum að því,
sem við þekkjum. Hitt þykir okk-
ur minna varða, þótt eitthvað
beri við þar sem við erurn með
öllu ókunnugir. í fyrri viku var
t.d. sagt frá miklum skógarbrun-
um suður í Kaliforníu, við Santa
Barbara. Nú hafði sá, sem þetta
ritar, verið þarna staddur fyrir
nokkrum vikum og séð með eig-
in augum merki þess feikna
tjóns, sem af slikum skógar-
brunum getur stafað. Þegar flog-
ið er yfir mikil skóglendi má
og sjá, að geysilangar raufar eru
höggnar í gegnum þau, að því er
setlað verður til að hinira út-
breiðslu elda, sem oft hefur
reynzt erfitt að ráða við. Tor-
velt er að hugsa sér þokkasælla
umhverfi en Santa Barbara, með
lágum skógi vöxnum hæðum, sem
hallar út að Kyrrahafinu. Allt er
yfirbragð þar mjög suðrænt, en
ekki heitara en svo, að vel er
vært. Hvarvetna amar eitthvað
íið, og þarna vofir skógarelda-
hættan sífellt yfir. Á þetta er
minnzt hér vegna þess, að þarna
býr góðvinur margra íslendinag,
maður, sem var fyrir aug'um tug-
þúsunda á Þingvöllum 1944,
Louis G. Dreyfus. Hann var um
árabil sendiherra Bandaríkjanna
hér á landi og sérstakur ambassa-
dor Roosevelts Bandaríkjafor-
seta á lýðveldishátíðinni. Þá
gekk hann fyrstur hinna erlendu
Þær skutu bakinu í vindinn meða n álftirnar á Tjörninni beittu n ppí, skólastúlkurnar, sem Ijósmy ndarinn hitti þar í gær. Það rauk
af Tjörninni svo vegfarendur fengu löðrið framan í sig. Það verður ekki annað sagt en vinarhót haustsins hafi verið nokkaS
hryssingsleg í gær. (Ljósm. Sv. Þ.).
reykjavíkurbréfJ
LaugarcL 19. sept:
sendimanna fram á þingpall til
að óska íslendingum til ham-
ingju með endurreisn lýðveldis-
ins og hélt ágæta ræðu. Dreyfus
á heima á Montecito, því hverfi,
sem Bandaríkjablöð sögðu að
skógareldarnir hefðu einkum
herj að.
Kraftaverk
læknislistar
Ekki hefur þess sézt getið, að
eldarnir hafi náð tii heimilis
þeirra Dreyfus-hjóna, sem er tal-
ið eitt hið fegursta þar um slóðir.
Þau hjón hafa nú sezt í helgan
stein, eftir að hafa gegnt trúnað-
arstörfum fyrir land sitt víða um
heim. Bæði gátu þau sér hvar-
vetna hið bezta orð fyrir ljúf-
mennsku og háttvísi. En frúin
varð fyrir því óláni á miðjum
aldri að missa heyrn að mestu
eða öllu. Þegar hún dvaldi hér
var hún háð þessum annmarka,
tn hafið vanið sig á að lesa orð
af vörum manna með mikilli
skarpskyggni. Nú er hún hins
vegar orðin albata fyrir mátt
læknislistarinnar. Heyrnarleysið
hafði bagað hana í 12 ár, en
þá fékk hún vitneskju um lækni,
sem e.t.v. gæti hjálpað henni.
Honum tókst það með upp-
skurði, svo að nú er hún með
öllu laus við hið bagalega mein.
Frá þessu er sagt hér, bæði vegna
þess að það mun gleðja þá mörgu,
sem hér muna eftir henni, og af
því að það sýnir, hver krafta-
verk unnt er að gera með lækn-
islist nú á dög'um.
Ekki angur af
smæðinni
Það var áreiðanlega ekkl hæ-
verskan ein, heldur fylgdi hugur
máli, þegar þessi ágætu hjón
minntust með ánægju dvajar
•innar á íslandi. Bókin um lýð-
veldishátíðina var uppi við á
heimili þeirra og hafði bersýni-
lega oft verið handfjötlúð. Enda
•agði sendiherrann, að hann teldi
þátttöku sína í lýðveldishátíðinni
vera einn eftirminnilegasta og
ánægjulegasta atburð á sínum
langa embættisferli. Hann sagð-
ist oft hafa skýrt sjálfstæði ís-
lendinga fyrir kunningjum sín-
um, sem hér þekktu ekkert til,
en undruðust hvernig svo fá-
menn þjóð gæti haldið uppi
sjálfstæðu ríki. Hann sagðist víða
hafa farið og séð margra milljóna
þjóðir, þar sem allir nema örfáir
lifðu við frumstæða lifnaðar-
hætti og væri með öllu ómennt-
aðir. Á íslandi ættu aftur á móti
allir við sæmileg og svipuð kjör
að búa og almenn menntun væri
svo mikil, að haldið væri uppi
tveim háskólum í ekki stærra
þjóðfélagi. Þegar gripið var fram
í og sagt, að háskólinn væri ekki
nema einn ,svaraði Dreyfus því,
að „college" væri einnig á Akur-
eyri. Hann var sem sé ekki að
gera minna úr hlutunum en vissi
hvað hann var að tala um, því
að til sanns vegar má færa, að
efri bekkir menntaskóla hér sam-
svari fyrstu háskólaárum í Banda
ríkjunnum. Efnið í ræðu Dreyfus
var það, að íslendingar þyrftu
ekki að láta sér standa stugg af
fámenninu eða láta það angra
sig, því að þeir stæðu um margt
framar ýmsum miklu fjölmenn-
ari þjóðum.
Verum ekki um of
tiltektarsamir
Öllum þykir lofið gott. En ekki
skulum við ofmetnast af því né
láta það villa okkur sýn. Æski-
legast er, að við gerum okkur
sjálfir grein fyrir göllunum og
reynum að bæta úr þeim eftir
föngum. Við megum m.a. ekki
ætíð búast við því, að við fáum
betri meðferð en aðrir af því,
að við séum svo smáir. Það fylg-
ir sjálfstæði og jafnrétti, að með
okkur sé farið eins og aðra. Ekki
tjáir að firtast við það, þó að
aðrir vilji sjá sínum hagsmun-
um borgið, þegar þeir rekast á
okkar, né taka okkur nærri, þó
að í okkur sé hnýtt. Slíkt hefur
ætíð tíðkazt, bæði manna og
þjóða í milli, og við verðum að
vera því viðbúnir, ekki síður
en aðrir. Hótanir okkar í ann-
arra garð stoða hins vegar lítt,
því að mátturinn er svo smár
til að fylgja þeim eftir, jafnvel
þó að vilji væri fyrir hendi. Við
ætlumst til þess, að aðrir skoði
okkar mál með sanngirni, og
verðum að skoða þeirra mál á
sama veg, en beita þeim rökum,
er bíta.
Dcila SAS og
Loftleiða
Allir Islendingar — og marg-
ir fleiri — dást að dugnaði Loft-
leiða. Þær eiga m.a. marga vel-
vildarmenn á Norðurlöndum,
sem telja þær hafa unnið gott
verk, líka í því að veita SAS ör-
lítið aðhald. Þessir menn vilja
stuðla að því, að málstað litla
bróður sé haldið uppi gegn þeim
stóra. Margir sáu, að það voru
tyllirök ein, þegar SAS hélt því
fram, að tap þess væri að kenna
Loftleiðum. Til þess lágu allt aðr-
ar orsakir en samkeppni Loft-
leiða. Enda hefur SAS hin síð-
ustu misseri stórbætt hag sinn
og hagnazt ekki sízt á flugferð-
um yfir Norður-Atlantshaf, þar
sem við Loftleiðir er að keppa.
Svo mikill munur er á því að
fljúga í þotum og öðrum farkosti,
að með öllu er óeðlilegt, að ekki
sé verulegur munur á verði. Ef
menn vilja borga kostnaðarmun-
inn fyrir að komast á áfangastað
nokkrum klukkutímum fyrr og
láta sér líða betur á leiðinni, þá
eiga þeir rétt á því. Hinir, sem
ekki leggja mikið upp úr einum
dagparti og þótt þröng't sé setið,
eiga jafnmikinn rétt á að njóta
sparnaðarins af því. Þetta er
meginatriði þess, sem um er deilt,
og er óskiljanlegt annað, en á því
finnst viðhlítandi lausn, ef málið
er skoðað með velvild af beggja
hálfu.
Ætlumst ekki til
velgerninga
heldur sann<íirni
Við ætlumst ekki til neinna vel
gerninga vegna smæðar okkar
heldur einungis til sanngirni.
Annað mál er, að sennilega hef-
ur velgengni Loftleiða hlutfalls-
lega meiri þýðingu fyrir okkur
en velgengni SAS fyrir frænd-
þjóðirnar þrjár, sem að því
standa. Þetta getur samt ekki
ráðið úrslitum, heldur það hvoru
megin sanngirnin er og hvort
um óeðlilega, hvað þá óheiðar-
lega, samkeppni sé að ræða.
Skiljanlegt er, að á meðan á
samningum aðila stendur, styðji
stjórnarvöld hvers lands sitt fé-
lag, í ástæðulaust er að ætla
annað en hinir æðstu ráðamenn
taki rökum og sýni sanngirni.
Okkar er að reyna að hindra að
kapp eða metnaður skapist, er
torveldi víðsýni og góðvild. En
jafnvel þótt við teldum okkur á
einhverju stigi beitta ósanngirni,
þá haggast hvorki hnattstaða
Norðurlanda né skyldleiki þjóð-
anna við það, enda mundi þá
vænlegast að leita leiðréttinga
eftir venjulegum stjórnarleiðum
og á þeim vetvangi, sem þessar
þjóðir hafa skapað til að efla
samvinnu sína.
Lansn handrita-
máisins
Lausn handritamálsins tafðist
á sínum tíma vegna þess, að nógu
stór minnihluti danska þjóðþings
ins gat fengið málinu frestað með
tiltölulega nýrri heimild í
dönsku stjórnarskránni. Sú frest-
unarheimild náði fram yfir næstu
þingkosningar. Nú hafa þær far-
ið fram án þess að þetta mál
yrði að deiluefni í þeim. Sýnir
það, að ekki hefur verið talið,
að deilur um málið fengju mik-
inn hljómgrunn hjá kjósendum.
Ef andstæðingar lausnarinnar
hefðu talið svo vera, mundu þeir
hafa hreyft málinu, því að meiri
hlutinn fór aldrei dult með þá
ákvörðun sína, að endursam-
þykkja lausnina strax að kosn-
ingum loknum. Mun og sanni
næst, að ástæðan fyrir frestun-
inni var fremur ertni á milli
flokka í danska þjóðþinginu,
heldur en andstaða gegn afhend-
ingu handritanna, hvað þá mein-
bægni í garð íslendinga. Að vísu
eru nokkrir, þar á meðal hinir
ólíklegustu menn í Danmörku,
eindregið á móti því, að okkur
verði skilað handritunum. Um
það er í rauninni ekki að sakast,
enda væru handritin ekki jafn
dýrmæt og þau eru, ef öllum
stæði á sama um þau og enginn
saknaði þeirra. Því meira ber
okkur að meta víðsýni meirihlut-
ans, sem staðráðinn er í að leysa
málið af göfugmennsku og víð-
sýni. Við megum þess vegna sízt
kippa okkur upp við nöldur eða
hnífilyrði, meðan á meðferð máls
ins stendur. Þvert á móti eiga
þvílíkir tilburðir að auka á þakk-
látssemi okkar í garð þeirra, sem
taka á sig óþægindi okkar vegna.
Warren-skýrslan
Sennilega verður Warren-
skýrslan bandaríska um morðið
á Kennedy forseta lesin meira
en nokkur önnur opinber skýrsla
fyrr eða síðar Öll er skýrslan
með tilvitnunum og nafnaskrám
nærri 900 síður, þéttletraðar. Allt
er lesefnið, ásamt fylgisskjölum,
nokkuð yfir 800 síður. Það kem-
ur þess vegna undarlega fyrir,
þegar ýmsir kveða upp dóm yfir
skýrslúnni strax á fyrsta eða
öðrum degi, hvort heldur til lofs
eða lasts. Hér er um svo um-
fangsmikil plögg að ræða og ým-
islegt svo sérfræðilegs eðlis, að
ekki er unnt að átta sig að neinu
gagni nema eftir ítarlega skoð-
un. Við fyrstu sýn virðist þó al-
veg ljóst, að ekki hafi verið skot-
ið á forsetann nema frá einum
stað og óendanlega ólíklegt, að
skotmaðurinn hafi verið nokkur
annar en Oswald. Allar bollalegg
ingar um, að skotið hafi verið
úr annarri átt, sýnast vera stað-
lausar. Samkvæmt eðli málsins
hljóta hugarhræringar Oswalds
ætíð að verða óupplýstar. Úr því
fær enginn mannlegur máttur
bætt héðan af og ber sízt að saka
höfunda skýrslunnai um, að þeir
geri ékki það sem ómögulegt er.
Ólík viðbrögð
Sjálf er skýrslugerðin órækt
vitni þess, að Bandaríkjamenn
vilja engu halda leyndu um mál-
ið. Þeir lifa í opnu þjóðfélagí,
Framhald á bls. 23.