Morgunblaðið - 04.10.1964, Page 28
f
28
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. okt. 1964
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
— í>ú ert nú ekki sérlega glað
leg heldur. Þér leiðist kannske?
— Nei, mér leiðist ekki. Þú
ert kannske hissa á því, að mér
leiðist ekki hjá þér, en þú ert
líka allra manna lítillátastur.
Hún stóð upp og gekk til hans.
Settist á stólbríkína hjá honum,
tók af honum bókina, sem hann
var að lesa og hélt dauðahaldi
í höndina á honum — og hann
óraði ekki fyrir því hvað þetta
handtak táknaði . . . Hún var
að biðja um öryggi og vernd.
Hjálp handa hinni nýju Söndru
sem hafði baiizt síðan nóttina
sem hún sendi Robin Wrayman
frá sér — aleinan.
Nú var hún hrelld og hrædd
menneskja — í fyrsta skipti á
ævinni treysti hún ekki sjálfri
sér. Því að Robin mundi koma
aftur._
— Ég skil eiginlega ekki hvern
ig stendur á því að þú skyldir
giftast mér, Philip, sagði hún upp
úr eins manns hljóði.
Hann þrýsti að hendinni á
henni. — Hefurðu ekki uppgötðv
að það enn, góða mín? Það
væri meiri ástæða til að ég
spyrði þig þessarar spurningar.
Hún hristi höfuðið. — Þú ert
góður og hreinskilinn og heiðar-
legur.
— Barnalegar dyggðir! sagði
hann í gamni.
-— Nei, s\?araði hún áköf. — Ég
er síngjörn og girndafull — ég
er alls ekki eins og þú óskar
að ég væri.
— Nú ertu að
hann hlæjandi. —
eiginlega að þér?
— Kannske —
ég eiganst samvizku, sagði hún
og þuklaði á fingrunum á hon-
um. — Það er að minnsta kosti
mjög óþægilegt.
bulla, sagði
Hvað gengur
kannske hef
41
— En hversvegna ertu hætt að
fara út með öllum þessum ungu
aðdáendum þínum? sagði hann.
— Hvað er orðið af þeim?
— Þeir eru alltaf að fljúga til
Sudan og í aðra dularfulla staði.
Kanntu ekki við þig heima nema
þeir séu hérna?
— Góða, elsku Sandra, ég er
ekki svo eigingjarn að ég unni
þér ekki þess að ungir vinir þín
ir heimsæki þig, sagði hann. —
En nú skaltu ekki þurfa að liggja
í híði hérna lengur. í næstu
viku er verkefninu hérna lokið.
Og ég er að hugsa um hvort
ekki væri hollt fyrir okkur að
komast heim til Englánds um
stund.
Hún spratt upp. — Nei, Phil-
ip. Ekki til Englands.
Hann stóð líka upp, og brá við
er hann sá hve fljót hún hafði
orðið að fölna. — Elskan mín,
ekki nema þú óskir þess. Ég er
viss um að það er fallegt í Eng-
landi núna.
— Ég á ekki við það, sagði
hún. — En getum við ekki orðið
hérna — eða . . . getum við ekki
farið eitthvað þangað sem þú
finnur eitthvað nýtt til að grafa
upp? Mig hefur eiginlega alltaf
iangað til að sjá Transjordaníu
og þessháttar merkileg lönd.
Philip var hugsandi en loks
sagði hann: — Við gætum heim
sótt Seyyid Ibramin vin minn,
ef þér er þetta alvara.
Hún kinkaði kolli. — Það væri
verulega gaman.
Hann tók utanum hana og
kyssti hana. — En heldurðu ekki
að þér leiðist hræðilega með
gamla manninum þínum?
— Nei, öðru nær, þó skrítið
sé, svaraði Sandra og kyssti hann
á kinnina.
Hann þrýsti henni svo fast að
sér að hún fann hjarta hans slá.
Hún hjúfraði sig að honum
nokkrar sekúndur, svo ýtti hún
honum frá sér og sagði:
— Þú varst eitthvað að tala
um við Corinnu, að þú þyrftir
að lesa henni fyrir mikið efni.
Er ekki bezt að þú byrjir á því
og ljúkir við bókina áður en
hún fer? Við getum ekki farið
með ritarann þinn til Arabíu.
Hann fór og hún horfði á eft
ir honum. Hvað hann var prúð
mannlegur! Enginn ungi maður-
inn úr hennar kynslóð var svona
fyrirmannlegur. Nei, nú botna
ég ekkert í mér, sagði hún við
sjálfa sig. — Er ég að verða ást-
fangin af manninum mínum?
En hvað stoðar það — þó svo
væri? Ef Robin væri ekki til,
þá skyldi ég geta ráðið við for-
lögin. Þá mundi ég þroskast ein
hverntíma.
En Robin Wrayman mundi
koma aftur — og hún vissi að
þau mundu aldrei geta orðið
hamingjusöm saman. Ef til vill
mundi fara svo, að þau legðu hat
ur hvort á annað. Og samt var
þetta undarlega, nærri auðmýkj-
andi band milli þeirra. Ás>t?
Jæja, að minnsta kosti það, sem
svo margir halda að sé ást . . .
BLAÐADREIFING
FYRIR !
Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar
í þessi blaðahverfi:
'-jfc' Laufásvegur hærri númer — Grjótaþorp — Miðbær.
Sigtún — Meðalholt. — Kleifarveg.
’■£ Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu
Morgunblaðsins.
sími 22480.
— Ef þú elskaðir mig í raun og veru, myndirðu ekki taka eftif
því að hann snjó.iði.
Sandra leit við, hálfönug, þeg-
ar Ali kom inn. Þegar hún sá að
það var pósturinn, sem hann kom
með, bað hún hann um að leggja
hann á borðið.
Hún leit á póstinn þegar Ali
var farinn út. Þar var bréf til
Corinnu, frá Kairo. Sandra
þekkti rithöndina — Josephine
frænku. Og svo voru það venju
legu blaðabögglarnir frá Eng-
landi og nokkur bréf þaðan.
Sandra opnaði einn blaða-
strangann og bretti úr blöðun-
um og settist í stólinn, sem mað-
urinn hennar hafði setið í. Þetta
var Daily Telegraph og hún
renndi augunum áhugalaust yfir
blaðið. Svo rak hún augun í eina
fyrirsögnina, kreisti fingurna að
blaðinu og las:
„FLUGSEYS SKAMMT FRÁ
NORHOLT“.
„Flugvél frá „Near East Avia-
tion“ hlekktist á í nótt, er hún
reyndi að nauðlenda fáeinar míl
ur frá flugvellinum. Aðeins tveir
farþegar voru í vélinni: Sir Ro-
bin Wrayman og St. Claro of-
urBti — þeir fórust báðir, en
flugstjórinn og loftskeytamaður
inn komust af, lítið meiddir. Frá
fall sir Robins er enn hörmu-
legra fyrir það, að hann hafði
erft tignina og hina fögru eign
í Westmoreland alveg nýlega.
Var hann á leið heim til þess að
verða viðstaddur útför bróður
síns, sem dó í vikunni sem leið
— eftir meiðsli er hann hlaut
þegar einkaflugvél hans hlekkt-
ist á fyrir mánuði. Nú gengur
arfleiðin til fjarskyldra ættingja.
Sir Robin Wrayman hefur gefið
út eftirtektarverð ljóðasöfn“.
Sandra las fréttina hægt, orð
fyrir orð. En hún hafði ekki hug
mynd um að hún hafði staðið
upp, fyrr en hún sá að hún stóð
úti á miðju gólfi og kreppti fing
urna að blaðinu. Hún stanzaði,
stóð augnablik kyrr og starði út
í bláinn, og svo hneig hún niður
á gólfdúkinn.
Það var Lediard prófessor sem
kom að henni þarna. Hann kom
inn eftir nokkrar mínútur til að
sækja minnisbók, sem hann hafði
gleymt. Og nú varð allt á tjá og
tundri. Corinna sá undir eins að
þetta var ekki annað en yfirlið
og tókst fljótlega að fá hana til
að rakna við og ein stúlkan
KALLI KUREKI
—*
Teiknari; J. MORA
^ Ertu lamaður? Ýttu skuldaviður-
kenmngunum eða dragðu upp hólk
k ixm.
Þú átt leik. Hann hefur misst kjark
inn, Kalli. Á ég að fara og ná í sinn-
ep fyrir hann?
hjálpaði henni til að koma
Söndru í rúmið.
— Ég hef aldrei á ævinni upp-
lifað að ungfrú Sandra — afsak
ið þér — frú Lediard, hafi fallið
í ómegin. Og ég hef þekkt hana
síðan hún var smátelpa — ég
saumaði alltaf fyrir hana móður
hennar . . .
— Ég vil helzt vera ein með
ungfrú Langly, sagði Sandra veik
róma.
Undireins og þær voru orðnar
einar greip Sandra í höndina á
Corinnu. Augu hennar voru orðn
ar einar greip Sandra í höndina
á Corinnu. Augu hennar voru
óeðlilega stór þegar hún kvein-
aði: — Corinna, Robin er dáinn!
— Æ! sagði Corinna og horfði
angistarfull á hana.
— Þú skalt ekki vera hrædd,
ég er með öllum mjalla, sagði
Sandra hreimlaust. — Það stend
ur í Daily Telegraph. Segðu Phil
ip það, mér brá svo mikið við
þegar ég las það, að ég féll 1
ómegin. Beiddu hann um — að
minnast ekki á það. Hvorugt ykk
ar má minnast á það — ekki fyrst
um sinn.
— Það skal verða eins og þú
vilt, sagði Corinna. Það var
slæmt að-geta ekki sagt, að hún
samhryggðist henni. Og rauna-
legt var að hugsa til þess, að ef
hann og Sandra hefðu aldrei
kynnzt mundi þetta unga líf
kannske ekki hafa farið til spill
is. Hún sagði prófessornum tíð-
indin, og hann komst við og varð
innilega hryggur. Þegar Corinna
kom inn í litlu stofuna skömmu
síðar, sá hún bréf liggja þar, og
rithönd frú Glenister var á um
slaginu. Hún reif það upp og
flýtti sér að lesa það. Hún þóttist
viss um, að það hefði að geyma
fréttir af Blake.
Josephine frænka skrifaði: i
„Kæra barnið mitt!
Ég hef afráðið að staldra
hérna við nokkrar vikur áður
en ég fer til Englands; þetta
er nú alveg afráðið mál. Ég
hef nokkra af hestunum mín
um með mér, en flesta sendi
ég til Arabíu; hann Ibramin
vinur minn ætlar að sjá um
þá. Hann er héma í Kairó
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í |
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,
' sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins 1
1 fyrir Garðahrepp er að Hof-
i túni við Vífilsstaðaveg, sími
| 51247.
Hatnarfiörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, sími |
50374.
Keflavík |
Afgreiðsla Morgunblaðsins t
fyrir Keflavíkurbæ er aðri
Hafnargötu 48. J,