Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 32
biialeiga í II i
magnúsar rrf|
skíphiolt 21 *SS*
simar: 21190-21185 zzzl *> Þ X I
HÚSAVÍK, 3. okt. — I Kinnar-
íjöilum er skál, sem hlotið hefur
ýms nöfn, svo sem Ófæruskál og
Djöflaskál, en örnefnanefnd hef-
ur ekki gefið henni nafn. Skál
þessi er sunnan við svokallaða
Fjörutorfu í Kinnarfjöllum. Fyr-
ir nokkrum árum urðu þarna
tepptar 7 kindur, sem þó höfðu
sig allar burt, þegar sulturinn
var varinn að sverfa mjög að
þeim. En þarna er lítil beit, þó
ekki alveg haglaust.
Nú í fyrstu göngum í haust
rnisstu gangnamenn 10 kindur í
þessa erfiðu skál og fór einn
gangnamannanna, Ófeigur
Ealdursson frá Ófeigsstöðum,
niður í skálina á eftir þeim Og
er hann talinn þriðji maðurinn
sem þangað niður hefur árætt.
Þetta þykir djarflega gert, ekki
sízt þar sem hann var einn á
þessum slóðum, en ekki tókst
Ófeigi samt að koma kindunum
ppp, því þær héldu sig svo tæpt
á klettabrúnunum að hann þorði
ekki að hleypa neinni styggð að
þeim. En síðan hafa 3 kindanna
fcjargað sér upp og vonast menn
til að hinar komi í sömu slóð þeg-
ar þær taka að svengjast mjög,
en það verður að vera áður en
tnjó setur, því eftir að snjór
er kominn, er vonlaust að þær
komist af sjálfsdáðum upp úr
þessari svonefndu Djöflaskál.
— Fréttaritari
Drenour í
bifreiðarslysi
SÍÐDEGIS í gær slasaðist dreng-
nr í Reykjanesbraut. Hann var
á leið í bæinn á vélhjóli, og er
hann kom á móts við neðri inn-
keyrsluna að Shellstöðinni, lenti
hann í hríðinni á bíl. Hafði bíll-
inn stanzað hinum megin við göt-
una, en beygt svo þvert yfir göt-
una að innkeyrslunni fyrir fram-
an drenginn. Drengurinn, sem
heitir Örn Ármann Sigurðsson,
Sporðagrunni 7, var fluttur á
Slysavarðstofuna, líklega með
brotna öxl.
Ungir foreldrar eiga
tvö blind börn
Safnað 10O þús. kr. fyrir læknishjálp á Akureyri
AKUREYRI, 3. sept. — Ung
hjón hér íbæ hafa orðið fyrir
þeirri sáru reynslu að eignast
tvö börn, sem eru á fyrsta og
þriðja ári og bæði eru blind að
miklu eða öllu leyti. Eldra
barnið, sem er drengur, hefur
þó fengið svolitla sjón við end-
urteknar skurðaðgerðir, að því
er talið er, en stúlkan er talin
alblind. Þó er ekki vonlaust að
litlu systkynin geti fengið ein-
hverja sjón við frekari laeknis-
aðgerðir utan lands eða innan.
Foreldrarnir eru bláfátækir,
eru nýbúnir að koma sér upp
Með Jabb rabb
tœki í göngum
íbúð, sem er í mikill skuld og
geta ekki af eigin rammileik stað
ið straum af þeim mikla kostnaði
sem af þessum lækningatilraun-
um leiðir, t.d. ferðalögum til
annarra landa.
Sóknarprestarnir á Akureyri
Orustuþota kernur inn tíi
lendingar á IJSS Independ-
ence. Myndina tók fréttamaSI
ur Mbfc, sem fylgdist með æf-
ingum flota Atlantshafsbanda
lagsins fyrir skömmu.
(Sjá grein á bls. 31.)
hafa nýlega gengist fyrir fjár-
söfnun til styrktar þeim, svo að
allt verði gert sem í mannlegu
valdi stendur til að leita börn-
unuim lsekninga. Söfnunin geng
ur afar vel og er mjög almenn,
bæði hjá einstaklinguim og starfs
hó'pum. Á örfáuim dögum hafa
safnast fast að 100 þús. kr. og
féð streymir inn dagilega, bæði
til preistanna og Akureyrarblað-
anna, sem taka við söfnunaríé,
— Sv.
Hvítsíðungar höfðu til reynzlu
með sér talstöðvar eða svokölluð
„labb-rabb“ tæki í aðrar göngur
a Tvídægru og reyndust þau
veL
Þeir Þorsteinn Jónsson, flug-
stjóri, og Siigurjón Jónsson, loft
eiiglingafræðingur, faira venju-
lega í gönigur með Hvítsíðung-
um. í fyrra barst það í tal að
gott m.undi vera að hafa „labb-
rabb“-tæki við smölun á heið-
um, og nú fékk Sigurjón lánuð
3 slík tæki til reynslu. Voru þau
notuð við smölunina þassa 3
daga, sem göngurnar standa
yfir.
Mbl. spurði Þorstein Jónsson
Forsætisrá3herra talar
á fuiltrúaráðsfundi
NÆSTK. þriðjudagskvöld 6. okt.
verður lundur í Fulltrúaráði
Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík
og hefst hann kl. 8.36. Frum-
mælandi verður dr. Bjarni Bene-
ditksson, forsætisráðherra. Þetta
er fyrsti fundur Fulltrúaráðsins
á þessu hausti og eru fulltrúa-
ráðsmeðlimir hvattir til þess að
fjölmenna á fundinn. Sýna þarf
skírteini við inngangiim.
hvort tækin hefðu komið að
gagni. Hann sagði að ekki hefði
að vísu reynt mikið á það nú,
vegna þess að veður var gott,
þó hefðu tækin komið að not-
um við að hafa samband við
yztu leitarmenn. En tveir yztu
mennixnir höfðu tæki og leitar-
stjórinn, sem var í miðri röð.
„Labb-rabb“-tækin sem notuð
voru draga 5—10 km, og telur
Þorsteinn að einkum mundi þau
gera gagn í vondum veðrum.
Gömgurnar gengu vel og komu
gangnamenn með stóðið og 40
til 50 kindur niður í Þverárrétt
Veður var gott fyrstu tvo dag-
ana, en þoka fyrri hluta þriðja
dagsins.
Gunnar Gunnars-
son íer utan
GUNNAR Gunnarsson, rithöf-
undur og frú hans eru á förum
í dag, til Danmerkur. Mbl. spurði
Gunnar um þetta ferðalag. Hann
sagði að þetta yrði stutt ferð, til
að tala við læknj og reka fleiri
einkaerindi.
Sæmileg trillubáta-
veiði í Grímsey
Akranesi, 2. október.
INGÓLFUR Geirdal, 15 ára pilt-
ur, Presthúsabraut 22 hér í bæ,
er nýkominn heim eftir 3ja mán-
aða sumardvöl í Grímsey. Hann
gerði að upsa og trillubáta-fiski
og haflSi upp 20 þús. kr. Aðspurð-
ur sagði hann að 2 trillur hefðu
róið frá eynni í allt sumar, en
í lok ágúst fjölgaði þeim í 6—7,
og reru trillurnar, sem eru litlar
allan september, ýmist með hand
færi eða línu og fiskuðu 500—
1000 pund í róðri. Gæftir voru
stopular. í sumar voru flestir
trillumenn í upsaveiðum fram að
mánaðarmótum ágúst-sept. —
Höfðu 70 tonna bát og herpinót,
en upsaveiðin var treg, um 300
tonn alls. En um síldina mega
Grímseyingar muna sína ævina
aðra. Signý Óladóttir, móðir Ing-
ólfs, vann um árið fyrstu verð-
laun fyrir síldarsöltun. Hún
hafið saltað í flestar turinurnar af
öllum síldarstúlkum það sumarið,
og það var í Grímsey.
Nú fóru þau hjónin Freyr og
Signý þangað einu sinni eða
tvisvar snöggvast. Svona hefir
síldin brugðizt í Grimsey í sum-
ar.
— Teflduð þið manntafl?
spurði ég Ingólf.
— Nei, við spiluðum hridge í
upsanum.
— Fórstu í kirkju?
-— Einu sinni.
— Hvernig leizt þér á séra
Einar djákna?
— Vel. Ræða hans var góð.
— Sástu mynd af Williard
Fiske?
— Já, stóra mynd af honum I ;
bókasafninu.
— Ekki undrar mig það, Ing-
ólfur.
Willard Fiske batt órofa tryggð
við Grímseyinga. Fyrst gaf hann
þeim skákbækur og síðan hundr-
uð annara bóka.
Akurnesingur, sem reri á Skál-
um á Lánganesi fyrir 51 ári, sagði
mér að samtímis honum þar,
hefði verið Grímseyingur, rúm-
lega sjötugur, róið einn á báti,
Friðrik að nafni, tengdafaðir
bóndans á Skálum. Hvenær sem
tóm gafst til greip hann hvern
mann, sem hann náði í, til að
tefla við sig skák.
Var ekki Friðrik gamll per-
sónugervingur þessara ástríðu-
fullu skákunnenda, sem Willard
Fiske varð svo hrifinn af í Gríms-
ey. — — Oddur,
Kindu í
sjálfheldu