Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1964, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 11. okt. 1964 Menntaskdlastigið í Evrúpu og USA Síðari grein dr. Thorsl FYRST RAKTI prófessor Husén hina geysilegu aukningu aðsókn- ar að menntaskólum um heim allan. Einkum kvað hann aukn- inguna mikla í iðnaðarlöndun? Vestur-Evrópu og öðrum löndum þar sem snögg iðnaðarþróun hef- ur orðið á síðustu árum, t.d. /' Sovétríkjunum og Júgóslavíu. 7 skýrslum OECD er gert ráð fyrii eftirtalinni aukningu stúdents prófa á árunum 1959 til 197ft Júgóslavía 148%, Noregur 165% Frakkland 154%, Belgía 100% Svíþjóð 138%, Ítalía 110%, Dan. mörk 124% og Þýzkaland 4%. Dr. Husén kvað margar þjóðit vel á veg komnar til þeirra kross gatna, er nemendafjöldi mennta- skóla sé ekki lengur minnihluti, valinn með tiliti til gáfna og/eða þjóðfélagsástæðna, heldur flestii remendur á menntaskólaaldri Slík þróun hefði þegar náðst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem um 82% unglinga á aldt ir.um 14 til 17 ára stunda skóla. í Sovétríkjunum kvað hann um 55% i skóla, í Svíþjóð sagði pró- fessorinn spáð, að 1970 héldu um 50% nemenda til framhaldsnáms í menntaskólum og árið 1980 hefði talan náð 75%. Þá hefði náðst sama þróun og þagar ríkti í Bandaríkjunum, sem fengið hefði efnahagslegt forskot. „Það verður að gera sér ljósa þessa almennu þróun mála, þeg- ar reynt er að samræma þróun unglingaskóla hér og á alþjóða vettvangi," sagði dr. Husén. „Ef maður viljandi eða óviljandi lok- ar augunum fyrir því, að skilyrði fyrir inntöku nemenda og náms- efni hafa að ýmsu leyti tekið róttækum breytingum, er ekki annað að sjá en að nú fari fram tilgangslaus stækkun á hefð- bundnum menntaheimi. Það verð ur að líta á þróun þessara mála i Evrópu sem afleiðingu þess, að í löndum, þar sem framleiðslu- aukning er ör, er þörf fyrir menntað vinnuafl og einnig verð ur að minnast þess að menntunar neyzla eykst með batnandi lífs- kjörum.“ Stefnur i skipulagningu ung- :en Husén, prófessors vinnuafl og nauðsyn þess að blggja sérmenntun á langri al- mennri menntun, krefst þess að komið sé á fót skólum, sem hafi fjölþætt gildi, þ.e.a.s. geti leitt hvern og einn til æðsta hugsan- íegs þroska Lionel Elvin frá Lundúnarháskóla sagði á OECD ráðstefnu fyrir skömmu: „Til- gangurinn er sá, að veita öllum eins mikla menntun og þeir þola.“ Þá skýrði dr. Hyíén frá því, að margir framámenn fræðslu- mála í Evrópu aðhylltust þá stefnu, að lengja þurfi skóla- skyldu upp í 18 ára aldur. Slíkt Kerfi, sem tekur einmitt til menntaskólaaldursins, mundi auka mjög möguleika þess að allir njóti jafngóðs af skóla- göngunni. Hverjar sem aðgerðirn ar yrðu, væri það ljóst, að hin aukna aðsókn að framhaldsskól- um, kallaði á skipulagningu, sem xeiddi til gagnlegrar fræðslu langflestra unglinga á mennta- skólaaldri. Þetta væri ekki hægt að framkvæma innan hins hefð- bundna ramma fræðslumálanna í dag. Prófessorinn kvað þá við- leitni í þróunarlöndunum, að að- laga skólana breyttum kröfum utan atvinnulífsins og innan hafa tekið höndum saman við lýð- ræðisstefnuna í skólamálum, þ.e.a.s. að hverjum einstaklingi skuli gefið tækifæri til þeirrar menntunar, sem bezt getur þjón- að ásetningi hans. Þessi viðleitni hefði auðvitað mætt mótstöðu strangrar skólahefðar, sem ein- kenndist af mismuni mennta- skóla og annarra framhaldsskóla. Allsstaðar gætti nú að meira eða minna leyti þeirrar stefnu að samræma þá skóla, sem kenna r.emendum á sama aldri. IJm leið og reynt sé að finna skóla, sem eitthvað fram á gagnfræðastigið geti þjónað nemendum með mis- munandi framtíðarásetning og á- hugamál, þurfi að stefna að því að nemendum sé hjálpað við val námsefnis, framhaldsskóla og að síðustu starfsgreinar. Niðurstöð- ur könnunar UNESCO kvað dr. Husén vera þá, að í flestum lönd Dr, Torsten Husén. um væri stefnt að sameiginlegu kerfi, sem næði miðja vegu fram á framhaldsskólastigið og væri miðað við að lögð yrði höfuð- áherzla á almenna menntun fram til þess tíma. Kennsluhættir „Majault-skýrslan svokallaða, sem nær til allra meðlimaríkja Evrópuráðsins, gefur gott yfir- lit yfir fjölda kennslustunda í löndunum," sagði dr. Husén. „Kennslustundirnar eru í flest- um löndunum milli 30 og 35 á viku. Haest er Svíþjóð með 37 stundir. Yfirleitt er lifandi mál í þriðja sæti, hvað stundafjölda viðkemur, á eftir latínu og stærð fræði eða raunvísindagrein. Und antekningar frá þessu eru þó Be NeLux-löndin og Norðurlönd." Varðandi námsefni í mennta- skólum í löndum, þar sem fram- farir eru örar, kvað dr. Husén helzta vandamálið að finna rétt hlutfall milli fræðslu, sem miðar að almennri þekkingu nemend- anna, og fræðslu, sem býr þá sérstaklega undir þá grein há- skólamenntunar, sem margir þeirra hafa hugsað sér að leggja fyrir sig. Þetta vandamál væri tnn erfiðara viðureignar, vegna þess að jafnhliða aukningu náms efnis og almenns fróðleiks auka náskólarnir kröfurnar um að menntaskólarnir búi nemendur sína betur undir háskólagreinina með eins mikilli verklegri fræðslu og mögulegt er. „í æ fleiri löndum hallast menn að því að láta nemendurna ekki grauta í öllum mögulegum fræðum með páfagaukslærdóm íyrir augum á síðustu mennta- skólaárunum,“ sagði dr. Husén. „Réttara er að leggja meiri áherzlu á sjálfstæðar skoðanir og gagnrýni í lok skólans og kenna nemendunum, hvernig grípa eigi á vandamálum á vís- indalegan hátt. Skólayfirvöldin í Vestur-Þýzkalandi gerðu breyt- ingu á fræðslulögunum árið Í960, sem miðar í þessa átt. Námsgreinum var fækkað, í þeim tilgangi að gera nemand- anum kleift að ná fótfestu í fög- unum og aukna sjálfstæða hugs un hans og ábyrgð. Tólf eða þrettán ára geta nemendumir val ið um námsgreinar þ.e.a.s deildir. í formáladeild menntaskóla er kennd þýzka, latína, griska eða franska ásamt stærðfræði, í mála deild þýzka, tvö erlend mál og stærðfræði, í stærðfræði- og raun vísindadeild þýzka, stærðfræði, eðlisfræði og eitt erlent mál. Auk þess á í hverri deild að velja eina kennslugrein til viðbótar úr flokki tungumála eða raunvís- indagreina. Þá eru líka kristin fræði kennd.“ „Einkennandi fyrir banda- ríska „high schools" er hið mjög sérgreinda val námsefnis. í stærri skólum er oft hægt að velja milli 50 mismunandi greina. Þessvegna getur nemandinn fljót lega tekið þá stefnu í námsefnis vali, sem honum sýnist, t.d. ein- tómar verklegar greinar ásamt fáeinum sérgreindum fögum. Gagnrýnin, sem high schools hafa sætt fyrir skort á menningar- grundvelli, á rætur sínar að rekja til þessa fyrirkomulags. Algengt dæmi er, að nemandinn hafi fimm námsgreinar og fimm tíma á viku í hverri þeirra. Að- eins er kennt fimm daga vik- unnar, svo að einn tími í hverri grein er á degi hverjum Auk lingaskólakerfisins „Helzta grundvallarvandamál- ið í skipulagningu unglingaskóla í flestum Evrópulöndum hefur á undanförnum áratugum verið að reyna að mynda skólakerfi, sem minnki eða útrými mismuninum á venjulegum gagnfræðaskólum annarsvegar og hins vegar æðri skólum, sem erfitt er að fá inn- göngu í og hafa aðeins þann til- gang að búa nemendur undir há- skólanám. Lengi var litið á þetta sem lýðræðisstefnu í menntamál um: allir ættu að fá tækifæri til æðri menntunar án tillits til stöðu í þjóðfélaginu eða hvar fólk á heima. Það skipulag, að setja strangar inntökukröfur og draga nemendur snemma í dilka, gerði hærra undir höfði börn- um frá efnaðri og menntasinn- aðri heimilunum. En síðan um 1950 hefur helzta sjónarmiðið verið að koma á skólakerfi, sem eins lengi og kostur er getur kom ið öllum unglingum að gagni. Þörf þjóðfélagsins fyrir menntað Bítlaunnendur Maður, sem kallar sig „skatt- borgara", sendir okkur eftirfar andi bréf: „Ég les í Morgunblaðinu 1 dag myndskeytta rammagrein er nær yfir meira en % hluta heillrar síðu. Af rými því er varið er í blaðinu fyrir frétt þessa mætti gera ráð fyrir, að um heimsféttir eða mjög þýð- ingarmikið málefni væri að ræða. Og svo má reyndar vel vera. Efni greinarinnar er við- tal við ungmenni nokkur, er farið hafa á kvikmyndahús að sjá mynd, er þá fýsti að sjá. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga. En ungmenni láta sér ekki nægja, að sjá mynd- ina einu sinni, eins og venju- legu fólki nægir, heldur fara þeir 10, 20 og 30 sinnum á sömu myndina. Svo mikil er áfergja þeirra og hömluleysi. Piltar þessir eru allir ólög- ráða að aldri og á framfæri foreldra, en hljóta með þeim framfærslustyrk af almannafé. Nú er verð bíómiða það hátt, að margt fullorðið fólk yfir- vegar með aðgætni hvenær og hve oft það veitir sér þann munað að fara í kvikmynda- hús og sjá mynd, þótt góð sje og það einu sinni. Þessi frétt gefur mér og ef- laust fleirum, tilefni til að velta þeirri spurningu fyrir sér, hverjar séu fjárhagsástæð ur foreldra þessara barna og hvort þau hafi nokkra þörf fyrir styrk af almannafé, er börnin hafa svo rúmt um eyðslueyri. Vér eigum fullt af óleystum verkefnum. Enda þótt þau séu bráðnauðsynleg hefir fram- kvæmd þeirra tafizt af skorti á fé til framkvæmdanna, þar sem svo langt hefir þegar ver- ið seilzt í vasa skattborgaranna að óhóf er að talið og nú mjög rætt um að hverfa (aftur til baka) á þeirri braut. þessa kunna að vera einhverjar verklegar greinar og „extracurri cular activities." Þar sem eðlis- fræði, efnafræði og líffræði mynda sameiginlega eina kennslugrein, „science", og saga, landafræði og þjóðfélagsfræði „social studies", eru námsgrein- ar fremur fáar, en þó fjölbreyti- legar.“ Innganga í háskóla „Samband framhaldsskóla og háskóla er mjög mikilvægt. Ekki aðeins vegna þess að háskólar taka nemendur sína eingöngu úr æðri framhaldsskólum, heldur fyrst og fremst vegna þess að Iiáskólinn getur með inntöku- kröfum sínum haft geysimikil áhrif á fræðslu framhaldsskól- ans. í stórum dráttum má skipta skólum í flokka í þessu tilliti, annarsvegar Vestur-Evrópu skól- unum og hins vegar hinum ame- rísku.“ Fyrst fjallaði dr. Husén um skólana í Vestur-Evrópu. Kvað inann inntöku í háskóla úr mennta skólum einkennast af mjög ströngum kröfum, sem alls ekki ailir stæðust. Þá væri upptaka í menntaskóla fyrsti aðgöngumið- inn að háskólanámi. Þeir, sem ekki komast upp í menntaskóla, séu yfirleitt útilokaðir frá þeim ctvinnugreinum, þar sem krafizt er æðri menntunar. Þá kvað hann þjóðfélagsaðstæður mjög ráðandi um val nemenda eftir þessu kerfi. í þeim löndum, sem aðskilnaður nemenda til mennta skóla og annarra skóla fer fram á 10 til 11 ára aldri, sagði dr. Husén, að minna en 10% stú- denta væru frá verkamanna- og bændaheimilum. „í framhalds- skólunum í löndum eins og t.d. Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi fellur að minnsta kosti helming- ur nemendanna eða hættir skóla göngu áður en lokaprófi, sem gef ur réttindi til háskólanáms, er náð. Stúdentsprófið, sem kallast mismunandi nöfnum í hinum ýmsu löndum, er síðasti þrösk- uldurinn á menntabrautinni. Fækkunin, sem fram fer á fram- haldsskólastiganum, skeður á ýmsan hátt, en flestir hinna lak- Framhald á bls. 31. Væri ekki ástæða til að taka til endurskoðunar sumar þær ráðstafanir, er gerðar hafa ver ið á fjármunum þeim, er skatt- borgurunum er skylt að leggja fram og sjá, hvort sumu af þessu fé mætti verja á annan veg og til nauðsynlegri hluta, en styrks til óhóflegrar stund- unar kvikmyndahúsa. Mér er svo önnur spurning í huga. Hvernig fer með fjár- hagsafkomu og skattgreiðslur þessara ungmenna, er þeir vaxa upp til fullorðinsára og eru sjálfir orðnir skattgreið- endurnir, er í æsku hafa tamið sér slíkt hömluleysi í uppfyll- ingu óska sinna og eyðslu. Ég get, að nánar aðgættu máli, orðið Morgunblaðinu sammála um að þetta er „stór- frétt". ,, Skattborgari". 1' HHUPMEl-KAUPFELOG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.