Morgunblaðið - 11.10.1964, Qupperneq 21
Sunnudagur 11. okt. 1964
MORGU N BLAÐID
21
Kjartan Leifur Markússon
Itflintiingarorð
HINN 15. september s.l. and-
aðist á Landspítalanium heiðurs-
maðurinn og bóndinn Kjartan
Leiíur Markússon frá Hjörleifs-
höfða.
Fyrstu kynni mín af honum
voru, er ég ungur að aldri
kom með foreldrum mínum
austur í Hjörleifshöfða og naut
þeirrar ánægj u að mega dvelja
eina dagstund með heímilisfódk-
inu þar.
Ekki hafði ég verið lengi inni,
eftir að ég var búinn að metta
mig á alls konar kræsingum hjá
húsbændunum, þegar synir
þeirra koanu til mín og buðu mér
út til að skoða umhverfið. Þáði
ég það að sjálfsögðu. Voru þetta
bræðumir Skæringur og Kjartan
Leifur. Þannig urðu fyrstu kynni
mín af þeim bræðrum og heimil
inu í Hjörleifshöfða. ,
Kjartan Leifur var fæddur 8.
apríl 1895 í Hjörleifshöfða, og
vom foreldrar hans hjónin Ás-
laug Skæringsdóttir og Markús
Loftsson, er lengi bjó í Hjörleifs-
höfða og var kunnur maður á
sinni tíð og fróður vel. Kjartan
Leifur ólst upp með foreldrum
sínum í Höfðanum, en föður
sinn missti hann árið 1906.
Þegar Kjartan Leifur hafði
aldur til, gekk hann á bænda-
skólann á Hvanneyri og sóttist
námið vel, enda vel gefinn og
skýr í allri hugsun. Eftir námið
þar, kom hann heim í Höfðann
sinn, fullur áf áhuga og lífsorku,
enda var tekið til óspiiltra mál-
anna um að bæta jörðina á allan
hátt. Var mikil ánægja að koma
þangað heim og sjá þær miklu
umbætur, sem áttu sér stað, á
Umfferðin eykst
og bifreiðaárekstrum fjölgar.
Þaö borgar sig að ganga
vei frá bifreiðatryggmgunni.
Hafíð samband viö „Almennar”
og kynnið yður skilmála og kjör
Síminn er 17700.
ALMENNAB
TRYGGINGAR"
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
meðan Kjartan Leifur dvaldist
þar.
Frá Hjörleifshöfða fluttist
Kjartan Leifur 25 ára að aldri
að Suður-Hvammi í Mýrdal með
móður sinni og seinni manni
hennar, Hallgrími BjarnEisyni
frá Kerlingardal. Þar lagði Kjart
an Leifur sig állan fram eins og
áður, eftir því sem orka og
kraftar leyfðu.
Eftir lárt móður sinnar lét
stjúpi hans fljótlega af búskap
og fékk búið í hendur stjúpsyni
sínum, en með þeim var hin
bezta vinátta, og þeir studdu
hvom annan með ráðum og dáð-
um.
Er Kjartan Leifur hafði tekið
við búsforráðum, gekk hann að
eiga Ástu Þórarinsdóttur árið
1932. Reyndist hún honum hin á
gætasta kona og studdi hann í
hvívetna. Á sama hátt reyndist
hún frábærlega vel þeim gamal-
mennum, sem dvöldust á heimili
þeirra hjóna til hinztu stundar.
Öll þau ár, sem við Kjartan
Leifur vorum saman í næsta ná-
grenni, bar aldrei skugga á
milii okkar, og var mjög gott að
skipta við hann. Eins var ánægju
legt að hitta hann, eftir að ég
var horfinn úr sveitinni, hvort
sem var það eystra eða hér í
Reykjavik. Fannst mér ég hitta
góðan bróður, þar sem hann var
fyrir.
Á síðari árum átti Kjartan
Leifur við vahheilsu að stríða.
Varð hann þess vegna að bregða
búi og láta af þeirri atvinnu,
sem hann hafði helgað krafta
sína. Fluttust þau hjón þá til
Víkur og áttu þar heima síðan.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið, og eru þau öll upp
komin og hvert öðru myndar-
legra. Vildu þau gera föður sín-
um lífið sem léttast méð nær-
veru sinnL
Ekki hélt ég, þegar ég var á
ferð þar eystra í sumar, að það
yrði í síðasta sinni, sem ég fengi
að þrýsta hönd vinar míns,
Kjartans Leifs, í herbergi hans,
þar sem umræður fóru fram á
gam.la sveita vísu, enda þótt
hann væri oft þjáður.
Kjartan tók þungbærum veik
indium sínum með mestu still-
ingu og ró, þar til yfir lauk og
hann var allur. Hann var jarð-
sunginn frá Víkurkirkju 26. f.m.
■ af sóknarprestinum, sr. Páli
Pálssyni.
Um leið og ég þakka hinum
látna alla vináttu og tryggð við
mig og systkini mín, sendi ég
eftirlifandi konu hans og börn-
um og öðrum ættingjum samúð-
arkveðjur okkar.
Markús Jónsson frá
Giljum.
Orðsending frá Laufinu
Höfum fengið nýja sendingu af vetrarkápum, þar
á meðal stór númer (yfirstærðir). Einnig úrval af
kjólum og drögtúm.
Dömubúðin Laufið, Austurstrætt 1.
Síldarsöllunaraðstaða
Til leigu er fiskverkunarhús, Nýja Loftshús, Kefla
vík. Söltunarbjóð fylgja. — íbúðarbraggi á efri
hæð. Upplýsingar í síma 15215 og 2267, Keflavík.
Til sölu í Hlíðunum
falleg 5 herbergja íbúð. — Laus strax.
Ólafur Þorgrlmsson
bæstaréttarlömaður
Austurstræti 14 — Sími 21785.
Til sölu í Hlíðunum
4ra herbergja björt og falleg risíbúð.
Laus fljótlega.
f *
Olafur Þorgrímsson
hæstaréttarlömaður
Austurstræti 14 — Sími 21785.
Stúlkur
vantar strax.
Þvottahúsið
Rergstaðastræti 52.
______Uppl. í símum 17140 og 14030.