Morgunblaðið - 11.10.1964, Side 32

Morgunblaðið - 11.10.1964, Side 32
bílaleiga magnúsap skipliolt 21 •Imar: 211»O-21I0S ii I 0 0 0 C 0 o I ni 2aa | z z z * > > I Fulltrúakjöri Iðju lýkur í dag LESBÓK fylflr btaðinu í da.g og e»r efni^ 1 bennar sem sér segir: k Bis.: 1. 40 ára minningar í Þjóðskjala i safni, eftir Kjartan Sveinsson.í 2. Svipmynd: Francisco Franco./ 1 Úr sólsetrinu, smásaga eftir l C. P. Thompson. — Ljóð, eftir Sigriði Jónsdóttur. ^ 4. Prestasaga eftir Oscar t'íau- sen: Brauðlaus prestur, grár og| gamall. 5. Þjóðleikhúsið 196J—1964: Eitt^ lélegasta leikárið, eftir Haraldl Björnsson (Fyrri grein). i 8. Emily Coleman: Með Birgitl Nilsson upp á háa-C. Fjaðrafok. 10. 11. i 14. 15. 16. Húsmæðraskólinn á Löngu- mýri 20 ára (ljóð). Sögur af Ása-Þór. Teíkningar^ eftir Harald Guðbergsson. Ferdinand. Krossgáta. BRIDGE. Iðnverkafólk mun svara pólitískri drós kommúnista og Framsóknarmanna d verðugan hdtt IÐJA, félag verksmiffjufólks í Reykjavík, kýs í dag fulltrúa sína á þing Alþýðusambands ís- lands. Kosningin hófst í gær og lýkur í kvöld kl. 10. Kosningin fer fram á skrifstofu Iffju í Skip- holti 19 (sama hús og Röffull). — Tveir listar eru í kjöri, A-listi er borinn fram af kommúnistum og Framsóknarmönnum, en B- listinn er horinn fram af stjórn Iffju og trúnaffarmannaráffi. Kosningaskrifstofa B-listans er í Vonarstræti 4 (VR) 3. hæff. Símar skrifstofunnar eru 33137 og 33147. Þessu sinni hafa komið fram tveir listar, B-listinn, borinn fram af stjórn og trúnaðarmanna ráði Iðju og A-listinn, sem er bor inn fram af Framsóknarmönnum og kommúnistum í sameiningu. Undanfarin ár bafa þeir borið fram hver í sínu iagi, en samein- ingin nú sýnir, hve samvinna þessara tveggja f’iokka er orðin náin. Það vakti athygli að enginn frambjóðenda A-listans kom til þess að vitja kjörskrár, heldur kom á þeirra vegum sonur Ey- steins Jónssonar, fyrrv. ráðherra, en Eysteinfl mun stjórna þessum sambræðingi Framsóknarmanna og kommúnista. Framsóknarmenn hafa einir flokka reynt að korna af stað pólitísku moldviðri í sambandi við kjör fulltrúa verkalýðsfélag anna á Aiþýðusamhandslþingið. Iðnverkafólk í Reykjavík, eins og aðrir meðlimir verkalýðsfélaga, munu svara þessari pólitísku árás Framsóknarmanna ásamt komm- únistum á verðugan hátt. Iffjufólk er hvatt til þess aff fjölmenna á kjörstaff og kjósa snemma, en kooningunnj lýkur klukkan 10. Frambaltí á bÍB. 31. Kosið í múrnraiélaginu í dog Listi lýðræðissinna er A-listinn FULLTRÚAKJÖR til ASÍ-þings í Múraraféiagi Reykjavíkur í skrif. stofu félagsins í dag (sunnudag) kl. 1 e. h. til kl. 10 e. h. í kjöri eru tveir listar, A-LÍSTI, borinn fram af stjórn og trún» aðarmannaráffi og er þannig skipaður: Affalfulltrúar: Eggert G. Þorsteinsson, Einar Jónsson, Hilmar Guðlaugsson. Varafulltrúar: Jón G. S. Jónsson, Kristján Haraldsson, Hilmar • Guffjónsson. B-listi er borinn fram af Bergsteini Jónssyni, Ragnarl Hansen o. fl, fyrir hönd kommúnista, sem reynzt hafa öflugastir sundrung. armenn í félaginu undanfarin ár. Múrarar! Kjósiff snemma, fylkiff ykkur um A-LISTANN, og hrindið árás kommúnista. ASB kýs um helgina ASB, félag afgreiffslustúlkna í brauff- og mjólkurbúðum, kýs þrjá fulltrúa á Alþýffusambandsþing nú um helgina. Tveir listar eru í kjöri, A- og B-listi. B-Iistinn er þannig skipaður: Aðalfulltrúar: Birgitta Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 30, Guð- björg Guðnadóttir, Mjólkursamsalan, Margrét Eiríks- dóttir, Sandholt. Varafuiltrúar: Jónína Þorkelsdóttir, Mjólkursamsalan, Martha Stefánsdiittir, Bernhöftsbakarí, Halla Guðmundsdóttir, Alþýðubrauðgerðin. Kosið er í skrifstofu félagsins að Lindargötu 9. Kosið er frá kl. 2—10 e h. í dag. Simx kosningaskrifstofu B-listans er 2-32-08. Alþingi sett í gær Aldursforseti, Ölafur Thors, minntist forsetafrúarinnar við þingsetninguna ALÞINGI, hið 85. í röðinni, var sett í gær. Hófst athöfnin að vanda með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Prestur var séra Jón Þorvarðarson. Að lokinni guðsþjónustu var fundur í Alþingishúsinu í Sam- einuðu þingi. Tók forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, fyrstur til máls. Las hann upp forseta- bréf frá 25. september 1964 um, að Alþingi skuli koma saman h. 10. október 1964. Að svo búnu lýsti forseti yfir, að Alþingi væri sett. Síðan mælti forseti: „Eg árna Alþingi allra heilla í störfum, að það megi verða landi og þjóð til trausts og halds, til gæfu og gengis. Ég veit, að það misvirðir enginn, að ég nota þetta tækifæri til þess að þakka innilega alla þá samúð og marg- víslega hjálp, sem okkur hefur verið sýnd og veitt á þessum örð- ugu tímamótum í lífi mínu. Ég þakka ríkisstjórn, ég þakka Alþingi og ég þakka alþjóð. Ég þakka kveðjur og minningargrein ar og allt þetta sýnir, að konan mín, Dóra Þórhallsdóttir, var metin að verðleikum. Þetta verð- ur okkur því meiri styrkur, sem lengra líður frá. Að svo mæitu hið ég þingmenn um að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar“. Þingmenn risu úr sætum og for sætisráðherra, Bjarrvi Benedikts- son, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð. Island lifi“. Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi. „Samkvæmt 1. gr. þingskapa ber nú aldursforseta að stjórna þingfundi, þar til kosning forseta sameinaðs þings hefur getað farið fram. Aldursforseti er nú Ólafur Thors, 1. þingmaður Reykjanes- kjördæmis, og bið ég hann um að stjórna þingfundi og ganga til forsetastóls". Þá gekk Ólafur Thors til for- setastóls og tók við stjórn þing- fundar. Minntist hann forsetafrúar, Dóru Þórhallsdóttur, og mælti á þessa leið: „Herra forseti fslands. Hæstvirt ríkisstjórn. Fimmtudaginn 10. fyrra mán- aðar andaðist hér í bæ forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir eftir skamma sjúkdómslegu. Frú Dóra var fædd í Reykjavík hinn 23. febrúar 1893, yngst fjög- urra barna hjónanna Þórhalls biskups Bjarnarsonar og frú Val- gerðar Jónsdóttur. Frú Dóra óx upp í föðurgarðL Hún varð snemma meginstoð móður sinnar í langvarandi veik- indum hennar og tók við öllum búsforráðum á biskupsheimilinu Framh. á bls. 2. Gunnar Thoroddsen Fjármálaráðherra ræðir skattamál á Varðarfuitdi FUNlýUR verður haldinn í Landsmálafélaginu Verði næst- komandi þriðjudagskvöld í Sjálf stæðishúsinu, og hefst hann kl. 20.30. Frummælandi á fundinum verður Gunnar Thoroddsen, fjár málaráðherra, og umræðuefni er: SKATTAMÁLIN. Kosið ■ lð|u í dac| Listi lýðræðissinna er B-listinn KOSNINGASKRIFSTOFA B-Iistans í Iðju er í Vonarstræti 4 (VR) Skrifstofan er opin, meðan á kosningu stendur, frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e h. Kosið er aff Skipholti 19. SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR ERU: 23137 og 23147. Sjálfboðaliffar, sem aðstoða vilja viff kosninguna eru beðnir aff hafa samband viff skrifstofuna. Ólafur Thors, aldursforseti Alþingis, í forsetastóli. Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. Ásgeir Ásgeirsson, forseti, setur Alþingl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.