Morgunblaðið - 15.11.1964, Side 5

Morgunblaðið - 15.11.1964, Side 5
Sunnudagur 15. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIV Öll skilyrði hér til myndvefnaðar „Við eigum allt hér á landi til að skapa listvefnað. Við eigum stórbrotna sögu, stór- brotið land og við eigum ull- arfogið, sem er bezta efnið í myndvefnað, sem ég þekki. En við erum að týna listinni að draga tog, og þá erum við iila á vegi stödd.“ Vigdís Kristjánsdóttir, sem sýnir um þessar mundir í gfugga Mbl. maolir þessi orð við blaðamann Mbl., þegar hann heimisótti hana í vinnu- stofunn uppi á lofti í Austur- bæjarskólanum. Vinnustofan er sérkennilega búin ýmsum munum og húsgögnum, en mest ber þó á gríðarlega stór- um vefstól, sem Vigdís fékk í Noregi. Vefurinn í houum er ZVn meter á breidd. „Já, þetta er satt, með tog- ið okkar“, bpldur Vigdis á- fram. „Núna eru á landinu aðeins örfáar gamlar konur, sem kunna þá list að draga tog. Síðasta sendingin, sem ég fékk, var unnin af Kristj- önu Hjaltalín í .Bxukey á Bredðafirði, og Kristjana varð niræð í haust. Togið og þessi list að draga það með sérstökum kSrnb- um, er áireiðanlega þjóðlegt og rammisfenzkt. Þetta tog er það langbezta, sem hægt er að fá til myndvefnaðar. Norð- menn eiga t.d. ekki jafn gott tog. Og kunna ekki að draga tog á þenna hátt. En listin að draga togið er að deyja út. Þetta er islenzkur þjóðarauð- ur, og honum verður að bjarga. f>að þurfa að rísa upp nokkrar íslenzkar valkyrjur, ungar konur, læra þetta og bj arga þar með þessari list frá glötun. Vigdís við vefstólinn stóra. Og svo er amnað, 9em mig langar til að geta um. Ég vil að beztu listamemm þjóðar- innar taki höndum saman um að gera fyrirmyndir fyrir myndvefnað. Þetta verður að gerast, ef hér á að skapast my ndv efna ðarstí 11. Það á að bjóða út verkin, og hér þarf að starfrækja „atelier“, vinnu stofur fyrir myndvefnað, þax sem hægt er að vinma stór, sögu’.eg teppi, en slíkt er geysilega mikil vinna og krefst mikillar natni og þol- inmæði. MyndstíLI Gunnlaugs Schev ings er alveg sérstaklega vel fallinn til myndveínaðar, bæði myndir hans frá land- búnaði oig sjávarútvegi. Þetta eru svo hreinir og skærir fletir. Alveg kjörinn stíll til myndvefnaðar, og m.a.s. Frakkar myndu gleypa við hoinum, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þéssum efnum. Má í því sambamdi minna á Góbelínvefnað þeirra sem heimsfrægur er, og marg ir ferðast um hálfan hnöttinn í einskpnar pílagrímsferð, til að sjá. Ég hef séð í Frakk- landi ofin teppi eftir fyrir- myndum Cromers, Picasso og Matisse, og þetta eru áreið- anlega ekki úrelt nöfn. Þetta er gert með samþykki þeirra, og stundum gera þeir fyrir- myndir fyrir vefnað eftir pöntunum. Ég myndi telja Nbreg ’and myndvefnaðarins á Norður- löndum og nægir þar að minna á hin stóru teppi í ráðhúsimu í Os!ó. Meistarinn, sem þar um fjallaði, Jons- borg, var kennari minn.“ Með þetta kvöddum við Vig dísi, en hún lofaði að segja okkur seinna frá jurtalium á bandi til vefmaðar, sem hún notar í hinn fallega mynd- vefnað sinn. Fr. S. Fiskar í undirdjúpum Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla fór 10. l>m. frá Cambellton í Kanada áleiðis til Piraeus. Askja kom til Leningrad í gær frá London. Hafskip h.f.: Laxá fór frá Hull 13. |>m. til Rvíkur. Rangá er í Gdynia. Selá fór frá Seyðisfirði í gær til Hull og Hamtoorgar. Urkersingel fór frá Raufarhöfn í gær til Adrossan. Furs- und fór frá Seyðisfirði 11. þ.m. til Hull. Etly Danielsen er á Norðfirði. Spurven fór væntanlega frá F/eyðar- firði í gær til Turku. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug Skýfaxi kemur frá Khöfn og Glasgow kl. 16:05 (DC-6B) í dag. Sólfaxi fer til Glasgow og K.hafnar kl. 03:00 á morgun. Vélin kemur aftur til Rvíkur kl. 16:05 á þriðjudaginn. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morg un er áætláð að fljúga til Akureyrar Vestmannaeyja, Hornafjarðar, ísafjarð *r og Egilsstaða.; H.f. Jöklar: Drangajökull kom til Riga 13. þm. o>g fer þaðan til Helsing- fors. Hofisjökull fór í gærkvöldi til GrimBiby, Finnlands og Russlands. Langjökull kom í gær til NY og fer þaðan til Le Havre og Rotterdam. Vatnajökull fór í fyrrakvöld frá Vest naannaeyjuim tU Dublin, Livérpool, Avenmouth, London og Rotterdam. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Brest fer* þaðan væntanlega 18. til Rvíkur. Jökulfell lestar á Vestfjörðum er væntanlegur til Faxaflóahafna á morgur. Dísarfell fer væntanlega í dag frá Stettin til Raufa/hafnar. Litla fell er væntanlegt til Rvíkur í dag. Helgafell er væntanlegt til Riga í dag. Hamrafell fer væntanlega á morgun frá Batumi til íslands. Stapafell fer í dag frá Raufarhöfn til Frederikstad. Mælifell fór 13. frá Torrevieja til Rvikur. Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss fór frá Rönne 13. 11. til Kotka og Gdynia. og Rvíkur. Brúarfoss fór frá Rotterdam 13. 11. til Hamborgar, Hull og Rvíkur. Deftifoss fór frá Dublin 14. 11. til NY. Fjallfoss fór frá NY 6. 11. væntanlegur til Rvíkur um kl. 15:00 í dag 15. 11. Goðafoss fer frá Hull 17. 11. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith 13. 11. væntanlegur til Rvíkur í kvöld 15. 11. kemur að bryggju um mið- nætti. Lagarfoss fer frá Siglufirði 14. 11. til Húsavíkur í»órshafnar, Aust- fjarðahafna, Vestmannáeyja og Kefla víkur. Mánafoss fer frá Kristiansand 15. 1J. til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Siglufirði 11. 11. tU Lysekil og Gauta- borgar. Selfoss fór frá NY 12. 11. til Rvíkur. Tungufoss fór frá ísafirði 14. 11. til SkagastrandaF* Siglufjarðar, Akureyrar, Reykjavikur og Djúpavogs og. þaðan til Antwerpen og Rotterdam. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum simsvara 2=-14-66. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á | Austfjörðum á suðurleið. Esja fór frá Rvík í gær vestur um land til Akur- eyrar. Herjólfur er í Rvík. Þyrill fór j frá Fredrikstad 14. þm. áleiðis til íslands. Skjaldbreið er í Rvík. Herðu- I breið er væntanleg til Rvíkur í dag að vestan úr hringferð. Sunnudagaskólar Sunnudagaskólar K.F.U.M. og I K. eru á sunnudög'um í húsum félaganna í Reykjavík og Hafnar firði. Hefjast kl. 10:30 og eru öll börn hjartanlega velkomin. Minnistexti: Minnst þú Jesú Krists, hans, sem reis upp frá dauðum. (2. Tímóteus 2,8). Fíladelfía Hátún 2, Hverfisgata 44, R. Hverfis- j gata 8, Hf. Allstaðar kl. 10:30. Sunnudagsskrítlan Un.gu hjónin voru á veiðiferð í Afríku. Dag nokkurn. þegar mað- urinn var einmitt að komast í | skotfæri við fallega antilópu, heyr'ði hann ógurleg hljóð fyrir aftan sig. — Kondu fljótt! hrópa'ði konan í ofboði. Mamma hefur rekizt á ljón, þú verður að hjálpa.. — Hjálpa hvað, heldurðu að svona stórt ljón klári sig ekki. Dansleikur verður haldinn sunnudaginn 15. nóv. kL 21. á vegum Loftskeytaskólans í Tjarnacafé. ^ Góð hljómsveit — Góð skemmtun. NEFNDIN. ISnfyrirtœki vantar mann við akstur og afgreiðslustörf. — Til- boð merkt: „9533" sendist afgr. Mbl. fyrir 17. þ.m. Síldorsöltun - utgerðnrmenn Fyrir næsta sumar mun verða bygvð ný síldarsölt- unarstöð á góðum stað á Austfjörðum. — Útgerðarmönnum mun verða gefinn kostur á að gerast hluthafar í stöðinni. Þeir, sem hafa áhuga tilkynni það á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld 17. nóyember, merkt: „Síldarsöltunarstöð — 9496“. Til leigu Þrjár stórar, glæsilegar stofur, ásamt stórri innri forstofu í miðborginni. — Stærðin er ca. 65 ferm. Húsnæðið er sérlega hentugt. Þeir sem vildu kynna sér málið nánar sendi vinsamlegast tilboð í póst- hólf 583 fyrir nk. þriðjudagskvöld. Bazar kvenfélagsins HEIMAEY verður í Góðtemplara- húsinu á morgun, mánudag kl. 2. Mikið af góðum, ódýrum munum. Kvenfélagið HEIMAEY. Afgreiðslumaður óskast í varahlutaverzlun vora. Upplýsingar hjá verzluriarstjóranum. Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. Suðurlandsbraut 14. — Sími 19345. Frámtíðarstarf óskast Maður á bezta aldri, með staðgóða reynslu í starf- stjórn og rekstri, óskar eftir fastri stöðu. — Tungu málakunnátta og erlend viðskiptareynsla fyrir hendi. — Reglusemi. Fjárframlag kæmi til greina. Tilboð er greini starfssvið og hugsanleg laun sendist í fullum trúnaði til afgr. Mbl., merkt: „Ábyggi- legur — 9407“. Lóð við miðborgina Höfum verið beðnir að útvega góða lóð nálægt mið- borginni fyrir stórt félagasamband. Lóðin má vera byggð. Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. FASTEIGNA- og LÖGFRÆÐISTOFAN Laugavegi 28B — Sími 19455. GÍSLI THEODÓRSSON. — Heimasími 18832. Merkjasöludagur Styrkfarfélags vangefirma er næstkomandi sunnudag, 15. nóvember. Barnaskólabörn eru hvött til þess að aðstoða við merkjasöluna og mæta kl. 10 f.h. í barnaskólunum. Sölulaun eru ein króna fyrir merkið. Styrktarfélag vangefihna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.