Morgunblaðið - 15.11.1964, Page 6

Morgunblaðið - 15.11.1964, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. nóv. 1964 Leopoldína Halldórs- dótHr Eiríkss SVO sem mörgum Reykvíking- um er kunnugt, var stór skrúð- garður hér í Reykjavík um og eftir aldamótin síðustu, sem nefndur var „Baejarfógetagarður inn“. Garður þessi var upphaf- lega kirkjugarður Reykvíkinga, en Schierbeek heitinn landlækn- ir reisti sér hús fast hjá garð- inum og mun þá einnig hafa feng ið leyfi til að breyta honum í trjá og urtagarð, og girti hann jafn- framt með vandaðri trégirðingu sem aðeins fullorðnir sáu yfir. Hr. Schierbeek lét af embætti hér og fluttist af landi burt, — keypti þá Halldór heitinn Daníels son, bæjarfógeti, húsið og fékk jafnframt afnot af garðinum. í húsi þessu ólst Leopoldína Hall- dórsdóttir Eiríks upp frá fjögurra ára aldri, ásamt systkinum sín- um, Soffíu og Daníel, en hún var fædd 1.4. 1888. Halldór Daníelsson var ágætur heimilisfaðir og traustur og á- byggilegur embættismaður. Hann var kvæntur dóttir Halldórs Kr. Friðrikssonar, yfirkennara, Önnu og var hún fyrirmyndar húsmóð- ir, sem lét sér sérstaklega annt um garðinn og var hann um hálfrar aldar skeiS augnayndi Reykvíkinga. Þarf tæplega að efa, að auk þess, sem Leopoldína hlaut hið bezta uppeldi, sem unnt var að veita, bæði til munns og handa, þá munu æskuleikir hennar og systkina hennar í Bæj arfógetagarðinum haf a átt drjúgan þátt í að móta hugarfar og fegurðarskyn hennar, enda var hún listhneigð og hafði un- un af margvíslegri fegurð. Leo- poldína var vel gefin kona og má segja að hún hafi að mestu leyti verið sjálfmenntuð, auk þess sem hún'' naut tilsagnar í málum og sérstaklega í hljóð- færaleik, sem hún lagði mikla stund á og varð á tímabili einn aðalkennari Reykvíkinga í píanó leik, enda stundaði hún það sem aðalatvinnu allt fram á síðustu ár. Leopoldína var lág vexti og grannvaxin alla tíð og sómdi sér vel. Hún var fríð sýnum og eink ar viðfeldin í tali og allri fram- komu, en óvenjulega hlédræg. — Árið 1912 gekk hún að eiga Guð mund Eiríkss heildsala og varð þeim tveggja barna auðið, önnu Eiríks kaupkonu og ívars, lyfja- fræðings og dr. phil. En sambúð þeirra varð stutt ,þau slitu sam- vistum eftir fárra ára hjónaband. Eftir það flutti Leopoldína aft- ur heim til foreldra sinna og dvaldi hjá þeim, ásamt dóttur sinni í gamla Bæjarfógetahúsinu, meðan þau lifðu bæði. En eftir að þau voru dáin, bjuggu þær mæðgumar áfram í gamla hús- inu, ásamt Soffíu systur hennar, þar til Landssíminn, sem hafði keypt húsið, tók við því, og var iþá garðinum breytt í það horf, sem nú er, og er nú lítið eftir af honum nema fáein tré í norð- Meðferð skotvopna STJÓRN Skotfélags Reykja- víkur vill í tilefni rjúpnaveiði- tímans beina athygli allra er með skotvopn fara að eiftirfair- andi varúðarreglum, sem allir ættu að hafa hugfastar, er þeir ganga með skot\iopn: 1. Haindleikið ætíð byssu sem hlaðin væri, unz örugg’lega hef- ur verið gengið úr skugga um hið gagnstæ>ða. Þetta er megin- regla á skotvopnrtm. 2. Hafið byssuina ætíð óhlaðna og opna, er hún er ekki í not- kun. Óþarft aétti að vera að taka fram að láta frá sér hlaðn ar byssur inn í bíla er óvitaskap ur, sem fuhlorðnir ihenn ættu ekki að láta henda sig, þó brögð muini að þvL 3. Gætið þess að hliaiupið sé hretat. Sé mold eða snjór í byseuihlaupi. sem skotið er af, springur byssan oftast og getur stórslasað eðá banað skotmanni og nærstöddum. 4. Hafið ávállt vald á stef nu hlaupsins, jafnvel þótt þér hras ið. Það er miklu betra að fá brákaðan lim en gat á líkamanin eftir skjot. 5. Takið aldrei í gikkinn nema þér séuð vissir um skotmarkið og munið að ekkert „öryggi“ er öruggt. 6. jBeinið aldrei byssuhlaupi að því sem þér ætlið ekki að skjóta á. 7. Leggið aldrei frá yður byssu nemia óhlaðna. Venjið yð- ur ekki á að styðja byssu við líkama yðar. Það kann að verja vatni að komast í hlupið, en gat- ið á líkama yðar sem þessi ó- vani getur leitt af sér gæti ekki færasti læknir stagað í. 8. Klifrið aldrei né stökkvið með hlaðna byssu. 9. Varist að skjóta á harða fleti, yfir blindar hæðir eða á sléttan vatnsflöt. Þetta gildir sér staklega um kúlubyssur, því kúlan getur endurkastast mieð breyttri stefnu og orðið manns bani í Langri fjarlægð. 10. Bragði ei vín þegar byssan er með. vestur horni hans. ívar, sonur Leopoldínu, ólst upp hjá Daníel bróður hennar og konu hans Guð rúnu Guðlaugsdóttur, sem voru barnlaus. Er þær mæðgurnar fluttu úr gamla húsinu stofnuðu þær eigið heimili og bjuggu þær saman upp frá því. Höfðu þær nú fyrir skömmu komið sér upp vönduðu og vistlegu einbýlishúsi að Garða flöt 5 í Garðahreppi. En dvöl Leopoldinu þar lauk með svip- legum hætti. Allmörg síðustu árin hafði hún verið heilsuveil og var nýlega komin af sjúkrahúsi. Þriðjudag- inn 10. nóv. var hún að koma með strætisvagni sunnan úr Hafn arfirði og er hún hafði stigið út úr strætisvagninum og var að ganga yfir Hafnarfjarðaveginn á leið heim til sín, varð rún fyrir bíl og beið því nær samstundis bana. Þrátt fyrir háan aldur og lé- lega líkamlega heilsu, var Leo- poldína andelga hress, og kom því hið sviplega fráfall hennar vinum og nánustu ættingjum mjög á óvænt og er þeim að sjálf sögðu mikið áfall, En sú er bót í máli, að hún eftirlætur þeim góðar og hlýjar endurminning- ar. Lýk ég svo þessum fáu orðum með þakklæti fyrir samfytgdina á lífsleiðinni og blessunaróskum á ókunnum leiðum, og votta jafnframt ástvinum hennar inni- lega samúð. Frændi. EiSen Einarsson ELLEN EINARSSON, ekkja Matthiasar Einarssonar læknis, lézt 29. okt. sl. á 82. aldursárL Hún var fædd 10. apríl 1883 hér í Reykjavík og voru foreldrar hennar frú Helga Magnea (f. Norðfjörð) og Matthías Johann- essen, kaupmaður. Ellen Einarsson er fædd í Bisk upsstofunni nr. 10 við Aðalstræti og ólst upp á heimili foreldra sinna þar og síðar í Aðalstræti 12, en það hús byggði faðir henn ar og rak þar verzlun til dauða- dags. Matthías var fæddur í Aske vold við Bergen, en kom hingað upp ungur verzlunarmaður, kvæntist frú Helgu Magneu og ílentist hér. Hann dó aldamóta- árið frá stórum barnahópi og stóð Helga Magnea ein uppi með börn sín og lítil efni og má geta nærri hve erfitt var að koma börnunum á legg við þau skil- yrði, en hún var dugleg kona og þrekmikil og tók m.a. að sér handavinnukennslu í Barna- skóla Reykjavíkur til að geta séð heimilinu farborða. Ellen var 17 ára gömul, þegar hún missti föður sinn. Hún fór snemma að leggja heimilinu lið með verzlunarstörfum og vann að þeim þangað til hún giftist Matthíasi lækni 1906. Matthías varð fljótt þjóðkiunnur maður og mikilsvirtur fyrir læknisstörf sín og elskaður af öllum sem þekktu hann. Heimili þeirra var miðdepill í erilsömu starfi hans og mæddi því mikið á húsmóður hæfileikum Ellenar. En hún stóð við hlið manns síns í starfi hans af frábærri tillitssemi og kær- leika og þarf ekki að fara í graf götur um, hver styrkur það hef- ur verið honum í starfinu. Um langt skeið bjuggu þau Ell en og Matthías læknir að Höfða hér í bæ og þótti mér heimili þeirra ávallt bera af á sínum tíma, enda voru þau samhent í að gera það að fagurri umgjörð og griðastað, þegar stund var milli starfs og stríða. Ellen var einkar smekkleg og listræn í sér eins og Sjá mátti bæði af heimili hennar og handavinnu. Margir hafa átt góðar endurminningar um ánægjulegar stundir á heim- ili þeirra að Höfða, enda eru minningar þaðan eins og leiftur þegar litið er yfir langa ævL Matthías Einarsson var eins og kunnugt er yfirlæknir í Landa- kotsspítala og hin síðari ár bjuggu þau í vesturbænum, að Sólvailagötu 30. Ellen Einarsson var, ákaflega vinföst kona, enda trygglynd svo af bar, en hlédræg og undi sér bezt á heimili sínu með börnum sínum og manni. Börn þeirra Matthíasar læknis og Ellenar eru öll á lífi, þau eru: Matthías, kvæntur Ásgerði Einarsdóttur, María gift Sverri Ragnars á Aij ureyri og Louisa listmálari, gift L. Bell og eru þau búsett í Banda ríkjunum. Nú eru þeir Reykvíkingar óð um að hverfa sem áttu æsku sína hér í bæ fyrir og um alda- mótin. En minningar. lifa um þessa liðnu daga. Með þakklæti fyrir langa samveru kveð ég Eil en Einarsson og veit að minning in um trygga konu og glæsilega lifir í hugum þeirra sem henni kynntust. G. H. VAR ORÐINN LEIÐUR Á SURTSEY Og þá er Surtsey orðin eins árs. Fáir bjuggust vði að Surt- ur yrði svona lífseigur. En hann heldur áfram og það þykja ekki lengur nein tíðindi. Ég hitti mann úr Vestmanna- eyjum á dögunum og ég mnint- ist á Surt. En Vestmanneying- urinn sagðist fyrir löngu vera búinn að fá ofnæmi fyrir „öllu þessu Surtseýjar-þvaðri“, eins og hann orðaði það. í fyrstu hefði mikil taugaspænna verið í mönnum í Eyjum og yfirleitt hefði fólk verið mjög óttaslegið við upphaf gossins. Af skiljan- legum ástæðum. Nú væri Surtsey orðin hvers dagsleg, a.m.k. í Vestmanna- eyjum, sagði hann — og hún kæmi fólkinu þar ekki lengur úr jafnvægþ þótt hún vekti einstöku sinnum á sér athygli. En hvað svo sem þeir segja í Vestmannaeyjum, þá er hér um að ræða náttúrufyrirbæri, sem er tiltölulega mjög fágætt — ig það þyrftu sem flestir fs- lendingar að sjá — áður en Surtur lognast út af. Það er kominn tími til að at- huga möguleikana á flugbraut- argerð í Surtsey — og helzt þyrfti að gera eitthvað í þessu máli fyrir næsta sumar. Bæði til þess að íslendingar geti far- ið að skoða eyjuna — og til þess að við getum boðið útlend ingum þangað — og gæti það orðið góð viðbót við Þingvalla- hringinn. Flugbrautargerð i Surtsey (ef framkvæmanleg er) ætti að geta borgað sig fjár- hagslega á tiltölulegá skömm- um tíma, ef vel er haldið á spilunum. HIN SÍGILDA ÝSA Ég hef fengið að undanförnu allmörg bréf þar sem kvartað er yfir sóðaskap og óþef í fisk- búðum. Oft hefur verið kvartað yfir því, að misbrestur væri á því að farið væri með fisk eins og mannamat, en væntanlega gerist það ekki í fiskbúðum vor um, þótt þær líkist í sannleika sagt ekkki allar matvöruverzl- unum. Það er líka kvartað yfir litlu úrvali í fiskbúðunum, oft að- eins ein eða tvær tegundir, svo og svo gamall' fiskur, eða að- eins frystur. Ég hef áður minnzt á það, að fiskbúðirnar bæru þess ekki alltaf vott, að aðalatvinnuveg- ur okkar væri fiskveiðar. Hins vegar er skiljanlegt, að ferskur fiskur sé ekki á boðstólum, þeg ar ekki gefur á sjó. Og fisksölunum er ekki ein- um um þetta að kenna, því þótt stór hópur manna og kvenna kunni að meta fjölbreytt fisk- meti, þá er hinn hópurinn stærri, sem vill soðna ýsu og aftur soðna ýsu — og á meðan almennt eru elf.ri gerðar meiri kröfur til fisksalanna en að þeir hafi ýsu, þá kippa þeir sér ekki upp við það þótt ein og ein kona fjasi yfir lélegu úrvali. FYRIRMYNDIR ÞEIRRA UNGU Oft berast mér bréf frá ungl- ingum, sem hafa eitt og annað að segja um fullorðna fólkið á sama hátt og þeir fullorðnu hafa sitt álit á þeim ungu. En hér kemur bréf frá tveim ur ungum bindindismönnum, sem segja, að 12 ára systurson- ur þeirra sé farinn að „reykja eins óg strompur". Þeir þekkja annan svolítið eldri — ekki skyldur þeim — sem betur fer), sem farinn er að smakka áfengi — og bréfritararnir tveir eru að glíma við þá dularfullu gátu, hvernig svona strákum tekjrt að komast yfir áfengi. Ólíklegt er, að nokkur mað- ur fái sig til að selja eða gefa drengjum áfengi — og líkleg- asta skýringin er sú, að áfeng- inu hafi verið nappað frá for- eldrunum. Hér, eins og svo oft áður, hafa foreldrarnir úrslita- valdið — og hinir fullorðnu eru fyrirmyndir þeirra ungu. WHíMV-KAllPfELOfi Nú er rétti tíminn til að panta -----«01® rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir QrmssonJif. Vesturgötu 3. - Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.