Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. nóv. 1964
MQRGUNBLAÐll
Þegar kynntir eru einhverj
ir staðir á landinu, þá er oft
fróðlegt að fá a’ð vita hvernig
þeir voru áður, því að landið
er sífellt að breytast, bæði af
völdum náttúrunnar og mann
anna. Einn af þeim stöðum, er
breyzt hefir mjög fyrir
skemmstu fyrir framtak
mannanna, er BúlandshöfðL
Hann er á norðanverðu Snæ-
fellsnesi O’g gengur hár og
brattur fram í sjó milli Fróð-
árhrepps og Eyrarsveitar og
lokaði svo áð segja leiðum
þar á milli. Höfðinn er um
120 metra hár, en í 80 metra
'hæð var á hon-um hallfleyttur
stallur. Þennan stall hefir
brim brotið meðan landið lá
svo djúpt í sjó. Á þessum
stalli var um aldir einstigi,
sem menn þræddu byggða á
milli og oft var farið þar með
hesta þótt hættulegt væri. Ef
hestur fór út af götunni, var
'honum bréður bani búinn, því
að svo snarbratt var niður að
hann hlaut áð hrapa niður í
sjó. Þess er getið til sanninda
merkis um snarræði séra Sig-
urðar prófasts Gunnarssonar,
að hann bjargaði þar hesti
einu sinni. Hann var á leið
fyrir höfðann ásamt einhverj
um öðrum og voru þeir með
nokkra hesta. Þá vildi það til
að einn hestur stjakaði öðrum
út úr götunni, en séra Sigurð-
ur var fljótur til, þreif í taum-
inn á hestinum og kippti hon-
um upp í götuna aftur. —
Myndin hérna er af Búlands-
höfða og er hún tekin úr
Ferðabók Collingwoods. Sést
hér einstigið framan í höfðan
um og maður sem teymir hest
sinn, þvi að fáir munu hafa
verið svo vogaðir að þeir hafi
riðið einstigi'ð. Þetta var að
vísu rudd gata, en mjög þröng
Alltaf þurft að gera við hana
á hverju ári, því að stöðugt
hrundi lausagrjót í hana. Þó
var var þarna kominn hættu-
lítill vegur fyrir gangandi
mann á seinni árum.. En nú
hefir nýi tíminn gert byltingu
þarna. Jarðýtum var beitt
á skriðuna og þær hafa rutt
þarna breiða bílabraut, þar
sem áður var einstigið. Þykir
mörgum gaman, og æfintýri
líkast, að aka þennan veg. Og
hann er nú einn kaflinn af
þeim hringvegi, sem kominn
er umhverfis Snæfellsnes.
ÞEKKIRÐU
LANDIÐ
ÞITT?
FRETTIR
PRENTARAKONUR. Munið
basarinn i Félagsheimili prent-
ara mánudáginn 7. desember kl.
2. Gjöfum á basarinn veitt mót-
taka í Félagsheimilinu sunnu-
daginn 6. desember frá kl. 4—7.
Basarnefndin
Tilkyningar til áskrifenda ljóða-
flokksins: Hólar í Hjaltadal eftir
Ásmund Jónsson frá Skúfstöðum.
Ekkja skáldsins, frú Irma Weile'-
Jónsson tekur á móti áskrifendum á
Hótel Borg, (baksal) á mánudag kl.
4—7, og mun þar persónulega undir-
^ita hin tölusettu eintök.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur vill
vninna á Jólafundinn á Hótel Sögu
(súlnasal) þriðjudaginn 8. desember
kl. 8. Félagskonur sæki aðgöngumiða
að Njálsgötu 3 föstudag 4. de«. kl.
2,30—5,30. I>aðf sem verður eftir af-
hent öðrum reykvískum húsmæðrum
laugardag 5. des, sama stað og tíma.
£>já nánar frétt í dagblöðum.
K.F.U.K. Basar félagsins verður laug
•rdaginn 5. desember. Allskonar mun-
Jr eru vel þegnir. Einnig kökur.
Kristinboðsfélagið í Reykjavík. Hin
érlega kaffisala félagsins til ágóða
fyrir starfið í Konsó verður eins og
®ð undanförnu fyrsta sunnudag 1 jóla-
föstu ‘29. nóv. í kristniboðshúsinu Bet
aníu, Laufásvegi 13 og hefst kl. 3.
I>að er tilvalið fyrir borgarbúa að
drekka miðdegis- og kvöld'kaffið á
aunnudag i kristniboðshúsinu BET-
ANÍU.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði heldur spilakvöld þriðjudaginn 1.
des. kl. 8:30 í Alþýðuhúsinu. Fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Nefndin.
Basar Guðspekifélagsins verður
runnudaginn 13. des. n.k. Félagar og
velunnarar vinsamlega að koma fram
lagi sínu sem fyrst í síðasta lagi föstu
daginn 11. des. í Guðspekifélagshúsið,
Ingólfsstræti 22, Hannyrðaverzlun I>ur
líðar Sigurjónsdóttur, Aðalstræti 12
eða til frú Ingibjargar Tryggvadóttur,
Nökkvavogi 26, sími 37918.
Kvenfélagið KEÐJAN. Desember-
fundurinn verður að Bárugötu 11 föstu
daginn 4. des. Athugið breyttan
fundardag. Stjórnin.
Blesugróf. Sóknarnefnd Bústaða-
eóknar býður börnum úr Blesugrótf á
barnasamkomu 1 Félagsheimili Fáks á
•unnudaginn kl. 11.
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju held
ur fund mánudaginn 30. þm. kl. 8:30
1 Alþýðuhúsinu. Áríðandi að félags-
konur mæti. Stjórnin.
Frá Hinu íslenzka náttúrufræðifé-
félagi. Næsta samkoma félagsins verð-
ur í I. kennslustofu Háskólans mánu-
daginn 30. nóvember og hefst kl. 20:30.
Þá flytur Jónas Jónsson cand. agric. er-
indi með skuggamyndum: Um korn-
Kvenfélag Háteigssóknar heldur
fund í Sjómannaskólanum þriðjudag-
inn 1. desember kl. 8:30. Venjuleg
fundarstörf. Upplestur og önnur
skemmitiatriði. Kaffidrykkja. Konur
fjölmennið.
—BAZAR Ljósmæðrafélags íslands
verður haldinn í Breiðfirðingabúð
uppi, Sunnudaginn 29. nóv. Opnað kl.
2. e.h. stjórnin.
Aðventukvöld Dómkirkjunnar. Að-
ventukvöld verður í Dómkirkjunni
sunnudaginn 29. nóvember kl. 8:30.
Fjölbreyttir jólatónleikar. Erindi, upp
lestur og söngutf. Allir velkomnir.
Kirkjunefnd kvenna.
Skógræktarfélag Mosfellshrepps
heldur basar að Hlégarði laugardag-
inn 12. des. Vinsamlegast komið mun-
um til stjórnarinnar.
Kvenfélagið Hringurinn, Reykjavík
minnir á basar og kaffisölu n.k. sunnu
dag 29. nóvember á Hótel Borg. Fé-
lagskonur beðnar að skila basarmun-
um sem fyrst á Ásvallagötu 1. Fjár-
öflunarnefndin.
Messur í dag
sjá dagbók í gœr
DÓMKIRKJAN
Messa og altarisganga kl. 11
Séra Óskar J. Þorláksson. Að-
ventusamkoma kl. 8.30. Barna-
samkoma kl. 11 á Fríkirkjuveg 11
Séra Hjalti Guðmundsson.
Málshœttir
Veldur hver á heldur.
Vinar-gjöf skal virða, og vel j
hirða.
Van og of, fær sjaldan lof.
Spakmœli dagsins
Loginn i mannssálunum sýnir j
styrkleika ljóss Guðs í heimin-
um.
— H. Redwood.
FRÉTTASÍMAB. MBL.:
— eft>r lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
i íbúð óskast
Systur í góðri atvinnu
óska eftir 2—3 herb. íbúð.
Reglusemi. Sími 13737.
Herbergi óskast
fyrir ungan reglusaman
snyrtilegan mann. Góð um
gengni. Sími 37432.
TIL SÖLU
drengjaskautar nr. 37,
Hocky. Uppl. í síma 10175
frá kl. 2—4 í dag.
Sængur
Æðardúnssængur
Gæsadúnssængur
Dralonsængur.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3. — Sími 18740
Smákökur
og tertur, pantið timan-
lega fyrir jól! Simi 23204.
16 ára piltur
óskar eftir atvinnu fyrir
hádegi. Uppl. í sima
40644.
Valhúsgögn
Svefnbekkir, svefnstólar,
svefnsófar, sófasett. Munið
5 ára ábyrgðina.
Valhúsgögn
Skólavörðust. 23. S. 23375.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Aiístoðailæknisstaða
við sjúkrahús Vestmannaeyja, er laus til umsóknar
frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launalögum.
Jafnframt er ætlast til að viðkomandi læknir verði
sjúkrasamlagslæknir. Lækningastofa og húsnæði er
fyrir hendi. Umsóknir óskast fyrir 20. desember.
Upplýsingar gefur bæjarstjórinn, Vestmannaeyjum.
GAIVIALT oc Gon
DRAUMVÍSA
Svo er sagt, að Sigurði Jóns-
son, fyrrv. bónda á Hvalnesi á
Skaga hafi dreymt fyrir Heims-
styrjöldinni fyrri, ókunnan
mann, er kvæði vísu. Nam hann
vísuna og hún þannig:
Hrikinn stóri, hár sem tröll
höldafjölda meður,
út úr ljóra-hárri-höll
hljóp ósljór í brandasköll.
Er Sigurður sannorður o.g i
skilríkur maður.
• Hœgra hornið
Hann er indæll maður. Hann j
á enga óvini . . . og enginn af |
vinum hans getur þolað hann.
sá NÆST bezti
Kjarval er tíður gestur á kaffihúsum miðbæjarins og drekkur
þar oft nónkaffi með vinum sínum. Einu sinni kom hann inn á
Hótel Borg í fylgd með rosknum manni utan af landi. Þegar þeir
voru seztir, segir Kjarval:
„Þú pantar, ég borga.“
Maðurinn segist helzt vilja kaffisopa, sér sé sama, hvaða góðgæti
sé með því. Þeir fengu síðan kaffi og rjómatertu og röibbuðu saman
nokkra stund. Þegar þeir stó'ðu upp, kemur þjónninn að borðinu
til þeirra. Þá segir Kjarval:
„Ég hef nú ekki peninga til að borga yður með, — en ég get
boðið yður dús. — Er það nóg?“
Ssmningar íslands við
eilend ríki I. bindi
í þessu bindi eru allir alþjóðasamningar og samn-
ingar við fleiri ríki en eitt, sem taldir eru í gildi
í árslok 1961 að undanskildum tæknilegum samn-
ingum og lánssamningum.
Dr. Helgi P. Briem hefur búið ritið undir prentun
og er það 875 blaðsíður að stærð. Ritið kostar kr.
500.00 eintakið og er til sölu í utanríkisráðuneytinu
í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg.
Utanríkisráðuneytið, hinn 26. nóvember 1964.
Fálkinn
A IUORGilM
Hvers vegna öll þessi bið?
Fálkinn athugar, hve mikill tími fer í bið hjá manni,
sem þarf að ganga erinda sinna í Reykjavík.
Láttu ekki sjálfhælnina koma fram
Fjörlegt viðtal Jökuls Jakobssonar við Pál Kolka
á tilefni af ný'útkominni bók eftir Pál.
Óþekktir fimmburar
Grein um fimmbura, sem leynt var fram eftir aldri
til að þeir yrðu ekki eyðilagðir af athygli heimsins.
Rauði salurinn
Dularfull og spennand smásaga eftir H. G. Wells.
Margt annaö skemmtilegt
lestrarefni
FALKIMM FLÝGUR ÚT