Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 32
) jr/7/WA/Æ
f SAUMAVÉLAR
LA’JGAVEGI
mam mmm mmm wmm mmm wmm mmm
bílaleigai 8
magnúsar ■
skipholt 21 SSS i
Slmar: 21190-21I8S jgiil 1. Þ Þ |
Aðalfundi L.Í.Ú. lauk
ígær
AÐALFUNDI LÍÚ var hald-
ið áfram í gær og í fyrradag
hér í bænum.
1 fyrradag rakti og ræddi
Sigurður H. Helgason árs-
reikninga sambandsins og
Innkaupadeildar þess, eftir að
þeir höfðu verið athugaðir og
ræddir í fjárhagsnefnd og
voru reikningarnir samþykkt-
ir í einu hljóði.
Umrseðum um nefndarálit og
afgreiðsla þeirra stóð síðan fram
yfir miðjan dag í gær og lauk
fundinum um kl. 17.00.
Sjávarútvegsmálaráðherra á-
varpaði fundinn í fyrradag., en
í gær hafði hann síðdegisboð
fyrir fulltrúa í ráðherrabústaðn-
um.
Sjávarútvegsmálaráðherra
sagði m.a. í ávarpi sínu til fundar
manna að sennilega yrði afli
yfirstandandi árs meir en nokkru
sinni fyrr. Skýrslur lægju ekki
fyrir en við lok júlí hefði aflinn
verið um 30% meiri en árið áður.
Ætla mætti að aflinn yrði nú
um ein milljón tonna og nálgaðist
það heildarafla Norðmanna þó
að hjá þeim stunduðu um 10 sinn
um fleiri menn veiðar að stað-
aldri en hér.
Þá gat sjávarútvegsmálaráð-
herra þess og í ræðu sinni að í
athugun væri hvort leyfa skuli
togurunum veiði innan 12 mílna
markanna á fleiri svæðum en nú
ætti sér stað og lengri tíma en
nú væri leyft. Gat hann þess í því
sambandi áð leyfi togveiða fyrir
Norðurlandi innan fiskveiðimark
anna hefðu borið jákvæðan ár-
angur.
Enn sagði ráðherrann að til-
raunir færu fram á nýtingu tog-
ara til síldveiða og gæfu þær
vonir um að lausn þeirra mála
væru ekki langt undan. Ef tæk-
ist að gera togarana út á síld-
veiðar með litlum aukabúnáði
væri togurunum skapaðir mögu-
leikar til bættrar afkomu.
í lok ræðu sinnar ræddi ráð-
herrann skýrslu alþjóðasamtaka
um fiskveiðar á norðvestur
Atlantshafi. Sagði þar að fundin
væru og reynd flest þau fiskimið
er nokkra þýðingu hefðu á svæ'ði
þessu og að frekari aukning veið
anna mundi hafa í för með sér
lækkandi afla á veiðieiningu.
Fundinum lauk kl. 17 eins og
fyrr segir með kjöri sambands-
stjórnar og var hún einróma end
urkjörin. Sverrir Júlíusson var
kosinn formaður og hefst þar
með 21. formennskuár hans.
Framhald á bls. 31
Spariskírteinin
nær uppseld
ÞEGAH Morgunblaðið hafði
samband við Seðlabankann í
gær, var skýrt frá því, að
sölu spariskírteinanna væri
mjög Iangt komið. Hefur al-
menningur því keypt spari-
skirteini fyrir nær fimmtíu
milljónir króna á nokkrum
dögum.
Á flestum útsölustöðum
spariskírteina voru þau á
þrotum á föstudag, og á laug-
ardagsmorgun seldust þau
víðast hvar upp. Taldi fulltrúi
bankans líklegt, að þau yrðu
alveg þrotin á mánudag eða
þriðjudag.
Aðventukvöld í
Dómkirkjunni
í DAG er fyrsti sunnudagur í
aðventu. Að venju efnir kirkju-
nefnd kvenna í Dómkirkjunni
til aðventukvölds kl. 8.30 í kvöld,
þar verður mikil dagskrá með
músík og dr. Steingrímur J.
Þorsteinsson. prófessor flytur
erindi um gamlan jólasálm eftir
Matthías Jochumsson. Leggja
margir tónlistarmenn hönd á
plóginn, en á dagskránni er
leikur lúðrasveitar, barnakór-
söngur, fiðluleikur, sönigur kirkju
kórsins og dúettsöngur og auk
þess verður lesin jólasaga. Öllum
er heimill aðgangur.
Fullveldisfagnaður
Stúdentafélags Rvíkur
UNDIRBUNINGUR undir
fullveldisfagnað Stúdentafé-
lags Reykjavíkur hefur geng-
ið mjög vel, en fagnaðurinn
fer fram að Hótel Borg n.k.
mánudagskvöld. Hefur for-
sala aðgöngumiða gengið
mjög vel og má því búast við,
að þátttaka verði mjög mikil,
enda er hér um eina hina
giæsilegustu skemmtun vetr-
arins að ræða.
Skfemmtiatriði kvöldsins
eru þau, að Kristinn Halls-
son og Guðmundur Jónsson
syngja glúnta og einnig fer
Ómar Ragnarsson með nýjan
skemmtiþátt.
Fagnaðurinn hefst með
borðhaldi kL 7 og lýkur kl. 3
eftir miðnætti. Saia aögöngu-
miða fer fram í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar og í
afgreiðslu Hótel Borg.
Myndin er af Jónasi H.
Haralz, sem verður ræðu-
maður kvöldsins.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Akureyri eignast bóka
safn og muni Davíðs?
Samtök borgara skora á bœjarstjórn að
kaupa hús skáldsins einnig
Akureyri, 28. nóv.
EFTIR því sem næst verð-
ur komizt er nú fastráðið
að Akureyrarhær kaupi
bókasafn Davíðs skálds
Stefánssonar og fái þar að
auki húsmuni hans og mál-
verk að gjöf frá erfingjum
skáldsins og verði bókum
og munum komið fyrir til
varðveizlu í sérstakri deild
í hinu nýja bókhlöðuhúsi,
sem nú er verið að reisa
yfir Amtbókasafnið á Ak-
ureyri. Hinsvegar mun
bæjarstjórn ekki sjá sér
fært að kaupa hús skálds-
JiartpuUaAsíiti
Bls.
— 1 Um trú og vísindi, eftir Ás-
geir Þorsteinsson (Fyrsta
grein)
— 2 Svipmynd: Sir Winston
Churchill.
— 3 Sjáið hve hann glóir, smá-
saga eftir Eggert Laxdal
— - Ljóð, eftir Nínu Björk Árna-
dóttur
— 5 Bókmenntir: Marmarinn eða
málið, eftir séra Helga
Tryggvason, Miklabæ.
— - Rabb, eftir h.j.h.
— 6 Lárus Salómonsson: Colosse-
um
— 7 Lesbók æskunnar: f Cavem-
klúbbnum.
— 8 Lestarránið mikla, eftir Peter
Hamill
— 10 Þættir Hannesar A Núpstað:
Skipsleit k Skeiðarársandi
eftir séra Gísla Brynjólfsson
— 11 Fjaðrafok.
— 14 Merk lækningajurt: Fingur-
bjargarblóm
— 15 Sögu-r af Ása-Þór, teikningar
eftir Harald Guðbergsson
— - Ferdinand
— 16 Krossgáta
— - Bridge
ins á Bjarkarstíg G að öllu
óbreyttu.
Vitað er að nú standa yfir
samningar milli bæjarstjórn-
ar og erfingja skáldsins og
hafa staðið yfir um alllangt
skeið. Þeim mun nú vera að
mestu lokið og verður niður-
staðan að líkindum lögð fyrir
bæjarstjórnarfund nk. þriðju-
dag og málið endanlega af-
Á PÖSTUDAGSKVÖLD og laug
ardag fóru trúnaðarmenn frá
Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur um borgina til að ganga
úr skugga um það hvort ákvæð-
um Félagsdóms um lokunartíma
og starfstíma verzlunarfólks
væri hlýtt það er að félags-
menn V. R. væru ekki við af-
greiðslustörf utan umsamins
tíma.
Áhrif þess að félagsfundur tók
þá ákvörðun að neita verzlun-
arfólki að vinna eru þau að
aðeins nokkrar verzlanir höfðu
opið eftir umsaminn lokunar-
tíma og í flestum þeirra voru
við afgreiðslustörf eigendur,
eiginkona og eða börn. í örfá-
um var ein og ein stúlka við
afgreiðslustörf, en þær létu af
störfum, þegar þeim var bent
Verzlanir opnar
1. desember
BLAÐIÐ fékk þær upplýsing-
ar í gær að verzlanir myndu
verða opnar 1. des. eins og á
venjulegum virkum degi.
í sambandi við kjaradóminn í
fyrra gerðu verzlunarmenn kröfu
til ákveðinna frídaga, umfram
helgidaga þjóðkirkjunnar, og
voru það sumardagurinn fyrsti,
1. mai, 17. júní og fyrsti mánu-
dagurinn í ágúst, auk þessara
þriggja daga frá hádegi: 1. des.,
aðfangadagur og gamlársdagur.
Fram voru færð þau rök að
þetta hefði viðgengizt að undan-
förnu og með 1. des. gerð sam-
þykkt hverju sinni. Ekki hefði
verið lögverndaður frídagur 1,
maí, en í samningum kveðið á
um frí frá hádegi á aðfangadag
og gamlársdag.
Af hálfu vinnuveitenda var
þessu mótmælt fyrir kjaradómi
og að frídagar yrðu ekki aðrir,
auk helgidaga, en sumardagur-
inn fyrsti og 1. maí, en þá félli
niður frí 1. mánudag í ágúst.
Kjaradómur hafnaði kröfu um
viðurkenningu á 1. des. sem frí-
degi, en veitti viðurkenningu á
1. maí og fyrsta mánudegi í ágúst.
Þannig hefir dómurinn kveðið
á um frídaga verzlunarfólks, og
er 1. des. ekki þar með. Verzlan-
ir verða því opnar eins og á
hverjum öðrum virkum degi 1.
des. n.k. Unnið verður þá, sem
áður, með eðlilegum hætti á blöð-
unum og koma þau út 2. des.
Harður árekstur
HARKALEGUR - árekstur varð
laust fyrir kl. 11 í gærmorgun
á mótum Njarðargötu og Hring-
brautar. Lítil fólksbifreið ók
suður Njarðargötuna og lenti á
12 manna farþagabifreið. Að-
eins ökumenn bifreiðanna voru
í þeim. Bifreiðarstjóri fólks-
bifreiðarinnar meiddist lítillega
og var fluttur á Slysavarðstof-
una. Hinn sakaði ekki. Fólksbif-
reiðin skemmdist mjög mikið.
á hvað félagið hefði aðhafzt I
málinu.
Eins og kunnugt er hefir
Verzlunarmannafélagið óskað
eftir viðræðum við viðsemjend-
ur sína vegna þeirra vandamála,
sem upp hafa risið um fram-
kvæmd hinnar nýju reglugreðar
borgarstjórnar Reykjavíkur um
lokunartíma verzlana.
í því sambandi skal vakin
athygli á því að samninganefnd.
hefir heimild til að ræða við
viðsemjendur um vaktavinnu-
fyrirkomulag, sem yrði fram-
kvæmt innan ramma núverandi
reglugerðar. Enn hafa viðræður
ekki hafizt.
Upplýsingar þessar hefir
blaðið eftir formanni Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, Guð-
mundi H. Garðarssyni.
Sjálfstæðisfólk Reykjavík
Munið spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna
n.k. miðvikudagskvöld.
Framhald á bls. 31
Viðræður enn ekki hafn-
ar við verzlunarmenn