Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIt> Sunnudagur 29. nóv. 1964 f--------- JENNIFER AMES Hættuleg forvitni L________________) væri ekki vinur þinn ef ég vildi ekki skilja, að það væiri gimi- legt fyrir þig 'að giftast Brett Dyson. I>ú mundir eiga góða dagia, verða hamingjusöan og lifa „örnggu lífi“. Þau óku snemma heim og kvöddust við maitsöluhússdym- ar. — Gleymdu ekki því sem ég sagði meðan við vorum að borða. Ef þú þarft á vini að halda, þá treystu mér. Daginn eftir fór Gail til lög- fræðingafirmans, sem fólkið í stofnuninni hafði ráðlagt henni að snúa sér til. Hún fékk tveggja tíma frí árdegis og hélt niður í borgina. Þetta var enskt lögfræðingafirma, Wilson & Wilson & Warlock. Skrifstofur þess voru í skrautlegu stórhýsi í reisulegustu götu borgarinn- ar. Hún hafði beðið um viðtals- tíma fyrirfram, og ungur lög- fræðingur, Kelping að nafni tók á móti henni. Hann sag,ði glanna lega: — Ég vona að þér hafið ekki flækt yður í vandræði, ungfrú. Eða hefur kannske einhver arf- leitt yður að stórfé? Því að mér sýnist þér vera of ung til þess að ætla að fara að gera arf- leiðsluskrá sjálf. Vitanlega get- ur maður aldrei gert það of snemma, því að það er góður sið ur að ráðstafa reitunum sínum í tæka tíð. Gail spennti greipar um hand- töskuna sína. — Ég er hrædd um að þetta sé öllu flóknara mál, sagði hún. Þegar Japanar tóku Hong Kong sveik maður foreldra mína í 33 hendur þeirra og að sögn gerðu Japanar upptæka verzlun föð- ur míns, en sannleikurinn mun vera sá, að maðurinn sem sveik þau mun hafa sölsað verzlun- ina undir sig. Ég þarf að kom- ast að hver þessi maður er, og ég geri kröfu til fyrirtækisins sem hann hefur stolið. Hann hefur aldrei borgað einn eyri fyrir það, og það er ennþá mín eign. Lögfræðingurinn horfði undr- andi og felmtraður á hana. — Ég veit ekki hvernig við ættum að geta hjálpað yður, ung frú Stewart. Við rekum enga leynilögreglustarfsemi hérna. — Ég veit það, en þér gætuð ef til vill vísað mér á einka- Blaðburðaffólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Laugavegur frá 33-80 Fálkagata Flókagata Lindargata Háteigsveg Háaleitisbraut Selljarnarnesi I Skólabraut lægri tölur Melabraut lægri tölur Lynghaga Sími 22-4-80 njósnara, ef þér álítið að þetta sé frekar verkiefni fyrir upp- ljóstranastofu en yður. — Ég veit ekki hvað segja skal — þetta er alls ekki í okkar verkahring, sagði hann dræmt. — Ég er sannast að segja ekki viss um að þetta sé mögulegt. — Á ég að skilja yður svo, sem þér viljið ekki hjálpa mér? sagði Gail talsvert áköf og hall- aði sér fram í sætinu og horfði á lögfræðinginn. — Ég starfa í rannsóknastöð austurlandasjúk- dóma, en er einstæðingur og á engan að. Þekiki engan hérna, sem getur eða vill hjálpa mér. — Eigið þér enga kunningja hérna? — Jú, en þeir telja mig af því að fást nokkuð við þetta. — Hafið þér nokkurn grun um hver sökudólgurinn sé — Ég hef engar sannanir, en mig grunarað herra Tom Mann- ing gæti gefið mér upplýsingar ef hann vildi. Og er sannfærð um að hann veit ýmislegt um það sem gerðist í þessu sam- bandi. — En ég ætla að vona, að þér berið ekki sakir á herra Mann- ing! sagði lögfræðingurinn og tókst á loft. — Ég veit það ekki, svaraði hún í örvæntingartón. — Það eina sem ég veit er að hann vill ekki hjálpa mér, og hann hefur ráðið mér eindregið frá því, að hnýsast í málið. — Það finnst mér mjög hyggi legt, sagði lögfræðingurinn. — Af því litla sem ég hef heyrt yður segja núna, ræð ég að herra Manning hafi alveg rétt fyrir sér. Ég skil ekki að gæti orðið til nokkurs gagns að fara að grúska í gömlu mosavöxnu máli. Flest ensk fyrirætki voru gerð upptæk af Japönum eftir her- námið. Og þegar þeir fóru aftur voru flest þessi fyrirtæki kom- in í rúst. Einstaka hjörðu af, en þau voru ekki mörg. . . . —En ég hef gefið yður nafn og heimilisfang fyrirtækisins. Það hlýtur að vera auðvelt fyrir yður að afla þessara upplýsinga sem mig vantar. Maðurinn fór að raða- blöðum á borðinu, til þess að gefa í skyn að samtalinu væri lokið. — Mér virðast ekki miklar horfur á, að við getum tekið þetta mál að okkur, sagði hann. — Vitanlega er yður frjálst að tala við einkanjósnara og láta hann taka málið að sér. En ég ræð yður eindregið til að fara að ráðum herra Mannings. Hann er kunnur maður hérna, og nýt- ur almenns trausts. Og auk þess er hann einn helzti viðskipta- vinur okkar. Verið þér sælar, ungfrú Stewart, mér þykir leitt að geta ekki njálpað yður. Alúðlegi tónninn, sem lögfræð ingurinn hafði talað í fyrst í stað, var nú alveg horfinn. Og þegar Gail var komin niður á götuna aftur, spurði hún sjálfa sig hvort hún hefði hagað sér eins og bjáni, að vilja ekki hætta á allt. Hún var huglaus og von- svikin og í hálfgerðri leiðslu er hún ranglaði fram götuna í þvögu af fólki. f búðargluggun- um var silki, fílabein og jade, loðskinn, fegrunarlyf og fallegir munir til gagns og gamans. Nett ar kínverskar dömur í buxna- C05PER. 3J23. Sá litli er farinn að ganga. pilsum klofnum upp að hné, með málaðar neglur og mikið af skartgripum komu út úr verzlun unum, skoðuðu í gluggana eða stóðu saman í hóp, háværar og hlæjandi. En Gail tók varla eftir þeim. Átti hún að gefast upp? Allir höfðu aðvarað hana, ráðið henni til að hætta, jafnvel Grant og Brett — að fóstra hans ógleymdum. En hafði hann sér- stakar ástæður til þess? Á hverju byggði hún grun sinn? Wong hafði staðhæft, að Tom Manning hefði verið sérstaklega góður vinur föður hennar. En Wong hafði verið þungt hald- inn, og auk þess tekið aftur það sem hann hafði sagt áður, að hann hefði verið vinur föður hennar. Hverju átti hún að trúa Og svo voru það þessi vega- bréf í skrifborðsskúffunni. Það var hugsanlegt að Manning hefði eignast þau með löglegu móti, en hún mundi hvernig Hsung hafði brugðið þegar hún opnaði skúffuna. Að vísu gátu vegabréf- in ekkli á nokkurn hátt snert föður hennar og dauða hans í fangabúðunum. En þarna sem hún ranglaði fram götuna innan um allra þjóða kvikindi varð hú.n staðráðnari en nokkurntíma áður í því að gefast ekki upp. Hver gat vísað henni á áreið- anlega njósnastofu? Vafalaust ekki Brett eða fóstri hans. Wong var enn rúmfastur eftir árásina. Útúr neyð spurði hún eiganda matsölunnar, og hann var fús til að hjálpa henni. Hann benti á kínverska njósnastofu, sem hún gæti áreiðanlega treyst. Hún fór þangað í matmálstím- anum. Ling hét maðurinn og hann skrifaði hjá sér allar þær upplýsingar sem hún gat gefið og lofaði að gera sitt bezta. Mundi hún nokkuð fleira, sem komið gæti að haldi? Eftir nokk urt hik svaraði hún, að Tom Manning mundi vita eitthvað um málið, en vildi ekki segja það. Kínverjinn varð alvarlegur á svipinn er hann heyrði hana nefna nafnið. Hann gerði enga athugasemd við það, en svipur- inn varð einkennilegur. Loks sagði hann að hann skyldi gera allt sem í hans valdi stæði, en nokkra borgun varð hann að fá fyrirfram. Gail hafði eitthvað af peningum á sér, en ekki nærri nóg. Greiðslan var svo há, að hún nam nærri því öllum Hong Kong-dollurunum, sem hún hafði sparað, og nú fór hún að kvíða því hve mikið þetta mundí kosta áður en lyki. Matsöluhús. eigandinn hafði lofað henni að hún skyldi fá herbergi útaf fyrir sig bráðlega, því að sambúðin við Mildred var æ erfiðari. En nú varð hún í vafa um hvort hún hefði efni á að vera ein í herbergi. Tíminn leið og Brett hringdi of ttil hennar og bauð henni í miðdegisverð. Hann var sífellt að nauða á henni um að giftast sér strax, oglagði áherzlu á hve mik- ið það mundi fóstra hans. Eitt kvöldið spurði hann hana hvort hún hefði vitkast svo, að hún væri hætt eftirgrennsluninni um foreldra sína. Vonandi væri henni orðið ljóst, að þetta væri fávitaskapur. Gail gramdist yfirlætið í -hon- um og bjóst þegar til varnar. Ég er algerlega ósammála þér um það, svaraði hún. — Ég hef alls ekki gefist upp en þvert á móti talað við njósnastofu. — Og þú gerir þetta að mér fornspurðum! sagði Brett ákaf. ur. — Ég er minn eigin herra, svaraði hún rólega. — Og ég þarl alls ekki að stand þér skil á hvað ég segi eða geri. Ódýrasta og falleg- asta jóla- og nýárs- kveðjan til vina og kunningja erlenctis <3BXiXtB> lceland Review Glæsilegt rit á enslcu um ísland og íslendinga. Kostar aðeins 50 krónur. Fæst í bókaverzlunum. KALLI KÚREKI ->f— —— -)<— —Teiknari: J. MORA VOUR TROUBLES JUSTLEPTTÖWW.TWO T JUMPS AHEADOFA BOWIE KWIFEf r" WHAT’SA MATTER, ÞOYS ? CAW'T SEE TH'JOkE? STICK AROUWD/ VOU’LL &ETTH’POIWT?>r-r— BATESf REDf WHAT’SSOIN’ ta OtO HERE HOLDSTILL.. YEVARMINTSf I TOLD t YOU/I’LL ^ HAVE MO MORE TROUBLEf ^ / 1. Hvað er að, strákar? Sjáið þið ekki hvað þetta er fyndið? Bíðið þið ©g þá komizt þið að því. Bíðið þið, þorpararnir ykkar. Bates, Kalli. Iivað gengur á hér? 2. Ég sagði þér, að ég vildi ekki hafa nein vandræði hér. Vandræði þín eru nýfarin, tveiir. skrefum á undan sveðiu nokkurri. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- 1 ins er að Hafnarstræti 92, 1 sími 1905. 1 I 7 Auk þess að annast þjon- \ ustu blaðsins við kaupend- ' i ur þess í bænum, er Akur- I eyrar-afgreiðslan mikilvæg- i ur hlekkur í dreifingarkerfi . Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið 1 sent með fyrstu beinu ferð- I um til nokkurra helztu kaup , staða og kauptúna á Norður- ( landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð 1 og víðar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.