Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 2
2
MORCUNSLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. des. 1964
Skuidir kommúnistaríkja við
SÞ ógna tilveru samtakanna
Ekkert samkomulag hafði náðst, er
Allsherjarþingið kom saman í gær
SKULDIR Sovétríkianna og
sex annarra kommúnistaríkja
við Sameinuðu þjóðirnar
ógna nú tilveru samtakanna.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til að leysa þetta
mikla vandamál, en þær hafa
ekki borið árangur til þessa,
þótt leitazt bafi verið við að
reyna að finna leið. út úr ó-
göngunum áður en Allsherjar
þing samtakanna kom saman
í 19. sinn í gær.
Eins og skýrt var frá í
blaðinu í fyrradag, lagði U
Thant, framkvæmdastjóri SÞ,
til, að öllum atkvæðagreiðsl-
um á Allsherjarþinginu yrði
frestað' fram yfir jól, en á
meðan ynni nefnd að því að
leysa fjárhagsvandamálin. —
Sovétríkin lýstu sig mótfallin
þessu, en þó telja ýmsir
stjórnmálafréttaritarar, að í
yfirlýsingu, sem sovézka
sendinefndin hjá SÞ lét frá
sér fara um þetta mál, sé til-
lögu U Thants ekki vísað af-
dráttarlaust á bug. Haldi
Rússar opnum möguleikum á,
að fallast á hana síðar, telji
þeir það heppilegt. Sem kunn
ugt er neita Sovétríkin og hin
kommúnistaríkin sex að
greiða hluta kostnaðarins
vegna friðargæzlu SÞ í
Kongó og Mið-Austurlöndum.
En þau voru mjög mótfallin
þessum aðgerðum. Fráfarandi
forseti Allsherjarþingsins,
Carlos Sosa Rodriguez, var
meðal þeirra, sem lögðu fram
tillögur til lausnar ágreinings
ins vegna skuldar Sovétríkj-
anna. Lagði hann til, að stofn-
aður yrði „Björgunarsjóður
SÞ“ og í þann sjóð gætu hin
skuldugu ríki greitt skuldir
sínar vegna friðargæzlunnar,
án þess að það bryti í bága
við stjórnmálalega sannfær-
ingu þeirra. Töldu margir, að
Sovétríkin myndu fallast á
þessa tillögu, en þau gerðu
það ekki.
Auk kommúnistaríkjanna
U Thant og Sosa Rodriguez.
vofði svipting atkvæðisréttar
yfir Bólivíu, Jemen og Para-
guay, sem skulduðu árgjöld
til samtakanna fyrir 1962 og
1963, þar til í gær, að greiðsl-
ur bárust.
Skuld Sovétríkjanna við
SÞ nemur nú upphæð, sem
svarar til rúmlega tveggja
milljarða ísl. kr., og er það
meira en tvöfalt ársframlag.
Hefur skuld þessi og skuldir
hinna kommúnistaríkjanna,
valdið samtökunum miklum
fjárhagsörðugleikum. Sam-
kvæmt 19. grein stofnskrár
SÞ missa ríki, er skulda sem
svarar tveimur árgjöldum,
sjálfkrafa atkvæðisrétt sinn á
Allsherjarþinginu, en fá þó
að sitja þar áfram, ef þau
óska þess. Bandaríkjamenn
hafa nú krafizt, að þetta á-
kvæði verði nú látið gilda um
kommúnistaríkin, en Rússar
halda því fast fram, að þeim
beri ekki að greiða framlög
til friðargæzlu, sem þeir séu
mótfallnir, og þess vegna séu
þeir skuldlausir. Hafa þeir
hótað að segja sig úr SÞ
verði þeir sviptir atkvæðis-
rétti.
Sem kunnugt er, var það
Allsherjarþingið, sem sam-
þykkti, að SÞ skyldu grípa
til aðgerða í Kongó og Mið-
Austurlöndum, en Rússar
segja, að aðeins öryggisráð
samtakanna geti veitt heim-
ild til íhlutunar með valdi.
Ákvæðið um, að Allsherjar-
þingið geti veitt slíka heitn-
ild, var samþykkt 1958 til
þess að koma í veg fyrir, að
Sovétríkin stöðvuðu fram-
kvæmdir aðgerða með neitun-
arvaldi sinu í Öryggisráðinu.
Þegar deilurnar um hverjir
skyldu greiða kostnaðinn af
friðargæzlu samtakanna voru
orðnar mjög alvarlegar og
fjárhagsvandræði þeirra mik-
il, var málinu vísað til Al-
þjóðadómstólsins í Haag og
hann beðinn að kveða upp
úrskurð, sem siðan yrði lagð-
ur fyrir Allsherjarþingið til
samþykktar. Úrskurðurinn
barst 1962, og var þar tal-
ið eðlilegast, að þióðirnar
greiddu kostnað friðargæzl-
unnar í sama hlutfalli og eftir
sömu reglum og þær greiddu
árgjöld til samtakanna. Sam-
þykkti Allsherjarþingið úr-
skurð þennan með 76 atkvæð
um gegn 17, en fulltrúar 8
þjóða voru fjarverandi. Ríkin,
sem mótfallin voru úrskurð-
inum voru: Albanía, Búlg-
aría, Frakkland, Jórdania,
Kúba, Mongólía, Pólland,
Portúgal, Rúmenía, Hvíta-
Rússland, Saudi-Arabía, S-
Afríka, Sovétrikin, Sýrland,
Ukraina, Ungverjaland og
Tékkóslóvakía.
Eins og fyrr segir, lagði
U Thant til, að öllum at-
kvæðagreiðslum á Allsherjar-
þinginu yrði frestað fram yfir
áramót, en þá verða Frakkar
komnir í sömu aðstöðu og
Sovétríkin og eiga að missa
atkvæðisrétt sinn samkvæmt
19. grein stofnskrárinnar.
Frakkar hafa neitað að greiða
framlag sitt til friðargæzlunn
ar í Kongó. og um áramótin
nemur skuld þeirra tæpum
milljarði ísl. kr.
Spilakvöld
FYRSTA spilakvöld Sjálfstæðis-
félags Garða- og Bessastaða-
hrepps á þessum vetri verður
haidið á morgun. Spiluð verður
félagsvist, og hefst samkoman kl.
20.30 annað kvöld í samkomu-
húsinu Garðaholti.
Geysimargir árekstrar
í viðsjálli færð
Fiskaflinn meiri en á
sama tíma í fyrra
^unar Bnesl um síldina
FISKAFLINN á þessu ári
fram til ágústsloka var tæpar
722 þús. lestir sem er heldur
meira en á sam.a tíma árið 1963,
þá 601 þús. lest. Munar þar mest
um síldaraflann, sem var frá 1.
jan. — 31. ágúst í ár 350.375 lest
ir, en var á sama tíma í fyrra
283.783 lestir. Af heildaraflanum
í ár nam afli bátanna 674.280
lestir og var um 125 þús. lestum
meiri en á sama tíma í fyrra.
Aftur á móti var togaraaflinn í ár
ennþá minni en í fyrra eða 45.535
lestir á móti 52.184 lest í fyrra.
Humaraflinn fram til ágúst-
loka í ár er ekki nema liðlega
hálfdrættingur á við aflann í
fyrra á sama tíma. Nú hafa veiðst
2465 lestir, í fyrra 4614 lestir. Og
rækjuafiinn er líka minni nú
201 lest á móti 349 lestum í fyrra.
En loðnuaflinn miklu meiri í ár
eða 8639 lestir á móti 1077 lest-
um í fyrra.
Eftir verkunaráðferðum skipt-
ist aflinn til ágústloka í ár þann
ig að af þorskfiskaflanum var
lang m.est fryst eða 15R.371 lest,
saltaðar voru 84.653 lestir, í
herzlu fóru 80.666 lestir, ísfirskur
nam 23.748 lestum, tii innan-
landsneyzlu fóru 9765 lestir, í
mjölvinslu 2923 lestir og til nið-
ursuðu 24 lestir. Af síldaraflan-
um fór langmest í bræðslu eða
311.403 lestir, til söltunar 33.983
lestir, til frystingar 13.535 lest-
ir og 93 lestir til niðursuðu. A£
krabbadýraaflanum fór mest í
frystingu eða 2631 lest, til niður-
suðu 35 lestir og aðeins 26 k-g.
voru ísúð.
Árshátíð Sjálfstæðislélaganaa í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslum
GEYSIMIKIÐ hefur verið um
árekstra á götum Reykjavikur
í GÆR var N-gola og él aust-
an lands, en S-átt oig snjóaði
dálítið vestan lands þegar
leið á daginn. Ekki má sjá
fyrir nein hlýindi á veður-
korti, en langvarandi norðan
átt er einnig ósennileg.
Veðurspá kl. 22 í gærkvöldi:
SV-land til N-lands: NV-
átt ,víða hvasst í fyrramálið
en lægir siðdegis, víðast úr-
komulaust.
NA-land, Austurmið og
Austurdjúp: NV-kaldi, síðar
allhvass með köflum, él norð
an til.
Austfirðir og SA-land og
miðin: NV-kaldi og síðar all
hvass, léttskýjað.
Horfur á fimmtudag: N-átt
og él á NA-landi, en gengur í
sunnanátt Vestanlands.
undanfarið, enda færð viðsjál.
Hefur ýmizt þiðnað eða blotnað
og svo frosið og snjólag lagzt
yfir. Freistast bílstjórar þá oft
til að taka keðjur af bílum sínum
í von um að nú sé kuldakastinu
að linna og lenda svo með þá í
hálku, ekki sízt þar sem aðal-
götur eru oftast auðar og ekki
þörf á keðjum, en strax og kem-
ur út á minna famar götur í út-
hverfum er svo flughált.
Hafa orðið fjölmargir árekstr-
ar í umferðinni daglega, þó mest
sl. laugardag, er 25 árekstrar voru
skráðir á 9 klst. Hefur umferðar-
deild rannsóknarlögreglunnar
verið önnum kafin við að afgrerða
öll þau árekstramái, sem til henn-
ar hafa komið.
» KÍNVERJAR KÁTIR
Moskvu, 1. des. (AP)
Sú saga gengur í Varsjá að
daginn, sem Krúsjeff var hrak
inn frá völdum í Sovétríkjun-
um hafi orðið jarðskjálfti í
Japan. Orsakaðist jarðskjálft-
inn af því að 700 milljónir
Kínverja hoppuðu af kæti.
SJALFSTÆÐISFELOGIN í Mýr-
ar- og Borgarfjarðarsýslu halda
sameiginlega árshátíð næstkom-
andi laugardagskvöld, 5. desem-
ber, í Borgarnesi. Hefst árshátíð-
in með borðhaldi kl. 20.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra flytur ræðu, en til
skemmtunar verður m.a. söngur
þeirra Eyglóar Viktorsdóttur og
Erlings Vigfússonar. Að lokum
verður stiginn' dans með undir-
leik hljómsveitar úr Reykjavík.
Áskriftalistar liggja frammi í
Verzlunarfélagi Borgarfjarðar í
Borgarnesi.
Banaslys á
brezkum
togara
í FYRRINÓTT kom brezki tog-
arinn Kingston Pearl með lík
eins af skipverjum til Neskaup-
staðar. Þetta var 16 ára piltur,
sem hafði festst í togvírnum er
togarinn var að veiðum fyrir
Norðausturlandi. Fór höfuð hans
í vinduna og beið hann þegar
bana.
Cóð togarasala
f GÆR seldi Hallveig Fróða-
dóttir í Þýzkalandi 89 lestir fyrir
90 þús. mörk. Er það 11—12 kr.
kg. og þykir mjög góð sala.
jiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiuiiiFvm
14 klst. og I
| 16 min. |
1 milli 1
es + =
(Eslands og (
I IMew Vork (
| ÁÆTLUNARÞOTA Panl
pAmerican flugfélagsins, setti =
B'hraðamet á leiðinni frá New3
§§York til íslands í fyrrinótt, S
|var 4 klst og 16 mínútur á leið|§
= inni. Til gamans má geta þess =
^að tímamismun-ur milli New^
yYork og íslands er 4 tímar. s
= Ef hraðametið hefði því verið =
Hsett á vesturleið, hefðu far-S
Sþegarnir kom.ið til New York =
Sl6 mín eftir að þeir lögðu =
Supp frá Keflavík skv. réttri =
sklukku á báðum stöðum. H
= Hefðu þeir farið kl. 12 á há- =
= degi, þá hefði komutími tilg
§New York verið 16 mínúturH
gyfir 12. Bráðum fer að líðaS
§§að því að maður verður kom-3
ginn til New York áður en =
§§ lagt er af stað.
§§ Flugvél Pan Am var þota?
S af gerðinni DC 8. =
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmmiil
Kapphlaup til Mars
Vlariner 4 og Zond 1 koma þangað í júlí
Moskvu, 1. des. (AP-NTB).
Sovézkir vísindamenn skutu
í gær á loft nýju geimfari, að
því er tilkynnt var í Moskvu
í dag, og á geimfar þetta að
fara til piánetunnar Mars.
Geimfarið nefnist Zond 2. og
verður væntanlega við Mars
í júlí n.k. Geimskotið heppn-
aðist vel og virðist geimfarið
á réttri leið. Hinsvegar hefur
einhver bilun orðið í tækj-
um geimfarsins, sem vinna
ekki nema helming þeirrar
orku, er til var ætlazt. Getur
þetta orðið til þess að tilraun
in beri ekki þann átrangur,
sem búizt var við.
Ekki er vitað hvort fyrir-
hugað var að Zond 2 sendi til
jarðar sjónvarpsmyndir eða
aðeins niðursböður mælinga.
En orkubresturinn getur orð-
ið til þess að samband náist
ekki við geimfarið.
Rússar hafa áður reynt að
senda geimfar til Mars. Var
það seint á árinu 1962. En 16.
maí 1963 tilkynntu vísinda-
mennirnir að ekki hafi tekizt
að beina lofneti geimfarsins
til jarðar, og því ekki unnt að
ná sambandi við það. Fó.r
geimfarið, Zond 1, af fyrirhug
aðri braut og stefndi til Ven-
usar þegar síðast fréttist.
Bandaríkjamenn gerðu
fjórðu tilraun sína til að senda
geimfar til Mars s.l. laugar-
dag, og virðist tilraunin hafa
tekizt að óskum. Geimfar
þetta, Mariner 4, á að fara
framhjá Mars í júlí og senda
þaðan sjónvarpsmyndir.