Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 4
4
MORGU N 8 LAÐIÐ
Miðvikudagur 2. des. 1964
Púsningasandur
Góður, ódýr, til sölu. Kr.
18,00 tunnan. Upplýsingar
í síma 12915.
Sængur
Æðardúnssængur
Gæsadúnssængur
Dralonsængur.
Dún- og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3. — Sími 18740
Blý
Kaupum blý hæsta verði.
Málmsteypa
Ámunda Sigurðssonar
Skipholti 23. Sími 16812.
Mólverkasýning
Húsgögn
Sófasett, svefnsófar, svefn
bekkir, svefnstólar, stakir
stólar, innskotsborð, sófa-
borð, saumaborð.
Nýja bólsturgerðin,
Laugav. 134, sími 16541.
Heimabakaðar kökur
Til solu heimabakaðar smá
kökur, eftir pöntun, Uppl.
í síma 37110.
Stúlka óskar eftir vinnu
frá 9—5. Hef unnið á skrif
stofu og við afgreiðslu-
störf. Fleira kemur til
greina. Uppl. í síma 36646.
Húsasmiður
sem er nýbyrjaður að
vinna sjálfstætt, óskar eftir
verkum, Tilboð sendist
afgr. Mbl. merkt: „9718“
fyrir n.k. mánudag.
Ung stúlka
óskar eftir atvinnu. Vön
skrifstofustörfum. Kvenna-
skólapróf. Tilb. sendist
Mbl. merkt: 9598.
Pedegree barnavagn
mjög vel með farinn, til
sölu. Uppl. í síma 17988,
eftir kl. 6.
Útgerðarmenn!
Tveir ungir menn óska
eftir að taka að sér mötu-
neyti á komandi vertíð. —
Tilboð merkt: „Mötuneyti
—9717“ sendist afgr. blaðs
ins fyrir 10. þ.m.
Kjólföt
tæplega á meðalmann,
grannan, tií sölu. Sími
32725.
TiL leigu
fyrir barnlaust fólk, tvær
stofur og eldhús í risi. —
Tilboð sendist Mbl. fyrir
5. des. merkt: „Rólegt—
9594“.
Keflavík
Vantar herbergi. helzt for
stofuherbergi: Uppl. í síma
163«.
Herbergi óskast
Óskum eftir að taka á leigu
1 manns herb. fyrir raf-
virkja. Reglusemi.
Bræðumir Ormsoa h.f.
Vesturg. 3 Sími 11467.
Gluggaútstillingatæki
sem snýst, ásamt fylgihlut
um, til sölu. Einnig tvö
antik blómaborð. Upplýs-
ingar í Verzl. BANGSA,
Reynimel 22. Síxni 16435.
Undanfarna daga hefur staðið yfir málverkasýning frú Jóhönnu
Brynjólfsdóttur að Drápuhlíð 44, í kjallaranum. Sýnir frúin þar
19 olíumálverk eftir sig. Ilún stundaði nám í myndlist í Kanada og
Bandarikjunum. Hún hefur einnig fengizt við að skrifa smásögur,
einkum fyrir börn. Birtist sagan: Steinhöggvarinn, fyrir nokkru í
Lesbók Morgunblaðsins, en samnefnd mynd er á sýningunnL All-
margar sögur hennar hafa og birzt í barnablaðinu Æskunni.
Sýningin verður opin þessa viku frá kL 2—10 að Drápuhlíð 44, og
er það framlenging vegna góðrai aðsóknar.
14. nóv. s.l. voru gefin saman í
hjónaband í Keflavíkurkirkju af
séra Birni Jónssyni, ungfrú
Guðný Ásberg Björnsdóttir,
Hafnargötu 26, Keflavík og Árni
Óli Samúelsson, Bólstaðadhlíð 7,
Reykjavík. Heimili þeirra er að
Hafnargötu 26, Keflavík. (Ljós
myndastofa Suðurnesja).
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Elín S. Sigurðardóttir og Magnús
Bergsteinsson, byggingameistari,
Snorrabraut 24.
Nýlega hafa opiniberað trúlof-
un sína ungfrú Guðrún Gísla-
dóttir, Túngötu 20 og Páll f>órðar
son, Þórsgötu 27, Reykjavík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Þorvarðs-
syni ungfrú Steinunn Gísladótt-
ir, Eskihlíð 35 og Jón Magniús
Vilihelmsson, vélstjóri Njélsgötu
75. Heimili þeirra er í Eskihlíð
35.
Blöð og tímarit
Heimilisblaðið SAMTIÐiN desem-
berblaðið er komið út mjög fjöLbreytt
og flytur m.a. þetta efni: Ekki er nú
ástandið glæsilegt (forustugrein). Um
gengislækkanir, eftir C. V. Bransnæs.
Hefurðu heyrt þessar? (skopsögur).
Kvennaþættir eftir Freyju. Sígild&r
náttúrulýsingar. Happataian þeirra
(saga). Ástamái Victors Hugos. Milli
heims og helju (saga). ndlátsorð
frægra manna. Höfðu fomaldardýr
tannpínu, eftir Ingólf Davíðsson.
Ástagrín. Skemmtigetraunir. Skák-
þáttur eftir Guðmund Arnlaugsson.
Bridge eftir Árna M. Jónsson. Nýjac
eriendar bækur. Stjömuspá fyrir
alla, sem fæddir eru í desember. þeir
vitru sögðu o.m. fl. Ritstjóri er Sig-
urður Skúlason.
Áheit og gjafir
Áheit á Strandakirkjo afh. Mbl.
AS 100; Siddi 100; VestfirSingur 50;
Þór 30; görrnui og ný áhert 600; Sig-
rí9ur 4.300; Gömul áheit frá Heiga
Magnússyni 000; GG 2.300; Katrín
220; BOD. 1.000; NN 100; GPS 500;
NN 25; áheit 25; GM 500; AÞ 100;
GH3H 50; g.áh ÓH ÍS; Buasý 36; AJ
90; GJ 100; SKJ 500; GG MO; NN 100;
GJ 200; NN 100 SS 50; GJ 100 GuSrún
200; Áslaug 75; SM 100; ÁM 500; GÓ
500; SH 50; AJ 200; SSH 100; Anna og
Nói 200; NN 100 JB ILornaifirði 600;
RR 100; NN 100; NN 50; HS 20; Öm
Ben 1.000; ÞT 100; RS 100; MÁ 50;
Magnús 200; JH 500; AJ 300; SJ 100;
LBÁ 1.000; 2 gömul áh. 50; SÞ; 25;
NN 100; JK 250; SS 100; GS. EE 100;
ÞÞ 2.000; Heddý 200; 4 systkim 100;
GG 100; þrjú áheit 150; SK 500; Thea
100; AE 100; RS 50; g.áh. Kristín 100;
Fyrir hönd nefndar, sem sér
um söfnun vegna sjóslysanna á
Flateyri í október s.l. færi ég
íbúum Eskifjarðar innilegustu
þakkir fyrir höfðinglega peninga
gjöf þeirra að upphæð krónur
35.825.00.
Það má sjá með þessari rausn-
arlegu gjöf, sem er ein af þeim
stærri, sem borizt hafa, að hlý-
hugur og samúð fer ekki eftir
fjarlægðum í kílómetrum.
Sérstakar þakkir vil ég færa
stúlkunum Hrefnu, Aibertu, Guð
rúnu Höllu og vinkonum þeixra
fjórum. Guð blessi ykkur öll.
Lárus Þ. Guðmundsson,
(sóknarprestur Holti,
Önundarfir'ði).
Með hverju getur ungur maður hald
Ið vegi sínum hreinum? Með því
að gefa gaum að orði þínu. (Sálm.
119,9).
f dag er miðvikudagur 2. desember
og er það 337. dagur ársins* 1964.
Árdegisháflæði kl. 4:21. Síðdegishá-
flæði ki. 16:25.
Bilanatilkynninýar Rafmagns-
veitu Keykjavíkur. Sími 24361
Vakt allan sólarhringinn.
Slysacvarðstofan í Ileilsuvemd
arstöðinni. — Opin allan sólar-
hringinn — simi 2-12-30.
Næturvörður er í Ingólfs-
apóteki vikuna 28/11. — 5/12.
Neyðarlæknir — sími 11510
frá 9—12 og 1—5 alla virka daga
og lau tardaga frá 9—12.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kl. 9:15-8 faugardaga
frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl.
1 — 4.
Nætur- og helgidagavarzla í
Hafnarfirði: Helgidagavarzia
laugardag til mánudagsmorguns
28. — 30. Bragi Guðmundsson
s. 50523. Aðfaranótt 1. Ólafur
Einarsson s. 50952. Helgidaga-
varzla 1. og næturvarzla aðfara-
nótt 2. Kristján Jóhanncsson s.
50056. Aðfaranótt 3. Jósef Ólafs-
son s. 51820. Aðfaranótt
4 Eiríkur Björnsson s. 50235. Að-
faranótt 5. Bragi Guðmundsson
s. 50523
Holtsapótek, Garðsapótek,
Laugarnesapótek og Apótek
Keflavíkur eru opin alla virka
daga ki. 9—7, nema laugardaga
frá 9—4 og hclgidaga frá 1—4,
Næturlæknir í Keflavík frá
1/12. — 11/12. er Arinbjörn Ólafa
son, sími 1840.
Orð íifsini svara i sltna IflOO*.
I.O.O.F. 9 = 146122814 =3
RMR-2-12-20-VS-FR-HV.
Smdvarningur
Fljótastur allra landdýra er
strútsfuglinn. Menn hafa vitað
hann hlaupa 60 enskar milur á
klukkustund, og reikni nú þeir
yfir í kílömetra, sem hafa milu-
mæli í bílnum sinum.
GÁTUR >f
1. Björn.
2. Helgi.
3. Með þriðja er venja að hús-
um hlúa.
4. Heitir sá fjó-ði á guð að
trúa.
Málshœttir
Ekki er lán lengur en léð er.
Fátæktin er lötum fylgisöm.
Fátt er verra en vara heimsk-
ann.
Vinstra hornið
Þú getur máski ekki orðið betri
en allir aðrir, en þú ættir að
geta orðið betri en þú ert.
Spakmœli dagsins
Af þvi að mikilmennin ern
þeim óskiljanleg, reyna smá-
memiin að gera þau að engu.
— H. Thomas. j
Miðvikudagsskrítlan
Pétur Iitli var með mó'óur sinni
í ávaxtabúð.
„Þykir þér ekki góð kirsuber
væni minn,“ spurði kaupmaður-
inn. „Ójú“, sagði Pétur. „Fáðu
þér bara hnefafylli“, en Pétur
færðist undan. Tók þá kaupmað-
urinn hnefafylli og fékk honum.
„Nú varstu reglulega kurteis
drengur,“ sagði móðir hans, þeg-
ar þau voru komin út
„Og, það var nú ekki það,“
sag’ði Pétur. „En hans hnefi var
svo miklu stærri en mmn.“
VÍSUKORIM
Gegnum muggu lýsir Ijós,
Ijósið stuggar kvíða.
Frost á glugga rennir rós,
rósir hugga vióa.
St. D.
REYKJARFJ ÖRÐUR var tU
skamms tíma nyrzta byggt
ból í Norður-Xsafjarðarsýstu,
en nú hefir byggðin þar
verið yfirgefin að mestu.
Þetta er nokkuð breiður fjörð
ur, en stuttur og fyrir botni
hans er sléttlendi og töluverð-
ar engjar. Þar er einnig a-11-
mikill jarðhiti, eins og nafn
fjarðarins bendir til. En skrið
jökull úr Drangajökli gengur
niður í dalbotninn upp af firð
inum. Norðan fjarðarins er
Þaralátursnes, en Sigluvíkur-
núpur, Sigluvík og fjallið Geir
hólmur að austan. Hér á mynd
inni sést á Geidhólm til hægrL
en framundan honum skaigar
Geirólfsgnúpur og um hann
eru landamæri ísafjarðarsýslu
og Strandasýalu. Næsti fjörður
fyrir norðan Reykjarfjörð er
Þaratótursfjörður, og þar
fyrir norðan kemur Furufjörð
ur. Þess er getið í Jarðabók
Árna og Páls, að mestí ókost-
ur á Furufirði sé óbærilegur
átroðningur af gestum. Svipað
hefir mátt ura Reykjafjörð
segja. Þessi átroðningur var
af mönnum, sem sóttu þangað
rekavið. örsikammt er öfganna
milli nú leggst byggð á þess-
um slóðum niður vegna ein-
angrunar. — O'lavíus ferðað-
ist um Hornstrandir 1756 og
leizt vel á sig þar, en taldi
nauðsynlegt að samgöngur
yrðu bættar með skipaferðum
á víkurnar. Með bættri verz.1-
un mundi geta lifað þar miklu
fleira fólk og byggð því auk-
ast. Og landkosti taldi hann
svo góða í Funufirði ag Reykjar
fir'ði, að í hvonum firði gæti
verið sjö býli. — Af öðrum
toga var sá átroðningux sem
bændur á þessum slóðum
höfðu af „hilaupurum“, en svo
nefndu þeir þá flóttamenn og
sakamenn, er þangað leituðu.
Voru þeir landplága á þessum
slóðum um aldir ag langt
fram á 19. öld eimdi enn eftir
af ótta við þá. Bendir sá
ótti til þess, að þessir menn
hafi farið þar fram með of-
stapa og yfirgangi. Eitt dæmi
er til þess fná 19. öld, að strotou
fangi leitaði norður þangað,
til þess að reyna að felast
þar. — í Geirólfsgnúpi heitir
enn á einum stað Eyvindar-
hilla og eru rústir af byrgi
þar á hillunni, mjög greini-
legar enn. Er talið að þarna
hafi Fjalla-Eyvindur hafzt við
um hríð, þegar hann flýði
norður á Strandir.
ÞEKKIRÐU
LANDIÐ
ÞITT?