Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 16
r 16 MORGU N BLAÐIÐ l Miðvikudagur 2. des. 1964 ÚtgerSarmenn Fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum vantar báta í viðskipti á komandi vertíð. Upplýsingar í síma 17662 í Reykjavík. KR-húsgögn auglýsa Sófasett, frá kr. 9.750,00. Svefnbekkir, margar gerðir Símabekkir, ódýrir Stakir stólar Sófaborð, mikið úrval Kommóður, margar stærðir Hjónarúm, kr. 9.950,00 Vegghúsgögn Skrifborð o. m. fl. Þér fáið ekki ódýrari né betur unnin húsgögn en frá okkur. 10> afsláttur gegn staðgreiðslu. KR—HIJSGÖGN Vesturgötu 27 — Sími 16680. FflSTEIGNA-OG VERÐBRÉFASALA Hjá okkur liggja beiðnir um kaup á stórum og smáum íbúðum víðsvegar um borgina og nágrenni. í sumum tilfellum gæti komið til greina að greiða kaupverðið allt út. Ath. að um skipti á íb.úðum getur oft verið að ræða. Ólafur Þorgrfmsson nn. Austui'sfræti 14, 3 hseð - Slmi 21785 DEXION geymslur, vörulagera, vinnuborð o. fl. o. fl. Bezta fáanlega efnið í hilluinnréttingar, í er DEXION efnið. LEITIÐ UPPLÝSINGA Landssmiðjan Sími 20 680. Op/ð bréf til Er- lends Jónssonar ÉG LAS, háttvirti hr. ritdómari, með nokkrum áhuiga grein yðar í Morgunblaðinu 19. þ.m., um sög ur alþýðuskáldanna Magneu frá Kleifum, Hold og hjarta, og Hildar Ingu.Seint fymast ástir, því að svo stóð á, að ég hafði ein mitt daginn áður lesið fyrr- nefndu bókina, og þótti sagan bera ótvíræðum hæfileikum vitni. Raunar finnst mér skína í igegn að þér hafið sjálfur „haft bæði skömm og gaman af“ yðar lestri. En ekki segið þér orð í greininni, til að reyna að leið- beina þessu unga alþýðuskáldi eða örva það til að vanda sig til hlítar — pistillinn um tízkugengi læknasagna síðustu áratuga, og þessa sögu sem dæmi slíkra, er hins vegar svo sem bæði sannur og gamansamlegur. í>ó vantar sögu þessa ekki bráð lifandi ólgu og ósvikin mannleg sjónarmið og varla einu sinni frumleiga og samanhangandi per- sónusköpun, þar sem söguhetjan er, — en þó: hversu slitrótt og óunnið til hlítar! Þennan unga höfund vantar varla annað en tilsöign og hvatningu, til að verða raunverulega liðtækur. Og svo að ég víki að rithættinum: Er t.d. ekki þetta fallega að orði komizt: „Hann sagði það svo hægt og hátíðlega, að mér fannst allir englar himinsins hlytu að standa á öndinni." Það, sem „hann saigði“ (einn af læknunum, söguhetja nr. 2), var nú raunar ekki merkilegra en „Ég elska þig“, — mér hefur helzt skilizt, af því sem þér hafið skrifað bæði í umræddri grein yðar og þó fremur í annarri grein, nýlegri, að öllu lágkúrulegra við- fanigsefni fyrir skáld sé varla að finna en ástina, einkum unglings lega ást. Það kom mér raunar á óvart, því að ég hafði í einfeldni minni haldið, að ástin væri ein- mitt ófyrnanlegt efni til að yrkja og segja sögu um. Hef sem sé staðið í þeirri meiningu, að hin raunverulegu yrkisefni væru öðru fremur hin örfáu undir- stöðuatriði mannlegrar tilveru: það, að vera til; dauðinn; ástin; fegurðin; skortur lífsnauðsynja — anda sem holds, baráttan fyrir lífsbyltingu, hoirfið við tilver- Pretoria, 30. nóv. (NTB) í D A G var opinberlega frá því skýrt í S-Afríku, að lög- in, sem heimila stjórninni að halda mönnum í fangelsi í 90 daga án þess að réttarhöld fari fram í máli þeirra, verði numin úr gildi 11. janúar nk. unni, náunganum, Guði. Vissu- lega er ástin meðal þessara óþrjótandi yrkisefna, og það fyrst og fremst í einfaldri, nátt- úrulegri, kraftmikilli mynd. Hver líðandi tími verður að yrkja sjálfur um ástina út frá sinni eiigin reynslu og að vísu, helzt á tímaborinn hátt. Jú, þér viður- kennið þetta sennilega, en viljið ekkert „flatrím" — það er víst það, sem þér eigið við. En þessi alþýðuskáldskapur er nú einmitt það, sem allri alþýðu er meltanlegt — að sínu leyti líkt og „Fornaldarsögur Norður- landa“ voru hérlendis um og fyrir síðustu aldamót og riddara sögur um alla álfu á seinni hluta miðalda. Ef það, sem alþýðu- skáldin skrifa, er ekki siðspillt í eðli sínu en skemmtilegt að al- þýðu dómi — ja, hvað á þá að gera? Jú, skrifa ritdóma af sam- úð oig skilningi og leiðbeina þeim, hvetja til vandaðra vinnubragða. Og telji ritdómarar smekk alþýðu og dómgreind standa á óþarf- lega háu stigi, þá að reyna að ala hana upp með greinum sem ætla mætti, af skynsamlegu viti. að henni væri ekki ofvaxið að gera sér gott af. En þá tjóir ekki annað en leggja af yfirlætið — að mestu. Menntað fólk þarf ekki á blaðadómum að halda — nema sér til gamans ef vel eru skrifaðir. Það er almenningurinn sem þarf að leiðbeina. Og það þarf að leiðbeina þeim, úr hans eigin hópi, sem fyrir hann skrifa. Gagnvart bók Hildar Ingu, Seint fymast ástir, eiigið þér, hr. ritdómari, varla nokkurt orð nema hæðni og lítilsvirðingu þrungið — framsetningarháttur tilvitnanna ákveður svip alls hins. Mér datt í hug, við lestur þeirra í grein yðar hin fræga upphrópun málaflutningsmanns- ins í réttarhaldinu yfir Picwick: „Tómatsósa! Tókuð þið eftir því herrar mínir?“ Bók Hildar Xngu hef ég einniig lesið, og mér finnst hún falleg. Jú, það mætti svo sem segja mér, að helzt til mikillar við- hafnar eða hátíðleika gæti sums staðar í stílnum, — samt get ég ekki annað sagt en að mér finnist höfundurinn skrifa vel, og Fjöldi manna er nú í fangelsi samkvæmt þessum lögum, en þeim verður annað hvort sleppt eða réttarhöld lótin fara fram yfir þeim fyrir 11. janúar. í tilkynningunni um afnám laganna segir, að stjórnin muni grípa til þeirra aftur, ef hún telji það nauðsynlegt. að sagan sé skemmtileg lestrar og með viðurkenningarverðri til— raun skilnings og skýringar á, ósjaldan, undarlegu atferli manna. Jú — atvinnurithöfundar gera sjálfsagt á ýmsan hátt bet- ur — hinir betri þeirra. Samt er þetta góð og holl skemmtisaga fyrir mikinn hluta almenninigs — og suma menntaða líka. Það er varla ástæða til ag krefjast sama „raffiniment-standards" af öllu sem fólk ies — „fleira er matur en feitt ket.“ Alþýðusöguskáldin virðast fara talsvert í taugarnar á yður, hr. ritdómari. Ég held þér hljótið að vera nokkuð ungur og varla fyrir löngu kominn úr háskóla. Hvort tveggja felur i sér ríka ástæðu til varfærni í dómum, en verkar ^ auðvitað nákvæmleiga öfugt. Ég vonast til mikils af yður með^ árunum og vaxandi reynslu. Ég held m.a. að þér eigið eftir að vera hreykinn af íslenzkri alþýðu, sem lætur sig ekki muna um að hrista fram úr erminni laglega skrifaðri sögu hvenær sem það dettur í hana. Ég sagi ekki, að þetta sé ekki heldur unglingslegt athæfi — en auðvitað er alþýða manna alltaf unglingur, innan um og saman við, og því ætti að mega ieið- beina henni að gagni, ef góð- fýsi er fyrir hendi ásamt and- legum yfirburðum. Það mætti víst ekki biðja yður um smágrein um Drauminn og kjördótturina eftir Hafstein Sig- urbjarnarson? Virðingarfyllst. Yðar einlægur Egilsstaðakauptúni, 20. nóv löSA Björn O. Björnsson — Minning Framhald af bls. 21. lítið yfir tvítugt fór Guðmund- ur til Reykjavíkur og vann við ýmis störf fyrst, en réðist svo að Ráðager'ði á Seltjarnarnesi, til Kristins Brynjólfssonar, skip- stjóra og bónda þar, frá Engey. Þar var hann að minnsta kosti 7 ár. Þá sinnti hann um nokkurra ára skeið kúabúi, sem Málleys- ingjaskólinn hafði. En frá því um 1940 keyrði hann vörubíl og til dauðadags 3. 8. 1964. í Ráðagerði kynntist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur, ættaðri af Kjalarnesi, hinni mætustu konu. Þau hjónin áttu tvær dæt- ur, Kristínu Jónu, sem lauk kvennaskólanámi, en stundaði svo fjölritun, þar til hún giftist 29. 9. 1962, Guðbirni Hallgríms syni vélvirkja, frá Hafnarfirði. Þau hjón eru nú búsett að Efsta- sundi 81 í Reykjavík. Hin dóttir- in heitir Anna, sem einnig lauk þvennaskólanámi, en er nú skrif- stofustúlka. Dvelur hún í heima húsum, ógift. Þá tóku þau hjón, fyrir 6 árum unglingsstelpu, Guð rúnar, Svanhildi, þá er faðir hennar missti konu sína, og hafa annast um uppeldi hennar síðan. Guðrún og Guðmundur giftust 23. okt. 1943. Nokkur undanfarin ár var Gúðmundur aldrei heill heilsu. Voru það víst hjarta og höfuð sjúkdómar, sem ollu vanheilsu hans, enda varð hann snögglega bráðkvaddur vestur á Gróustöð- um við Gilsfjörð, hinn 3. ágúst s.l. Einmitt í átthögum sínum, sem hann þráði svo mjög, að næst gekk vanlíðan. Guðmundur var tæplega meðal maður á hæð, en þrekvaxinn. Hann var laglegur maður svip- hreinn og bjartur, glaðvær og viðmótsgóður. Það mátti vera þungt yfir vötnunum, ef ekki glaðnaði við komu hans. Hann var og hjálpsamur og greiðvikinn í bezta lagi, kannske stundum ekki til hagsbóta fyrir budduna, Slíkir menn safna ekki pening- um nema í hófi, en þeir safna að sér hlýhugum þeirra sem um- gangast þá og þeirra er að ver'ð- leikum saknað. Við, sem erum frændur hans og vinir, geymum minningu hans með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu hans, eftirlif- andi eiginkonu, börn hans og systkini á komandi tímum. Bjarni Hákonarson. Sendisveinar óskast Vinnutími kl. 6,30 til 12 f.h. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu 90-daga lögin numin úr gildi í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.