Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. J5es. 1964 f NÓVEMBERHEFTI „Norg- es Utenriksh>a.ndel“ er (róðieg grein, þar sem segir frá fjölda helgidaga og lengd orlofs í ýmsum Evrópulöndum. Ekki er á það minnst í greininni, hvernig þessum tnálum er háttað á íslandi, en við lestur hennar kemur í Ijós, að að- eins í tveimur ríkjum Evrópu eru fleiri helgidagar en á fs- landi og í einungis þremur er lengra orlof. f greininni segir m.a., að mikill munur sé á fjölda helgidaga í Evrópulöndum. Fleiri frídagar á íslandi en í flestum öðrum Evrópuríkjum Yfirleitt séu helgidagar flest- ir, þar sem rómversk-kaþólsk trú ríkir, svo sem á Ítalíu, Spáni, Frakklandi og einnig Vestur-Þýzkalandi, en þar eru kaþólskir menn mjög fjöl- mennir. Fæstir séu helgidag- ar hins vegar í Ráðstjórnar- rikjunum og á Bretlandi. Blaðið grein^r frá fjölda helgidaga ellefu ríkja sem hér segir: Á fslandi er fjöldi helgi- dagia og sérstakra frídaga nokkuð mismunandi hjá hin um ýmsu stéttum, en er i lang flestum tilfellum 12 til 15 dagar á ári. Af því sést, að aðeins á ítaliu og Spáni eru fleiri helgidagar en á íslandi. í greininni er skýrt frá því, að orlof sé mjög mismunandi langt í Evrópu ekki síður en helgidagar. Er þar bæði um einungis ein vika, en víðast hvar þó þrjár vikur. Á Spáni er sumarleyfi einnig misjafnt eftir því, hvar menn eru bú- settir, en ein vika er lögskip að lágmark. Algengast er þar, að verkamenn hafi þriggja vikna sumarleyfi, en sumir opinberir starfsmenn hafa þó frí í einn mánuð. Portúgalskir launþegar eru verst settir af öllum í Evrópu, þeir fá að- Spáno ......... 18 dagar að raeða mikLnn mun á ein- eins fjögurra daga sumarleyfi Italía . 15 — stökum löndum og einnig stétt á ári. Vestur-Þýzkalan-d . 11 — um og starfsgreinum, og í greininni er skýrt frá Frakkland 11 — aldri manna. Þannig er sum- lengd sumarleyfa í fjórtán Finnland . 11 — arleyfi yngri manna en 21 eftirfarandi löndum: Noregur 10 — árs í Vestur-Þýzkalandi 24 Ítalía 30 — Danmörk . 10 — dagar, en þeir, sem eru eldri Svíþjóð 30 — Belgía . 10 — en 35 ára fá aðeins 18 daga. Pólland . 24—30 — Holland 8.5 — í Sviss er lengd orlofsins mjög Noregur 24 — Bretland . 6 — breytileg eftir héruðum (kan V-Þýzkaland . 15—24 — Ráðstjórnarríkiin . . 5 — tónum). Sums staðar er það Framhald á bls. 19 fllwgðtttMáMfr Útgefandi: F ramkvæmdastj óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslustj óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. DREIFING ÞJOÐAR- AUÐSINS ¥ Tímanum birtist í gær að ýmsu leyti athyglisverð ritstjórnargrein. Þar segir t.d. orðrétt: „Sterkt og heilbrigt þjóð- félag byggist öðru fremur á því, að sem allra flestir ein- staklingar séu efnalega sjálf- bjarga og sjálfstæðir.“ Hér er tekið undir sjónar- mið, sem hafa verið meðal - grundvallaratriða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, og segja má að um orðrétta endur- prentun sé að ræða á því sem margsinnis hefur verið hamr- að á hér í Morgunblaðinu. Hitt er svo annað mál, að í ritstjórnargreininni er hvergi vikið að kjarna þess, hvernig þessu markmiði megi ná. Þvert á móti er reynt að drepa málinu á dreif. En engu að síður er sú yfirlýsing úr herbúðum Framsóknar- flokksins ánægjuleg, að efna- hagslegt sjálfstæði einstakl- inganna sé nauðsynlegt, ef byggja á sterkt og heilbrigt þjóðfélag. Hér í blaðinu hefur oft ver- ið rætt um stefnu þá, sem nefna mætti auðstjórn al- " mennings og miðar að því að sem allra flestir einstaklingar séu fjárhagslega sjálfstæðir. Samkvæmt því ber ríkisvald- inu að stuðla að því, að þjóð- arauðurinn dreifist meðal sem flestra þjóðfélagsþegna, en safnist ekki á fáar hendur, hvorki fárra auðmanna né á hendur ríkisins. Það er meginstefna þeirra manna, sem kenna sig við vinstri stefnu, að það sé tak- mark í sjálfu sér að ríkið hafi sem víðtækust yfirráð yfir fjármagni þjóðarinnar og út- deili gæðunum. Hægri menn segja hins vegar, að því að- eins geti verið um heilbrigt og sterkt þjóðfélag að ræða, að borgararnir séu almennt fjárhagslega sjálfstæðir, og þess vegna eigi að hindra óhófleg yfirráð ríkisins yfir fjármagni. í þessari stefnu felst ekki einungis það, að meginkapp eigi að leggja á að einstakl- ingar geti eignazt eigið íbúð- arhúsnæði, aflamenn báta, bændur jarðir, kaupmenn verzlanir og iðnrekendur verksmiðjur, heldur líka að stórfyrirtækin eigi að vera í eigu fjöldans. Þegar ráðist er í meirihátt- ar atvinnurekstur á að leitast við að stofna um hann al- menningshlutafélög, fjársterk félög, þar sem fjöldi einstakl- inga á áhættufjármagnið og almenningur nýtur arðs af atvinnurekstrinum. Á þann hátt dreífist efnahagsvaldið í þjóðfélaginu og það verður sterkará og heilbrigðara, eins og Tíminn játar í ritstjórnar- grein sinni í gær að sé æskileg þróun. Því er stundum haldið fram, að stórfyrirtæki hljóti að vera í eigu ríkisins, vegna þess að engir einstaklingar eigi nægi- legt fjármagn til að reisa þau. En sannleikurinn er sá, að ef fjármagn er til í þjóðfélaginu, þá er það ekki fremur eign ríkisins en borgaranna. Ríkið á ekki að hafa nema takmörk- uð yfirráð yfir sparifé lands- manna, heldur ber bönkunum að stuðla að því að það verði notað til að treysta atvinnu- lífið og greiða fyrir sjálfstæð- um atvinnurekstri. Það er mál út af fyrir sig að ríkisfyrirtæki eru yfirleitt ver rekin en einkafyrirtæki. Hitt er þó enn mikilvægara að efnahagsvaldinu sé dreift. Er ánægjulegt að skilningur á því skuli fara vaxandi. MÓTTAKA FERDAMANNA Ckammt er nú stórra högga ^ á milli í gistihúsamálum íslendinga. Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær hyggjast Loftleiðir h.f. nú byggja hótel, sem rúmar rösklega 200 manns. Áður hefur Hótel Saga risið og Þorvaldur Guð- mundsson hafið byggingu gistihúss, og verið er að stofna félag um byggingu veitinga- og gistihúsa úti um land. Þetta sýnir vaxandi trú á því, að við getum aukið þjón- ustu við erlenda ferðamenn, enda er sannleikurinn sá, að ferðamannastraumurinn fer stöðugt vaxandi og ekkert annað virðist hamla frekari aukningu en skortur á gisti- rými. Ferðalög aukast stöðugt um heim allan. Með vaxandi vel- megun eyðir fólk meira fé í skemmti- og kynnisferðir. — Fjöldi manna vestan hafs og austan hefur ferðazt víða um heim og er stöðugt í leit að nýjum stöðum til að dvelja á í fríum sínum. Fyrir fjölda þessara manna er ísland girni legur áningar- eða dvalar- staður. Við þurfum ekki nema ör- lítið brot af milljónum þeim, sem frá nágrannalöndunum ferðast ár hvert til annarra landa. Þess vegna er áreiðan- legt, að bygging nokkurra fullkominna veitinga- og gistihúsa, bæði í Reykjavík og úti um landið, mundi stór- auka tekjur af ferðamönnum, og síður en svo er ástæða til að ætla að bygging nýrra veit- ingahúsa torveldi rekstur hinna eldri. Þvert á móti mun ferðamannastraumurinn auk- ast fullkomlega í hlutfalli við byggingu nýrra veitinga- og gistihúsa — og væntanlega meira — og dreifast á lengri tíma ársins. Þess vegna ber mjög að fagna þeirri þróun, sem nú er loks að verða í veitinga- og gistihúsamálum landsins. „SJÖSTAFA- KVERIÐ" TVTý bók eftir Halldór Laxness hlýtur að vekja mikla at- hygli hér á landi. „Sjöstafa- kverið“, hinir nýju smáþættir skáldsins, sem út komu í gær, eiga áreiðanlega eftir að verða mörgum íhugunarefni, enda er langt um liðið frá því skáldið sendi frá sér smásagnasafn. Smásagan hefur ekki átt upp á pallborðið hjá íslendingum, en hún er sú grein ritaðs máls sem í senn er hvað erfiðust í formi og mest heillandi, ef vel tekst til. Þar eru erfiðleikarn- ir hvað mestir að finna hið vandrataða meðalhóf, hið rétta orð. Vel gæti hin nýja bók Laxness glætt áhugann á íslenzkri smásagnagerð og væri það vel. Þessu viðvíkjandi er ekki úr vegi að minna á, að nú í haust hefur komið út smá- sagnasafn eftir Guðmund Daníelsson og bendir það einnig til þess, að íslenzkir skáldsagnahöfundar sæki enn á mið smásögunnar, en þau hafa verið mörgum innlend- um og erlendum höfuðskáld- um hin fengsælustu. Eins og að framan getur, vekur ný bók frá hendi Lax- ness mikla athygli, ekki ein- ungis hér á landi heldur alls staðar þar sem góðar bók- menntir eru í heiðri hafðar. Þær upplýsingar sem skáldið gaf á blaðamannafundinum í fyrradag hljóta að koma því æskufólki á óvart, sem nú er að vaxa úr grasi og hefur ver- ið alið upp í dálæti á skáld- skap hans. Hann skýrði frá því, að hann hefði lengi lifað á hneyksluninni, „þegar skorin var upp herör gegn manni í heilum héruðum og gerð kem- isk hreinsun í bókasöfnum og lestrarfélögum“. Hér er vafa- laust um að ræða sögulega staðreynd, sem á sér skýring- ar, ef nánar er að gætt. En samt hljóta þessi ummæli að koma ungu fólki á óvart og sýna mönnum og sanna enn einu sinni, að enginn verður a.m.k. ekki á unga aldri spá- maður í hversdagsþröngu þjóð félagi okkar. En tíminn gerir upp reikningana og hann einn ræður sem betur fer. Á það má minna hér, þegar um þetta mál er rætt, að nú eiga ung ljóðskáld á íslandi mjög í vök að verjast. Þau trúa, eins og Halldór á sínum tíma, á verk sín og endurnýj- un íslenzkrar ljóðlistar. Nú er það þeirra hlutskipti að lenda „í kemiskri hreinsun í bóka- söfnum og lestrarfélögum“ og höfuðandstæðingar þeirra geta nú leitað sér athvarfs í orðum skáldsins. Þannig virð- ist tíminn luma á talsverðum húmor, og ber að fagna þvú Án hans væri Halldóri Lax- ness enn bannaður aðgangur að eftirsóknarverðum lestrar- félögum og bókasöfnum — án vitundarinnar um hann væru ekki aðrir í hópi ungra skálda á íslandi í dag en arftakar Símonar Dalaskálds, svo dæmi sé tekið um söguljóða- skáld, sem kunni „að setja upp í ljóðlínur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.