Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 27
MORCU N BLAOIÐ Miðvikudagur 2. des. 1964 27 Kvikmynd af Ásahreppi í Rangárvallasýslu ÞAÐ ER ekki ýkja langt síð- an að mönnum fór að skilj ast, hve þýðingarmikið það gæti orðið fyrir sögu Islands og þjóðmenningu á þessari öld, ef teknar væru kvikmynd ir af húsakosti, atvinnuveg- um, ýmsum þjóðháttum og venjum og einnig af fólkinu, sem landið byggir. Hafa sum héruð þegar hafizt handa í þessu skyni, og ennfremur hafa nokkur átthagafélög unn ið mikið og þarft vérk með því að ná kvikmyndum af þjóðlífinu eins og það er nú í heimabyggðum þeirra. Ber að virða allt þet'ta starf mik- ils, en þó mun það þykja enn merkilegra er stundir líða, og verða frumkvöðlum þess þá goldnar maklegar þakkir. En það mun vera algert eins 'dæmi, að einn maður hafi látið gera slíka kvikmynd af sinni sveit. Þessi maður er Guðjón Jónsson bóndi og fræðimaður í Ási í Holtum. Hann er fædd ur og uppalinn á þessum slóð um og hefir búið lengi í Ási með rausn og prýði. Ótal störfum hefir hann gegnt fyr ir sveit sína og rækt þau öll með prýði. Er hann því vin- sæll mjög. f júlí 1958 varð hann áttræður og notuðu vin- ir hans þá tækifærið til að heiðra hann á ýmsan hátt. Meðal annars bárust honum þá stórgjafir. „Ég þurfti ekki á fjárgjöf- um að halda“, sagði hann á eftir, „og mér fannst ég ekki eiga þetta skilið. Fór ég því að hugsa um hvort ég gæti ekki varið þessu fé til þess að vinna eitthvað að gagni fyrir sveit mína, eitthvað sem væri varanlegt og henni til sæmd- ar. Og svo varð það úr að ég ákvað að láta gera kvikmynd af sveitinni, eins og hún væri í dag, afkomendum okkar til fróðleiks". Myndatakan hófst í júlí 1960 og nú er henni lokið. Hefir verið tekin mynd af hverjum bæ og öllu heimilis- fólki á hverjum bæ, en auk þess sýndur heyskapur, eins og honum er nú háttað, og enn fremur hestar til að sýna, að enn var þó „þarfasti þjónn- inn“ til á bæjunum á þessum tíma. Öll er myndin með lit- um. Myndin hefir verið sýnd á ýmsum stöðum í Rangárvalla sýslu, og um seinustu helgi var hún sýnd fjölda boðs- gesta í hinum stóra sal Hága- skólans í Reykjavík. Er það allra manna dómur að myndin sé hin fegursta og fróðleg mjög, og megi Guðjón vera ánægður með hvernig tekizt hefir. Og að hugkvæmni sinni og framkvæmd hefir hann reist sjálfum sér þann bautastein, sem endast mun betur en járn og steinn, og halda orðstír hans á lofti meðal komandi kynslóða. Orðstír deyr aldrei. Hér hefir einn maður unn- ið það þjóðmenningarstarf, sem áreiðanlega verður betur og réttlegar metið eftir heila öld, heldur en í dag. Á. Útflutningur fræðslu með sjónvarpi Stærsfa bókasafn Frh. af bls. 28 verið skipt í mjög marga flokka og telur Böðvar að ljóðabókaflokkurinn sé stærstur fyrir utan almenna flokkinn, það sé geysistór bókaflokkur og merkilegur. Safnið er að mestu geymt á Njálsgötu 49 og þar hefur verið vel búið um það í stál- hillum, en nokkur hluti þess er þó heima hjá Kára við Hverfisgötu. Segir Böðvar að safnið hafi aukizt mikið síðan Kári keypti safn Þorsteins sýslumanns og er búið að vinna mikið við það, koma því í lag og skrásetja. 15 flokkar fágætra bóka í viðtali við Mbl. í febrúar mánuði sl. sagði Kári B. Helgason, að unnið væri að því að skipa safninu í 15 flokka, langstærstur yrði al- menni flokkurinn, þá guðs- orðabækur, Ijóðabækur, ætt- fræði, æviminningar og ævi- sögur, rímur, leikrit, ferða- bækur um ísland, minningar- rit ýmissa stofnana og sam- taka, búnaðarflokkur, þjóð- sögur. tímarit, fornaldarrit og nokkrir smærri flokkar. — Kvaðst hann stanzlaust unnið við safnið, gerð spjaldskrá yfir bækurnar, þær flokkaðar og bundnar inn og reynt að fylla upp í það sem vantar og hefði honum tekizt að auka safnið mikið frá því hann keypti það — að ná í fágætar bækur, m. a. fyrir velvilja Gunnars Hall og úr safni hans. Ári áður hafði Kári tjáð okkur að hann vissi ekki hve mörg bindi væru í safni hans, en fullar bókahill- urnar væru um 200 m langar. Af dýrmætum bókum, sem í safninu eru, nefndi Kári iþá Summaríu Guðbrandar bisk- ups frá 1589, sem sagt er að væri 100 þús. kr. virði ef hún væri föl, Guðbrandarbiblíu, siálft originalið frá 1584 með rithönd Guðbrandar Þorláks- sonar á titilblaði, þá er að nefna Lögþingsbækur 1713— 1800, prentaðar að Hólum, í Hrappsey og í Leirárgörðum, Islandske Maaneds Tidender frá Hrappsey og Kaupmanna- höfn 1773—1776, rit Magnús- ar Stephensen „Skemmtileg vinargleði“ frá 1797. í safni sínu kvað Kári vera mikið af bókum frá Hólum og Skál- holti, t. d. Grallarinn og Passiusálmarnir frá upphafi, 1666 og síðan að 4 útgáfum undanteknum. — Akureyrarbær Framh. af bls. 28 húsið og festa þar með kaup á öllum eignum. Nú lægi samn- ingsuppkastið fyrir til endan- legrar ákvörðunar bæjarstjórn- ar og gerði það ráð fyrir að bók- um og munum Davíðs yrði kom- ið fyrir í sérstakri deild í húsi Amtsbókasafnsins, og í vörzlu amtbókavarðar. Þá gat bæjarstjórí um áskorun arlistana, sem borizt hefðu, en taldi að ekki mætti gera málið að tilfinningamáli. Það væri fyrst og fremst fjárhagslegs eðl- is. Taldi hann ekki loku fyrir það skotið með samningnum, að vilji áskorenda næði fram að ganga síðar. Húsið stæði á sín- um stað eftir sem áður, ef áhugi og tök yrðu á því síðar að kaupa það. Vist væri að bæjarfulltrúar hefðu reynt að leysa þetta mál eftir mætti og lagt sig fram til þess. V.anrækslusyndir og skammsýni Þá kvaddi sér hljóðs Bragi Sigurjónsson. Hann kvaðst ekki vilja ganga á móti vilja meiri- hluta bæjarstjórnar í málinu, en lýsti þó sérstöðu sinni. Taldi hann að vísu að meiri not yrðu að bókum Davíðs í Amtsbóka- safninu, en þó væru þær meir til minningar um Davíð, ef þær fengju að vera óhreyfðar. Tæki- færi sem þetta myndi ekki bjóð- ast Akureyrarbæ um langa fram- tíð. Áskorendalistarnir sýndu og að Akureyringar vildu taka á sig fjárhagslega kvöð til þess að svo mætti verða. Síðan vitnaði hann í ræðu, sem Davið flutti við opnun Matthíasarsafnsins á Sigurhæðum, en þar mæltist skáldinu m. a. svo: „Framsýnir menn og þjóð- hollir hafa unnið að því að festa kaup á húsi þjóðskáldsins og þannig bætt fyrir vanrækslu- syndir og skammsýni þeirra manna, spm stjórnað hafa bæ og ríki síðustu 4 áratugi“. Bragi kvað sig gruna að framtíðin mundi e.t.v. eiga eftir að dæma bæjarstjórn Akureyrar eins, e.t.v. risi upp einhver annar Davíð, sem gæti tekið sér þessi orð í munn. Kvaðst hann vera hlynntur því að húsið yrði keypt, en vildi þó ekki gera á- greining, taldi sjálfsagt að bæjar stjóm reyndi að standa saman um þetta mál. Ógnar að læsa bókasafnið inni Gísli Jónsson lýsti því yfir, að hann væri hlynntur þeirri til- lögu að koma upp minjasafni inn an veggja Amtsbókasafnsins. Til þess lægju 3 meginástæður. Ekki væri ljóst hvaða starfsemi ætti að fara fram í húsinu við Bjarkarstíg og hver ætti að kosta þan-n rekstur. Hann kvað sér ógna að láta læsa bókasafnið inni í skápum, engum að gagni. í öðru lagi væri heimili Davíðs Stefánssonar sérstætt að eðli vegna bókasafnsins, sem væri kjarni heimilisins. í þriðja lagi hefði Davíð unnið ævistarf sitt í Amtsbókasafninu, verið þar bókavörður í áratugi og síðan formaður bókasafnsnefndar. — Safnið hefði verið óskabarn Da- víðs. „Þetta er ekki aðallega fjár hagsatriði fyrir mér“, sagði Gísli, hér er heldur ekkert verið að gera, sem ekki verður aftur tekið“. Ef síðari tíma menn telja okkur hafa gert glappaskot, geta þeir alltaf kippt því í lag. Ég get ekki fundið annað en við séum að gera minningu skálds- ins fullan sóma. Við erum aðeins að stofna til minjasafns um Davíð í þeirri stofnun, sem hon- um var hjartfólgnust, elztu og virðulegustu stofnun bæjarins." Ingólfur' Árnason taldi Davíð hafa reist sjálfum sér minnis- varða í verkum sínum og bæjar- stjórn hafa haldið skynsamlega á málinu. Safn i húsinu við Bjarkarstíg yrði dautt safn. Sigurður Óli Brynjólfsson sagði að samþykkt samningsins hindraði ekki að húsið yrði keypt síðar, ef fram kæmu aðil- ar, sem. vildu leggja fram nauð- synlegt fé. Að loknum umræðum, fór fram atkvæðagreiðsla, sem féll á þann veg er fyrr greinir. — Sv. P. Á RÁÐSTEFNU, sem nýlega var i haldin í London með sérfræðing- um frá 13 löndum, var kynnt ný aðferð til þess að framleiða fræði legt sjónvarpsefni fyrir fólk á þróunarsvæðum. Um það bil eitt hundrað dag- skrárefni, hvert um sig um *20 mínútna langt, hafa þegar verið framleidd af CETO (Centre for Educational Television Over- seas), sem er stutt af þremur fyrirtækjum, Nuffield, Ford og Thomson, og BBC. Með hverri sendingu fylgir handrit og sérstök filma og segul- bandsspóla með texta myndar- innar á ensku. Efnið er síðan sent til sjónvarpsstöðva víða um heim með leiðbeiningum um notkun. Þar er síðan hægt að setja þar- lendan texta með myndinni og sýna hana í sjónvarpi. Þau dagskrárefni, sem þannig er farið með eru allt frá kennslu- stundum í stærðfræði eða ensku til uppeldismála. Hafa þau verið send til 21 lands í Asíu, Afríku og Vestur-Indínum. Þurfa við- takendur að greiða smávægilegt gjald fyrir notkun myndanna. Á tveimur árum hefur CETO þjálfað meira en 50 manns víða að úr heiminum til þess að stjórna fræðsluþáttum í sjónvarpi. Var sérfræðingum þeim er sátu ráð- stefnuna í London sýnt eitt af níu námskeiðum, sem nú eru i gangi. Hestur rekinn í gegn af bíl HESTUR var á sunnudagsnótt- ina stórslasaður á þjóðveginum hjá Brautarholti i Borgarhreppi í Borgarfirði. Hafði bíll sýni- lega rekið skrautspjót, eins og þau sem eru á stóru 6 manna bílunum, í brjóstholið á honum og var þar svöðusár og einnig hafði hann slasast meira við á- reksturinn. Var hestur skilinn þannig eftir á veginum og hefur niðingurinn í bílnum ekki fund izt. Þarna var um reiðhestsefni í tamningu að ræða, eign manns í Borgarnesi. Hesturinn var illa haldinn í gær og bjóst dýralækn ir við að þyrfti að fella hann. Forðaðist barn o«; ók á ljósastaur AKRANESI, 1. des. — Svo bar við í gær á Vesturgðtunni, rétt ofan við Bíóhöllina að fólks- billinn E-452 var á ferð. Hleyp- ur þá 5 ára telpa, fyrir bílinn. Til að bjarga lífi telpunnar ók bílstjórinn á ljósastaur, sem þar var til hliðar. Bíllinn stórskemmd ist, en telpan meiddist lítillega, marðist eitthvað á hné og skrám áðist örlítið á andliti. Það skeði og í gær kl. 18 fyrir framan Alþýðubrauðgerðina að fólksbíll tók fram úr vörubil, en varaðist ekki að 12 ára drengur kom fast á eftir börubílnum á mótorhjóli. Kastaðist drengurinn í götuna en meiddist þó ekki. — Oddur. Búðir opnar, skrif- stofur lokaðar f GÆR, 1. desember, voru verzl- anir opnar í Reykjavík. Opinber- ar skrifstofur voru yfirleitt lok- aðar eftir hádegi og einnig marg- ar skrifstofur einkafyrirtækja. Einnig náði starfsfólk bankanna samkomulagi við yfirmenn sína um að lokað yrði eftir hádegi. Nú hefur Ford-fyrirtækið veitt CETO £ 140.000 til þess að fá önnur lönd, svo sem Bandaríkin, Frakkland og Japan til þess að taka þátt i. þessu verki. Aðalátak Bandaríkjanna í þess- um málum hefur hingað til verið að dreifa ókeypis sjónvarpsefni til áhorfenda erlendis og hefur það éfni oft verið óheppilegt. Frakkar gera slíkt hið sama í hinum fyrrverandi frönsku hlut- um Afríku, en þeir hafa lítinn áhuga á samvinnu um nokkra á- ætlun, sem ekki hefur frönsku að aðaltungumáli. Hið ítalska „Telescuola“ er ekki hægt að nota á svæðum, þar sem ítalskan er ekki töluð. Japanir hafa hing- að til veitt tæknilega aðstoð á verzlunargrundvelli. Unesco hef- ur'hingað til sýnt lítinn áhuga á sjónvarpi, þó það hafi yfir að ráða fullkominni kvikmynda- deild. Fræðilegar sjónvarpsdagskrár virðast oft eiga í brösum við að ná fótfestu í hinum ýmsu lönd- um, vegna þess að margar ríkis- stjórnir hafa af efnahagsástæð- um látið sjónvarpseinkaleyfi sitt í hendur erlendra verzlunarfyrir- tækja. Víða, svo sem í Ghana og Egyptalandi, er fræðilegt sjón- varp líka notað sem skálkaskjól pólitísks áróðurs. Þetta eru þau vandamál, sem CEO þarf að horfast í augu við. Eitt þeirra landa, sem mest er leitað til um hjálp nú, er Japan. Brezkir sendimenn, sem nýkomn- ir eru heim frá ráðstefnu í Tókíó lýstu furðu sinni yfir sjónvarpi Japana, sem er bæði framar á tæknilegu sviði og efnislega, en nokkuð annað i heiminum. — í Japan eru í notkun um 17 milljón tæki — á móti 13 milljónum í Bretlandi — og í Tókíó er um að velja sjö bylgjulengdir og af þeim eru tvær helgaðar kennslu. Þær byrja klukkan sjö á morgn- ana á landbúnaðarfræðslu og enda ekki fyrr en eftir miðnætti. Átta af hverjum tíu japönskum skólum hafa sjónvarpstæki á móti tveimur af tíu í Bretlandi. (Observer) ISTIITTÖ MÁll * SYKURUPPSKERA Havana, Kúbu, 1. des. (AP) Sykuruppskera hófst á Kúbu í dag, og hefur ríkis- stjórnin fengið um 40 þúsund sjálfboðaliða til að vinna að henni. Vonazt er til að upp- skeran nemi fimm milljónum tonna, en hún var aðeins 3,75 millj. tonn á síðasta ári. Árið 1961 nam uppskeran 6,8 millj. tonna. | BÖRN FARAST í ELDl Baltimore, Bandarikjunum, 1. des. (AP) Sjö systkini fórust í dag í eldsvoða í Baltimore, Mary- land. Móðir barnanna, frú Marion Smith, komst lífs af úr brunanum ásamt fjórum börn um. Segir talsmaður slökkvi- liðsins að upptök eldsins séu „mjög grunsamleg“. Hefur faðir barnanna verið úrskurð- aður í gæzluvarðhald. t 100 FELLDIR Nýju Delhi, 1. des. (AP) Urn 100 Indverjar og Pak- istanbúar hafa verið felldir og 65 særðir í árekstrum á landa- mærunum i Kashmir undan- farna tvo mánuði. Hafa Ind- verjar farið fram á viðræður til að binda enda á landamæra deUurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.