Morgunblaðið - 02.12.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 2. des. 1964
MORGUNB LAÐIÐ
17
Handbók stúd-
enta komin út
HANDBÓK STÚDENTA, 4. útg.,
er nýkomin út á vegum Stúd-
entaráðs Háskólans. Bókin er hin
myndarlegasta, 238 bls. að stærð
og mun stúdentum og stúdents-
efnum vafalaust þykja mikill
fengur að henni. í formála, sem
Auðólfur Gunnarsson, formaður
Stúdentaráðs, ritar, segir, að bók
in sé einkum ætluð nýstúdents-
efnum, sem eru að undirbúa sig
undir námsval, en auk þess eigi
hún að geta komið þeim, sem
eru við háskólanám, að miklum
notum.
Bókin hefst á kaflanum Nám
Ihérlendis, og eru þar fyrst ýms-
ar gagnlegar upplýsingar um
Háskóla íslands, skrásetningu
etúdenta o. s. frv. Síðan er fjall-
að um námið, og skýrt frá því,
hvernig kennsluárið skiptist í
misseri, bent er á hið „akadem-
iska frelsi“ og upplýsingar gefn-
ar um nám í forspjallsvísindum.
f>á eru kaflar um hinar einstöku
deildir Háskólans, sem prófessor
ar og kennarar Háskólans hafa
saman tekið. Skýrt er frá náms-
tíma, námstilhögun, námsefni,
skrá er um kennslubækur og
bent á möguleika að loknu námi.
Annar meginkaflí bókarinnar
nefnist Nám Erlendis, og er þar
gerð nokkur grein fyrir háskóla-
námi í allmörgum löndum. Er
þessi kafli bókarinnar tekinn
saman af Sambandi íslenzkra
stúdenta erlendis. Greint er frá
inntökuskilyrðum í hina erlendu
háskóla og sagt frá námstilhög-
un, námskostnaði og inntöku-
skilyrðum, og hverjar þær upp-
lýsingar veittar, sem íslenzkum
stúdentum mega að gagni koma.
Er hér mjög mikilvægur fróð-
leikur fyrir íslenzka stúdenta,
sem hyggja á nám erlendis.
Lokakafli í Handbók stúdenta
„Árin sem alldrei gieymost11
Ný bók eftir Gunnar M. Magnússon um
fjallar um félagsmál. Skýrt er
frá starfsemi stúdentaráðs, deild
arfélögum, stjórnmálafélögum,
kristilegum félögum og ýmsum
öðrum.
Handbók stúdenta er bók, sem
allir nýstúdentar þyrftu að eign-
ast. Hún hjálpar þeim til að
taka ákvörðun um, hvert halda
skuli í framtíðinni.
FYRIR nokkru var frumsýnd
í Bandaríkjunum, Englandi
og Frakklandi ný Mvikmynd
„The Night og the Iguana“
byggð á leikriti Tennessee
Williams. Myndin vakti mikla
Frábær leikur aöalleikendanna í
myndinni The night of the Iguana
ísland og seinni heimsstYrjöldina
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hef
ur sent á markaðinn nýja bók
eftir Gunnar M. Magnúss, stóra
í sniðum, myndskreytta og for-
vitnilega þeim íslendingum sem
xifja vilja upp hinn sérkennilega
tíma seinni heimsstyrjaldar þeg-
®r ísland var í fyrsta sinn her-
Gunnar M. Magnúss
eetið. Bókin ber nafnið „Árin
eem aldrei gleymast“ og fjallar
um ísland og heimsstyrjöldina
eíðari. Þar segir frá miklum og
örlagaríkum atburðum: frá stór-
veldanjósnum á íslandi, frá skjóli
Bem ísland veitti hundruðum
ekipa þegar kafbátar og bryn-
drekar öslúðu við strendur lands
ins, frá mestu sjóorustu veraldar
6em hófst við íslandsstrendur,
írá mannfórnum íslendiraga á
6tríðsárunum og hinum annáluðu
björgunarafrekum þeirra á sama
skeiði, frá blóðblöndun og „á-
standsmálum“, frá hantökum og
brottflutningi ísfirzkra borgara
og íslenzkra blaðamanna, frá
Arctic-málinu og fangelsunum á
Kirkjusandi, og síðast en ekki
sízt geymir bókin hina minnis-
verðu frásögn af hernámsdegin-
um 10. maí 1940, sem lengi mun
vitnað til. Margir kaflar bókar-
innar segja frá hörkuspennandi
atburðum, svo sem útilegumönn-
unum á Austfjörðum og Þjóðverj
anum sem var heilt ár á flótta
milli Látrabjargs og Horrabjargs
og leyndist fyrir Bretum allan
þann tíma.
Hér koma margir fslendingar
við sögu, sem voru í blóma lífsins
þegar atbur'ðirnir gerðust og eru
enn mitt í dagsins önn. En bókin
mun líka verða fróðleiksraáma
þeirri kynslóð sem vaxið hefur
úr grasi eftir heimsstyrjöldina og
hefur hug á að kynna sér þetta
einstæða tímabil í sögu íslands.
„Árin s6m aldrei gleymast“ er
368 blaðsíður að stærð og prýdd
fjölda mynda frá styrjaldarárun-
um. Bókin er prentuð í Alþýðu-
prentsmiðjunni.
athygli meðan á töku hennar
stóð, ekki sízt vegna þess að
Richard Burton leikur aðal-
hlutverkið og eiginkona hans,
Elizabeth Taylor, taldi hon-
um ekki óhætt í hópi meðleik
enda sinna, en þar á meðal
eru Ava Garner, Deborah
Kerr og Sue Lyon. Elizabeth
og Richard voru ekki gift,
þegar myndin var tekin í smá
þorpi í Mexíkið, en hún dvald
ist þar meðan á tökunni stóð
og vakti yfir hverju fótmáli
hans.
„The Night of the Iguana"
hefur ekki fengið sérlega
góða dóma, en John Huston
stjórnaði töku hennar. Hins
vegar segja margir gagnrýn-
endur leik Burtons , Övu
Gardner og Deborah Kerr,
alveg frábæran.
Einn kvikmyndagagnrýn-
andi „The New York Times“
segir m. a., að „The Night of
the Iguana" komi alls ekki
heim við kenningu margra
um, að leikarar og leikkonur
„The Night of the Iguana“
geti ekki sýnt snilld í leik,
nema því aðeins verkið, sem
þau leiki í, sé listaverk
frá leikrænu sjónarmiði.
Þótt leikrit Tennessee
Williams sé ef til vill skrifaí
Sovétsljérnín býður heim
iorsætksráðhemun Norðnrlanda
Stokkhólmi, 27. nóv. — NTB. I egs, Svíþjóðar, Danmerkur og
FORSÆTISRÁÐHERRUM Nor- | Finnlandsforseta hefur verið boð
Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, kom upp eldur í kyndiklefa íþróttahússins að Hálogalandi.
Hér er mynd af kyndiklefanum, en rífa varð þak hans til að slökkva eldinn. (Ljósm. Sv. Þorm.)
af snilld, verði mörg
atriði þess eins og skopstæl-
ing á kvikmyndatjaldinu
undir stjórn Johns Hustons.
Síðan segir gagnrýnandi
„The New York Times“ m.a.:
Kvikmyndin gerist á einangr-
uðu gistihúsi á strönd Mexíkó.
Bandarískur prestur, sem
sviptur hefur verið kjól og
kalli, vegna ástarævintýris
með kennslukonu í sunnu-
dagaskóla, hefur gerzt leið-
sögumaður ferðamanna. Hann
kemur til gistihússins með
lengferðabíl fullan af við-
skiptavinum, en gistihúsið
rekur örlát kona, sem flúið
hefur frá Bandaríkjunum í
einangrunina. Hún og prest-
urinn fyrrverandi áttu sam-
an ástarævintýri á æskuárum
sínum, og hún vonar, að hann
sé kominn til þess aðendur-
hýja kunningsskapinn.
I gistihúsinu dvelst mið-
aldra piparmey frá Nýja Eng-
landi, sem málar falleg mál-
verk, og faðir hennar, aldrað-
ur, sem hefur ferðazt um
frumskógana. Eftir að allir
aðrir gestir hafa yfirgefið
gistihúsið, sezt þessi ferhyrn-
ingur niður og ræðir vanda-
mál sín eina nótt. Að morgni
eru öll vandamálin leyst.
ið til Sovétrikjanna og hafa þeir
allir þekkzt boðið. Urho Kekkon
en, Finnlandsforseti, fer til
Moskvu á leið sinni til Indlands
í marz næsta ár, en ekki er vitað
hvenær verður af heimsókn for-
sætisráðherranna.
Jens Otto Krag fékk heimboð
sitt fyrir nokkrum dögum og
fóru menn þá að leiða ýmsum
getum að því, hvort eitthvað
byggi undir, en þegar tilkynnt
var í dag, að bæöi forsætisráð-
herra Noregs, Einar Gerhardsen
og Tage Erlander, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hefðu fengið
samskonar heimboð, þótti ein-
sýnt, að hinir nýju valdhafar í
Sovétríkjunum vildu fyrst og
fremst kynnast stjórnarleiðtogun
um á Norðurlöndunum og koma
á framfæri við þá ýmsum áhuga
málum sínum, Fyrir dyrum
standa nú mikilvægar viðræður
um verzlunarmál milli Norður-
landanna og Sovétríkjanna.
Erlander heimsótti Sovétrikin
síðast árið 1955 og höfðu þeir þá
komið þangað báðir Einar Ger-
hardsen og starfsbróðir hans þá-
verandi í Danmörku. Heimsókn-
ir þessar urðu tilefni tii Noröur
landaheimsóknar Krúsjeffs, sem
þó ekki varð af fyrr en í sumar
er leið. Jens Otto Krag, forsætis
ráðherra Danmerkur var í Sovét-
ríkjunum í febrúar í fyrra.
Faðirinn gamli finnur frið í
dauðanum, presturinn fyrr-
verandi og eigandi gistihúss-
ins finna ástina á ný, og lista-
konan snýr út í heiminn
frjáls og óháð.
Hins broslegu atriði kvik-
myndarinnar njóta sín vel,
eins og Huston gerir þau úr
garði, t. d. gestirnir, sem eru
sí kvartandi og yfirgefa gisti-
húsið að lokium, tilraunir
unglingsstúlkunnar frá Texas,
til að fá prestinn fyrrverandi
til fylgilags við sig, og hin
afbrýðisama gæzlukona henn-
ar.
En þau atriði, sem rista
dýpra, bera aðalleikendurnir
einir uppi. Lekiur Richards
Burtons í hlutverki prestsins
er stórkostlegur. Ava Gardn-
er gerir hlutverki hinnar
léttúðu hótelstýru mjög góð
skil og sama má segja um
Deborah Kerr í hlutverki
piparmeyjarinnar. Sue Lyon,
unga stúlkan, sem varð fræg
fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni „Lolitu“, er sannfærandi
í hlutverki unglingsins frá
Texas, sem presturinn lítur
ekki við, þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir hennar til að
töfra hann.
Kveðjuhóf á
Varmalandi
BORGFIRÐINGAR héldu síðast
liðinn laugardag kveðjusamsæti
til heiðurs Þórði Oddssyni, sem
verið hefur héraðslæknir á Klepp
járnsreykjum í 14 ár, en flyzt
nú til Borgarness og tekur við
stöðu héraðslæknis þar, af Eggert
Einarssyni, sem lætur af störfum
fyrir aldurs sakir.
. Kve'ðjuhófið var haldið í Hús-
mæðraskólanum að Varmalandi.
Borgfirðingar fjölmenntu o.g voru
saman komin um 200 manns,
auk Þórðar, konu hans, Sigrúnar
Kjærnested, barna þeirra og
tengdabarna. Ræður fluttu m.a.
séra Guðmundur Sveinsson, skóla
stjóri Samvinnuskólans í Bifröst,
og séra Einar Gúðnason í Reyk-
holti. Veizlustjóri var Guðmund-
ur Jónsson, skólastjóri Bænda-
skólans á Hvanneyri.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.