Morgunblaðið - 04.12.1964, Side 10

Morgunblaðið - 04.12.1964, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 4. des. 1964 Vandamálið af eldflaugunum á Kúbu Nokkrum mánuðum síðar, 4. júní 1961, fékk Krúsjeff tæki- faeri til að leggja mælikvarða á nýja forsetann og ráðgjafa hans, í Vínarborg. Hvert svo sem álit hans kann að hafa verið, er það greinilegt af eftirfarandi at- burðarás, að ósigur okkar í Svína flóa leiddi beinlínis af sér þá ákvörðun Sovétríkjanna að sækja 3. GREIN •ffifMtiimiiimuiiimiiiiMtmiiiiiitiiiiiiiiiiiitiMiiiMiiiiit inn á vesturhelming hnattarins, með mannafla og eldflaugum. Saga þessa svívirðilega og leynilega tiltækis Krúsjeffs hef- ur verið skráð á öðrum stað, en það getur samt verið lærdóms- ríkt að taka eftir því, að enn einu sinni tók hin volduga ríkis- stjórn og hinir „frjálslyndu“ menn í starfsliði Hvíta hússins þann kostinn að láta eins og vind um eyru þjóta aðvaranir, einkum frá CIA og Kenneth Keating öldungadeildarmanni, sem skýrði frá því aftur og aftur, að verið væri að setja vopnað lið og eldflaugar á land á Kúbu. Þegar kom- fram á 16. október 1962, var ekki lengur um neinn vafa að ræða. CIA lagði á skrif- borð forsetans ljósmyndir af sovézkum eldflaugum, sem komið hafði verið fyrir á Kúbu. Mynd- irnar höfðu verið teknar frá njósnavélum CIA, U-2, og þessar upplýsingar var ekki hægt að humma fram af sér. Hinn 22. okt. 1962 sendi Kenn- edy forseti sína dramatísku til- kynningu um að Sovétríkin hefðu flutt meðallangdrægar eldflaug- og sprengjuflugvélar til Kúbu. Hann fyrirskipaði hafnbann og heimtaði brottflutning þeirra skeyta, sem þegar voru komin á staðinn, og eftirlit á staðnum með því, að það verk væri fram- kvæmt. Þetta var glæsilegasta stund forsetadóms hans. Fólk, ekki að- eins í landinu, heldur um allan hinn frjálsa heim, lofsöng þessa kröftugu valdbeitingu Banda- rikjanna til varnar frelsi og mál- stað friðarins. Með því að hræða Krúsjeff frá, tryggði Kennedy sér sæti í sögunni sem sá maður, er gerði kjarnorkuhótanir að úr- eltri aðferð í utanríkisviðskipt- 'tm. Enn einu sinni endurtók sig gamla sorgarsagan um skort Bandaríkjanna á einbeitni. Sama þolgóða ráðgjafaklíka, sem hafði haldið um höndina á Kennedy í Svínaflóamálinu, tók nú aftur að naga í þessa nýju, einbeittu stefnu hans. Þessir menn heimt- uðu, að allt málið yrði afhent Sameinuðu þjóðunum til samn- inga og lykta. Með því að sann- færa forsetann um, að hann skyldi hopa á hinni einbeittu stefnu, sem hann hafði uppruna- lega áformað, gerðu þeir Banda- ríkin fær um að draga ósigur út úr gini sigursins. Eftirfarandi varð árangurinn af hinum ótrú- lega slæmu ráðleggingum þeirra: • Ekkert eftirlit á staðnum var heimtað. „Árásar“-skeyti voru í orði kveðnu flutt burt, en „varn- ar“-skeyti var leyft að hafa eftir á staðnum. • Ekki aðeins voru flóttamenn írá Kúbu hindraðir í að hrella Castro frekar en orðið var, held- ur gengu Bandaríkin einnig inn á að ráðast ekki á Kúbu. • Þessi lingerða utanríkis- stefna hvatti óvininn til æ fífl- djarfari athafna. Skipsfarmar af sovézkum vopnum hafa haldið áfram að streyma til Kúbu — þar til að í dag er eyjan orðin sterkasta herveldið á vestur- helmingi jarðar, ef Bandaríkin og Kanada eru undanskilin. • Hættuspil Krúsjeffs að flytja eldflaugar til Kúbu var ekkert annað en framkvæmd á lang- reyndri sovétkenningu: „Tvö skref áfram, eitt skref aftur á bak.“ Tiltækið reyndist vera nettóhagnaður fyrir Kreml. — O — Hinn 20. nóvember 1963 flaug ég til Dallas, til að sitja fund með einum viðskiptamanni lög- fræðingafirma þess í New York, sem ég er tengdur. Á óformlegum blaðamanna- fundi, sem ég hélt 21. nóvember, snerust spurningarnar aðallega um heimsókn Kennedys forseta, sem átti samkvæmt áætlun að koma til Dallas daginn eftir. Einn spyrjandi minn benti á það, að talsverðrar andstöðu gætti gegn sumum fyrirætlunum forsetans og von gæti verið á einhverjum óeirðum gegn honum og John- son varaforseta, sem átti að vera með í fylgdinni. Ég hvatti til þess í ummælum við blaðamenn, sem ég síðar endurtók í sjón- varpi, að forsetanum og varafor- setanum yrði sýnd sú virðing, sem embættum þeirra bæri. Ég sagði: „Andstaða við skoðanir þeirra er engin afsökun fyrir ókurteisi við embætti forseta Bandarík j anna“. Castro og Lee Harvey Oswald Morguninn eftir, 22. nóvember, steig ég upp í flugvél til New York. Við komum samkvæmt áætlun kl. 12,56, eftir viðburða- lausa flugferð. Ég hóaði í leigu- bíl og bað ekilinn að aka mér til skrifstofu mirinar. Við vorum að bíða eftir umferðarljósi, þeg- ar maður kom hlaupandi frá einu götúhorninu og æpti: „Hefurðu útvarp í bílnum þínum?“ Ekill- inn svaraði: „Nei. Hvers vegna spyrðu?“ Maðurinn svaraði: „Forsetinn var skotinn í Dallas, rétt fyrir stundu.“ Þannig barst mér fréttin um morð Kennedys forseta. Ég bað ekilinn að aka heim til mín í staðinn fyrir til skrifstofunnar. Og svo sat ég næsta klukkutím- ann í bílnum og braut heilann um það, hvað hefði skeð. Þegar ég kom heim í húsið, sagði dyravörðurinn mér, að fréttin hefði komið rétt áður í sjónvarpi: Forsetinn var dáinn. Ég hringdi til J. Edgar Hoov- ers í Washington og spurði hann hvað hann vissi um þetta. Hann sagði mér, að Lee nokkur Harvey Oswald, sem FBI kannaðist við sem meðlim í félagi Castrosinn- aðra Kúbumanna, væri talinn vera morðinginn. Oswald var, án alls vafa, rugl- aður maður, sem að því er sagt var, hafði einnig reynt að myrða Edwin A. Walker, Iiershöfðingja, en kona hans hafði aftrað honum frá því að sýna einnig mér bana- tilræði. Ekki er vitað, hvað hefur valdið þessu ástandi hans. En vafalaust hefur einn aðalhvati hans til þessa hræðilega verks verið samband hans við komm- únismann, almennt tekið, en þó einkum við hin ofsafengna komm únisma Castros. Þannig varð Fidel Castro mik- ilfenglegasta persónan í lífi Johns F. Kennedys. Það var Castro, sem olli mikilvægasta utanríkis- vandamálinu í kosningabaráttu Kennedys til forsetaembættisins. Það var Castro, sem kom honum niður í mesta öldudalinn á öll- um ferli hans, í Svínaflóamálinu. Það var Castro, sem gaf tækifær- ið til stærsta afreks hans sem for- ingja í forsetastóli, meðan hafn- bannið stóð yfir, og að lokum var Castro óbein orsök til þess að líf Kennedys hlaut svo snögg- an enda, einmitt á þeim tíma sem hann með reynslu sinni, að við- bættri skarpri greind, mikilli glöggskyggni og dugnaði, var að hefja árangursríkasta tímabil sitt sem þjóðarleiðtogi. Hvar stöndum við nú? Með þessari hlykkjóttu og sorg legu atburðakeðju erum við komnir til ársins 1964. Kúba, ásamt Vietnam, er aðalvandamál- ið í sviði utanríkismála við for- setakosningarnar 1964, eins og Krúsjeff þau voru einnig 1960. En hvers vegna er Kúba svona mikið úr- slitaatriði? Beinlínis vegna þess að hún er mynd af viðbrögðum okkar við ógnunum kommúnism- ans, og dæmi um stefnu okkar í utanríkismálum. Svarið við spurningunni, um hvað við eigum að gera við Kúbu, er ekki hægt að veita, iyac en við höfum fundið svarið við hinni miklu breiðari og altækari spurn- ingu: Hvernig ætla Bandaríkin sér að snúast við sókn kommún- ismans um allan heim? Þetta er hin raunverulega utanríkismála- spurning, sem við stöndum and- spænis í dag. f utanríkismáðuneytinu og hjá stjórninni gætir mjög samþykkis við þá skoðun Fulbrights öld- ungadeildarmanns, að Castro sé ekki hættulegur heldur bara hvimleiður, og að okkur beri að vera sáttfúsari og sveigjanlegri í afstöðu okkar til Sovétríkjanna og annarra kommúnistarikja. Þeir sem mæla með meiri sveigjanleika í viðbrögðum við kommúnismann, benda á það, að í kommúnistablökkinni eigi menn við erfiðleika að etja. Klofningur hefur orðið með Rauða-Kína og Sovétríkjunum. Svo eru vand- ræðin, sem Sovétríkin eiga í við leppríki sín í Austur-Evrópu, þar sem þjóðin er yfirleitt andvíg kommúnistaherrum sínum. Og svo er sú staðreynd, að hagfræði- lega séð hefur kommúnisminn ekki staðið sig vel, hvorki í Sovét Evrópu né í Rauða-Kína, né á Kúbu og í leppríkjunum. Að allri þessari þróun saman- lagðri segja þeir, sem ráða utan- ríkisstefnu okkar, að ástandið í heiminum hafi breytzt okkur í hag. Þeir nefna samninginn um tilraunabannið, hveitisöluna til Sovétríkjanna og afstöðu Krús- jeffs, sem er orðin minna herská en áður, (Þetta er skrifað, áður en Krúsjeff var vikið frá völd- um). Þeir halda því fram, að kalda stríðið sé að þiðna og nýtt tímabil vinsamlegri samskipti við kommúnismann geti verið viðeig- andi. Mitt eigið mat leiðir til algjör- lega andstæðrar ályktunar. Nú er ekki stundin til að vera ró- legur yfir ástandinu í heiminum. Á síðustu fjórum árum hefur orð- ið heil runa af utanríkispólitísk- um mistökum, borið saman við hvaða tímabil annað, sem vera skal í sögu okkar. f Evrópu er Bandalagið mikla í rúst, og marg- ar af bandalagsþjóðum okkar neita að styðja Bandaríkin í stefnu okkar gagnvart rómönsku Ameríku og Asíu. f Þýzkalandi stendur Berlínarmúrinn eins og svipillt minnismerki um linku Bandaríkjanna og hik gagnvart hrottalegum ógnunum kommún- ista. f Asíu er Vietnam aðeins það nýjasta í heilli, óhugnanlegri röð ósigra í utanríkismálum, sem hef- ur skert virðingu Bandaríkjanna, svo að dýpra hefur hún aldrei Fulbright sokkið í þeim hluta heims. Laos er sama sem tapað, Cambodía að tapast, Birma og Indónesía komn- ar fram á hengiflugið. í ýmsum löndum heims eru skrílárásir á sendiráð okkar, grjótkast á fulltrúa okkar og nið- urrif á fánanum okkar orðið al- gengir viðburðir. Við höfum ver- ið auðmýktir, hundsaðir og það hefur verið snúið á okkur og brugðið fyrir okkur fæti í hverju spori. Og ef litið er á þessa upp- talningu, hvernig getur þá nokk- ur maður í ábyrgðarstöðu, sem hefur áhrif á stefnu okkar, sagt að kalda stríðið sé að þiðna? Kalda stríðið er ekki að þiðna, heldur er það orðið heitt og lífs- hættulegt. Kommúnisminn er ekkert að breytast; hann er hvorki að sofa né hvíla sig, hann er stöðugt að finna út ný véla- brögð, og hann starfar og berst. Sovézk vopn standa stöðugt til boða, hvar sem verið er að reyna að splundra þjóðfélagsskipun- inni og skapa það öngþveiti, sem kommúnisminn lifir og nærist á. Þúsundir unglinga í ókommún- ískum löndum eru nú að læra byltingartækni — allt frá upp- þotum til skæruhernaðarlistar. Kommúnistar eiga beint eða ó- beint sökina á blóðbaðinu í Suð- austur-Asíu, Kýpur, Kongó, Jem- an, Brezku Guiana og annars staðar. Meðan dregur úr hættunni af beinni styrjöld, hefur hættan á ósigri án þess að um algera styrj- öld sé að ræða, aukizt. Þeir, sem hvetja til þess að við náum „samkomulagi" við kommúnist- ana, gera sér ekki ljóst, að þeg- ar kommúnistaleiðtogarnir tala hóglega eru þeir að auka og magna starf sitt að uppþotum og byltingum. Andspænis þessu standa Bandaríkin sí og æ. Þetta er ástand, sem krefst raunsærrar hugsunar og herkænsku við að- ferðir kommúnista og nýrrat stefnu til að snúast við hættunni, sem ógnar okkur. Við verðum að skilja það, að kommúnistahættan nær yfir allan heim og ef kommúnistar taka stjórnina í einu landi, finnst skjálftinn af því um jörð alla. Þess vegna þörfnumst við að- gerða, sem ná um allan heim. Ég neita algjörlega þeirri skoðun, að til séu útkjálkasvæði, hliðarsvæði — eins og Kúba og Vietnam — sem séu ekki mikilvæg. Fyrir heimskommúnismann er baráttan um Kúbu ekki Kúbu vegna, heldur vegna rómönsku Ameríku. Og loka-skotmarkið er Bandaríkin. Nú er Kúba, til dæmis, alveg við bæjardyrnar hjá okkur. Allur heimurinn horf- ir á og sér, að við höfumst ekki að til að hjálpa nágrönnum okk- ar, sem eru hnepptir í þrældóm af kommúnískum einræðisherra. Er hægt að lá þeim þó að þeir efist um, að við ætlum að snúast gegn kommúnismanum annais staðar í heiminum? Á þessari hættunnar stund verðum við að gera okkur ljóst, að ekki má hopa á hæl neins staðar í hinum frjálsa heimi. Við verðum að hafa hernaðarlegt bol- magn, hagfræðilegar áætlanir og standa gegn frekara hopi. Það væri betra en stefna sveigjan- leika, eftirgjafar og sátta — við verðum að hafa sterka og á- kveðna stefnu. Við verðum að láta þær þjóðir, sem stefnt er að, vita, að ókommúniski heimurinn er búinn að fá nóg af þessari stöðugu ágengni, og að nú ætl- um við að standa sem fastast gegn henni. Þegar ég hugsa um allt það, sem gerzt hefur síðustu árin, er eitt greinilegt. Það mótlæti, sem þjóð okkar hefur orðið fyrir, hef- ur komið einmitt þegar við van- ræktum að standa einbeittir gegn kommúnista-einræðisherrunum. Við höfum of oft hopað á hæl — og það fyrir fullt og allt. Það er tími til kominn að binda enda á þessa ósigra, sem eru sjálfskap- arvíti. Það er tími til kominn að standa sem fastast — og sækja 'síðan fram — á Kúbu, í Vietnam og í hvaða öðru landi, sem er, þar sem frelsinu er afneitað éða ógnað af hersveitum heimskomm únismans. — Utan úr heimi Framhald af bls. 14. svikið rúmlega 200 þús. s. kr. af Aspelin. Þá var honum saigt, að hann væri einnig gruinaður um að hafa myrt Aspelin, og það játaði hann eftir að haía ráðgazt við verj andia sinn. Þegar Rodius var spurður hvernig hann hefði getað þag að yfir ódæðinu í tvö ár, svar aði harnn: „Við eigum allir að deyja. Dauða hans bar brátt að. Ég ledt á þetta, sem hvert annað verk, er ég yrði að vinna til þess að bjarga mér úr ógöngunum, sem ég var kominn í“. Amerísk plastmodel í miklu úrvali komin. Xilvalin jólagjöf handa piltum Húsgögn mcð gjafvcrði Vandaður sófi og þrír hæg- indastólar, seljast fyrir kr. 6.000,00 vegna flutninga. — Einnig til sölu: Klósettskál og handlaug með öl'lu tilheyr- andi. Verð kr. 1000,00. Upp- lýsingar á Snorrabraut 77, næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.