Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. des. 1964 -------------------^ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni __________:_________J — Já, húsbóndi minn segir að stúlkan viti ol mikið, og að það verði að hafa gát á henni. Hún sá vegabréf í skúffu húsbónda míns. Ég var sendur hingað til að halda vörð. Húsbóndi minn heldur að hún geti náð í sannan- ir gegn honum. Hún er óvinur hans. » Loks sleppti Hank Kínverjan- um og hann laumaðist út í horn. Hann hríðskalf. — Þér hafið gert mér ómetan- legan greiða, ungfrú Stewart, sagði Hank. Ég er njósnari og vinn hjá UNO að rannsókn fals- aðra vegabréfa. Síðan ég kom hingað til Macao hef ég komizt að ýmsu, en ég var ekki viss um hvaðan öll þessi fölsuðu vegabréf kæmu. En nú hef ég fengið nafn, sem ég get haldið mig að, nafn sem er ómetanlega mikils virði. Ég er viss um, að ég fæ sannanir fyrir að það sé Manning, sem stendur bak við þetta, verður hægt að stemma stigu fyrir því í framtíðinni. Það sem þér og þessi þjónn hafið sagt, nægir til þess að ég get látið fangelsa Tom Manning. — En bíðið þér nú hægur, sagði Gail. — Fyrst verð ég að fá að vita hvaða samband var milli hans og föður míns. Hugs- um okkur ef hann neitaði að segja nokkuð um það. Þér voruð að segja að ég hefði hjálpað yður — en nú verðið þér að hjálpa mér í staðinn. Getum við ekiki farið til Hong Kong saman og hitt Tom Manning? Reynt að fá hann til að meðganga Allt í einu stóð Brett í dyr- unum. Hann var illúðlegur og horfði uppglentum augum inn í herbergið. — Hvað á þetta að þýða? spurði hann. — Hvað ert þú að gera hérna í herberginu mínu, Gail? Mér sýnist þú vera hrædd. Hefur einhver gert þér eitthvað Ef svo er þá. . . . Hann steytti hnefann framan í Hang Redfern. — Það er ekki hann! hrópaði Gail. — Þvertá móti — hann hefur bjargað lífi mínu. Það er þjónninn hans fóstra þíns, sem reyndi að drepa mig. . . hann liggur þarna úti í horni. — Hvað . . . hvemig? Ég skil þetta ekki! stamaði Brétt. — Hversvegna í ósköpunum ætti Hsung að reyna að myrða þig? — Hann fóstri þinn heldur að ég sé hættuleg. Þetta er í ann- að skipti sem hann reynir að láta drepa mig. Brett tók báðum höndum fyrir andlitið. — Nei, nei, því trúi ég aldrei! Hann fóstri minn er bezti maður í veröldinni! Hann hefur gert svo mikið fyrir mig og gefið mér allt sem ég á. Og honum þykir vænt um þig. Hvernig í ósköpunum hefði hann átt að senda Hsung hingað til þess að drepa þig? — Þjónninn hefur þegar sagt, að ungfrú Stewart viti of mikið. Þessvegna átti hún að hverfa, sagði Redfern. — Hún grunar fóstra yðar um að hafa svikið föður hennar, og sölsað undir sig eignir hans. Fyrir tilviljun komst hún að því, að hann selur fölsuð vegabréí. Var það ekki til þess að koma þessum vegabréf- um til þriðja manns, sem þér fór uð til Macao, hr. Dyson? Ungfrú Stewart grunaði hvað í töskunni yðar væri,og reyndi að sanna það núna í kvöld. En herra Manning hlýtur að hafa grunað eitthvað, og þessvegna sendi hann þjón sinn hingað, til þess að hafa gát á ungfrú Stew- art. Og hann rakst á hana hérna inni. Hún hafði fundið saum- sprettu á töskunni og náð í um- slag með fölsuðum vegabréfum. Og þá réðst Kínverjinn á hana, og það er engum vafa bundið að hann ætlaði að drepa hana. Brett sneri sér að Hsung, titr- andi af reiði. — Reyndir þu að drepa ung- frú Stewart? Það skal kosta þig lífið! öskraði hann og ætlaði að ráðast á lafhræddan Kínverjann. En Hank Redfern skarst í leik- inn og geWk á milli. — Bæði þér og fóstri yðar þurfa að gefa skýringu á ýmsu, sagði Redfern. — Ég sver að ég hafði ekki hugmynd um hvað var í tösk- unni, sagði Brett. — Getið þér gefið mér dreng- skaparorð yðar um það, að þér hafið ekki vitað að fölsuð vega- bréf voru í töskunni, og að þér hafið ekki vitað um þessa vega- bréfafölsun, sem stunduð er á heimili fóstra yðar? Brett var náfölur og það var auðséð að hann átti erfitt með að hafa stjórn á sjálfum sér. 37 — Ég hef ekki haft hugmynd um að nokkur brögð hafi verið í tafli, sagði hann — og fóstri minn fól mér að fara með þessa tösku hingað til Macao og skila henni. Mér er ómögulegt að trúa, að fóstri minn sé bendlaður við sviksamlegt athæfi. Ég er sann- færður um að hann er mesti heið ursmaður. Hann er ríkur og rek- ur mikla verzlun. Nei, ég skil þetta ekki. Hann hefur gert mér svo mikið gott.Ef hans hefði ekki notið við, mundi ég hafa alizt upp á fátækraheimili. Mér finnst ég vandabundinn honum, en ef það er satt sem Gail segir, að hann hafi ætlað að láta myrða hana, þá. . . . Ég skil þetta ekki, og ég trúi því ekki fyrr en ég heyri ^það af hans eigin munni! — Ég skil þetta, að vissu leyti, hr. Dyson, sagði Hank Redfern. — Þér hafið verið auðtrúa barn, og hann hefur notað sér það. Ég skil að þér þykist vandabundinn fóstra yðar, en lögin verða að hafa sinn gang. Á morgun verðið þið að koma með mér til Hong Kong, og þá munum við láta Manning sjá framan í lögregluna og ýms vitni. Við förum eins snemma og hægt er, og ég neyð- ist því miður til að setja lög- regluvörð við dyrnar hjá yður í nótt, herra Dyson. — Gæti ég fengið að tala nokkur orð við ungfrú Stewart undir fjögur augu? spurði Brett auðmjúkur. Hann dró við sig svarið, en svo yppti hann öxlum og sagði: — Þér megið það fyrir mér, ef ungfrú Stewart er sama. Hún jánkaði því, og Hank tók í hálsmálið á úlpu Kínverjans og Blaðburðafóllc óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Laugavegur frá 1—32 Fálkagata Lynghagi Sími 22-4-80 dró hann út úr herberginu. — Nú komið þér með mér, sagði Hank, — og ég ætla að skrifa játninguna yðar. Þér verðið sakaður um hlutdeild í vegabréfafölsuninni — og enn- fremur um banatilræði. Brett og Gail fóru út á sval- irnar. Gail var úrvinda eftir geðs hræringuna og skalf frá hvirfli til ilja. Hún hvíslaði aftur og aftur að þetta væri ótrúlegt. Brett reyndi að faðma hana að sér, en hún hörfaði undan. — Elsku Gail, þú mátt ekki láta þetta valda misklíð milli okkar. Ég trúi því ekki enn, að fóstri minn hafi leikið tveim skjöldum öll þessi ár. Hvernig stóð á því að þú laumaðist hing- að heim núna í kvöld? Grunaði þig eitthvað Og heldur þú að það hafi verið fóstri minn sem sveik föður þinn og stal eignum hans. Þú mátt ekki trúa því, elsku, bezta Gail! — Því miður er ég sannfærð um það, Brett, sagði Gail ró- lega. — Þá skal ég láta hann leysa frá skjóðunni, sagði Brett alvar- legur. — Og þú verður að fá fyr- irtæki föður þíns aftur og allt það, sem það hefur gefið af sér undanfarin ár. En ég trúi því ekki enn að hann hafi viljað ráða þér bana, Gail. Ég held sannast að segja að Hsung hafi tapað sér þegar hann sá að þú varst að fást við töskuna mína. Það er óhugsanlegt að fósti minn hafi skipað honum að gera þetta. Það kemur ekki til mála. Hann hefur hvað eftir annað lagt áherzlu á að hann væri hrifinn af þér. Og hann veit hve heitt ég elska þig, svo að það er óhugsanlegt að hann hafi ætlað að gera þér mein. Verst finnst mér að mér skuli þykja svo innilega vænt um hann. . . . Honum brást röddin og hann leit undan. — Veslings Brett, hvíslaði Gaii og klappaði honum á hand- legginn. — Eg veit að þú elskar mig, og þín vegna skal ég gera það sem ég get til þess að hlífa honum. Hann greip um úlfliðina á henni. — Þakka þér fyrir, elskan mín, stamaði hann. — Heldurðu að ég hafi nokkra von ennþá? ’ — Ég vorkenni þér, Brett, svaraði hún loksins lágt og hlý- lega. — Og mér þykir mjög vænt um þig. En þú hefur frá byrjun verið að nauða á mér að giftast þér, og smámsaman skildist mér, að mér þykir ekki nógu vænt um þig til þess að við getum gifzt. — Þykir þér vænna um ein- hvern annan? spurði hann lágt og reyndi að tala rólega. En hann gat ekki varizt því að rödd- in titraði af afbrýði. — Ef til vill, svaraði hún og leit undan. — Æ, Gail! munldraði hann og sársaukakvein var í röddinnL — Við skulum ekki tala meira um þetta, góði, sagði hún. — En það er satt að ég elska annan mann, og að mig tekur sárt að þetta skuli hafa komið fyrir þig, Brett. Þau stóðu í sömu sporum um stund, eins og þau væru að kveðja það, sem verið hafði miili þeirra. Svo fór hún inn í her- bergið sitt og lokaði eftir sér. Tom Manning reyndi að beita blekkingum, en sannanirnar hlóðust að honum, og fyrir bæn- arstað Bretts meðgekk hann allt að lokum. Gail hafði náð sam- bandi við John Tamm, sem gat sannað að Tom Manning hafði forðum verið vinur og starfsbróð ir föður hennar. Tamm hafði komið með þeim frá Macao til þess að bera vitni í málinu. — Það var alls ekki ætlunin að Gail ætti að deyja, sagði Tom Manning. Hann var lítilsigldur eftir að hann hafði verið sviftur höfðingjahjúpnum. — Ég hafði alls ekki gefið nein fyrirmæli um það. Hsung átti að fara tii Macao án þess að þið vissuð um þá ferð. Hann átti að sjá um, að vegabréfin lentu í réttum hönd- um. En hann hafði enga skipuij fengið um að ráðast á Gail. Hann hefur tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann er mér svo hollur að hann hefur haldið að hann gerði mér gagn með því. — En senduð þér hann inn 1 herbergið mitt í rtiatsölunni til þess að myrða mig sofandi? sagði Gail rólega. Þá komu krampa- teygjur í andlitið á Manning og honum virtist líða illa. KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA f 1. Nei, ekki í þetta skipti, Litli Bjór. Þú átt að sjá um allt hérna. Skrögg- ur er orðinn svolítið ruglaður. Get ég ekki farið? 2. Ég held að ég hafi allt. Þú skalt ekki búast við mér fyrr en þú sérð mig aftur. ^ Farðu nú varlega. 3. Maður getur fengið of mikið af búskap og bæjarlífi, klárinn minn, þú ert nógu góður félagsskapur fyrir mig. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.