Morgunblaðið - 04.12.1964, Side 27
I-
Föstudagur 4. des. 1964
27
MORGUNBLAÐIÐ
Tæpar 16 millj. kr.
í einum drætti
A FIMMTUDAGINN kemur, þ.
10. des., verður dregið í 12. flokki
Happdrœttis Háskóla íslands. —
Dregnir verða samtals 6.300 vinn
ingar að fjárhæð 15.780.000 kr.
Er þetta hæsta f járhæð, sem dreg
in hefur verið út í einum drætti
á íslandi. Vinningarnir skiptast
þannig:
2 vinningar á 1.000.000 kr.
2 vinningar á 200.000 kr.
2 vinningar á 100.000 kr.
4 vinningar á 50.000 kr.
242 vinningar á 10.000 kr.
1 1.128 vinningar á 5.000 kr.
|t 4.928 vinningar á l.OOÓ kr.
1 Til sámanburðar má geta þess,
að þegar fyrst var dregið í happ
drættinu, þann 10. marz 1934,
fyrir rúmum þrjátíu árum, var
dregið um 200 vinninga að fjár-
hæð 36.200 krónur. Hæsti vinn-
ingurinn var þá 10.000 kr.
Um seinustu áramót var velta
happdrættisins tvöfölduð með út
gáfu Aukaflokksins. Salan hefur
gengið framúrskarandi vel, þann
ig að nú eru seld um 77% af öll
um miðunum. Mjög mikil eftir-
spurn er eftir röðum af miðum,
og eru þegar farnar að bérast
pantanir fyrir næsta ár, svo fyr
irsjáanlegt verður að miðarnir
munu seljast upp um næstu ára-
mót.
Eins og áður er getið, er hæsti
vinningurinn nú í desember ein
milljón króna. Vegna ú.tgáfu
Aukaflokksins eru nú tveir heil-
miðar af hverju númeri. Er því
hugsanlegt að einhver geti orðið
svo heppinn að fá tvær milljón-
ir króna, ef hann skyldi hafa
tryggt sér númerið sitt í Auka-
flokknum.
Happdrætti DAS
í GÆR var dregið í 8. flokki
Happdrættis DAS um 200 vinn
inga og féllu vinningar þannig:
íbúð eftir eigin vali kr. 500
þús. kom á nr. 64175, umboð Seyð
isfjörður.
Opel Caravan Station-bifreið
kom á nr. 24543, umb. Aðalumb.
Vaux'haU- Victor fólksbifreið
kom á nr. 9354, umb. Sigr. Helga
dóttir.
Bifreið eftir eigin vali kr. 130
þús. kom á nr. 44176, umboð Að-
alumboð.
Bifreið eftir eigin vali kr. 130
þús. kom á nr. 51159, umboð Eg-
ilsstaðir. •
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 25 þús. kom á nr. 37880
umboð Aðalumboð.
Húsbúnaður eftir eigin vali fyr
ir kr. 20 þús. kom á nr. 18874, um
boð Aðalumboð og nr. 55550, um
boð Verzl. Réttarholt.
Húsbúnaður eftir eigin vali fyr
Kviknar í báti
í Hafnarfirði
Á TÓL.FTA tímanum í gærkvöldi
kviknaði í vb. Emmu RE 353, þar
sem hún lá við nýju bryggjuna
í Hafnarfjarðarhöfn. Slökkvilið
Hafnarfjarðar fór á eldstað og
tókst fljótlega að slökkva. Ekki
munu miklar skemmdir hafa orð
ið á bátnum. Ókunnugt var um
eldsupptök í gærkvöldi, en
dtukknir menn höfðu verið um
borð.
Bretar víttir
a OECD-hindi
París, 3. des. (NTB)
RÁÐHERRAFUNDUR Efna-
hags- og íramfarastofnunar
Evrópu (OECD) vítti í dag
Breta harðlega fyrir ráðstaf-
anir þær, sem brezka stjórnin
hefur gripið til í því skyni að
efla brezkt efnahagslíf. Mun
harðasta gagnrýnin hafa verið
flutt af Belganum Maurice
Brasseur, en hann er ráðherra
sá, sem fer með málefni utan-
ríkisverzlunar Belgíu. Brasse-
ur mun hafa haldið því fram
á fundinum i dag að 15% inn-
flutningstollurinn, sem Bretar
hafa komið á, muni síður en
svo gefa útflutningi Breta byr
undir vængi.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, situr ráðherra-
fund OECD í París, ásamt
þeim Þórhalii Ásgeirssyni,
ráðuneytisstjóra, og Pétri
Thorsteinssyni, sendiherra.
ir kr. 15 þús. kom á nr. 6428,
58249 og 62726, umboð Aðalum-
boð.
Eftirtalin númer hlutu hús-
búnað fyrir kr. 10 þús. hvert:
17891, 21996, 22694, 34528, 38646,
49452, 39899, 47554, 51840, 64538.
Auk þess var dregið um 180
vinninga á 5 þús. kr. hvern.
(Birt án ábyrgðar).
Drengur slasast
LAUST fyrir kl. 16 í gær varð
átta ára drengur á reiðhjóli, Haf
steinn Gunnarsson frá Blikalóni
við Hafnarfjörð, fyrir bifreið á
Smyrlahrauni í Hafnarfirði. —
Slasaðist drengurinn og var flutt
ur til læknis, en síðan í Slysa-
varðstofuna í Reykjavík, og var
hann þar enn á miðnætti sl. nótt.
Arkady Sobolev
látinn í Moskvu
Moskvu, 2. des. AP-NTB
TASS fréttastofan skýrði svo
frá í dag, að látinn væri í
Moskvu Arkady Sobolev, aðstoð-
arutanrikisráðherra 61 árs að
aldri. Ekki var sagt hvert bana-
mein hans varð en birt var minn-
ingargrein um hann eftir Andrei
Gromyko, utanrikisráðherra.
Scxbolev hóf störf í utanríkis-
þjónustunni sovézku árið 1939. Á
síðairi árum heimstyrjaldarinnar
var hann sendiráðsstarfsmaður í
London og á árinu 1945-46 var
hann stjórnmálalegur ráðunaut-
ur yfirstjórnar sovézka hersins
í Þýzkalandi. Þá var Sobolev
meðal þeirra, sem unnu a'ð gerð
stofnskrár Sameinuðu þjóðanna
í Sam Fransisco og fra.m til ársins
1949 var hann einn af aðstoðar
Tramkvæmdastjórunum en hafði
einkum með að gera mál, er
komu fyrir öryggisráðið. Árið
1955 var hann aðalfulltrúi Sovét-
ríkjanna hjá S.Þ., fyrirrennari
Valerins Zorins í því embætti.
Úr Ieiknum „Afbrýðisöm eiginkona“, sem úngmennafélag Hruna-
manna sýnir nú víðsvegar um Suðurland.
99
Afbrýðisöm eiginkona
hjá Ungmennaíélagi Hrunamanna
66
GELDINGAHOLTI, 30. nóv. —
Ungmennafélag Hrunamanna
frumsýndi gamanleikinn „Af-
brýðisöm eiginkona" eftir Guy
Paxton og Edward Heile í félags-
heimili Hrunamanna sl. laugar-
dagskvöld. Leikstjóri er Hólm-
fríður Pálsdóttir, en leikendur
Kjartan Helgason, Sigurbjörg
Hreiðarsdóttir, Guðmundur Ingi-
marsson, Haraldur Sveinsson,
Guðrún Sveinsdóttir, Loftur Þor-
steinsson, Helga Einarsdóttir,
Anna Magnúsdóttir og Helgi Jóns
son.
Um 200 manns sóttu sýninguna
og var leiknum mjög vel tekið af
áhorfendum, sem þökkuðu leik-
stjóra og leikendum með lófataki
og blómum í leikslok.
Leiksýning þessi var mjög vel
heppnuð, leikritið sjálft að vísu
ekki merkilegt, en sprenghlægi-
legt. Meðferð leikaranna á hlut-
verkum var með ágætum, leikur-
inn gekk hratt og heildarsvipur
góður. Leikstjórn Hólmfríðar
Pálsdóttur hefur borið góðan ár-
angur, en þetta er þriðja leikrit-
ið, sem hún setur á svið hjá Umf.
Hrunamanna.
Ungmennafélag Hrunamanna
hefur unnið að leikstarfsemi í
meira en hálfa öld og ætíð haft á
að skipa góðum starfskröftum á
því sviði og hefur enn, eins og
þessi sýning ber með sér.
Ráðgert er'að sýna leikinn nú
á næstunni víðsvegar um Suður-
land og verður næsta sýning á
Selfossi föstudaginn 4. desember,
þá í Þjórsárveri laugardaginn 5.
des., að Brúarlandi í Landsveit
sunnudaginn 6. desember kl. 3
síðdegis og að Hvoli sama dag
kl. 9,30 um kvöldið.
Vilji Sunnlendingar skemmta
sér eina kvöldstund við græsku-
laust gaman sjá þeir þessar sýn-
ingar Hrunamanna. — J. Ól.
Shastri í London
London, 3. des. (AP)
LAL Bhadur Shastri, forsætisráð-
herra Indlands, kom til London
í dag, en þar mun hann eiga við-
ræður við Harold Wilson, for-
sætisráðherra. Þetta er fyrsta
heimsókn Shastris til Vestur-
landa. — Shastri átti þegar í dag
viðræður við brezku stjórnina, og
fyrr í dag gekk hann á fund Elísa
betar drottningar.
Páfi vígði sex biskupa
Bombay, 3. des. (NTB)
PÁLL páfi VI. vigði í dag sex
biskupa frá fimm meginlöndum
við hátíðlega athöfn i Bombay.
Fyrr um daginn hafði páfi
gengið á fund Radakrishnan, for-
seta Indlands, og sæmt hann
æðsta heiðursmerki, sem páfi get
ur veitt þjóðarleiðtoga, sem ekki
er kristinn. Þá afhenti páfi for-
setanum peningagjöf til munað-
arlausra barna í landinu, og nam
hún um 2,2 millj. ísl. kr.
Páfi var ákaft hylltur, er hann
kom til biskupsvígslunnar, sem
fór fram undir berum himni. —
Voru þar saman komnir 250.000
manns af ýmsum trúarbrögðum.
Blöð í Portúgal hafa ekki skýrt
frá heimsókn páfa til Indlands,
utan tvö kaþólsk blöð, sem laus-
lega greindu frá brottför hans
frá Róm. — Utanríkisráðherra
Portúgals hefur látið svo um
mælt, að heimsókn páfans til Ind-
lands sé móðgun af hálfu páfa við
kaþólska þjóð. — Indverjar tóku
portúgölsku nýlenduna Goa af
Portúgölum í desember 1961.
Úr Ieiksýningunni.
Bninaútsalon
NÚ HEFUR verið selt fyrir eitt-
hvað á fjórðu milljón króna á
brunaútsölu Samvinnutrygginga
á Hallveigarstöðum, að því er
Ásgeir Magnússon, forstjóri,
tjáði Mbl. í gær. Á þriðjudag
hafði verið selt fyrir um þrjár
milljónir króna, og hefur héldur
dregið úr sölunni síðustu daga.
Ekki er ákveðið, hvenær útsöl-
unni lýkur, en reynt verður að
selja, meðan einhver fæst til að
kaupa.
Sótt var um kvöldsöluleyfi til
lögreglustjóra, til þess að hraða
sölunni, en það fékkst ekki. —
Kvað Ásgeir Magnússon ekki
heldur von til þess að Samvinnu
tryggingar fengju slíkt leyfi
fremur en aðrir.
Húsvíkingar fá
nýjan bát
Húsavík, 3. des.: —
f DAG bættist bátaflota Húsa-
víkur nýr bátur, sem keyptur
er frá Hrisey, og ber nafnið Far-
sæll II.
Báturinn er 19 tonn að stærð
smíðaður á þessu ári í skipa-
smíðastöð KEA, og er hann sér-
staklega vel útbúinn af ekki
stærri bát að vera, m.a. með rat-
sjá. Hinir nýju eigendur bátsins
eru bræðurnir Ingvar og Guð-
mundur Hólmgeirssynir, og gera
þeir bátinn út frá Húsavík.
— Fréttaritari.
Jólasöfnun
mæðra-
styrks-
nefndar
JÓLASOFNUN mæðrastyrks-
nefndar fer nú að hefjast og
mun nefndin nú eins og
undanfarin ár kappkosta við að
liðsinna gamalmennum, einstæð
um mæðrum og börnum þeirra
fyrir jólin. Leitar nefndin því
enn einu sinni til Reykvíkinga
í þeirri von, að þeir sýni nefnd-
inni sömu gjafmildi og sama
skilning og fyrr. Þau eru ekki
svo fá heimilin, sem setja allt
traust sitt á jólaglaðning nefnd-
arinnar. Treystir nefndin bæjar-
búum til að stuðla að því, að
þessi heimili verði ekki fyrir
vonbrigðum í ár. Tekið er á móti
gjöfum á skrifstofu mæðrastyrks
nefndar Njálsgötu 3, alla virka
daga frá kl. 10—6.
Umsóknir um jólaglaðning
mæðrastyrksnefndar þurfa að
berast sem fyrst.
„Kjarnyrði**
bók, sem Pétur Sig-
urðsson heíur tekið
saman
„KJARNYRÐI" nefnist ný bók,
sem ísafold gefur út. í þeirri bólc
hefur Pétur Sigurðsson regluboði
tekið saman fjölda kjarnyrða og
spakmæla, sem hann hefur „tínt
upp“ og komið hafa honum að
góðum notum á lífsleiðinni við
fyrirlestrahald og aðra fræðslu-
starfsemi.
Aðalkaflar bókarinnar nefnast:
Athafnasemi — Iðjuleysi, Bjart-
sýni — Bölsýni, Bindindi, Hug-
sjón og hugsanavenjur, Heilræði,
Hugsunum hagrætt, Konur,
Menning og þekking, Mikilmenni
— Manndómur, Sitt af hverju,
Trú og andleg menning, Uppeldi
og Ætterni.
Á bókarspjaldi segir: „Einn
kostur kjarnyrða er sá, að þau
er auðvelt að læra og muna, og
það sem festist í minni manns-
ins, fylgir honum, hvar sem hann
fer. Til þess er þá oft þægilegt
að grípa“.
Maður brennist
við saftsuðu
SLYS varð í Efnagerðinni Vál,
Fossvogsbletti 42, á 18. tímanum
í gær, þegar pottur með sjóð-
andi berjasaft sprakk. Gusaðist
saftin framan í manninn, og
brenndist hann í andliti, á höod-
um, bringu og víðar. Hann vaf
fluttur í Slysavarðstofuna.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni vil ég undir-
ritaður taka fram — og hef þrá-
sinnis verið beðinn að reyna að
koma þeirri leiðréttingu til Ieiðar
— að hin svonefnda Barðaströnd,
sem Barðastrandarsýslur draga
nafn sitt af, nær aðeins yfir einn
hrepp: Barðastrandarhrepp. þ.e.
ströndina millum Sigluness- og
Brjánslækjarlandareigna, eða
nánar tiltekið: ströndina alla frá
Stálfjalli til Vatnsfjarðarár vest-
an Þingmannaheiðar, þeir bseir
einir eru á Barðaströnd, sem eru
innan þessara takmarka. Það er
því alrangt að segja eða skrifa:
„Reykhóla á Barðaströnd“ aða
„Skóga (í Þorskafirði) á Bar»-\-
strönd,“ eins og iðulega kemur
fyrir og veldur póstafgreiðslunni
óiþarfa erfiðleika, sem oftaat teíja
fyrir greiðum skiium.
P.t. Reykjavík 1. des. 1964.
J. M. Eggertssoo
Skógum Þórskafirði.
Önnur blöð eru vinsamlega
beðin að birta þessa leiðréttingu.
■N UM.E.