Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 6. des. 1964 II. blab FYRIR tæpum tveimur vik- um komu út í Bandaríkjun- um bækur með vitnaleiSslum vegna morðsins á John Kenn- edy. Skýrsla þessi er í 26 heftum, sem hafa að geyma framburð 552 vitna cg 3154 önnur málsgögn. Eftirfarandi kafli er þýðing á framburði Jacqueline Kenn- edy, en hún var yfirheyrð á heimili sínu í Georgetown 5. júní sl. Þegar 'formsatriðum sleppti, frú Kennedy hafði sagt til nafns síns og svarið eiðinn, spurði forseti nefndarinnar: *Getið þér lýst því, sem átti sér stað eftir að flugvélin lenti á LoVe Field þann 22. nóvem- ber. Svar: „Við fórum út úr fluig- véiinni. Þáverandi varforseti og frú Johnson voru þar. Þau gáfu okkur blóm. Þar beið okkar bíll, en stór hópur af Ein síðasta myndin sem tekin var fyrir forsetamorðið Yfirheyrslur í Kennedy-morðmálinu Frú Keitnedy yfirheyrð á heimiSi sínu fólki var þarna, sem veifaði fónum og þess háttar og fagn- aðarlætin voru mikil. Og við fórum og tókum í hendurnar á fólkinu. Það var mjög heitt þennan dag. Og við þurftum að ganga meðfram langri röð af fólki. Ég reyndi að vera nálægt manni minum en var oft ýtt til af fólki, sem teygði sig til þess að ná í hendurnar Sv.: „Já. Og í bílalestinni veifaði ég mest til vinstri og hann mest til hægri, sem var ein ástæða fyrir því, að við horfðum ekki mikið hvort á annað. Og það var hræðilega heitt. Hitinn ætlaði að blinda okkur öll.“ Sp.: „Munið þér eftir því, er beygt var af aðalgötunni inn á Houston Street? .... “ ur. Ég horfði til vinstri. Ég geri ráð fyrir að einhver há- vaði hafi heyrzt, en sá hávaði virtist ekkert frábrugðinn öllum öðrum hávaða af mótor- hjólunum og öllu því. En allt í einu hrópaði Connally: Ó, nei, nei, nei!“ Sp.: „Sneri hann í áttina að yður?“ Sv.: „Nei, ég horfði til Hin 26 eintök, sem hafa að geyma vitnaleiðslur í Kennedy-morðmálinp; á mér. Fólkið var mjög vin- gjarnlegt. Að lokum komumst við aftur í bílinn þó ég viti ekki hvemig .... Spurning: „Og þá var lagt af stað í gegnum borgina?“ Sv.: „Já“. Sp.: „Oig var margt fólk á leiðinnl, sem þér veifuðuð til? Sv.: „Já. Það voru smáhópar á leiðinni inn í borgina. Á einum stað var hópur fólks með skilti, sem á stóð „Kenne- dy íorseti, viltu vera svo góð- ur að koma út og taka í hend- urnar á okkur. Nágrannar okkar sögðu að þú mundir ekki gera það“. Sp.: „Gerðuð þið það?“ Sv.: „Hann stanzaði og fór út. Þetta var í úthverfi oig ekki margt fólk. En hóparnir stækkuðu eftir því sem nær dró miðborginni." Sp.: „Þegar komið var á aðalgötu Dallas, voru stórir hópar á öllum götum?“ Sv.: „Já“. Sp.: „Oig þið veifuðuð fóikinu og hélduð áfram .... í bílalestinni?“ Sv.: „Eg man eftir því, að frú Connally sagði einhvern tíma: „Við komum bráðum þangað“. Við sáum göng fyrir framan okkur. Allt gekk mjög hægt fyrir sig. Og ég man eftir að ég hugsaði að það mundi vera svalara í göngunum". Sp.: „Munið þér þá, þegar beygt var að Houston yfir á Elm .... götuna, sem liggur í hlykkjum áður en komið er að göngunum?" Sv.: „Já, þá sagði hún við Kennedy forseta: „Þér getið svo sannarlega ekki sagt að íbúar Dallas hafi ekki boðið yður hjartanlega velkominn“. Sp.: „Hverju svaraði hann?“ Sv.: „Mig minnir að hann hafi sagt — ég veit ekki hvort ég muni það eða ég hafi lesið það — „Nei, það get ég vissu- lega ekki“, eða eitthvað því- líkt. Þá fór biílinn mjög hægt og það var ekki margt fólk í kring. Og þá — viljið þér að ég segi hvað skeði?“ Sp.: Já, gjörið svo vel“. Sv.: „Það er svo mikill hávaði í bílalest og alltaf mótorhjól við hliðina á okk- vinstri. Og ég heyrði þennan hræðilega hávaða. Og maður- inn minn gaf ekki frá sér neitt hljóð. Svo ég sneri mér til hægri. Oig allt, sem ég man er að sjá mann minn. Á and- liti hans var furðusvipur, og handleggur hans var upp- réttur, það hlýtur að hafa verið sá vinstri. Og þegár ég var að snúa mér við til að sjá hann sá ég lítið brot úr höfuð- kúbu hans og éig man að það var með hörundslit. Ég man eftir að ég hugsaði, að hann liti út eins og hann hefði smá- vegis höfuðverk. Og það er allt, sem ég man eftir að hafa séð. Ekkert blóð eða þess háttar. Þá gerði hann svona (bendir) lagði hönd sína á ennið og féll fram í kjöltu mér. Þá man ég eftir að ég beygði mig yfir hann og sagði: „Ó, nei, nei, nei“, og „Guð minn góður, þeir hafa skotið manninn minn“. Síðan „Ég elska þig, Jack“. Ég man að ég kallaði þetta. Síðan man ég bara eftir að sitja í bílnum með höfuð hans í kjöltu minni. Heil eilífð virtist líða. Mynd- ir voru teknar, sem sýna að éig hef klifrað aftur á bílinn, en ég man alls ekkert eftir því“. Sp.: „Munið þér eftir því, er lögreglumaðurinn Hill kom til þess að reyna að aðstoða fólkið í bílnum?" Sv.: Ég man ekki eftir neinu öðru, en að ég beygði mig nið- ur í bílnum. Ég man þó að loksins heyrðist rödd -fyrir aftan mig, og síðan man ég, að fólkið í framsætinu, eða einhver, komst loksins að því, að eitthvað væri að, og rödd, sem hrópaði: „Akið til sjúkra- hússins“. (Frásögn frú Kennedy af sárum manns síns er sleppt) Sp.: „Þau hljóta að hafa verið tvö, því að það, sem olli því að ég leit við voru hróp Connallys. Og það ruglaði mig því að fyrst minnti mig að þau hefðu verið þrjú og éig hélt að maðurinn minn hefði ekki gefið frá sér hljóð, þegar hann var skotinn. Og Conn- ally hrópaði. En ég las um dag inn að sama skotið hefði hitt þá báða. En ég hélt að ef ég hefði aðeins horft til hægri, hefði ég séð, þegar fyrsta skotið hitti hann og þá hefði ég getað dregið hann niður og þá hefði annað skotið ekki hitt. En ég heyrði Connally hrópa og þess vegna sneri ég mér við og þegar ég gerði það, gerði maðurinn- minn svona (Leggur hönd að hálsi sér). Þá hafði hann verið skotinn. og þetta eru einu skotin, sem ég man eftir. En ég las, að skotin hefðu verið þrjú. En ég veit það ekki. Aðeins þessi tvö .... Sp.: „Stanzaði bíllinn eftir skotinn ......? Sv.: „Ég veit það ekki vegna þess að — Ég held ekki að við höfum stanzað. En það var svo mikil ringulreið. Og ég hafði beygt mig niður í bílnum og allir hrópuðu að við ættum að fara til næsta sjúkrahúss og allt í einu tók ég eftir því, að við vorum á miklum hraða. Sp.: „Og þaðan var haldið áfram eins hratt og hægt var til sjúkrahússins, er það rétt?“ Sv.: „Já“. Sp.: „Munið þér eftir að nokkur segði nokkuð annað um það leyti er skotið var?“ Sv.: „Nei, það var ekkert sagt. Það var aðeins Conn- ally, sem sagði eitthvað. Ég held að frú Connally hafi grátið og reynf að skýla eigin- manni sínum. En ég man ekki eftir að neinn hafi sagt neitt .... Connally hjónin, Johnson hjónin og JFK: Bæn við morgun- verðarborð 22. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.