Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 7 Blaðamaðurinn John Whitcomb skrifar um Konur í kastljósi „KÖNUR í kastljósi“ heitir þýdd bók, sem Bókaútgáfan Fróði sendir á jólamarkaðinn. Höfund- urinn er John Whitcomb, banda- riski málarinn, ljósmyndarinn og blaðamaðurinn, og bók þessi er einmitt sprottin upp úr starfi hans, það eru frásagnir af kon- um, sem hafa brotið sér leið til frægðar og frama, leikkonur, fyrirsætur, flugfreyjur og kon- ur, sem hafa komizt vel áfram á sviði stjórnmála og viðskipta. og af þeim kynnum sínum gefur hann viturlog ráð og leiðbeining ar um framkomu, klæðaburð og 6nyrtingu, og leggur áherzlu á rækt hverrar konu við sér- einkenni sín og sinn innri mann. Formálann að bókinni skrifar kvikmyndaleikkonan Joan Craw- ford. f inngangi skýrir höfundur hvernig bókin hafi orðið til, — Sumt hripaði hann niður í flug- vélum, í hótelherbergjum og hér og þar, um víða veröld meðan hann var að eltast við efnivið í blaðaviðtöl fyrir tímaritið Cos- mopolitan. Bókin er 230 bls. að stærð og nafnaskrá aftast. Hverjum kafla fylgir teikning af viðkomandi konu. Gissur Ó. Erlingsson þýddi bókina. ‘ GARUÚLPUR OC3 YTRABYROI H3Á iMiei Heimavistarskóli á Hallormsstað I :. — brú á Klyfá og Lag arfIjotsormur hinn nyi EGILSSTÖÐUM, 21. nóv. — Fyrir nokkrum dögum skrapp ég upp Velli og framhjá Hall- ormsstað, þangað sem verið er að byggja brú yfir Klyfá, og hitti að máli Sigurð Jóns- son, brúarsmið. Hann var önn um kafinn við að slétta úr steypu, en rétti úr sér og bauð mér í nefið, er ég brölti upp á brúarsporðinn með heldur ófimlegum tilburðum. Ég innti hann frétta af verk- inu, en hann lét vel af, kvað þetta vera lokasprettinn og mundi lokið sama kvöld. Byrjað var á brúnni 29. sept- ember sl. og unnu að jafnaði 9 menn og hefur verið gengið mjög vel, enda heppnir með veður. Brúin er 46,5 m löng og mun hún breyta stórum vetrarsamgöngum við Fljóts- dal og einnig opna mjög fagra ferðamannaleið. í bakaleið kom ég við á Hallormsstað, þar sem verið er að reisa heimavistarskóla fyrir 60 börn og eru það 4 hreppar, þ. e. Fella, Fljóts- dals-, Valla — og Skriðdals- hreppur, er sameinuðust um þessa framkvæmd. Byggingar félagið Brúnás á Egilsstöðum sér um verkið. Yfirsmiður er Björgvin Hrólfsson, Egilsstöð um sér um verkið. Þetta mun með stærri húsum á Austur- landi að flatarmáli, gólffletir samtals nálega ein dagsl. eða ■ um 3300 ferm. Að lokum fylgir hér mynd af „Lagarfljótsorminum“ hin- um nýja, sem er 140 m langur hólkur úr tré sem sökkt er á botn fljótsins og á að ieiða af- rennsli frá þorpinu út í djúp- ið. — Steinþór. Jóna Kristín Brynjólfs- dóttir — Minning JÓNA Kristín Brynjólfsdóttir, 6álfræðinigur, lézt hinn 26. okt. $1., aðeins 37 ára að aldri. Er út- íör hennar var gerð, komu dag- blö? ekkí út og því fórst fyrir þá birting þessara kveðjuorða. JÓna Kristín var fædd 26. marz 1927 í Reykjavík. Foreldrar henn ar voru Brynjólfur Nikulás Jóns- ©n, trésmiður og kona hans Hall- dóra Jónsdóttir. Jóna stundaði nám við Mennta akólann í Reykjavík og lauk stú- dentsprófi 1947. Fór síðan í kennaradeild Handíða- og mynd- listarskólans oig lauk þaðan prófi, er veitti réttindi til handavinnu- kennslu stúlkna; Hún lætur ekki ítaðar numið en heldur áfram íiámi veturinn 1950-51, þá við «túdentadeild Kennaraskóla ís- iands og lýkur þaðan kennara- prófi. Næstu tvö til þrjú árin á Jóna við heilsuleysi að búa, en er fram úr rætist stendur hugur hennar enn til mennta óg meiri þekkingar. Vorið 1954 lýkur hún prófi í forspjallsvísindum við Há ekóla íslands, siglir síðan til Kaupmannahafnar og hefur nám í sálfræði við háskólann þar. Hún lauk kandidatsprófi í þeirri grein 1961 við Hafnarháskóla. Næsta vetur var hún við nám i félaigsfræðum við Háskóiann i Osló og vann jafnframt að félags- og sakfræðilegum rannsóknum við eina af stofnunum Oslóar-há skóla fram til áramóta 1962-63, en kom þá heim til íslands. Síð- an vann hún um nokkurt skeið hjá sálfræðiþjónustu barnaskóla Reykjavíkur og sl. vor bjóst hún til að taka þar við störfum, en hún var þá orðin svo þjáð af þeim sjúkdómi, er leiddi hana til bana, að hún varð að hætta störfum. Vissi ég, að hún var oft sl. vetur sárþjáð, en sýndi mikla hörku og ósérhlífni við Vinnu til að ljúka ákveðnu verk- efni, sem hún hafði að sér tekið og ljúka varð innan ákveðins tíma. Það tókst, en þá voru kraft- ar henna rlíka á þrotum. Sýndi Jóna í þessu sem öðru skyldu- rækni þá og samvizkusemi, sem einkenndi öll störf hennar. Við Jóna hittumst fyrst árið 1954, en þá unnum við ’bæði um nokkurt skeið hjá Ör. Matthíasi Jónassyni prófessor, sem þá hafði með höndum umfanigsmiklar sál fræðilegar rannsóknir. Jóna var dugleg í starfi, ágætur vinnu- félagi. Við hittumst síðan af og til, er hún var hér heima í sum- arfríi frá námi sínu í Höfn. Kynni okkar tókust þó aðallega, er Jóna kom alfarin heim frá námi um áramót 1962—63. Síðla þann vetur byrjaði hún að starfa hjá Sálfræðideild skóla í Reykjavík. Starfstími hennar varð ekki langur, en nægur til þess að iglöggt kæmu fram mannkostir hennar og staðgóð þekking. Ég varð þess oft var, að hún bar á persónulegan hátt umhyggju fyr ir þeim börnum, er hún vann með og komin voru til þess að fá einhverja úrlausn á vanda- málum sínum í námi eða persónu legu lífi. Er rannsaka skal sál- fræðileg eða uppeldisleg vanda- mál barns og héimiHS, ér fræði- leg þekking að vísu harla nauð- synleg, en þó nýtur sú þekking sín bezt, ef sérfræðingurinn hefir jafnframt til að ■ bera einlsegá mennsku í tilfinnanlegri afstöðu sinni til skjólstæðintgsins. Þenn- an eiginleika hygg ég að Jóna hafi átt til að bera í ríkum mæli. Með aukinni stárfsreynslu hefði Jóna tvímælalaust orðið mjög hæf við einstaklingsathuganir á börnum, sem við uppeldisleg vandamál eiga að stríða, svo góðr ar fagmenntunar, sem hún hafði aflað sér. Þó hneigðist hugur hennar öllu meir að fræðilegum rannsóknum en hagnýtum íeið- beiningarstörfum. Hafði hún í þeim efnum stór rannsóknaráform á prjónunum. Hér var um að ræða rannsóknir i sakfræði og könnun á því, hverjir uppeldislegar, sálfræði- letgar og félagslegar orsakir mætti greina til afbrota hjá einstakling um. Er þetta mjög mikið og merkilegt rannsóknarefni, sem lítt eða ekki hefir verið kannað hérlendis. Framhaldsnám Jónu í Osló var éinkum stundað, að ég ætla, í þeim tilgangi að kynna sér nú- tíma rannsóknartækni á þessum Sviðum. Fannst það líka glöggt í samræðum um áætlanir varð- ándi þessi eða svipuð rannsókn- arefni, að hún hafði kynnt sér rækilega ýmis grundvallaratriði í vinnubrögðum og tölfræðilegri úrvinnslu gagna. Annars voru mér þessi hugð- arefni hennar svo lítt kunn, að ég get ekki lýst þeim, en vil ekki láta þeirra með öllu ógetið. Jóna hafði þegar unnið nokkuð að skipulagningu þessa rannsókn arverks, og mun hafa verið búin að safna einhverju efni. — En hér fór á annan veg og er sárt til þess að vita, að Jónu skyldi ekki endast aldur til að hagnýta ágæta menntun sína í þáigu hinna fjölmörgu verkefna í félagsvísind um, sem sáralítið hefir verið sinnt á íslandi til þessa. Ég er viss um, að Jóna hefði reynzt þar góður liðsmaður, ef henni hefði orðið lengra lífs auðið. Hún hafði til að bera þann heiðarleik gagnvart staðreyndum, nákvæmni í meðferð smá atriða og duignað, sem ómissandi ér þeim, er vinna að rannsóknar- störfum. Jóna Kristín Brynjólfsdóttir var félagi í Félagi íslenzkra sál- fræðinga. Sá fámenni hópur mátti illa við því að missa svo góðan liðsmann. Ég kveð Jónu hinztu kveðju, þakka henni sam- starfið og samveruna. Veit ég, að ég mæli þar einniig fyrir hönd allra félaga í Félagi ísl, sál- fræðinga og starfsfólks við Sál- fræðideild skóla i Reykjavík. Við sendum aldraðri móður hennar, bróður og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðju. Jónas Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.