Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 9
/ Sunnudagur 6. des. 1964 MOkGU NBLÁÚIÐ 9 Kiartan Halldórsson — Minning Vér skynjum svo lítið, vér skiijum svo fátt um skaparans alvísu ráð. Vér föilum í duftið, vér liggjum svo lágt, en þó leidd af Guðs eilífu náð. Ég lofa þig, Drottinn, sem lífið gafst mér, ég lofa þig, Drottinn, þér hei&urinn ber. Étg lofa þig, Drottinn, ég lít þína borg. Ólyanpíuskákmótið í Tel Aviv hófst 2. nóv. síðastliðinn með þátttöku 50 þjóða sem er stærsti þótttöku.hópur til þessa í sögu Ölympíuskákmótsins til þessa. Island sendi þá Bjöm Þorsteins- son, Trausta Björnsson, Jónas í>orvaldsson, Braga Kristjáns- son, Jón Kristinsson og Magnús Sólmundarson til keppninnar. Isiendingarnir Jentu í 6. riðli íneð eftirtöldum þjóðum í töflu- röð: 1. Uruguay, 2. Monaco, 3. Ecuador, 4. A-Þýzkaland, 6. Kanada, 6. Argentína, 7. ís- land. Tvær efstu iþjóðir fara í A-riðil til úrslitakeppni um tit- ilinn, en tvær þær næstu í B- ariSil, og keppa þær um 15.—28. eæti. AJIs verða því 22 þjóðir í C-riðli, sem tefla svo eftir Monradkerfi um 29-50 sæti. í fyrstu umferð tefla íslendingar við Monaco. ★ Éorkeppni er nú bafin fyrir Evrópumeistarakeppni 10 manna flokka. í Sinaia í Rúmeníu sigr- «ðu Ungverjar, hlutu 39%. 2. Rúmenía 31%. 3. A-Þýzka- land 25%. 4. Búlgaría 23%. 1 lokakeppninni sem ‘haJda á í Hamborg að ári koma þessar þjóðir: Sovétrikin, Holland, V- Þýzkaland, Júgóslavía, Ung- verjaland og Rúmenía. Hér kemur svo stutt og ekemmtileg skák frá keppninni í Sinaia. Hvítt: Neukireh, A-Þýzkaland. Svart: Raduloff, Búlgaríu. Spánski leikurmn. I. e4, e5; 2. RÍ3, Rc«; 3. Bb5, a6; Ra4, Rf6; 5. 0-0, Bc5; Múller af- þrigðið, sem á fremur fráa að- dáendur í dag. 6. c3 Eðlilegasta leiðin gegn Be5 leiknum. 6. — Ba7; 7. d4. Farsælasta leiðim er 7. d3 fyrir þann sem efeki þekkir hrákustigur MuIIer afbrigðisins. 7. — Rxe4; 8. Hel, f5; 9. Hxe4!? Varla leikur nokkur vafi á að ». Rbd2! er betri leið t- d. ». — Rxd2; 10. Rxe5, 0-0; 11. Bxd2 og hvítur hefur nokkra yfirburði.9. — fxe4; 10. Bg5, Re7; II. RxeS, 0-0; 12. Bxd7. Fyrir- myndin að þessum leik er sótt í skák þeirra Radtschenko- Wasilstjew, Krasnodar 1958 12. — Bxd7; 13. Bb3t, Kh8; 14. Rf7t, HxH; 15. Dxf7, Rc5!. Búlgarinn finnur óvæntan leik. Eflir 15. — De8; 16. Dxe7, Dxe7 ©g hvítur hefur peðið se*n svart- tir varð að láta af hendi á d7. ©iðasti leikur svarts byggist á máthótun á dl. 16. dxc5? Hér var fcetra 16. Rd2! t. d. 16. — h6; 17. Bh4 og staðan er mjög tví- eýn. T. d. 17. — Rd6; 18. Rxe4 hótar Rxd6 og Bxe7. 16. — Be6!; 17. Dh5, Dd5! Skemmtileg lepp- iin á Bg5. 18. Rd2, b6; 19. Rxe4. Ef nú 19. — Dxe4 þá Bxe7. 19. — Bf7; 20. Dg4 Eftir a) 20. Dh4, Rg6 ásamt hxg5. b) Dh3, Dxe4 og vinnur. 20. —• hxg5; 81. Rxg5, Hd8; 22. Dh4t, Kg8; 83. Db7t, Kf8; 24. Dh8t, Bg8; 85. Dh5, Rg«; 26. h4, Dxg2t!; 87. gefið. Frekara viðnám er þýðingarlaust, eftir 27. Kxg2, Rf4t; 28. Kf3, Rxh5 og endatafl- ið er létt unnið íyrir svarta-n. — IRJóh. ég lofa þig, Drottinn, i gleði og sorg. „Mín lífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar.“ Undir þessar Ijóðlínur sálma- skáldsins getum vér öll tekið, mannanna börn, því öll erum vér á ferð eftir veginum, sem ligg- ur frá vöggunni til grafarinnar. Allt vort lif í þessum heimi fall- valtleikans er eins konar reynslu- og undirbúningsskóli undir ann- að og æðra lif. Hjá sumum verð- ur skólaigangan stutt, en öðrum löng, allt eítir Guðs ráðstöfun. Lifshraut eins er greiðfær og blómum stráð, annars seinfarin og grýtt, en öll komumst vér, að vegferð lokinni, til landsins fyrir beitna bak við móðuna miklu. FreJsarinn sagði: „Og þar mun verða ein hjörð og einn hirðir“, og hann er góði hirðirinn, sem engum týnir. „Himneskri páskahátíð á hef ég nú þess að bíða, myrkvastofunni frelstur frá ég fagna þá í flokki útvaldra lýða." (H.P.) Því koma mér ofanrituð orð í hug, að frændi minn einn og vinur, Kjartan Halldórsson frá Skíðbakka, lauk hérvist sinni að morgni Jaugardagsins fyrir páska, þann 28. marz sl. Hann andaðist í Lyflækninga- deild Landsspítalans eftir stutta en stranga legu. Ég trúi því, að hann hafi fengið að sjá hina ei- iífu Páskasól upp renna og heyra Frelsarann segja: „Sannlega segi ég þér, í dag skalt þú vera með mér í Paradís". Já, sælt er að íara frá myrfer- inu til Ijóssins og geta sagt: „Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, Ijósið í þinu Ijósi sjá, lofa þiig strax sem vakna má.“ (H.P.) Kjarian Halldórsson var fædd- ur að Skíðbakka í Austur-Land eyjum þann 17. maí 1923 og því aðeins á fertuigiastia og fyrsta add- ursári, er hann lézt. Hann var yngstur fimm systkina og einka- sonur sæmdarhjónanna, Guðrún ar Nikulásdóttur frá Bakkakoti á Rangárvöllum og Halldórs Þorsteinssonar frá Ártúnum á Ramgárvöilum. Foreldrar Hall- dórs voru hjónin, SesseJja Hall- oórsdóttir frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum og Þorsteinn ísleiksson, en þau bjuggu fyrst í Ártúnum og síðar á Bergþórs- hvoli í V-Landeyjum. Faðir Þor- steins var fsleikur Þorsteinsson bóndi á Núpakoti undir Eyjaf jöll um, Magnússonar, er um skeið bjó i Bakkahjáieigu i A-Land- eyjum og síðár á Núpafeoti. Um ætt Guðrúnar er mér minna kunnv^t, en hún var fædd í Áskoti í Holtum þann 26. júlí 1879, dóttir hjónanna, Niku- lásar Atlasonar og EHnar Jóns- dóttur ,er þau bjuggu þá. Þau Haildór og Guðrún voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík 8. okt. 1907 af þáver- andi Frikirkjupresti, séra Ólafi Óiafssyni. Þar stofnuðu þau heimili á Grettisgötu 35iB, og þar fæddist fyrsta barn þeirra Sesselja Kristín, þ. 4. ág. 1968. Er hún nú búsett á Selfossi, gift Magnúsi Jónassyni frá Hólma- hjáledigu í A-Xjandeyjumn. í Reykjavík lagði Halldór stund á smíðar, auk algengrar •daglaunavinnu, en dvöl þeirra hjóna þar varð ekki löng. Árið 1910 fluttu þau aftur austur í átthagana í Rangárvallasýslu og þá í fyrstu að Bengþórshvoli í húsmennsku til foreldra Halldórs. Þau hófu svo búskap vorið 1911 að Kirkjulandi í A-Landeyjum, en þar var þá tvitoýli, þó nú sé sú jörð eigi lengur í ábúð. Þar fæddiust þeim bjónum hvæor dæt- ur, þær Nikólína Elín f. 26. nóv. 1912, nú til heimilis að Skíð- bakka og Steinunn Lilja, f. 1. apríl 1916, gift Sigmari Guðlaugs fsyni frá Giljum í Hvolsbreppi, búa þau á -Heilu á Rangárvöllum. ■ % fyrst undir handleiðslu foreldra sinna og systur og síðar sem sjálf stæður bóndi á eignarjörð sinni. Hans yndi var að sjá bústofnin- inn aukast og mýrar og óræktar- móa breytast í slétta töðuvelli. En þrátt fyrir það, að vélarnar höfðu, þegar hér var komið söigu, létt þyngsta okinu af „þarfasta þjóninum", þá var hann hvorki gleymdur né hans hlutverki lok- ið að fullu á Skíðbakka. Kjartani þótti vænt um hesta sina sem og annað búfé, enda átti hann góða hesta og hirti þá vel. Því var það oft á helgum dögum eða að loknu löngu daigsverki virkra daga, að hann „tók hnakk sinn og hest, í fardögum, vorið 1920, fluttu þau, Halldór og Guðrún frá Kirkjulandi að Skíðbakka í sömu sveit, en þar fæddust tvö ymgstu born þeirra, Steinunn Kristin Júlía, f. 10. des. 1920 og Kjartan, sem hér er minnst. Steinunn er gift Bjarnhéðni Þorsteinssyni og búa þau á Hellu á Rangárvöll- um. Á Skiðbakka bjuggu þau Hall- dór og Guðrún góðu búi þar til Guðrún andaðist þ. 24. maí 1957 á 78. aldursári. Seinni árin var Kjartan ásamt systur sinni, Elinu, þeirra hægri hönd við búskapinn og reyndar þá þegar tekinn við búrekstri að miklu leyti. Halldór lifir enn, háaldraður (f. 2. sept 1876), þrotinn að líkamsþreki, en heldur sálarkröftum óskertum Hann dvelur nú í skóli dóttur sinnar og dótturdóttur að Skíð bakka. Eins og áður segir var Kjart- an heitinn fæddur að Skiðbakka í Austur-Landeyjum, og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum á myndarlegu sveitaheimili ásamt systrunum fjórum, er allar voru eldri og hinar mannvænlegustu, Strax og hann hafði aldur til, tók hann virkan þátt í hinum marg breytileigu störfum, er búrekstri í sveit tilheyra. Skiðbakkaheim' ilið var jafnan rómað fyrir snyrti mennsku og myndarbrag og mun það hafa neynzt hocnum góður skóli. Ástríki sinna góðu for- eldra og systra átti hann þar að fagna í rikum mæli, og get óg hikiaust fuúyrt, að þau létu ekk ert skorta til að uppvaxtarárin mættu verða honum sem þroska vænlegust og gleðirikust. Það kom líka fljótt í ljós, að hann lét sinn hlut hvergi eftir liggja enda varð hann snemma afburða verkmaður, kappeamur og lag virkur, að hverju verki sem hann gekk, eins og hann átti kyn til Þegar tóm gafst til frá bústörf- unum, setti hann sig aldrei úr færi um að sækja vinnu að, svo sem til Vestmannaeyja, Reykja víkur og víðar. Þótti rúm hans hvarvetna vel skipað. Ekki varð þó vinna utan heimilis á kostnað búskaparins, heldur mun því fé, sem þannig aflaðist, hafa verið varið til eflingar honum og upp- ‘byggingar heima fyrir, bæði í ræklun og verkíærakaupum. Á þessum árum keypti hann líka ábýlisjörð foreldra sinna, Skíð bakka, en þau höfðu áður búið þar i leiguábúð. Með heimsstyrjöidinni síðari hófust miklir breytinga- og bylt- ingatimar í islenzku þjóðlífi og fóru sveitir landsins þar sízt varhluta. íslenzkur landbúnaður, sem fram að þessu hafði verið rekinn með svipuðu sniði, allar götur írá landnámstíð, tók nú al gjörum stökkbreytingum á nokkr um árum. Vegir voru lagðir til hinna áður einangruðu og ■d'reifðu býR, mýnar ræstiar fnam og ræktaðar, húsakostur stækk- aður og bættur og vélar látnar leysa handafl og hesta af hólmi í síauknum mæli. í þessari ný- sköpun okkar elzta atvinnuvegar tók Kjartan þátt af lifi og sál, og hleypti á burt undir loftsins þök“, einn eða í hópi góðra granna. Slikar stundir gáfu kær- komna hvíld og juku þrótt til nýrra átaka. Ég held, að enginn, sem til þekkti, hafi efast um það, að Kjartan yrði igildur og góður bú- þegn, ef höhum entist líf og heilsa. Hann hafði þegar sýnt þau ár, er hann stundaði búskap, að hann var vel hlutgengur á þeim vettvangi, hvar hann hafði haslað sér völl. Vorið 1968 hófst hann handa um smíði nýs og vandaðs íbúðarhúss á jörð sinni. En hann fékk aldrei lokið við Framhald á bJs. 19 Auðmýking MENN skyldu aldrei auðmýkja hverir aðra. Öll eigum við okkar stolt og sárnar meir auðsýnd óvirðing en yfirgangur á það sem við eigum yfir að ráða. Sá sem hefur verið auð- mýktur býr að því lengi og oft nær hann sér ekki að fullu fyrr en hann hefur aftur getað auðmýkt þann sem sýndi honum lítilsvirðingu. Sama getur átt við um heilar þjóð- ir og til þess eiga rætur sínar að rekja hinar endalausu deilui og hefndarrekstur sem leitt getur til styrjalda. Hvað er auðmýking? Það er að auðmýkja mann, að láta hann finna að hann sé lítilmótlegur o'g jafnvel fyrirlitJegur. Munur á menntun eða starfsgráðu felur ekki í sér neina auðmýkingu. Liðþjálfa þykir ekkert að því að hlýða sfeip- unum uiidirforingja eða undirforingjanum fyrirmælum höfuðsmanns. Afgreiðslustúlka í stórverzlun fyrtist ekki við umvandanir deildarstjórans né heldur deildarstjórinn við ábendingar verzlunarstjórans. Mannaforráð og undir- gefni fylgja hvorttveggja stöðu manna. Auðmýking er það aftur á móti, ef yfirmaður er svo skynlaus eða smekklaus að fylgja fyrirskipunum sínum úr hlaði með persónulegum athugasemdum. „Ungfrú, viljið þér yfirfara birgðirnar", er fyrirskipun, sem ekkert er út á að setja. En: „Nei, ungfrú góð, ég get ómögulega látið yður afgreiða frammi, lítið þér bara í sepgiL Þér getið eng- an veginn komið svona fyrir almenningssjónir", er per- sónuleg athugasemd, sem gæti valdið ungri stúlku reiði og gremju langt fram í tímann. Nær allt það, sem sett er út á fólk varðandi líkamsvöxt þess eða greindarfar, snertir það djúpt og særir. Stundum geta hjón freistazt til þess að gagnrýna hvort annað fyrir eitthvað slíkt. Margra ára sambúð leiðir ekki í ljós einbera fullkoinnun aðilanna. Þá veltur mikið á því, að smekkvisi og hæverska séu ekki fyrir borð bornar. Ég þekkti eitt sinn mann, sem aJdrei bar sitt barr eftir að kona hans sagði eitt sinn við hann í reiðikasti: „Þú stendur ekki út úr hnefa, dvergur!" Það var dagsanna, maðurinn var lágur vexti, en sannleikuj'inn er ekki alltaf það sem mönnum kemur bezt að heyra. Sumir gallar manna eins og t.d. stam, eru lífea þess eðlis að þeir færast í aukana ef á þá er minnzt eða gert gys að mönnum vegna þeirra. Meðan konungsstjórn var við líði í Frakklandi, létu nienn sér á sama standa um stéttaskiptinguna og forrétt- indi aðalsins, ef ekki var gert á hluta einstakra borgara. En eins og Beaumarchais sýndi fram á í leikritum sínum, sem skrifuð voru fyrir byltinguna, lét hinn auðsveipi Figaro sér þó engan veginn vel líka er aðalsmaður vildi ræna hann konu hans og hvarf þá hinum dygga þjóni auðsveipnin af bragði og hann hélt fast á rétti sínum. Ástin fer efefei í manngreinarálit. Daginn sem Voltaire var barinn að sfeipvm aðalsmanns og gat ekki hefnt sín að lögum, fæddist með honum sár gremja og fyrirlitning á þjóðfélagi því, sem læt- ur slíkt viðgangast. Síðan Jinnti ekki árásum hans á það. Gamla franska þjóðskipulagið leið undir lok af völdum árása á bo, ð við árásir Voltaires. í Bandaríkjunum eru blökkumenn auðmýktir, ekki vegna litarháttar síns (því það er jafn eðlilegt að vera svartur og það er að vera hvítur), heldur vegna þess, að í Suður- ríkjunum hafa hvítir menn á svörtum eins konar óbeit. Það er auðmýkjandi fyrir blökkumenn, að þeim skuli meinaður aðgangur að skólum hvítra manna. Enginn getur sætt sig við það að vera útskúfað úr þjóðfélaginu án þess að leggja rnegna fæð á þá sem að því standa. Hver verður þá niðurstaða þessara bollalegginga okkar? Sú að þegar við eigum skipti við undirmenn okkar eða við fólk af öðrum kynþáttum eða öðrum þjóðum, verðum við að gæta þess vandlega, að gefa ekki í skyn, viljandi eða óviljandi, að okkur finnist við vera þeim fremri á nokk- urn hátt. Við verðum alltaf að hafa jafnréttið í huga. Það er engan veginn því til fyrirstöðu, að við getum stjórnað og ráðsmennskast þar sem með þarf og þegar við á, en það kemar í veg fyrir að nokkrum finníst sér gerð óvirðing. Og það auðveldar báðum aðilum að láta sér þykja vænt hvor- um um annan, en 'kærleikurinn er, þegar öllu er á betriinn hvolft, hið eina, sem til lengdar getur bjargað málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.