Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 11
r Sunnudagur 6. des. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 11 Sígurgeir Jónsson bæjarfógeli- fastelonaskatt í Im stað útsvars í MORGUNBLAÐINU 16. okt. sl. birtist grein eftir mig um fast- eignaskatta, þar sem ég varaði við því að breyta skattlagningu frá alrriennum tekju- og eigna- sköttum yfir í fasteignaskatta. Tel ég mig hafa fært að því veigamikil rök, að slík tilfærsla myndi líkleg til að valda miklu böli fyrir fjölda fólks og væri, að því er allan almenning varð- ar, sízt spor í réttlætisátt. Nú hefur dr. Benjamín Eiríks- son, bankastjóri, ritað mikla grein í Morgunblaðið, þar sem hann leggur til, að álagning út- svara til sveitarfélaga í sinni nú- verandi mynd, þ.e. af tekjum og nettóeignum gjaldenda, verði feld niður, en í stað þess tekin upp álagning á eina tegund eigna, fasteignir, og þá miðað við brúttóverðmæti þeirra eftir opin- beru mati. Því fer fjarri að mig langi til að lenda í ritdeilu við dr. Benjamín, allra sízt um mál- efni, sem hann hefur menntun og próf til að vita betur um en ég. Auk þess snertir málið mig ekki að öðru en því, að ég myndi líklega sem nokkuð tekjuhár launamaður, eins og dr. Benja- mín, græða á því að hugmynd hans kæmist til framkvæmda, en hinn ótrúlegi fjöldi fólks, mest mér alls ókunnugt, sem þakkaði mér framangreinda grein mína og taldi mig málssvara þess, veldur því að mér finnst ég sviki það, ef ég hreyfði engum athugasemd- um við grein dr. Benjamíns. I. Ég mun ekki endurtaka fyrri röksemdir mínar. Dr. Benjamín hefur ekki neft nema eina þeirra beinlínis, þ.e. hagsmuni gamla fólksins, og stingur hann upp á sérstökum fríðindum því til handa í hinu nýja skattakerfi sínu. Finnst mér það út af fyrir sig gott, Hér á eftir mun ég taka í sömu röð og dr. Benjamín röksemdir hans fyrir fasteignasköttum til sveitarfélaga í stað útsvara og gera athugasemdir við þær jafn- óðum. Síðar mun ég fjalla um nokkur atriði, sem dr. Benjamín gengur fram hjá í grein sinni. 1. „. .. .mikið af þeim kostn- aði sem sveitarfélögin hafa: lög- gæzla, gatnagerð, leiðslur í sam- bandi við vatn og rafmagn, svo og heilbrigðismál, stendur yfir- leitt í sambandi við fasteignirn- ar“. Við - þessa fullyrðingu, sem fyrst er talin og jafnframt ein höfuðástæða, er sitthvað að at- huga. a) Löggæzla stendur í mjög litlu sambandi við fasteign- ir. Það sem ræður úrslitum um löggæzluþörf er fólk, fjöldi þess, siðmenntun þess, umferð þess, bæði gangandi og þó einkum í ökutækjum, áfengissala, skemmt anahald, hafnarmannvirki með þeim atvinnurekstri, sem þeim tilheyrir, og lausung sú, sem fylg ir dvöl fólks fjarri heimilum. b) gatnagerð með vatns- og frá- rennslisleiðslum. Til að standa undir stofnkostnaði þessara fram kvæmda taka helztu sveitarfé- lögin nú gjald af þeim, sem hús eetla að reisa, í eitt skipti fyrir öll, áður en hús er reist. Viðhald leiðslukerfis er mjög ódýrt miðað við heildarkostnað af gatnagerð og stendur núgildandi fasteigna- skattur vel undir þeim kostnaði, þar sem ég þekki til. Viðhald gatna er mikið og dýrt, en sá kostnaður stafar af umferðinni en ekki húsunum. Ef skattleggja •etti þau verðmæti, sem beinlínis eru orsök viðhaldsþarfarinnar, sýnist mér ökutækin vera nær- tækari en hús og lóðir. c) raf- magnsl'eiðslur koma venjulegum. bæjarrekstri og bæjargjöldum ekkert við. Þær eru eign orku- salans, sem selur ekki aðeins ork- una, heldur annast einnig flutn- ing hennar til notendanna. Leiðslukerfi rafmagns- og hita- veitu er sambærilegt við dreif- ingarkerfi fyrir vörusölu og er með cjllu ósambærilegt við gatna- gerð, sem eðli málsins sam- kvæmt hlýtur að vera sameign borgaranna. Fyrir orku og flutn- ing hennar tekur orkusalinn greiðslu eins og hver annar vöru- sali. Skiptir engu hvort hann er einstaklingur, félag, sveitarfélag eða ríkisfyrirtæki. í þessu sam- bandi þykir mér rétt að víkja að dæmisögu dr. Benjamíns um raf- magnsverðið, þar sem hann líkir því við skatta. Ákvörðun raf- magnsverðs hefur ekki enn sem komið er farið eftir neinum skattasjónarmiðum hér á landi heldur ósköp venjulegum vöru- sölusjónarmiðum. Rafmagnsverð- ið svarar því hvorki til eins eða neins skattamála. Það eru alls ó- skyldir hlutir. Aðalreglan er gjald fyrir hverja orkueiningu, mismunandi eftir því til hvers rafmagnið er notað og eftir því á hvaða tíma sólarhringsins það er notað. En auk þess. hefur heimilum verið gefinn kostur á sérstöku verði fyrir hverja orku- einingu gegn því að einnig sé greitt fast gjald miðað við her- bergjafjölda eða fjölda ljósa- stæða. Reglan var sett þegar Ljósafossvirkjunin var tekin í notkun og rétt þótti að hvetja fólk til aukinnar rafmagnsnotk- unar. Fastagjaldið var sétt til að menn hefðu viss lágmarksútgjöld á heimili ef þeir veldu heimilis- texta, en gerðu því betri kaup sem þeir keyptu meira rafmagn. Lækkaði rafmagn enn eftir að heimili hafði notað ákveðinn ein- ingafjölda um árið. Þetta er al- þekkt verzlunarfyrirbrigði, er óskað er eftir aukinni sölu. Regl- an hefur haldizt að því er stofn- gjald varðar, þótt tímarnir hafi breytzt og ekki sé nú að jafnaði ástæða til að hvetja til rafmagns- notkunar. d) Heilbrigðismál varða fólk en ekki fasteignir. Þau standa ekki í öðru sambandi við fasteignir en því, að fólk býr í hús um. Það mætti með sama rétti tengja heilbrigðismál öðrum verð mætum, sem ekki eru síður nauð- synleg fólki en fasteignir. Eina sambandið sem ég get komið auga á milli heilbrigðismála -og fasteigna er það, að góð húsa- kynni (og þá dýr miðað við fyrri tíma hreysi) ættu að draga úr þörfinni fyrir útgjöld vegna heilsugæzlu. 2. „Hinar sífelldu hávaðasömu deilur um skattamálin og hin magnaða almenna óánægja, sem rís alltaf annað veifið, stafar að mínu áliti, fyrst og fremst af því, að við höfum ekki tekið upp fast- eignaskatt til sveitarfélaganna í stað tekjuskattsins, sem við raun- ar köllum útsvar, en .er ekkert annað en tekjuskattur. . .. Meðan við höfum ekki fasteignaskatt sem aðalskatt til sveitarfélag- anna, en tökum aðalskattinn með sömu aðferð og ríkið hefur þegar tekið sinn, þá erum við í sífelld- um vandræðum með að afla nægi legra tekna til sveitarfélaganna, og því sífellt að leita að leiðum til þess að innheimta nægilega mikið fé, og þá eftir leiðum, sem eru miklu verri en fasteignaskatt urinn“. Greinarhöfundur viður- kennir síðan, að allir skattar nema erfðafjárskattur eigi að greiðast af tekjum, en mæli- kvarðinn þurfi að vera annar hjá sveitarfélögum en ríkinu. Þetta get ég ekki skilið, og held að anzi margir eigi erfitt með að skilja þessa kenningu doktorsins. Hvernig eiga þeir, sém engar tekjur hafa aflögu frá brýnustu þörfum, að greiða skatta af tekj- um ef skattarnir eru miðaðir við eitthvað allt annað? Jafnvel toll- ar eru miðaðir við tekjur manna, því þar er vörutegundum raðað upp i flokka með tilliti til þess að hinn tekjulági geti keypt brýn- ustu þarfir, en ríkið fái svo meiri tekjur af þeim vörutegundum, sem hinir tekjumeiri geti veitt Sigurgeir Jónsson. sér að kaupa. Mætti ekki alveg eins miða skattana við það hvern ig forfeður manns voru efnum búnir? Tekjulaus öryrki gæti hafa erft fasteign, sem hann þarf að nota sjálfur. Hann er skatt- og útsvarsfrjáls. Verður ekki hár fasteignaskattur á hann sama og eignaupptaka. Ég hef í fyrri grein tekið dæmi um stóra barna- fjölskyldu, sem hefur litlar tekj- ur, en hefur komið sér upp hús- næði með þrældómi, skattlausri eigin vinnu og skuldasöfnun. Hvaðan á sú fjölskylda, sem hef- ur haft lítið útsvar og engan skatt, að taka peninga fyrir fast- eignaskatti svo háum, að útsvör í sveitarfélaginu geti fallið niður? 3. Fasteignaskattar hvetja til betri rentunar fasteigna. Ekki þori ég að deila við sérfræðing- inn um að það sé rétt. Sjálfsagt er svo. En af hverju kemur okk- ur frekar við hvort fasteignir eru látnar gefa mikinn arð eða lítinn en aðrar eignir, sem arðberandi eiga að vera, svo ekki sé talað um þau verðmæti, sem ekki eru til þess fallin að bera arð, en fólk á kost á að kaupa fyrir aflafé sitt, svo sem bifreiðir, listaverk, skart muni o. s. frv.? Meirihlutinn af fasteignaeigendum nota aðeins fasteignir sínar til brýnustu þarfa fjölskyldunnar, þarfa, sem þjóð- félagið ætti heldur að styðja en leggja stein í götu fyrir. Heimilið er hornsteinn þjóðfélagsins. Þjóð félag, sem brýtur niður heimilin með óhóflegri skattaálagningu á grundvöll heimilisins, húsið eða íbúðina, án tilits til afkomu fjöl- skylduföðurs, er ekki gott þjóð- félag að mínum dómi. 4. „Það sem hægt er að telja kosti við fasteignaskattinn er fyrst og fremst það, að skatt- grundvöllurinn er fyrst og fremst það, að skattgrundvöllurinn er tiltölulega öruggur. Fasteig»ir eru áþreifanlegir hlutir og miklu erfiðara að fela heldru en tekj- ur“. Um skattsvikaröksemdina vísa ég til fyrri greinar minnar, en jafnframt leyfi .ég mér að benda á, að það eru til fleiri" áþreifan- legir hlutir en fasteignir. Það er opinber skráning á fasteignum, en það eru ennþá strangari skráningarreglur um aðrar eign- ir, svo sem skip og bifreiðir. Ekk- ert væri því til fyrinRÖðu, að koma á opinberri skráningu á öll verðbréf, bankabækur o. fl. og binda gildi slíkra skilríkja við skráningu. Mér skilst, að menn séu nokkuð sammála um að í þéttbýlinu sé skortur á íbúðar- húsnæði víðast hvar, Til þess að leysa þau vandræði þarf margs við, en fjármagnið myndu marg- ir telja þar fyrst. Er það ný hag- fræðikenning að fjármagn verði laðað að einhverjum ákveðnum framkvæmdum með því að í- þyngja þeim með skattaálögum langt umfram aðra. 5. Um óhófsstærð íbúðarhús- næðis vísa ég til fyrri greinar. 6. Fasteignaskattur ýtir und- ir hagkvæmari notkun lóða. Lík- lega er þetta rétt. En hvar er þetta vandamál, þ.e. að mjög verð *mætar lóðir séu illa eða ekki not- aðar? Ég held að það sé hvergi á íslandi nema í miðborg Reykja- víkur (gamla bænum). Annars- staðar í Reykjavík og í flestum öðrum kaupstöðum eru fasteign- irnar sjálfar, þ.e. lóðirnar, í eigu sveitarfélaganna. Þær eru leigð- ar til þess að við þær verði skeytt mannvirki, hús. Sveitar- félagið getur sett ákvæði í leigu- samning um lágmarksstærð, hve- nær byggingu skuli lokið og önn- ur atriði,. sem nauðsynleg þykja til að tryggja eðlilega noktun lóðarinnar. Það þarf því enga sérstaka skatta til að tryggja, að þær lóðir verði nýttar eins og æskilegast er fyrir heildina. Það kemur fram í grein dr. Benja- míns, að hagsmunir fárra eigi ekki að ráða um setningu skatta- löggjafar. En á þá vandamál, sem er bundið við örlítið svæði í Reykjavík að hafa veruleg á- hrif á skattalöggjöf, sem mikla þýðingu hefur fyrir alla lands- menn. Auk þess er miðborg Reykjavíkur að byggjast upp smátt og smátt. Ætli það sé ekki eins hagstætt og að allur gamli bærinn byggðist upp í einu. — Mættum við ekki þakka fyrir það í dag, að allur gamli bærinn var ekki byggður upp á árunum milli 1920 og 1930 með varan- legum byggingum á þeirra tíma íslenzkan mælikvarða. 7. Fjármagnið yrði notað meira til sköpunar arðbærra verðmæta. Menn myndu ráðstafa fé sínu í atvinnufyrirtæki og skuldabréfakaup. Samkvæfnt bók lærdómi hagfræðinga er þetta líklega rétt. En til þess að svo geti orðið í raun hér á landi vantar tvennt. Annarsvegar vant ar löggjöf um hlutafélög, sem veiti hluthöfum í atvinnufyrir- tækjum þann rétt og þá vernd, sem nauðsynlegt er til að menn hætti fé sínu í hlutafélög, sem þeir hafa ekki aðstöðu til að stjórna sjálfir. Hinsvegar vantar traust á efnahagsmálastjórn lands ins til að menn kaupi skulda- bréf, nema þá með miklum af- föllum. 8. Hækkun húsaleigu. Dr. Benjamín telur, að fasteigna- skattur valdi hækkun húsaleigu og leigjandinn borgi því tekju- útsvarið í formi hækkaðrar húsa leigu, þ.e. eftir húsnæðisþörf en ekki tekjum. Mér skilst, að hon- um finnist þetta fyrirtaks lausn. Það finnst mér ekki. Mér finnst ---------------------------------„"t ekki sanngjarnt, að barnamaður, sem er svo tekjulítill, að hann hefur lítið eða ekkert útsvar. borgað, eigi að fara að greiða gjöld í bæjarsjóð eftir því hva mörg börn hann á (húsnæðis- þörf fer eftir fólksfjölda), en ekki eftir því hvað hann getur með sæmilegu móti látið af hendi rakna til sameiginlegra þarfa. II. Nokkur önnur atriði í grein dr, Benj amíns. 1. „Við þær aðstæður hendir það oft, að óhentugar stóreignir fara fyrir tiltölulega lágt verð vegna þess hve dýrt er að eiga þær. Á kreppuárunum seldust mörg íburðarmikil íbúðarhús fyr ir lítinn pening í Bandaríkjunum — af þessum ástæðum“. Þar sem bankastjórinn bendir sérstaklega á þessa væntanlegu afleiðingu framkvæmdar tillagna hans, verð ég að ganga út frá því, að hann telji hana ekki óæskilega. Er mér þetta nokkuð torskilið, því ég hef aldrei heyrt það fyrr haft eftir opinberum embættismanni, allra sízt ríkisbankastjóra, að æskilegt sé, að menn missi eignir sínar fyrir „lítinn pening“. 2. Ég vil aðeins vekja at- hygli á einni setningu, sem kem- ur máli þessu strangt tekið ekki við, en ég tel þó mjög eftirtektar verða: „í raun og veru eru okkar fjármálavandamál auðveldari en flestra annarra þjóða. Og ég skýt hér inn í, að þegar við hagfræð- ingar tölum um fjármál, þá eig- um við við fjármál ríkisins“. Þetta finnst mér athyglisverð yf- irlýsing frá manni, sem hefur • verið efnahagsmálaráðunautur margra ríkisstjórna íslands. III. Nokkur atriði, sem dr. Benja- mín víkur ekki að. 1. Kostnaður við skattlagn- ingu á íslandi er geysimikill. Mestur hlutinn er kostnaður við endurskoðun og eftirlit tekju- og eignaframtala. Hluta þess kostn- aðar ber sveitarfélögin. Verði tekju- og eignaútsvör felld niður fellur allur hinn mikli kostnaður við skattaálagningu á ríkið eitt. Það má því til sannvegar færa, að allur kostnaður ríkisins verði tvöfaldaður, þvi kostnaður minnk ar sama sem ekkert við að út- svörin hverfi, en annar greiðand- inn hættir þátttöku. Enginn hefur komið fram með þá röksemd fyrir fasteignaskött- um, að með því mætti leggja nið- ur allt hið dýra skattaálagningar- kerfi, og ríkisskattar yrðu allir fluttir yfir á eyðslu (tolla og söluskatt). Það er sú röksemd, sem ég myndi helzt gangast fyr- ir, því hún myndi losa mikinn mannafla og spara mikið af þeim útgjöldum, sem nota þarf tekju- skattinn í. 2. Hér kem ég að þýðingar- mesta atriðinu gegn fasteigna- sköttum í stað útsvara. Hugsum okkur 2 menn, annan tekjulágan fjölskyldumann, sem á eða leigir íbúð. Hann skal greiða í formi fasteignaskatts eða hækkaðrar húsaleigu 10—20.000,00 kr. á ári svo dæmi sé tekið. Hann greiddi mjög lítið útsvar. Hinn maður- inn, sem ég hugsa mér, er ein- hleypur sjómaður, sem aflar nokkur hundruð þúsund króna árstekna. Hann á að borga tekju- skatt áfram en ekki útsvar. Hann á ekkert hús og leigir hvergi, flækist á milli skipa eða hefur I hæsta lagi lítið herbergi á leigu. Hann greiðir því ekkert'eða mjög lítið til þarfa sveitarfélagsins. Hann fær því, auk þess, sem hann áður hafði aflögu; tugi þúsunda til að eyða í brennivín, bílaakst- ur og allskyns vitleysu, sem því miður alltof mikill hluti ein- hleypra ungra manna með mikl- ar tekjur eyðir í. Fátæki fjöl- skyldumaðurinn greiðir gjöldin I staðinn fyrir hann. Að vísu vill dr. Benjamín láta hækka tekju- skattinn (það skyldi þó ekki vera til þess, sem refirnir eru skorn- ir) og það vill hann láta gera þannig: „Það væri því réttlátt að Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.