Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 19
Sunnudagur 6. des. 1964 MORGUNBLADIÐ 19 — Minning Framhald aí bls. 9 •það, því um svipað leyti tók iheilsa hans að bita og mátti segja að upp frá því gengi hann aldrei iheill til skógar. Hann varð því að Ibregða á það ráð að hætta bú- skap, og vorið 1959 seldi hann jörð og bú í hendur systurdóttur sinni og eiginmanni hennar. Ex Ihann hafði brugðið 'búi, átti hann í fyrstu heimili hjá systrum sín- <um á Hellu og Selfossi og reynd- ust þær og mágar hans honum sannir vinir í raun og hlynntu að honum af mikilli prýði. En þar sem hann .heilsu sinnar vegna, þurfti oft að dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsum og undir læknishendi, flutti hann hingað til Reykjavíkur í ársbyrjun 1962 og dvaldi hér mestmegnis upp frá þv,. Jafnan, þegar heilsan leyfði stundaði hann þó vinnu af kappi, bæði þar eystra og eins hér syðra. Hann vann m.a. við smíðar og var um skeið háseti á togara. Var hann ótrúlega fljótur að aðlaga sig breyttu umhverfi og störfum, og kunnugt var mér um það, að vinnuveitendurnir voru ánægðir imeð handtök hans og lkuu á hann lofsorði. Kjartan, frændi minn, kom mér þanniig fyrir sjónir: Hann var góður meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn, enda mun hann hafa verið sterkur vel. Snyrti- imenni var hann í klæðaburði og allri framgöngu, stilltur og hógvær að eðlisfari, óáleitinn, en þéttur fyrir, ef því var að skipta. Nokkuð var hann dulur og hugs- andi, en þó glaður og reifur í góðvina hópi, gamansamur og hafði næmt auga fyrir hinum broslegu hliðum tilverunnar. Hann var greindur vel og bók- hneigður og mun hafa búið yfir nokkurri haigmælsku, þó það væri á fárra vitorði, annarra en þeirra, sem þekktu hann allra nánast. Hann var umtalsfrómur, en Lagði yfirieitt fábt till málla. Leiðir okkar lágu stöku sinn- um saman síðustu árin, er hann dvaldi hér syðra. Varð mér Ijóst af viðræðum við hann, að hann var ynnilega þakklátur fyrir að- hlynningu þá og umönnun, er hann varð aðnjótandi á heimil- um systra sinna, svo og:á sjúkra- húsum þeim, er hann dvaldi á, lengri eða skemmri tíma, síðustu árin. Vil ég nú, þó seint sé, nota ■tækifærið oð þakka læknum og öðru starfsfólki sjúkrahúsanna, systrum hans, mágum og þeirra skylduliði, ljúft viðmót, alúð og umhyggju honum sýnda, þá er hann mest þurfti á að halda. Einnig vil ég færa þakkir frænd- um hans tveim og fermingar- bræðrum, er hann umgekkst mest síðustu árin og reyndust honum sannir drerugir til hinztu stundar. Og um leið votta ég öldruðum föður hans, systrum ©g öðrum ástvinum, mína dýpstu samúð og bið þeim öllum Guðs blessunar. Miðvikudagínn 1. apríl sl. var ég, sem þessar línur rita, ásamt mokkrum nánustu skyldmennum ©g venzlafólki Kjartans heitins, viðstaddur látlausa kveðjuathöfn í Fossvogskapellu. Þar flutti fermingarfaðir hans og fyrrver- ®ndi sóknarprestur, séra Jón Skagan, hjartnæma bæn. Að at- höfn þessari lokinni var lík Kjiart ®ns flutt til greftrunar austur í étthagana- í Rangárþingi, Þar í faðmi rangæskra fjalla stóð vagga hans, þar ólst hann upp, þar lifði hann sín manndóms-oig þroskaár og þar hygg ég, að honum hafi í raun og veru jafn- an fundizt hann eiga heima og hvergi annars staðar. Og þar sem éig stóð eftir og leit líkvagn- inn hverfa sýnum í austurátt, komu eins og ósjálfrátt í huga ínér orð skáldsins frá Hæli: *Ég veit hestinn minn ^ tranistain og mig heimvonin gleður. í>að er bjart fyrir austan, I þar er blíðskaparveður. ' í fögru veðri, laugard. 4. apríl, var lík Kjartans svo lagt til hinztu hvíldar við hlið móður hans í Kit>saikirkjugarði. Sveit- ungar Uaivs, ættingjar og vinir vottuðu minningu hans virðingu og þökk og ástvinum hans sam- úð sína með því að fjölmenna við útför hans. Sóknarpresturinn séra Sigurður Haukdal á Berg- þórshvoli, flutti eitirminnileiga iíkræðu og jarðsöng, Kjartan, frændi minn, var kom inn heim. Og nú vil ég kveðja hann með kveðjunni fornu: Farðu vel, vinur og frændi. Guð blessi sál þína og minn- ingu. ísleikur Þorsteinsson. — Menntaskólanám Framhald af bls. 14. ar. Við þær aðstæður yrði almenn menntun og vísindaþjálfun drýgsta vegarnestið. Menn veita því vafalaust at- hygli, að aimennt er nú ekki gert ráð fyrir tunigumálanámi, en augljóst er, að ekki er kleift að auka við fjölda námsgreina án þess að fóma nokkru í staðinn. Úr þessu má þó bæta með því áð taka upp nútímaaðferðir við tungumálakennslu og l'áta börn hefja dönskunám þegar á fyrstu árum barnaskólanáms þegar þau eru bezt til námsins fallin. Af ástæðum, sem ekki verða raktar hér, tel ég menningarlegu sjálfstæði okkar stefnt í verulega ihættu nú um stund af engilsax- neskum á'hrifum. Því tel ég ó- ráðlegt, að enska verði fyrir val inu sem aðalmál í íslenzkum skólum. En við þurfum mjög að leita á náðir annara þjóða um flesta hluti, og tunga okkar er ótöm öðrum þjóðum. Því ber naúðsyn til, að öllum, sem geta, sé gert að læra, auk dönsku, minnst eitt tungumiál til hlítar. Væru það einkum mál hinna helztu menningarheilda, svo sem enska, franska, sipænska, þýzka, rússneska og jafnvel kínverska. í máladeíldum væri séð fyrir frekari tungumálakennslu. Jafnframt þeim breytingum, sem lýst er hér að framan, hygg ég æskilegt, að menntaskólanám inu Ijúki einum vetri fjrrr en nú er. Enn'fremur mætti sameina landsprófsdeLl-dir gagnfræðaskól anna menntaskólunum, þegar sú óhappaskipan verður afnumin. Sjálfsagt er óhætt að lengja starfstíma menntaskólanna um einn mánuð á ári. Með tómanu'm tel ég, að stefna beri að því, að hi'ð eiginlega menntaskólanám hefjist við 14 ára aldur og ljúki á 19. aldursári, en möguleikar veittir fyrir duglega nemendur að ljúka n t 'nu fyrr. Jafnframt því, sem mennta- skólanámið styttist, þarf að skipuleggja nám fyrsta árs í há- skóla betur en nú er gert til al- mennrar vísinda- og heimspeki- þjálfunar auk inngangsfræða þeirrar greinar, sem stúdentinn hyggst hefja nám í. Lokatakmarkið verður, að all- ir þeir, sem næga námshæfileika hafa, verði aðnjótandi þeirrar menntunar, sem hér er gert ráð fyrir, án tillits til starfsvals, og verði þá miðskólastig fræðslu- kerfisins lagt niður, en mennta- skólanám taki við þegar að barna skólanámi loknu. - Um fasteignaskatt Framh. af bls. 11 við hækkun tekjuskattsstigans yrði tekjuskatturinn hækkaður mest á lægstu skattskyldu tekj- unum“. (Leturbr. mín). 3. Þeir menn, sem benda á, að fasteignaskattar séu gamlir og þyki mjög réttlátir erlendis, gleyma alltaf, annaðhvort vilj- andi eða óviljandi, 2 atriðum: a) Erlendis eru aðalatvinnujæki þjóðanna bundin fasteignum (iðn aður, landbúnaður). Hér á landi eru stórvírkustu og auðsælustu atvinnutækin skip. b) lengst af þeim tíma, sem fasteignaskattar hafa verið við líði skiptust þjóð- irnar í 2 meginfylkingar, auð- menn (landeigendur, húseigend- ur, verksmiðjueigendur) og ör- eiga. Hér á landi er ekki um netna slíka skiptingu að ræða. Meirihluti þjóðarinnar er eigna- fólk, ekki stóreignafólk, en eigna fólk þó. Stóreignafólk og öreigar eru álíka fámennar stéttir þjóðfé- lagsins. Það dugir ekki að af- greiða vandamál okkar sérstaka og óvenjulega þjóðféalgs eftir gömlum reglum frá öðrum þjóð- félögum, sem eru eins ólík okkar og austrið er vestrinu. Það getur vel verið, að það sé hægt að ná einhverjum hagfræðilega æski- legum árangri í framtíðinni með því að fara eftir tillögum dr. Benjamíns, en við íslendingar er- um nokkuð mannúðlegir í okk- ur. Það eru t.d. ekki margir fs- lendingar, sem myndu vilja láta drepa milljón kúlákka til að koma á samyrkjubúskap, jafnvel þótt þeir teldu hann mjög æski- legan. Það er eins með þetta mál. Þótt margir kynnu að koma til með að græða á tillögum dr. Benjamíns, þá mætti það vera afar æskilegur ■ árangur, sem framundan væri, til að við mynd um vilja láta drepa fjárhagslega mikinn fjölda fólks í kringum okkur. Kópavogi, 1. desember 1964. Sigurgeir Jónsson. — Sjófræðistofnun Framhald af bls. 5 tæknilega og þó einkum fjár- hagslega. Þegar stálskipasmíðaiðnaður- inn íslenzki er búinn að ná þeirri fótfestu í íslenzku atvinnulífi, sem þjóðinni er brýn nauðsyn að hann fái, þá tel ég mjög rétt að hugleiða nánar, hverjar rann- sóknir hérlendis á þessum vett- vangi gætu orðið okkur arðbær- astar og nauðsynlegastar. Fram til þess tíma teldi ég hagkvæm- ara að veita fjárframlög til rann sókna einstakra verkefna, eftir því, sem æskilegast verður taiið hverju sinni, og þá gert ráð fyrir að rannsóknirnar sjálfar jrrðu framkvæmdar að einhverju eða öllu leyti á erlendum tilrauna- stöðvum, en samkvæmt okkar óskum og kröfum er miðíst við íslenzkar aðstæður. 15. nóvember 1964, Hjálmar R. Bárðarson. * Xfe. S M a • • •. I ! Netagerðin VIK Símar 92-2220 og 50399. Tökum að okkur hverskonar neta- og nótavinnu. Krakkatízka TIZKUBLOÐ hafa ymsan hátt á að koma á framfæri nýjustu tízku. Eitt af því óvenjuleg- asta sem við um langan tíma höfum rekizt á, eru myndir af krakkatízku, sem brezka blaðið Queen birti 1. júlí sl. „Sýningardömurnar" eru felld ar inn í krakkamálverk, svo sem eins oig sézt á meðfylgj- andi mynd. Stúlkan heitir Catherine Meyer, 4ra ára gömul, og er hún í finnsk- um hnepptum kjól úr þykkri baðmull. Kjóllinn er lang- röndóttur, dökkur og ljós- bleikur. í texta með myndinni, sem handskrifaður er í blaðinu, segir, að allar litlar telpur hafi gaman af að vera fínar, og kjólarnir sem þær séu hrifn- astar af um þessar mundir séu með „fúllorðinssniði". Ein lítil sfcúlka sést til dæmis í krakka-bikini, þ.e. litlar hvítar bikinibuxur með blúnd um, og einni blárri slaufu. Utan yfir þeim er hún í siétt- um kjól, opnum að aftan, og hnýttur saman méð blárri slaufu að ofan. Kjóllinn er hvítur méð bLúndu áð neðan, sem þrædd hefur verið blá- um silkiborða. Önnur stúlka, 8 ára gömul, er í bláu pilsi méð fe,llinigu að framan og langröndóttri langermaðri blússu, méð ermalíningum, eins og svo mikið er í tízku um þessar mundir. Að gefnu tilefni Mongunblaðið flutti 2/12 þ.á. smá umgetningu um Sjöistafla- kver H. K. Laxness. Þar var aiuk umtals um nefnda bók getið — og fnemur óerinaaimilega —and- stöðu þeirnar, sieim ýmis svo- köMiuð ljóðiasfcáld hafla orðið fyr- ir (og þykir ótólalegt að tnóthald iþað hafi opinbanað sig að öítu mannlaust. Því ætti að magia avana fyrir eitbhvað aif sakbom- ingunum eða atla. Ég undirritaður hefi La.gzt á móti nafnigift áður nefndra skál d.a, þar sem þau kailla ljóð- verk sem o»gu skeyta fleiri eða færri auðfciennum ljóða, hins veg ar hefi ég efcki beibt mér fyrir úthýsinigu slíkra bóka hvorki þar sem um er að ræða etnfeasöfn eða lestnarfélög, on Látið þess ósjaldan gatið, að þar geti vðl fundizt nýtijegiur skáldsfcapur þótt ekki hafi ég vaðið uppi fyr ir þeim Boðnarsjó, enda er flleina skáldsbapur en lj.óð ein. Nú sfeal gert ráð fyrir því, sem vel má till bena, að nýtt forrn ská’dskapar eða regliuleysi neiti höflundinum kost á að gera betur en áður þekktist. Fari svo, þá er batna að sú að- ferð við listasfcöpun hieiti sér- stöku tegundarnafni en þýkist vena hið eldra og verra verklag- ið. Sé aftur á móti hsatba á eða flangin reynsta fyrir verri flnammistöðu en áðiur þótti boð- ■leg er saimnefning hvors fveggja annað hvort vörufölsun eða vit- leysa. Enn mætti svo reynast, að skáldskapurinn ætti -sér jafnar leiðir að báðuim brautum og að hans vegna væri um ekkert að sakatst við gerviljóðasmiði hinna síðari áratuga. Trúum því — ef vill —v að vandvirkm, orðskyn og allur smetokur þessara van- metnu hafunda dugi þeiim til að Leita jaflnveli flagurrar fnaimsetn- ingar hugmynda sinnia og brag- vandinn knúöi ftrrirnennana til að gena, og sömuLeiðis því að sú leit geri þá jafln orðvísa og orð- auðutgia og áður var bezt, þá hefði mál þeirna samt sem áður engia þá festu fenginna orðmiyindia að gefa væmtanlegum lesendum, sem néttnefnd ljóð haifla swikum þess að það lærist síður og a?tti það eitt að skýra aflia aiuðstöðu gegn fyrirbæriniu á þeim ánum, sem málinu er það hættaist við slysum og spjöillum, sem því hefir notoknu sinni verið umflot- ið eins og aiflt er nú af tötouorð- um og nýgjörvimgum, sem marg- an mann kunna að villa til rang- rar beygingar breyttra hljóða og hvernar annarrar málsfcemandar. í andsvari einnar lítúlllar til- sLettni læt ég þebba naagýa. Mieð þötok fyrir væinta.n,logia birtingu. Sigurður Jánspn frá Brúu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.