Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 i i A Ð vera í Moskvu þessa dagana er eins og að taka þátt í risavaxinni útgáfu af samkvæmisleiknum, þar sem allir sitja í hring, einn hvíslar setningu að næsta manni, hann að öðrum og þannig koll af kolli þar til hún kemur aftur til upp- hafsmannsins í hlægilega brenglaðri mynd. Gerið ykkur í hugarlund, að þús- undir erlendra sendi- manna,' blaðamanna og Moskvubúa taki þátt í leiknum. Hann fari fram á mörgum tungumálum og ekki ein setning, heldur hundrað, fari hringinn. Niðurstaðan er sú, að þeir sem ennþá hafa áhuga á að Moskvubúar lesa um fall Krúsjeffs í blöðunum. Útlendingar eru forviða yfir fálætinu, sem þeir sýndu hinum fallna leiðtoga sínum. Samkvæmisleikur í Moskvu komast að sannleikanum um fall Krúsjeffs, t.d. vita hverjir hófu árásirnar á hann, heyra alltaf ný og ný nöfn og eru raunverulega engu nær. Marg ar sögur ganga í Moskvu um valdhafaskiptin, og sumar at- hyglisverðar, jafnvel þótt þær reynist ekki á rökum reistar, því að þær virðast annað- hvort endurspegla einlægar vonir fólksins eða ótta þess. Ein sagan segir, að mið- stjórn kommúnistaflokksins hafi samþykkt ályktun, sem komi í veg fyrir að einn mað- ur geti í framtíðinni sameinað embætti aðalritara flokksins og forsætisráðherra. Þetta gerði Krúsjeff 1957 til þess að styrkja aðstöðu sína. Ef sagan um ályktunina er sönn, verð- ur róðurinn mun þyngri fyrir næsta stjórnmálamann, sem reynir að hefja sig yfir félaga sína í samvirku forystunni. Sé hún ekki á rökum reist, sýnir hún að minnsta kosti, að margir gera sér Ijósa grein fyr ir því að núverandi stjórnar- fyrirkomulag í Sovétríkjunum felur' í sér hættu á að einn maður taki öll völd í sínar hendur. Furðuleg saga um endur- komu Frols Kozlovs fram í sviðsljósið, gekk ljósum log- um um Moskvu fyrstu vikurn- ar eftir fall Krúsjeffs, en nú hefur honum verið vikið úr Æðstaráðinu. Kozlov hvarf af sjónarsviðinu í apríl 1963. Var sagt, að hann hefði fengið hjartaslag og lamazt. Stuðn- ingsmenn Krúsjeffs tóku þá skýrt fram, að óhugsandi væri að Kozlov tæki framar þátt í stjórnmálum. En sögurnar eft- ir fall Krúsjeffs sögðu, að Koz- lov yrði brátt nægilega frísk- ur til að taka aftur við emb- ættum sínum. Meira að segja sögðu sumir, að læknar hefðu orðið að gefa honum strangar fyrirskipanir til þess að koma í veg fyrir, að hann yfirgæfi sjúkrastofuna og færi á fund Æðstaráðsins til þess að hafa framsögu, er árásirnar voru gerðar á Krúsjeff. Báðar þessar sögur sýna, að mikil óvissa ríkir enn í Moskvu um hver það sé, sem hefur töglin og hagldirnar í sovézkum stjórnmálum eftir fall Krúsjeffs. Og nú er að bíða þess, að opinberar stað- festingar leysi kviksögurnar af hólmi. Margir útlendingar í Moskvu urðu forviða, og sumir komust jafnvel í geðshræringu, þegar þeir fundu hve litla hlýju og samúð Moskvubúar sýndu hinum fallna leiðtoga sínum. Einn tilfinninganæmur ev- rópskur fréttamaður, sem starfað hefur í Moskvu í fimm ár, hrópaði í angist: „Ég hélt að Krúsjeff væri fastur í sessi og ég hélt að hann væri vin- sæll. Hvernig get ég haldið á- fram að starfa í landi, sem kemur mér svo mjög á óvart eftir margra ára dvöl?“ Segja má, að viðbrögð Moskvubúa hafi minnt nokkuð á keisaratímann. Orðrómur hefur verið á kreiki um, að nýju leiðtogarnir ætli að lækka vöruverðið — þeir hafa enn ekki gert það — og, að góðu gömlu dagarnir komi aftur, en það hefur eflaust einnig verið tallð í hvert sinn, sem keisari lézt. Góðu gömlu eftir IVIark Fraklsnd dagarnir fela m.a. í sér lægra verð á Vodka, en það var mjög dýrt á Stalínstímanum. Um þessa von hefur verið ort vísa, og er efni hennar eitt- hvað á þessa leið: „Trúðu mér, félagi. Vodkað verður aftur selt á gamla verðinu, og matur verður einnig ódýr, þegar Nikita er kominn á eft- irlaun". Það er í hópi mennta- og listamanna, sem mest ber á ó- vissunni og óróleikanum vegna leiðtogaskiptanna. Þeir hafa ekki haft neina sérstaka ástæðu til að láta sér geðjast vel að Krúsjeff síðustu árin. Afstaða hans til þeirra var ó- ljós, eitt augnablikið var hann elskulegur, en það næsta bölv- aði hann. Krúsjeff varð fyrir miklum áhrifum af persónu- legum kynnum við menn, og á sviði bókmennta varð þetta nokkrum sinnum til góðs. — Hann þekkti Alexander Tvar- dovsky, skáld og ritstjóra bezta bókmenntatímarits Sov- étríkjanna, geðjaðist vel að honum og gaf honum persónu- lega leyfi til að birta margt, sem aðrir hefðu ekki þorað að setja á prent í Sovétríkjunum. Hins vegar gramdist mörg- um vísindamanninum hvernig Krúsjeff hélt verndarhendi yfir vini sínum, líffræðingin- um Lysenko. Ef trúa má orð- róminum, tók Krúsjeff mál- stað Lysenkos í harðri deilu, er reis milli hans, vísindaaka- demíunnar og yfirmanns henn ar, Koldysk, skömmu fyrir leiðtogaskiptin. En menntamennirnir vissu, að kreddufesta Krúsjeffs í menningarmálum var ekki hræsni. Hann var haldinn hleypidómum gamals, lítt menntaðs bolsjevíka úr verka- mannastétt. En það voru hans eigin hleypidómar og hann var þeim trúr. Það er eins og margir óttist, að hinir gáfuðu, ungu menn innan flokksins, sem koma nú fram í sviðsljósið, taki sömu afstöðu til menningarmála og Krúsjeff, og geri það af stjórn- málaástæðum, en ekki af sann færingu. Maður, sem ræddi við mig um þetta, sagði m.a.: „Það var allt í lagi þótt Krús- jeff formælti jasstónlist og öðru slíku. Hann hafði fyrir- litningu á því og hlustaði aldrei á jass he^pa hjá sér. En það er nær fullvíst, að ungu mennirnir dansa eftir jasslögum í veizlum heima hjá sér, þótt þeir fari um þau sömu orðum og Krúsjeff". í samræðum eins og þess- um má finna óvissuna, sem ríkir um hina nýju menn í sov ézkum stjórnmálum. Fólk trú- ir ekki einfaldlega, að þeir verði framfarasinnaðri en Krúsjeff, aðeins vegna þess að þeir eru nýteknir við embætt- um og ungir miðað við hann. Fall Krúsjeffs hefur fært þá nær æðstu valdastólunum og þjóðin vill vita meira um þá. Skömmu eftir að Krúsjeff hvarf af sjónarsviðinu, hélt Ilya Ehrenburg fyrirlestur í Moskvu um sovézkan rithöf- und, Tynyanov að nafni, sem er lítt þekktur utan samtaka bókmenntamanna í Sovétríkj- unum. Og fyrirlesturinn reynd ist fyrst og fremst einskonar krafa menntamanna til hinna nýju leiðtoga. Ehrenburg minnti á, að á styrjaldarárum flýtti hrætt fólkið sér að kaupa eins mikið salt og það gæti náð í, vegna þess að ó- saltað brauð væri óætt. „Mennta- og listamenn“, hélt hann áfram, „eru salt þjóðar- innar — úrvalið — í beztu merkingu þess orðs“. Það kemur ekki á óvart hve vel áheyrendur Ehrenburgs tóku þessu. Skapandi lista- menn eru vanræktasta auðlind Sovétríkjanna, því að stjórn- in hefur aldrei vitað almenni- lega hvernig hún ætti að nota þessa auðlind. Arftakar Krús- jeffs geta nú gripið tækifærið, en fáir þora að spá, að þeir muni gera það. (OBSERVER — öll réttindi áskilin) Orðrómnr nm lækkaV vBrtiverV komst strax á krelk, en því hefur ekkert verið breytt. Myndin er tekin við leikhús skammt frá Rauða torginu, og á framhlið þess sjást myndir af komm- únistaleiðtogum. 50 ára afmælis Dýra- verndunarfél. minnzt AÐALFUNDUR Sambands Dýra verndunarfélags íslands var hald inn í Reykjavik sunnudaginn 22. nóvember sL Til íundarins mættu 27 full- trúar sambandsfélaganna, trún- eðarmenn og stjórn sambands- iim. Auk venjulegra aðalfundar- ■tarfa minntist sambandið að þann 13. júlí í ár voru liðin 50 ár frá stofnun Dýraverndunar- félags Reykjavíkur. Vegna af- mælisins kom Dýraverndarinn út í stækkuðu broti. Flutti ritið ýtarlega sögu dýraverndunarsam takanna, sem ritstjóri Dýra- verndarans Guðmundur Gísla- son Hagalín hafði samið. Stjórn sambandsins bauð full- trúum aðalfundarins ásamt nokkrum gestum til hádegisverð ar að Hótel Sögu í tilefni þess- ara tímamóta í sögu samtakanna. Á aðalfundinum fluttu erindi: yfirdýralæknir Páll Á. Pálsson um hjúkrunarstöð dýra; for- stöðumaður bifreiðaeftirlits rík- isins, Gestur Ólafsson, um notkun ökutækja við flutning búfjár; formaður Dýraverndun- arfélags Reykjavíkur, Marteinn M. Skaftfells, um útflutning hrossa og aðbúnað þeirra á skip- um; formaður Dýraverndunar- félags Kjósarhrepps, Oddur Andrésson, ræddi um frumvarp til laga um endurskoðun gild- andi búfjárlaga. Á fundinum voru rædd ýmis mál varðandi öryggi og líðan dýra. Stjórn sambandsins var öll endurkjörin en hana skipa: Þorbjörn Jóhannesson, forrhað ur; Tómas Tómasson, varafor- maður; Hilmar Norðfjörð, gjald- keri; Þorsteinn Einarsson, ritari; Guðmundur Gíslason Hagalín; Ásgeir Ó. Einarsson. Þéi fóið órvnls niðnrsnðavörar f NÆSTC BÍIÐ. Einkaumboð; KONBAÐ AXELSSON & 00. H.F. Vesturgötu 10 — Reykjavík Siinl: 18440 * 21480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.