Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADÍO i Sunnudagur 6. des. 1964 Séð inn i nýtizkn „a la carte“-eldhús, sem sýnt var á sýningunni í Frankfurt. Frá sýningum í Frankfurt á matargerðariist o. fl. Rætt við Friðrik Eíríksscm, yfirbryta f BYRJUN nóvembermánað- ar var 15. vestur-þýzka gisti- og veitingahúsasýningin hald- in í Frankfurt am Main. Á sama tíma var þar einnig haldin ellefta alþjóðlega mat- argerðarlistarsýningin (llth International Exhibition of Culinary Art). Tveir Islendingar sóttu þessar sýningar, |»eir Friðrik Eiríksson, yfirtoryti hjá Aðaiverktökum, og Haildór Gröndal, veitingamaður í Nausti. Tíðindamaður Mbl. hitti Friðrik snöggvast að máli og spurði hann um þessar sýningar. — Þótt sýningar þessar væru tvær, var þeim þó margt sam- ciginiegt, enda voru þær haldnar þarna samtímis af ásettu ráði. Að sókn að þeim var gífurleg hvaðan æva að úr heiminum, en auðvitað rnest frá Þýzkalandi. Segja má, að þarna hafi verið sýnt alit hið nýjasta, sem viðkemur hvers konar veitingahúsarekstri, hótel- haldi, matartilbúningi o. s. frv. Sýningargripimir voru frá nýj- ustu skóburstunarvélum og til dúkaðra veiziuborða og uppbú- inna rúma. Aragrúi fyriríækja notaði tækifærið til þess að sýna nýjustu framieiðsiuvörur sínar, og færustu menn í hverri grein kynntu sýningamar. — Margar þjóðir sendu fjöl- wiennar sveitir á sýningarnar, og Ævisaga BÓKAÚTGÁFAN VörfftrfelT hefur semt á markaðinai ævisógiu eyðiroerkurkonungsins nafn- konnda, Ibn Sauds, sem varð ti£ a@ saffneina Aratoí.u í byrjun þesseurac aídar og arf3ia sér meiri ouðlegðar en nokkur airu«ar xnað- ur á þessarj ©ld. Arið 1901 béilt hann frá Kú- wait við fertugosta mann til að beinwte arflor konumgdætmi föður sms. Havar þá 21 árs og fé- fctuB. Þegiar • haffm lézt 50 ánzrn áffar réð ha«n yfir náJegía allri Arabíu og ver senniJegia Minar rifeaisti roaðmr í heimi. Markmið IJtnn Sínuids v»r tvi- þætt, að sameina Arabíu og kreinisa trúma; í naító trúiarinn- «í' fserði hia*in út veldi sitt iftrá boifi táfl Jmfs ©g bertók hina iielgw feong, Mekltia. Hann v-ar Jhnaiust- •m hermaður, vígfimur í náivígi með sverð ©g bysau, ©g meisteri t hinni aevaifomu Uist eyðimerk- uj'búaen miidi hans ag per- Friðrik Eiríksson. frá mörgum löndum voru sett upp sérstök eldhús og veitinga- staðir, þar sem einkum voru kynntir þjóðréttir. Má t.d. nefna Bretland, Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Finnland, Holiand, Sviss, Austurríki, fsrael, Bandaríkin, UngverjaJand og Tékkóslóvakíu. Efnt var til ýmis konar verð- iaunasamkeppni í sambandi við þátttöku. unni var sérstök áherzla lögð á fljótlega matargerð, án þess að maturinn bíði neitt tjón við. Mið- að var við stórvirka fjöldafram- leiðslu á mat, sem krefst ekki sómitófnar færðu honum einnig sigur yfir þrj ózkutfuj J um sjeik- um. Oft vann hann uppreisnar- menn á sitt ba-nd með því að setja þá aftur í stöður sínar og kvænast systrwm þeirra eða dætrum, enda mun hann hafa kvænzt um þrjú hundruð sinn- um. Við sögu Ibn Sauds kamu eirnijg mæn eins og Ara- bíu-Lajwrenœ og John H. Pilby. Það voru bandarísk tóíufélög sem feerðu Ilwi Saud bintn aevin týr;Jega auð, setm meigneði sipiill- ingu í rifei ha-ns og lagði að Jók- um hugsjóíi hane i rúst. Ævisagian er rituð atf Da.vid Howarth og segir bæði frá Jifi oig störf'Uím Ibn Souds og svo þjóðiifi seim óvíða á sér hlið- stæðu á 20. öld. Bókin er 240 blaðeíður að stærð, þýdd af Siglauigi Bryníleifs syni og skiptist í fjóna megin- þætti: Prinsijiin, Strangtrúainmað urinn, Kotnungurinn, Milljóna- mæainigurinn. mikils vinnuafls, en að sjálf- sögðu var ekki siakað á kröfun- um hvað snertir vandaðan matar tilbúning. Lögð var áherzla að þessu sinni á einfalda matargerð, því að skortur á lærðum brytum og öðru starfsfóiki segir alis stað- ar til sín, og síaukinn hraði nú- tímans krefst fljótlegs matartil- búnings. — Segja má, að stefnt sé að því að stytta matargerðartímann, taka vélatæknina enn meira í þjónustu eldhússins, tryggja, að maturinn innihaidi öll nauðsyn- leg efni og sé meðhöndiaður á réttan hátt, þannig að fjörefni, steinsölt og önnur lífsnauðsynleg efni giatist ekki við matseld. — Auðvitað er haldið áfram að fullkomna hina gömlu matar- gerðariist, sem krefst nægs tíma og dýrra hráefna, en á þessari sýningu var sem sagt hið framan- sagða höfuðatriðið. — Sýningarnar voru mjög um- fangsmikiar og varla hægt að kynna sér þær aliar að gagni. Svona yfirgripsmiklar sýningar tekur marga daga að skoða, og hefði verið skemmtilegt, ef fleiri fslendingar hefðu verið þama að kynna sér allar þær nýjungar, sem sýningarnar höfðu upp á að bjóða. — Það er ótrúlegt, hve tækni á þessum sviðum hefur fleygt fram hin síðari ár. Nýtízku véiar í dag eru orðnar úreltar á morg- un, og vel þarf að fyígjast með, ætli roaður sér að dragast ekki aftur úr. Á seinni árum hafa ver- ið fundnar upp og teknar í notk- un vélar á æ fleiri sviðum, þar sem mannshöndin var einráð áð- ur og óhugsandi þótti, að nokkuð gæti komið í hennar stað. Þarna voru miklar sölusýningar, þar sem nýjustu vélar voru sýndar og seidar. •— Margt var þarna athyglisvert og fróðlegt. Skeromtilegt var að sjá ýmislegt nýtt við köku- og sælgætisgerð, en þar standa Þjóð- verjar einna íremstir í ílokki aJlra þjóða. — í sambandi við það, hve mikil áherzJa er nú lögð á hrað- ari matargerð, má minnast á, að mikið er nú farið að nota „infra'1- rauða geisla til að „grillera" kjöt. Er það afar fljótvirk aðferð. — Nú eru einnig komnir á markaðinn „elektrónískir" ofnar, sem eru sérstaklega hagnýtir, enda ryðja þeir sér mjög til rúms um þessar mundir. Til dæmis tek- ur ekki nema nokkrar mínútur að steikja heilan kalkúnhana í þeim. Ibn Sauds Lyder Höydahl Mnrelng F. 27. janúar 1872. D. 3. nóv. 1964. „Fótmál dauðans fljótt er stigið fram af myrkum grafarreit mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur." ÖLDUNGUR leggur upp í göngu frá heimili sinu síðla dags þriðju- daginn 3. nóv. sl. í góðu veðri, en dálítið tekið að skyggja, en þegar hann er kominn eins og 100—150 metra frá húsi sínu verð ur hann fyrir bíl og slasast svo alvarlega, að hann er allur áður en dagur er á enda. Lyder Höy- dahl hafði það fyrir venju þegar veður og heilsa leyfðu, að ganga út sér til hressingar tvisvar á dag, Fyrri férðina fór hann fyr- ir hádegið og þá seinni venju- lega milli nóns og miðaftans. Þessum hætti hafði hann haldið í allmörg hin síðari ár og voru •því ferðirnar orðnar allmargar um Grensásveginn ýmist í suður eða norður frá heimili hans, sem var um það bil miðja vegu á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. í þetta skiptið var sveigt til norðurs þegar niður úr hliðinu var komið og aðeins eftir örfá fótmál var ferðin á enda. Lyder Höydahl fæddist 27. jan. árið 1872 í Lille-Höjdal í Sunn- íjord í Noregi. Um ætt Höydahls er mér lítt kunnugt, að öðru Jeyti en því að forfeður hans voru toændur og foreldrar hans bjuggu á jörð þeirri er „Tun“ heitir í plássinu Höjdal og þar ólst Höydahl upp hjá foreldrum sinum. Ungur fór Höldahl til náms í Nordfjordsamtsskole og dvaldi þar í eitt ár við nám. Þótt Höy- dahl væri ekki langskólagenginn var hann fróður um marga hluti og fylgdist vel með atburðum jafnt utanlands sem innan, enda var bann athugull og greindur. Minnið var líka með ágætum þrátt fyrir háan aldur. Árið 3903 tók Höydahl sig upp frá ættingjum og ættaróðali og nú var löng ferð fyrir höndum. Ferðinni var heitið til fslands. Eftir komuna hingað dvaldi Höy- dahl fyrst í Eyjafirði, en fluttist brátt þaðan til Vestmannaeyja. Eigi var dvöl hans löng í Eyj- um að þessu sinni, því Höydahl fór til ísafjarðar, en ílengdist þar ekki og mun þar hafa mestu um ráðið, að Vestmannaeyingar vildu fá hann til sín aftur til þess að sjá um lifrarbræðslu og varð það úr að Höydahl fór til Eyja aftur og varð nú dvölin lengri en í fyrra skiptið. Hér var ærið nóg að starfa fyrir ungan og áhugasaman mann. Höydahl keypti lifur af Eyjabátum i fé- lagi með öðrum. Þótti sú vara er hann vann úr lifrinni verð- meiri og betri en áður hafði þekkzt í Eyjum og var því Vest- mannaeyingum það mikið kapps mál, að halda í Höydahl sem lengst við það starf. Meðan hann dvaldi í Eyjum hafði Höydahl meðal annars verzlun i allmörg ár. Eftir nær 20 ára dvöl í Vest- mannaeyjum fluttist Höydahl með fjölskyldu sina til Reykja- víkur árið 1922 og bjó þar upp frá því til dauðadags eða í full 42 ár. Fyrstu árin í Reykjavík bjó Höydahl i Skerjafirði og hafði þar allstórt svinabú, en varð að hverfa þaðan á hernáms- árunum, þar er herinn þurfti á húsakosti hans að balda. Þá færði Höydahl sig inn í Sogamýri, byggði þar gott ibúðarhús og stórt svínahús, sem hann síðar breytti í hænsnahús og þá bú- grein stundaði hann á meðan heilsa endist og mun Höydahl hala verið röeklega hálfníræður er hann hætti allri búsýslu. ■ Kvæntur var Höydahl Þuríði Eyjólfsdóttur, ættaðri frá Reyni- völlum í Suðursveit, Austur- Skaftafellssýslu, ágætri konu og vel greindri. Eignuðust þau hjón- in tvær dætur, Huldu og Gerðu. Hefur Hulda búið með foreldrum sínum alla tíð, en Gerða er gift og býr í Noregi. Kynni okkar Höydahls hófust árið 1948, seint á því ári flutti ég með fjölskyldu mína til hans og þar bjuggum við í 10 ár. Var Höydáhl þá orðinn aldraður mað- ur eða vel hálf áttræður, en þó finnst rriér, að ég hafi þekkt hann lengur en fjoldi áranna gefa tilefni til, sem ég hygg að stafi af því, að kynni okkar urðu ali náin, enda fór vel á með okkur þrátt fyrir mikinn aldursmun. Höydahl var öðiingur í allri umgengni, prúðmenni hið mesta og stilltur, dulur og fáskiptinn af högum, annarra. Höydahl var góð gjarn, velviljaður og hjálpsamur, sérlega umtalsgóður var hann, skapfastur og enginn hringlandi hvorki í orði eða athöfnum. Göfuglyndi Höydahls var séi> stakt og má ráða það meðal ann- ars af eftirfarandi atviki: Fyrir 9 eða 10 árum síðan varð Höydahl fyrir slysi skammt frá þeim stað er hann sté sín hinztu spor. Hér var einnig bíll að verki. Höydahl er á heimleið gangandi seinni hluta dags, mætir hann þá vörubil á Grensásveginum, sem var að flytja steypujárn og stóðu endarnir aftur af bílnum. Um leið og bíUinn ekur fram hjá Höydahl beygir hann með þeirri afleiðingu, að járnendarnir slást í Höydahl svo hann féll í göt- una og slasaðist allmikið, ekki pó við fallið, heldur vegna þess að járnið slóst í hann og það meira að segja í andlit hans, svo að hann kjálkabrotnaði og hlaut fleiri áverka. Eftir þetta var Höydahl frá vinnu um skeið. Ekki vildi Höydahl láta Jögregl- unna koma nálægt þessu máli, svo sem flestir myndu hafa gert undir slíkum kringumstæðum og reyndar talið sjálfsagt. Höydahl vissi sem var, að það myndi koma sér vel fyrir bilstjórann að hafa sem minnzt með lögregluna að gera, en hann hugsaði minna um sinn hlut. Svona var Höydahl og það þótt að honum óþekktur mað ur ætti í hlut. Ég fann aldrer annað í fari Höydahls, en það bezta, sem tii er í einum manni. Svo rik var ábyrgðartilfinning hans í orðum og athöfnum, að öðru betra í þeim efnum hefi ég ekki kynnzt um ævina. Ég tel mig því geta sagt, að Höydahl hafi verið óvenju- legur ágætismaður. sem því mið- ur á alltof fáa sína líka. Höydahl var mjög trúaður og mér skildist að það hafi verið arf- ur frá æskuheimili hans í Noregi. í því var bann heill' sem öðru* Kér starfaði han og reyndar fjöl- skyldan öll mikið í KFUM. Veður gerast nú ©11 válynd og horfur all uggvænlegar í þjóðlífi fslendinga. Því er landi og þjóð það mikils ran vert að eignast sem flesta syni og dætur með Höydahls hjartalag.. Þá ósk á ég bezta þjóð minni til handa að hún megi ætíð eiga gnægð karla og kvenna með sama hugarfar og Lyder Höydahl og megi jafn- framt auðnazt sú gæfa, að koma auga á slíka menn til mikilvægra starfa fyrir land og þjóð, þá mun oss vel farnast. Sameign manna eins og Höy- dahls er meðal annars hlédrægni og iítillæti. Ég hygg að það s6 óalgengt að slíkir menn fari út fyrir sín takmörk. Það er roikila virði fyrir unga menn og reynd- ar alla að kynnast mönnum ein» og Höydahl var. Ég þakka honum fyrir börnin mín. Aldrei voru þau fyrir hon- um og aJdrei man ég eftir að þait gerðu Höydahl ónæði. Það kora Framh. á fels. 18 x .3»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.