Morgunblaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 18
18
MORCU N BLAÐIÐ
Sunmpdagur 13 »1es. 1&64
Þórður Þórbarson,
fyrrv. símstöðvarstjári, Súgandafirði
HINN 23. nóvember s.l. andaðist
að heimili sínu, Suðureyri í Súg-
andafirði, í>órður Þórðarson, fyrr
um símstöðvarstjóri og hrepp-
stjóri, 89 ára að aldri. Með hon-
um er hniginn í valinn einn af
elztu borgurum byggðarlagsins
og sá þeirra, sem einna drýgst-
an þátt átti í menningarlegri mót
un hinnar ört vaxandi byggðar
á Suðureyri fyrstu tugi þessarar
aldar.
Þórður fæddist í Vatnadal í
Súgandafirði 8. nóvember 1875,
sonur hjónanna Helgu Sigurðar-
dóttur og Þórðar Þórðarsonar, er
þar bjuggu.
Þórður fór ungur til Helga
Andréssonar, skipstjóra í Önund
arfirði, og lærði hjá honum sjó-
mannafræði, en Heigi var einn
af hinum fyrstu skipstjómar-
lærðu mönnum á Vestfjörðum og
kenndi mörgum sjómannafræði.
— Hóf Þórður fyrst sjómennsku
14 ára að aldri og lagði þá í há-
karialegu á þilskipi. Var hann
upp frá því sjómaður milli 30 og
40 ár, þar af formaður yfir 25 ár.
Gerðist hann ungur skipstjóri á
þilskipinu Gunnari. sem var
í flota Ásgeirsverzlunar á ísa-
firði. Vegar vélbátaútgerð hófst
á Vestfjörðum, iét Þórður smíða
vélbát, er hann nefndi Frey, og
stjómaði jafnan síðan, þar til
‘hann lét af sjómennsku árið
1925. Jafiiframt sjósókninni frá
Suðureyri, hafði Þórður á hendi
margskonar ábyrgðarstörf. Hann
var hreppstjóri Suðureyrar-
hrepps um 20 ár, rak bókaverzl-
un, var einn af stofnendum Spari
sjóðs Súgfirðinga og lengi í
stjóm hans, og slmstöðvarstjóri
var hann nálega 30 ár.
Þórður kvæntist 20. sept. 1897,
Sigríði Einarsdóttur, bónda Jóns
sonar í Skálavík í N ísafjarðar-
sýslu, og Kristínar Þorkelsdóttur
konu hans. Sigriður er enn á lífi
og höfðu iþau Þórður á þessu
hausti verið ©7 ár í hjónabandi.
Sigríður hefur verið mikil ágæt-
is kona, hjarfagóð, hjálpfús og
gjafmild. Var beimili þeirra
Þórðar og Sigriðar á Suðureyri,
mikill vettvangur gestrisninnar.
Þar stóðu opnar dyr fyrir gest
og gangandi, hvaðan sem að bar.
Virtist það vera mikil lifsnautn
Sigríðar að iáta sem fiesta njóta
greiðasemi sinnar og hjálpsemi.
— Þau eignuðust 7 börn og kom-
ust 6 þeirra til fullorðins ára. Af
þeim em nú 3 á lífi: Ágústa, gift
Gísla Maríassýni, véistjóra í Súg
andafirði; Helga, gift Kristjáni
B. Eiríkssyni, trésmið, nú búsett
í Reykjavík, og óskar, húsgagna-
smiður í Reykjavík, kvæntur
Laufeyju Guðmundsdóttur. Lát-
in eru: Þórður, er var elztur
barnanna, lézt tæplega tvítugur
úr spönsku veikinni 1918; Einir,
verkamaður á Suðureyri, er var
kvæntur Kristínu Jespersdóttur,
og Asta, símamær, er var ógift.
Þórður var gagnmerkur maður,
greindur og hagsýnn, félagslega
þenkjandi og góðviljaður. Hann
var ekki hávær í dagfari, en
hverjum manni glaðari við störf,
hógvær og háttprúður, bjargfast
ur unnandi átthaga sinna og hér
aðs. Hann var trúmaður í kristn
um sið í góðri merkingu þess
orðs, arftaki gamalla siða, en
leitandi á andiegum sviðum og
hneigðist snemma að kenningum
spiritista. Haraldur Nielsson var
hans ástfólgni predikari. Ræðu-
safn Haraids prófessors, Árin og
eilifðin, var að vissu leyti hans
veganesti um langt skeið. Þórð-
ur sást oft með þessa bók undir
hendinni á götum úti. Var hann
þáá leið með hana til kunningja
sinna, til þess að lána hana til
lestrar. Þannig var hann, svo vitt
sem 'það náði, boðberi þeirrar
stefnu, sem hann aðhylltist. En
þess má gjarnan geta hér, að
kostnaðarmaður þessarar bókar
til útgáfu, var nágranni Þórðar,
Pétur Oddsson kaupmaður í Bol-
ungarvík.
Só, sem þetta ritar, var sína
fyrstu vertíð háseti Þórðar á vél-
bátnum Frey, og minnist þeirra
daga með virðingu og þökk til
Þórðar fyrir menningarlega sam-
veru.
Það var um páskaleytið, að
við fórum í fyrsta róðurinn á
þeirra vertíð. Hafís var fyrir
iandi, ísrek á miðunum og jaka-
hröngl á stangli inni á fjörðum.
Norðaustan slampandi hafði ver
ið þá um nóttina, en með morgn
ínum deifðist golan. Hásetar höfð-
ust við á framþiljum og skyggnd
ust um eftir jökum, en við stýrið
sat miðaldra maður, dökkur á
hár og skegg, hýreygur og reykti
pípu og söng. Milli vélaskellanna
mátti greina orð og hendingar,
því að söngmaðurinn var í dill-
andi skapi, þótt hann yrði að
renna vökulum augum að hætt-
unni og sveigja í króka og beygj
ur innan um ísinn. Það var kol-
beinslag eftir Stephan G. Step-
hansson. sem hann söng, og var
þar í flokknum, er kölski og Kol
beinn kveðast á:
Ef er gálaust af að má
eins manns blóð úr lífsins sjóð,
hvað mun þá að hyggja á
heillar þjóðar erfiljóð.
Við vorum á lóðaveiðum þetta
vor, en um sumarið á handfæra-
veiðum. Þórður var jafnan glað
ur og reifur — og lesandi, þegar
færi gafst. Hann hafði með sér
bækur, geymdi þær undir olíu-
stakknum á bekk í lúkarnum og
leitaði til þeirra, þegar færi
gafst, einkum ef við lágum í vari
og gátum ekki aðhafzt við veið-
arnar. Og meðan við dorguðum
eða drógum þann gula var talað
um bækur og skáldskap, sögu-
persónur ræddar, ljóð kveðin og
þulin. Guðmundur Friðjónsson,
Stephan G. Stephansson, Einar
H. Kvaran, Sigurður Breiðfjörð,
Bólu-Hjálmar og Haraldur Niels
son voru Þórðar menn. Þetta
lýsti Þórði vel. Hann var vaxinn
af kyngóðum stofni og þjóð-
rækni í blóð borin. Það var því
harla gott fyrir ungling, sem var
opinn fyrir þessum hlutum, að
vera samvistum við hann.
Þórður hafði ríkan áhuga fyrir
þjóðmálum. Það var einhverju
sinni í þingbyrjun, að hann stofn
aði félag með nokkrum mönnum
í plássinu, þeim, sem vildu fylgj
ast með landsmálum og gjörðum
Alþingis. Þórður skrifaði svo
fregnir þser, er hann fékk sím-
leiðis, í nokkrum eintökum, er
félagsmenn fengu. Sagði þar
fyrst frá kosningum forseta,
nefndaskipunum og síðan frá mál
unum, eftir því, sem þau komu
fram.
Þess má og gjaman minnast,
að það var Þórður í sinni hrepp-
stjóratið, sem leysti skáldið á
Þröm, — Magnús Hj. Magnús-
son, — úr útlegðinni. Magnús
hafði frá unga aldri verið mik-
ill hrakningamaður, hafði sökum
sjúkleika og slysa orðið að þiggja
af sveit, en gat ekki goldið sveit
arskuldina. Þegar hann festi sér
konu, fékk hann ekki að kvænast
henni, sökum þess að hann var
með sveitaskuldina á baki, og
þar eð hann var ekki kvæntur,
fékk hann ekki neins staðar jarð
næði eða sveitfesti. Þannig hrakt
ist hann með fjölskyldu sína úr
einum stað í annan og fékk
Otto Andersen: Studier í Musik
och Follklore. Svenska Litlera
tursallesikapet í Finitand. Abo
1964.
Tuttuigasta og sjöunda apríil í
vor á'tti Ottó Andersom áttiatíu
og fimm ára afmæili. Á þeim
degi færðu vinir hianis honium,
forskeren, spelmannen, vánnen,
þessa miklu bók í heiðursskyni.
Meðal heiðrenda voru Sænsika
bókmenmt atfélagið í Fín,nl andi,
félagið Brage og úrklippuverk
þess , Ka'lievalafétlagið og fjöldi
söngfélaiga í Finmlandi. Auk
þeiss miargir einsaklingar á Norð
urlöndum og jafnvel ísilandi.
Það sem vinir hans færðu hornum
á þessu merkisafimæli hians var
úrval af hans eigin gneina og
ýtarleig skrá yfir ritstörf hans.
Kemiur þar í ijós, að hann hefur
skrifað tuttugu bækur og yfir
580 greinar. Kann virðist haif.a
verið ámóta afkastamikill og
Vilhjálmur Stefá.nsson. Af bók-
um hans má nefna: Bogahörp-
uma kiapituia úr sögu hiljóðfær-
anna (1923), Sænsikan þjóðkveð-
skap Finnlands V, Fóilkvisur 1,
Eldri fólkivisur 2., Músík og 'hOjóð
færi. Nordisk kultur XXV (1935)
Sænskum þjóðkveðskap Finn-
landfi VI, þjóðda.ns, Instrumiental
músiík (1956), Sænskum þjóð-
kveðskap Finniands IV, þjóð-
dans. Brullaupsslætti.
Frú Alfhild Torslin, sem safn
að hefur efni í bókaskrána, seg-
ir írá þvi, að frá þvi að Otto
Andersison, fimim.tán ára, sendi
fyrsta bréfið frá Vardö til bliaðis-
ins Áland (1895), hafi pemni höf-
undar ekki hætt að skrifia. Segir
frúin, að ekki sé ávaflt auðvelt
að fylgjia einkum mafnlausum
greinum, er hann skrifaði fýrir
og um aldamótin úr byggðunum,
þar sem hann var að safna þjóð-
lögum, standa fyrir þjóðlegum
söngmótum og að stofna þjóð-
þrifafélagið Brage. Það var
stofnað með það fyrir augum
að safna cUurn fróðleik sem
hægt var um Svía í Finnlamdi,
Þetta var um svipað leyti og
Ólafur Daviðsson og Bjami Þor-
hvergi heimilisfesti nema
skamma stund í senn. Þannig
fluttist hann 14 sinnum á nokkr-
um árum milli héraða. Þegar
verst stóð á fyrir Magnúsi, sótti
hann um til Þórðar hreppstjóra
að mega setjast að í Súganda-
firði. Þórður sendi honum þegar
játandi svar og breyttist eftir það
allt til betri vegar. Þórður braut
þannig hina gömlu og rangsnúnu
hefð, en sú ráðabreytni mun ekki
hafa orðið neinum til meins. —
Þetta einarðlega drengskapar-
bragð Þórðar hafði síðan víðtæk
áhrif til hins betra.
Þessa manns mun minnst með
virðingu samferðamanna.
G.M.M.
I steinsson voru að Ijúka við að
i siafna oig gefa út hin ómetan-
legu ísfeinzku söfn sín. Engin slík
söfn voru til í Finnilaimdi er Otto
hóf sma star9emi, að safna sænsk
um þjóðlö'gum. En hann lét sér
ekki nægja það, heldur vildi
hann safna öllu um sænska þjóð
arbrotið í Finnlandi. Og hvernig
var það hægt. Með þvi að gera
úrklippur úr öi J um sætnskum
blöðum og raða safninu eftir
efni. Til þess þurfti hann að fá
öll sænsk blöð í Finmlandi í
tveim eintökum. Það var féJag-
ið Brage sem tók að sér að gera
þetta af sænsk-finnlenzkri ætt-
jarðarást. Úrklippusiafnið var
j hafið skömmu eftir aldaimót,
i því var ekki hægt að leita í því
j að elztu greinum Anderssons.
1 Ekki var heldur hægt að finna
j það seim hann skrifaði nafniaust
í Finsk musikrevy. Tidning för
musik, Hembygden 1910-1911 og
Brages árskrift I-XX, því að
hiann var meðútgefandi þessara
tímarita. En ef Otto Andersson
vildi skrifa grein um Sibaius,
og í þessu afmælisriti hans eru
þrjár greinar um Sibelius, þá
þurfti hann ekki eins og Kristján
Albertsson að lesa öll blöð urm
Hannes, heldur fletta aðeins upp
í úrklippuisafniniu. Með úrklippu-
safni þessu skapaði Otto Anders
son sér og öllum sænskum fræði
mönnum Finnlands sönn.u skil-
yrði og Vilhjálmur Stefánsson,
hinn mikii fyrirlesari vestan
hafs skóp sér með spjaildskrá
bókasafns síns. Ég m.un oftar en
einu sinni hafa bent íslending-
um á, hvílíkur búhnykkuir
þarna væri að því að eigia úr-
klippucafn á borð við Brage-safn
ið, eða að minnsta kosti spjald-
skrá aílra þeirna 'hluta er í blöð
um birtast. Ekki veit ég til að
riokkurt isJenzkt blað eigi spjald
sikrá yfir efrii sitrt, nerna kannski
Lesbók Morgunblaðisins. Hinsveg
ar veit ég að ýmisl.egt úr efni
blaða er skráð í spjaildiskrár
Landsbókasaifnisins. Þegar ég
var að safna efnd í bókrmennta-
sögu mdna, einkum á síðari öld
varð ekki gert nema mieð því
að gera sér fulilikomna skrá yfir
greinar í tímaritum og eins mik-
ið og ég gat skrifað upp um
skáld, rithöfunda, leiki og leik-
list úr blöðum.
Tímaritaskrá mín er á spjald-
skrá á að gizika um 10,800 miðar.
Útdræfti rnína úr blöðurn, á
stærri blöðum, marger tiilvitn-
anir á hverju baði, þarf að
skrifia hverja tilvitnun á miða
jafnstóra tímaritamiðunum og
raða síðan hverjum (höfund í
sína skrá. Ætti þarna að vena
allt sem Einar H. Kvaran hefur
skrifað um sina dagia eða Indr-
iði Eiinarsson og ekki mjöig erf-
itt vemk fyrir ættingja að skrifa
upp þessar skrár, sem líkjast
Þarna brosir Ringo Starr,
trommuleikarinn Bítlanna
brezku við einu konunni sem
hann hefur látið sér verulega
títt um til þessa, móður sinni,
frú Elsie Starkey, sem kom
að heimsækja son sinn á
sjúkrahúsið um daginn.
Aðdáendur Bítlanna þurfa
engu að kvíða um sjúkrahúss-
vist Ringos, þvi tilefnið var
ekki annað en það, að hann
þurfti að láta taka úr sér háls-
kirtlana, og er nú sagður á
góðum batavegi.
'
skrám þeim, er ég roeð ættinigj-
j unum hef gert um Guðmund
Friðjónsson og Jón Trausta. Um
Halldór Kiljan og Þórberg hafði
; ég auðvitað eins góðar skrár og
ég giat gert, nema hvað ég gaíot
upp við að lesa Þjóðviljann eft-
ir að hætt var að binda hann.
Þetta safn er auðvitað alls ekki
eins gotit og úrklipp'usafn Otto
Anderssons. Þó gæti prent
pappírinn í því verið farinn að
líta upp á landið eins og nokkrar
úrk ippur í minu safni hafia gert.
En eftir þeniman útúrdúr um
Bragie og æskiieg söfn á íslandi
er bezt að venda sinu kvæði í
krosis og skrá greinar afimæ’lis-
bókarinmar. Fyrst er „Sagia hljóð
færa sem vísindi", „Orgeil og
organistar í Ábo dómkirkju til
loka 17. aldar“, „Jóhannes Sai
menius og músik í Abo d n-
kirkjuskólia á 17. öld“. „Bern-
hard Henrik Cruseil". „Sibelius
och Kajanus“, „Jean Sibelius
och den Svenska Theatern“, pá
Sibelius 90 ársdiag, „Kring Sibe
lius fjárde Symfone" „Om musik
hörandet (u.m að heyna miúsik)“,
„Músik í Ábo við upphaf 19. ald
ar“, „Finlands svensk Musikodl-
, ing“. Þá er annar partur bókar
með rrtgerðum Otto Aniders'nns:
„Vástsibirisk rimgsámg ooh nord-
j isk ringdans“, „Upprepning och
| paraJIelism", „Upprepningsstrof.
en“, „Sjöng Varjagerna svensika
fo!kvisor“ „Framsades ellers s ön
gos de jslanska rimoma?"
„Nágna sárdnag í rimiaimelodi-
ema“, „Bröllopsmiusik pá sack-
pipa“, „Du gamla du fria“ „I Fin
land“, „Adolf Ivar Arvidsgon och
de Svenska foiiksSnger“, „KaJe-
vaúia meter Fljrnyrdeslaig", „Fram
förandet av Kailevalairunoima“. 1
mæstsnðuistu ritgerð er það í
fyrsta sinn sýnt og séð að Fimn-
ar muni hafa haft háttinn fná
norrænu.m mönnium. Greinannar
um end.urtekningamar eru stór-
merkiJegar.
Stefán Einarsson. ’
Málflutningsskrifstofa
Sveinbjörn Dagfinss. hri.
og Einar Viðar, ndi.
Hafnarstræti 11 — Simi 19406
BIRGIR ISL GUNNARSSOJV
Málflutningsskrifstofa
Lækjargötu 6 B. — II. hæð
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Þórshamri við Templaraaund
Simi 1-11-71