Morgunblaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 5
Sunnutlagur 13. des. 1964 MORGUNBLAÐIV 5 Stóraukin framlög til gatna og holræsagerðar Aherzla lögð á að Ijúka horgarsjúkrahúsinu Úr fjárhagsáætlunarræðu borgarstjóra Fjárframlög til gatna- og hol- ræsagerðar hækka um kr. 24.670 þús., eða um 24.16%. Til nýrra gatna eru ætlaðar 80 millj. kr. í stað 45.8 millj. kr. og til nýrra holræsa eru áætlaðar 45 millj. kr. í stað 41.6 millj. kr. á yfirstandandi árL Að meðtöldum öðrum gatna- og holræsagerðarframkvæmdum er í heild varið 126.2 millj. kr. til þessa á næsta ári í stað 100.6 millj. kr. nú í ár (þ.e. 88.6 millj. kr. skv. fjárhagsáætlun ’64 og tekjur af benzínskatti 12 millj.), eða 25.4% hærri upphæð verður varið til þessara fram- kvæmda næsta ár en á yfirstand- andi ári. Hér er um mjög ríflegt fram- lag til þessara framkvæmda að ræða og rúmlega það, sem ráð var fyrir gert varðandi næsta ár í áætlun gatnagerðar áratuginn 1963—1972, þótt .tekið sé tillit til hækkandi verðlags. Ástæður til þess, að ríflega er áætlað framlag í þessu skyni, eru þessar: 1) Þótt malbikun akbrauta sé við árslok 1964 umfram áætlun- ina eða nær 120% af því, sem nú átti að hafa verið malbik- að, þá er fullnaðarfrágangur gangstétta tæplega 60% af því, sem búið átti að vera að gera. Hér veldur að vísu vinnuaflsskortur, en gang- stéttagerð er einnig einkum dýr í framkvæmd, og því ber að taka tillit til þess í fram- lagi næsta árs. 2) Gatnagerðarframkvæmdir kalla almennt síður á vinnu- afl — færra fólks er vant — en aðrar framkvæmdir segja til um, og þannig verða aukn- ar framkvæmdir á þessu sviði, þar sem koma má við stór- virkum vélum, síður til að auka spennuna á vinnumark- aðinum en ýmsar aðrar fram- kvæmdir og vinnuaflsskortur á ekki að há þeim í sama mæli og öðrum framkvæmd- um. 3) Gert er ráð fyrir auknum hol- ræsaframkvæmdum og tilbún- ingi nýrra byggingarsvæða, en hið mikla átak í fullnaðar- frágangi gatna og gangstétta hefur því miður að nokkru leyti leitt til þess, að tafizt hefur að gera ný svæði bygg- ingarhæf. Fossvogsræsið nýja skapar grundvöll fyrir því, að hægt sé að fullnægja eftir- spurninni eftir byggingarlóð- um í framtíðinni, og því ætl- að aukaframlag í það. 4) Tekjur sveitarsjóðs af benzín- skatti eru við það miðaðar og því skilyrði bundnar, að þeim verði alla vega fyrst í stað veitt til að fullgera aðalum- ferðargötur úr og í og gegn- um kaupstaði. Slík gatnagerð er því nú ráðgerð fyrr en skv. 10 ára gatnagerðaráætluninni. Þótt heildarframlag til þessara framkvæmda aukist þannig um 25.4%, þá dragast frá heildar- framlaginu 126.2 millj. kr. — tekjur borgarsjóðs af benzínskatti 14 millj. kr., svo og áætluð gatna- gerðargjöld 20 millj. kr., þannig að greiða verður af almennum tekjum borgarsjóðs til þessara framkvæmda 92.2 millj. kr. í stað 74.2 millj. kr. á yfirstandandi ári. Hækkunin nemur þannig séð 24.3% í beinum útgjöldum borg- arsjóðs. Ástæðan til þess, að áætluð gatnagerðargjöld hækka úr 14.4 millj. kr. í 20 millj. kr. er annars vegar endurskoðuð gjaldskrá vegna hærri gatna- og holræsa- kostnaðar eins og fyrir er mælt í gjaldskránni og hins vegar auk- in úthlutun lóða. En auk hækkaðs framlags ný- bygginga er og aukið framlag til viðhalds gatna, þótt malarbornar götur, sem malbikaðar verða á næstunni, verði látnar sitja á hakanum í viðhaldi. Þá er og stóraukið framlag til götulýsingar og umferðarmála eða úr 9.5 millj. kr. í 14 millj. kr. til þess að efla umferðaröryggi. Framlag til Strætisvagna Reykjavíkur er nú áætlað 7.5 millj. kr. Til niðurgreiðslu á far- gjöldum eru áætluð 10% af á- ætlaðri fargjaldasölu fyrirtækis- ins, eða 4.5 millj. kr., og til nýs verkstæðis 3 millj. kr. Vík ég nokkrum orðum síðar að þessu fyrirtæki. BYGGINGARFRAMKVÆMDIR Kostnaður við fasteignir hækk- ar um kr. 3.760 þús., eða 39.6%. Aðalhækkunin stafar af því að til kaupa á fasteignum og erfða- festulöndum eru nú áætlaðar 6 millj. kr. í stað 3 millj. kr. áður. Er fjárveiting þessi sízt of há, þegar höfð eru í huga nauðsyn- leg kaup á þessum eignum vegna nýs skipulags. Af öðrum gjald- liðum má nefna, að viðhald og endurbætur á íbúðarhúsum hækkar um 500 þús. kr. og mat- jurtagarðar um 200 þús. kr. Mun ég því nú snúa mér að gjöldum á eignabreytingareikn- ingi, þ.e.a.s. fjárframlögum til ýmissa framkvæmda borgarfé- lagsins annarra en gatna- og hol- ræsagerðar. Eins og áður er getið eru gjöld á eignabreytingareikningi nú á- ætluð kr. 169.150 þús. í stað kr 125.950 þús. á yfirstandandi ári. Hækkunin er 43.2 millj. kr., eða 34.3%. Á næsta ári verður einkum lögð áherzla á framkvæmdir við stofnanir, svo að hægt verði að taka byggingar þeirra í notkun. Hér er átt við: 1. Borgarsjúkrahúsið í Foss- vogi. 2. Sundlaugina í Laugardal. 3. fþrótta- og sýningarhúsið í Laugardal. Hækkun á framlagi til Borgar- sjúkrahúss er kr. 7 millj. Er ráð- gert að verja til sjúkrahússins 40 millj. kr. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiði 10 millj. kr. og að til fram- kvæmdanna verði tekið 12 millj. kr. lán. Kemur þá í hlut borgar- innar að greiða 18 millj. kr. í stað 11 millj. kr. á yfirstandandi ári. Fjárveitingin er aukin svo mjög með það fyrir augum, að unnt verði að taka sjúkrahúsið í notkun fyrir árslok 1965. Þessi fjárveiting nægir þó ekki til að greiða allan kostnað við núver- andi framkvæmdir við Borgar- sjúkrahúsið og búnað til þess. Er búizt við, að á árinu 1966 og síð- ar falli til viðbótar 30 millj. kr. kostnaður. Ráðgert er að greiða hann með fjárframlögum þá og lántökum til bráðabirgða, enda á og ríkisframlagið að stórhækka, þar sem ríkissjóður hefur tekið á sig þá skuldbindingu að greiða 60% byggingarkostnað, er á hefur fallið eftir 1. jan. 1964. Þá verður áfram haldið hin- um miklu skólabyggingarfram- kvæmdum og er gert ráð fyrir, að heildarframlag til þeirra hækki úr 36 millj. kr. í 43.5 millj. kr., eða rúm 20%, en borgarsjóður og ríkissjóður standa að jöfnu undir þessum útgjöldum, 21.750 þús. kr. hvor. Framlag til Iðnskólans hækkar úr 2 millj. kr. í 4 millj. kr., en framlag til annarra’ skóla úr 34 millj. kr. í 39.5 millj. kr. Auk þessa mun verða 2 millj. kr. geymslufé í borgarsjóði tíl þess- ara framkvæmda, er kallar á jafnháa upphæð úr ríkissjóði. Til íþróttasvæðis og sundlaug- ar í Laugardal er fjárveitingin 8 millj. kr., eða 2 millj. kr. hærri | fjárhæð en í fjárhagsáætlun yfir- standandi árs. Með þessari fjár- veitingu og geymslufé frá fyrri árum verður væntanlega unnt að taka sundlaugina í notkun fyrri hluta árs 1966. Verður allt kapp lagt á það, en eftir er að byggja búningshús og ganga frá innrétt- ingu undir áhorfendapöllum og sundlauginni sjálfri, svo að eigi er alveg öruggt að þetta takist. Til íþrótta- og sýningahúss eru ætlaðar 5 millj. kr., eða kr. 2.250 þús. meira en í gildandi fjárhags áætlun. Fjárframlög aðalmeðeig- enda borgarinnar í húsi þessu er ekki í samræmi við umsaminn eignarhluta hans í húsinu. Verður hann því að auka mjög við fjár- framlög sín, þannig að hann greiði hlutfallslega jafn mikið og borgarsjóður, eða skerða verður eignarhluta hans í húsinu. Fer nú fram fjársöfnun á hans vegum og gengur hún væntanlega vel. Kostnaður við þetta mannvirki mun nú vera orðinn um 20 millj. kr., en gert er ráð fyrir, að 10 millj. kr. þurfi til viðbótar, svo að taka megi húsið í notkun á næsta vetri, jafnvel næsta haust, — og er fjárveiting borgarsjóðs við það miðuð. Alls mun íþrótta- og sýningar- húsið kosta fullgert 40 millj. kr., — og brýn nauðsyn er, að það verði tekið í notkun sem fyrst, bæði eru það verðug verðlaun fyrir góða frammistöðu íþrótta- manna okkar og skapar skilyrði til að efla í senn íþróttir og styrkja stöðu iðnaðarins, aðalat- vinnuvegar borgarbúa. Nú er sundurliðuð fjárveiting til leikvalla og útivistarsvæða, en samtals veitt til þeirra 5.5 millj. kr. í stað 2 millj. kr. árið áður. Til leikvalla eingöngu eru á- ætlaðar 3.5 millj. kr., og vinnur barnaheimila- og leikvallanefnd að tillögugerð, hvernig því fé skuli varið. Til útivistarsvæða, og þá er gert ráð fyrir, að allt framlagið fari til framkvæmda við Mikla- tún, er varið 2 millj. kr., en þar af hlutdeild í listamannaskála á staðnum 0.5 millj. kr. ÝMSAR FRAMKVÆMDIR Framlag til starfsmannahúss við vistheimilið í Arnarholti er áætlað 3 millj. kr. í stað 2 millj. kr. áður, og er ætlað að ljúka þar tilsettum áfanga. Framlag til kjötmiðstöðvar, þ. e. skoðunarstöðvar kjöts, áætlast óbreytt, 1.2 millj. kr., en teikn- ingum að því mun verið að ljúka. Framlag til almenningsnáðhúsa áætlast óbreytt, 1 millj. kr., en framlag til áhaldakaupa hækkar úr 5.2 millj. kr. í 6.7 millj. kr., og I fyrsta sinn út fyrir landsteinana RÚSSARNIR Nikolaj Basov maður hennar, en Galina Pro og Alexander Prochorov frá chorova, sem stendur fyrir aft Lebede-stofnuninni í Moskvu, an Nikolaj Basov við hlið eiga saman helming Nóbels- manns síns, er landfræðingur. verðlaunanna í eðlisfræði í ár.- Þeir komu til Stokkhólms á fimmtudaginn og höfðu eigin- konurnar með sér. Það var í fyrsta sinn sem frúrnar ferð- uðust út fyrir landssteinana og það lá ósköp vel á þeim við komuna til Svíþjóðar, eins og myndin ber með sér. Xenia Basova, sem er næst á mynd- . \... Hinn helming eðlisfræði- verðlaunanna hlaut Banda- ríkjamaðurinn Charles H. Townes, sem sést hér á mynd inni ásamt konu sinni, Fran- cis. er þau komu til Stokk- hólms. Townes-hjónin höfðu með sér dætur sínar fjórar, 15 til 21 árs gamlar, en Rúss- arnir skildu sín börn eftir afborganir af lánum úr 20 millj. kr. í 25 millj. kr. Framlag til Vélamiðstöðvar á- ætlast óbreytt, 4 millj. kr., en gert er ráð fyrir 3 millj. kr. fram- lagi til hennar frá Rafmagns- veitu, Hitaveitu og Vatnsveitu til viðbótar. Að öðru leyti er gert ráð fyrir, að tekjur hennar nægi til þess að hægt sé að verja 3 millj. kr. til húss í smíðum og 14 millj. kr. til nýrra bifreiða og véla, en hinar miklu framkvæmd ir borgarinnar og fyrirtækja hennar gera auknar kröfur til vélakosts, þótt mikill hluti fram- kvæmdanna sé boðinn út og unn- inn af sjálfstæðum v'erktökum. BYGGINGARSJÓÐUR Framlag til Byggingarsjóðs er hækkað úr 12 millj. kr. í 15 millj. kr., en rétt er að vekja athygli á því, að samkv. fjárhagsáætlun sjóðsins sjálfs bætist við mismun- ur vaxtatekna og vaxtagjalda og mismunur aíborgana til sjóðsins og afborgana, sem hvíla á sjóðn- um, þannig að rekstrarafgangur hans er talinn vaxa frá yfirstand- andi ári úr 13 millj. kr. í 17.690 þús. kr. Auk þessa greiðir borgar sjóður af rekstrargjöldum há- marksgjald skv. lögum til Bygg- ingarsjóðs verkamanna kr. 60.00 á hvern íbúa eða kr. 4.680 þús. Framlag tU Ráðhússsjóðs er aukið úr 5 millj. kr. á yfirstand- andi ári í 15 millj. kr. á næsta árL Ráðhúsnefnd hefur ákveðið, að eigi skuli hefja framkvæmdir við ráðhúsið, fyrr en tilboð í bygg- ingu hússins liggur fyrir samkv. heildarútboði, — og verður því ekki byrjað á framkvæmdum á næsta ári. Hins vegar þykir rétt að halda áfram, jafnhliða öllum tæknileg- um undirbúningL söfnun eigin fjármagns til ráðhússins, svo að byggingarframkvæmdir gangi bet ur og taki styttri tíma, þegar haf- izt verður handa. Eðlilegt er einnig síðar að afla lána til bygg- ingarinnar og dreifa þannig kostn ætlunarinnar, er rétt að vekja athygli á tveim nýjum liðum á eignabreytingareikningi. Til leikhúsbyggingar er ætluð 1 millj. kr. og er í því efni gert ráð fyrir, að fjármagn þetta renni tU framkvæmda Leikfélags Reykjavíkur á þessu sviði í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu borgar- stjórnar. Til Borgarbókasafns er ætluð 0.5 millj. kr.j sem byrjunar- og undirbúningsframlag, en athug- anir hafa verið gerðar bæði bár Framhaiid á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.