Morgunblaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1964, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ Sunniídagur 13. des. 1964 Alexei Kosygln, lorsætisraTTh erra Sovétríkjanna, í ræðustóli á fundi í Æðsta ráði Sovétríkj anna, þar sem hann greindi frá þvi, að Rússar hygðust lækka útgjöld tii landvarna á næsta ári, Halldór Isfeldsson Kálfaströnd BjSrk, Mývatnssveit 1. des. ’64 HALLDÓR ísfeldsson andaðist að heimili sínu 16. nóv. Var hann nokkur undanfarin ár búinn að stríða við vanheilsu og fötlun, tvívegis varð hann að ganga und ir stóraðgerðir. Reyndi þetta mjög á heilsu hans og þol. Halldór var fæddur á Kálfa- strönd við Mývatn 1. apríl 1910. Foreidrar hans voru ísfeld Einars son Friðrikssonar frá Reykjahlíð og Elín Halldórsdótir á Kálfa- strönd. Á unda aldri gekk Halldór í Laugaskóla og lauk þaðan burt fararprófi með mjög góðum vitn isburði. Hann var líka góðum gáfum gæddur, hafði yndi af bókum og næman smekk fyrir íslenzku máli. Vel var hann hag mæltur þótt lítt værj á lofti haldið. Að skólanámi loknu kom Hall dór heim og stundaði búskap *neð föður sínum. Var hann ágæt ur verkmaður og kappsamur að hverju sem hann gekk, og hlífði xér í engu. Má raunar með sanni segja, að flest léki í höndum hans. Síðustu árin bjó hann félags- búi á Kálfaströnd með systkin- um sínum. Mjög hafa þau bætt jörð sína hvað ræktun og húsa- kost snertir, svo og vélar og tæki. Eins og að iíkum lætur var eins miklum mannkostamanni og Halldór var, falin ýms trúnaðar störf fyrir sveit sína. Mjög var Haildór virkur og góður félagi í Ungmennafélaginu "Mývetning ur. Var honum falið að rita sögu félagsins í 50 ára afmælisrit Héraðssambands Þingeyinga. í skattanefnd sat Halldór í mörg ár, og þangað til sú nefnd var mður iögð. Þá átti hann sæti í hreppsnefrd Skútustaðahrepps fjöida ára og til dauðadags. Veriistiórn við vegagerð hafði Halldór hér í sveitinni um 10 ára skeið. Rækti han það starf svo sem annað af stakri samvizku- semi og trúmennsku. Hann hafði enda glöggt auga fyrir því sem betur mátti fara. Á þeim árum sótti Halldór námskeið fyrir verk stjóra er haldið var í Reykjavík. Taidi hann sig hafa haft bæði gagn og gaman af þeirri för. Síðustu ár var Halldór deildar stjóri Mývetningadeildar Kaup- félags Þingeyinga. Mjög lét Halldór sér annt um Lestrarfélag Mývetninga og þótti vænt um þann félagssakp, enda átti hann sæti í stjórn þess. Mörg fleiri störf voru Halldóri lögð á herðar, þótt þau verði ekki rakin hér. Nokkra undan- farna vetur vann Halldór á skatt stofunni í Reykjavík hjá frænda sínum Halldóri Sigfússyni skatt- stjóra. Efast ég ekki um að hann hafi þar unnið sér traust sam- verkafólksins. Með Halldóri er fallinn í val- inn góður og gegn maður. Er vissulega vandfyllt hans skarð. Útför Halidórs var gerð frá Skútustaðakirkju 24. nóv. að við stöddu miklu fjölmenni. í kirkjunni töluðu Pétur Jóns son, Reynihlíð og sóknarprestur inn, séra Örn Friðriksson, sem einnig jarðsöng. Nokkrir félagar úr Karlakór Mývatnssveitar önnuðust söng undir stjórn Jónasar Helgason- ar á Grænavatni. Þráinn Þórisson söng einsöng með undirleik Þórodds Jónssonar héraðslæknis 4 Breiðimýri. Mjög .var útförin virðuleg, og bar vott um einstakan hlýhug og þakklæti allra viðstaddra við minningu hins látna. Blessuð sé minning Halldórs ísfeldssonar. Kristján Þórhallsson. BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar á Akureyri hefir lótið frá sér fara nýja unglingabók eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Heitir hún „Óli og Maggi í óbyggðum.“ Er þetta fjórða bókin af hinum svo- nefndiu Ólabókum og segir frá æfjntýrum þeirra félaganna Óla — Bandalag kvenna Fnamhald af bls. 24 —18 ára að bera vegabréf og sýna það þegar þess er krafizt af löggæzlumönnum og eftirlits mönnum s.s. dyravörðum. — Það sem eftir er málsgreinarinnar falli niður en 2. og 3. mgr. haldist óbreytt. g. Funndurinn álítur að setja þurfi í frumvarp þetta ákvæði um útivist barna og aukna lög- gæzlu á því sviði. h. Verði frumvarpið að lögum, leggur fundurinn áherzlu á, að strax verði gefin út reglugerð sú, sem frumvarpið gerir ráð fyrir svo að vöntun á reglugerð hamli ekki framkvæmd þessara laga — Stóraukin framlög Framfbaild af bls. 5 innanlands og erlendis um bygg- ingu nýs aðalbókaafns borgarinn- ar. BARNAHEIMILl Til barnaheimiia eru áætlaðar 21.5 millj. kr. eða 9.5 millj. kr. hærri upphæð er á yfirstandandi ári. Fjárveitingunni er ætlað að verja þannig í meginatriðum: Millj. kr. Vistheimili við Dalbraut 10.0 Dagheimili við Dalbraut 5.0 Leikskólar við Safamýri og og Hvassaleiti 5.00 Upptökuheimili við Hlíðar enda, undirbúningsfram- kvæmdir 0.5 Dagheimili og leikskólar, undirbúningsframkvæmd- samkv. verðlaunasam- keppni 1.0 en endanlegar ákvarðanir um það verða teknar skv. tillögu barna- heimila- og leikvallanefndar og borgarráðs. Auk fjárveitingarinnar er 1.1 millj. kr. geymslufé til barna- heimila frá árinu 1963 og jafnvel nokkur upphæð frá yfirstandandi ári, sem flyzt til næsta árs, en hvoru tveggja yrði þá væntan- lega varið til vistheimilis og dag- heimilis við Dalbraut. Við erum töluvert á eftir áætl- un í byggingu barnaheimila, og veldur þar mestu um, að teikn- ingar og tæknilegur undirbúning ur hefur tekið mun lengri tíma og byggingarnar-reynzt dýrari en ráð var fyrir gert. Með þessari stórauknu fjárveitingu er að því stefnt, að áætlun náist á árinu 1966. og Magga, er hinn siðarnefndi ræ'ður sig sem mæðiveikivörð á heiðum uppi og félagi hans kem- ur í heimsókn. Lenda þeir í mörg um æfintýrum. Bókina befir Halldór Pétursson myndskreytt, en bún er 119 síður að stærð, prentuð í Prentverki Odds Björn&sonar. eins og átt hefir sér stað um nú- gildandi lög um sama efni. 2. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til fræðsluráðs og fræðslustjóra Reykjavíkur, að stefnt sé að því, að fella skyldu- nám barna í eina heiid. Barna- próf í núverandi mynd falli nið- ur. 3. Fundurinn telur æskilegt, að treggáfuðum börnum sé, ef unnt er, veitt sú hjálp, sem þeim nægir til að ná lokaprófi í hag- nýtum greinum skyldunámsins s.s. íslenzku og reikningi, og einn ig sé þeim veitt aukin verkleg kennsla. í stað þess sé dregið úr kröfum um nám þeirra í öðrum greinum, sem ekki hafa eins mikla þýðingu, þegar sótt er um vinnu eða inngöngu í skóla. Próf það, sem þessi börn kynnu að ljúka, myndi að sjálfsögðu veita þeim heimild til inngöngu í aðra skóla, ef þau reyndust til þess hæf. Greinargerð: Það er staðreynd, að margur maður er góðúr verk- maður og jafnvel snllingur í höndum, þótt hann sé lítt fær til bóknáms. Það er áreiðanlega kær leiksverk að hjálpa slíku fólki að finna sjólft sig í starfi, sem er við þess hæfi í staðinn fyrir að pína það yfir viðfangsefnum, sem það ekki ræður við. 4. Fundurinn vill taka undir samþykktir og ályktanir, sem gerðar voru á þingi barnakenn- arasamtakanna sl. sumar, um bráða nauðsyn þess, að endur- skoða og skipuleggja í heild skólakerfið með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta. Lögð sé rík á- herzla á það, að hver einstakl- ingur fái tækifæri til þess að ná sem beztum persónulegum þroska. Vorpróf séu t.d. fyrr að vorinu og fyrirskipaður lexíu- lestur falli þá niður, en nemend- ur fái þá undir leiðsögn kennara að velja sér viðfangsefni að ein- hverju leyti. Greinargerð: Námsskrá sú, er lögð er til grundvallar skóla- náms í dag, er langt frá því að veita einstaklingum persónu- þroska. Til þess er hún alltof skorðuð við að komast yfir ákveð ið efni til þess að standast yfir- heyrslur og próf. Nokkuð mun bera á þeirri skoðun meðal for- eldra og annarra, sem umsjón hafa með börnum og unlingum í skyldunámi, að kennsla langt fram eftir vori sé fremur nei- kvæð en jákvæð. Prófin myndu sýna betri námsárangur, ef þeim væri lokið fyrr á vorin, áður en þessi leiði og þreyta á kyrrset- unum nær valdi yfir nemendum, eins og drepið er á að framan. 5. Fundurinn beinir þeim til- mælum til menntamálaráðherra og fræðsluráðs Reykjavíkur, að sem fyrst verði hrundið í fram- kvæmd tillögum þeim, sem Stétt- arfélag barnakennara í Reykja- vík hefir gert um kennslu af- brigðilegra barna. Vill fundurinn einkum benda á nauðsyn þess, að lestregum börnum sé þegar á fyrstu árum skólavistarinnar veitt öll nauðsynleg aðstoð svo að lestregða hamli ekki námi þeirra fram eftir öllum aldri. í öðru lagi vill fundurinn vekja athygli á nauðsyn þess, að van- gefnum börnum sé séð fyrir þeirri kennslu, sem hæfir greind arþroska þeirra, og að skóla- skýlda þeirra verði lengd a.m.k. til 18 ára aldurs eins og ráð er fyrir gert í tillögum stéttarfélags ins. Til samanburðar má benda á, að í Danmörku eru vangefin börn skólaskyld til 21 árs ald- urs. 6. Fundurinn tekur undir þá ályktun Sambands A-Skaft- fellskra kvenna, að beita sér gegn því, að framleidd séu og seld barnaleikföng, sem eru eftir- líkingar af drápstækjum, s.s. byssum, sverðum o.þ.u.l. Fund- urinn skorar hér með á alla þá, sem við uppeldi eða fræðslumál fást, og hvern þann, sem lætur sér annt um framtíð ísienzkrar æsku, að beita sér eindregið gegn f ramleiðslu, sölu og kaupum slíkra leikfanga. 7. Fundurinn beinir þeirri áskorun til æskulýðsráðs Reykja- víkur, æskulýðsfulltrúa þjóð- kirkjunnar og Ungmennafélags íslands að beita sér fyrir vel und- irbúnum skemmtunum, sem sér- staklega séu ætlaðar ungling- um. 8. Fundurinn skorar á mennta- málanefnd Alþingis að beita sér fyrir því, að Fóstruskólinn verði tekinn inn í fræðslokerfi rikis- ins, aukinn og endurbættur svo, að hann verði fær um að sjá þjóð félaginu fyrir sérmenntuðu starfs fólki við hinar ýmsu starlsstofn- anir landsins (sócial-stofnanir). Greinargerð: Fundurinn teiur það óviðunandi ástand, að meiri hluti alls starfsfólks dagheimila, vistheimila, leikskóla og annarra samfélagsstofnana landsins skuli ekki hafa menntun til starfs síns. Fóstruskólinn hefir gert mjög mikið gágn, en þar sem hann er einkaskóii með takmarkaða getu, er ekki nein von, að hann anni þjóðarþörfum. Það er álit fund- arins, að þessi mál komist aldrei í viðunandi ástand, nema ríkið reki fullkominn skóla til mennt- unar alls þess fólks, sem við þessi störf vinnur. Fundinum er kunnugt, að margir myndu læra til þessara starfa, ef þeir ættu þess kost hér á landi, og getur ekki skilið þann sofandahátt, sem í þessum málum ríkir hjá ráða- mönnum þjóðfélagsins. 9. Fundurinn átelur þann seina gang, sem ríkt hefir hjá borgar- stjórn Reykjavíkur í byggingu ýmsra uppeldisstofnana og skor- ar á borgarstjórnina að hraða nú. þegar framkvæmdum þeirra sam þykkta sem fyrir liggja. Greinargerð: Þar sem nú er von á nýjum og endurbættum lög um um vernd barna og ung- menna, gerir fundurinn sér full- komna grein fyrir því, að lög þessi ná aldrei tilgangi sínum, nema ríki og bæir hefji stórfellt átak í byggingarframkvæmdum þeirra hjálparstofnana, sem lögin gera ráð fyrir. 10. Fundurinn beinir þeim til- mælum til sklóayfirlæknis, að hann hlutist til um, að eftirlit með heilbrigðisástandi skóla- barna verði aukið þannig: a. Að berklapróf sé gert strax og skólaár hefjast. b. Að sjón og heyrn barna sé árlega prófuð og gengið sé eftir því, að framkvæmdar séu að- gerðir, sem nauðsynlegar kunna að reynast. c. Að unnið verði að því, að tannlæknaþjónusta verði á ný tekin upp við skóla borgarinnar. 11. Fundurinn skorar á mennta málaráðherra að hann leggi svo fyrir, að jafnskjótt og hafinn er rekstur sjónvarpsstöðvar á Is- landi, verði komið upp vísi að skólasjónvarpi og að ráðinn verði hið fyrsta maður til þess að kynna sér tilhögun slíkrar kennslu í öðrum löndum, þar sem sjónvarp hefir verið starf- rækt um árabil. Slíkt skólasjón- varp gæti orðið til þess að jafna þann aðstöðumun, sem skóla- æska í kaupstöðum og dreifbýli býr við. Ennfremur má benda á, að hugsanlegt væri, að sjónvarps þættir, sem þessir væru í sam- bandi við bréfaskóla. 12. Fundurinn beinir þeim til- mælum til menntamálaráðs, að það veiti eigi sjaldnar en á fimm ára fresti verðlaun fyrir beztu frumsamdar íslenzkar barna- og unglingabækur, sögur og leikrit. 13. Fundurinn skorar á borgar- stjórn, fræðsluráð og fræðslu- stjóra Reykjavíkur að hraða sem mest byggingu nýrra kennslu- eldhúsa, þar sem mikið vantar á, að þau eldhús, sem fyrir eru, fullnægi þörfum, þótt þau séu oft þrísett. 14. Fundurinn leyfir sér að fara fram á það, við fræðsluráð og fræðslustjórn Reykjavíkur, að kristindómsfræðsla verði á náms- skrá þar til skyldunámsstigi ar lokið. Greinargerð: Fundurinn telur, að kennsla í kristnum fræðum, t.d. í samtalsformi, myndi geta haft mjög siðbætandi áhrif, þar sem í gegn um slíka fræðslu er hægt að laða unglingana til um- hugsunar um skyldur sinar við Mý Ó!a!iók eftir Ármann Kr. E'narsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.