Morgunblaðið - 16.12.1964, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. des. 1964
ÚTVARP REYKJAVÍK
SUNNUDAG, 6. des. hóf Sig-
\ aldi Hjálmarsson, fréttastjóri,
nýjan erindaflokk um- Indland.
Mun hann án efa draga að sér at-
hyigli margra. Um kvöldið vildi
mér það óhapp til, að ég missti
af erindi, sem ég vildi gjarnan
heyrt hafa. Nefndist það: „Hvað
er sálgæzla“, en séra Jakob
Jónsson flutti. Nú þegar hina
iærðustu menn greinir á um,
hvað sál sé, má telja sérstakan
hvalreka að fá flóknari hugtök,
afleidd af sál, skýrð og jafnmik-
ið ólán að missa af slíkum skýr-
ingum vegna forfalla. Síðar um
kvöldið var þátturinn „Vel
mælt“, sem er nú óðum að breyt-
ast í vísnaþátt, en er engu lakar
n.æltur fyrir því.
Jónas Pétursson, alþingismað-
ur, talaði um daginn og veginn á
mánudagskvöld. Hann talaði
hratt og kom víða við. Ég held,
að útvarpið mætti lengja tíma
dags og vegs manna um 5—10
mínútur. í þeim þætti eru oft
fiutt skínandi erindi, en flutn-
ingsmenn verða oft að tala full-
hratt vegna tímaskorts. Og þeg-
sr þeir hafa lokið máli sínu, kem-
ur oftast hljómplata. Og venju-
lega er þeim plötum ekki mikið
r.iðri fyrir.
Mér fannst einna athyglisverð-
ast það, sem Jónas sagði um „af-
Cialakotin“, sem menn nefndu
svo, og gjarnan í lítilsvirðingar-
skyni. Þar teldu margir óbjörgu-
leg búskaparskilyrði, en sann-
leikurinn væri sá, að hvergi á
íslandi væru betri búskaparskil-
yrði en til dala. Þar yrði mestur
hiti, en það réði aftur úrslitum
um gróðurfar.
Jónas hvatti til að hraða stór-
iðjuframkvæmdum og rafvæð-
ingu um land allt.
Honum þótti
kalt hagfræði-'
legt mat vera
fulláberandi
meðal okkar nú,
það lífsviðhorf,
sem Bergþóra
tjáði með hinum
ódauðlegu setn-
ingum: „Ég var
ung gefin Njáli“
o. s. frv. mundi
ekki metið hátt
af hagfræðingum, en samt hefði
margur í aldanna rás sótt
dýrmæta lífsspeki í þau orð. Að
endingu sagðist Jónas taka undir
þau orð Si.gurðar Jónassonar, að
Alþingi yrði endurreist á Þing-
völlum í framtíðinni.
Síðar um kvöldið kom Sigurð-
ui Samúelsson, prófessor, fram
á blaðamannafundi og svaraði
spurningum um hjarta- og æða-
sjúkdóma. Spyrjendur voru þeir
ritstjórar Magnús Kjartansson og
Andrés Kristjánsson, en stjórn-
andi þáttarins dr. Gunnar G.
Schram.
Próf Sigurður sagði, að hjarta-
og æðasjúkdómar hefðu stöðugt
færzt í aukana hér á landi á
seinni árum, og nú væri svo
komið, að um 40% allra dauðs-
falla stöfuðu af þessum sjúk-
dómum. Mest væri aukningin hjá
karlmönnum 40—60 ára. Á þeim
aldri væru konur miklu ónæm-
ari fyrir þessum sjúkdómum og
væri talið, að orsökin lægi í
hormónastarfsemi kvenna á þessu
aldursskeiði. Annars taldi Sig-
urður, að hin mikla aukning
þessara sjúkdóma stafaði að veru-
iegu leyti af breyttum atvinnu-
háttum, auknum kyrrsetustörf-
um. Lægi þó ekki fyrir nein
óygigjandi vissa um orsakirnar.
Athyglisvert væri, að Finnar,
Bandaríkjamenn og Skotar hefðu
mun hærri dánartölu en við af
orsökum þessara sjúkdóma, eða
yfir 50%. Væru þessar þjóðir þó
síður en svo öðrum fremur
þekktar að kyrrsetu.
Auk hreyfingarleysis taldi
prófessor Sigurður mestar líkur
til, að reykingar og matarræði
ættu drýgstan hlut í myndun
ofannefndra sjúkdóma. Stór-
reykingamönnum, og þá einkum
þeim, sem reyktu síigarettur,
væri miklum mun hættara við
að fá þessa sjúkdóma. Með stór-
reykingamönnum á hann við þá,
sem reykja a.m.k. einn pakka á
dag. En hvað matarræði áhrærði,
pá væri það einkum fituríkt fæði,
sem varast bæri að neyta í óhófi,
svo sem feitt kindakjöt, smjör og
mjólk. Mönnum sem ynnu erfið-
isvinnu, stafaði þó minni hætta
af matarfitu, þar sem líkami
þeirra brenndi svo mikilli fitu.
Sagðist Sigurður litlar áhyggjur
hafa af erfiðismönnum, með hlið-
sjón af ofannefndum sjúkdómum.
Enn sagði hann, að mikil tauga-
spenna væri varhugaverð í
þessum sökum, einkum í sam-
bandi við litla hreyfingu.
Undir lokin ráðlagði prófess-
orinn mönnum að neyta meir
fiskmetis en þeir gerðu. Það væri
holl og góð fæða.
* SAGA TIL NÆSTA
BÆJAR
ÞAÐ fór eins og mig grun-
aði, að þegar snjórinn kæmi
loksins ættu fæstir skíði. Fjöldi
unglinga hér sunnan lands, sem
kominn er yfir fermingu á
engin skíði og hefur aldrei stig-
ið á skíði — einfaldlega vegna
þess, að snjór hefur varla sézt
hér um slóðir á undanförnum
árum. En fáir búa sennilega
jafn illa og Vestmannaeyingar.
Þar fundust aðeins fern skíði,
að sögn eins dagblaðsins í gær,
og nú hamast þeir í Eyjum við
að ganga á skíðum til skiptis
áður en snjóinn tekur upp.
Vonandi tekst þeim að láta
skíðin ganga eina umíerð milli
allra Eyjaskeggja — áður en
hlánar.
Það þætti hins vegar saga til
næsta bæjar í útlöndum, að í
mörg þúsund manna bæ norður
á íslandi, hefðu ekki fundizt
nema fern skíði. Þegar þeim,
sem lítið þekkja til íslands, er
sagt frá snjóleysinu hér og
vetrarblíðu undanfarinna ára
— þá hljómar það í eyrum
Hér er stiklað
á stóru um upp-
lýsingar Þaer,
sem fenigust á
þessum fundi,
en hann var
mjög fróðlegur.
Merkilegt fannst
mér, að ofneyzla
áfengis var
hvergi nefnd,
Siigurður sem hugsanleg
Samúelsson orsök hjarta- og
æðasjúkdóma. Ég ætla mér ekki
þá dul að véfengja orð sérfróðra
og reyndra lækna. En við, sem
einhvern tima á æfinni höfum
fengið slæma timburmenn, með
púlsinn reikandi milli 120—140
slaga á mínútu, skiljum ekki, að
slíkt geti gerzt án verulegrar
áreynslu á hjarta- og æðakerfi
og síendurtekið ástand af því
tægi geti verði heilsubót. Eða
virkar þetta kannske sem eins-
konar morgunleikfimi fyrir þessi
iíffæri?
Á miðvikudagskvöld las Bald-
ur Pálmason upp úr bókinni „Örn
Arnarson“ eftir Kristin Ólafsson.
Segir skáldið þar m.a. frá sinni
„fyrstu ástarsorg", er Símon
Dalaskáld sveik hann um dóttur
sína 8 ára gamlan. Var þetta hinn
ágætasti bókarkafli.
Ekki var þá kvöldvakan síðri.
Var þá leikinn ný hljómplata
með óvenjulegu innihaldi: ,,Sig-
urður Nordal las þar upp erind-
ið: „Ferðin, sem aldrei var far-
in“ úr erindasafninu „Líf og
dauði“, sem hann flutti í útvarp-
íð 1940. Stytti dr. Sigurður er-
indið lítið eitt s.l. sumar. Enn
fremur hafði Jón Helgason, pró-
fessor lesið ljóð og Ijóðaþýðinigar
eftir sjálfan sig inn á plötuna.
þeirra eins og verið væri að
segja þeim, að fílar og tígrisdýr
væru helztu húsdýr íslendinga.
★ FLUGVÖLLURINN ENN
Á DAGSKRÁ
Flugmenn hafa nú enn
einu sinni lagt áherzlu á að
óæskilegt sé að verja meira fé
í endurnýjun Reykjavíkurfluig-
vallar. Að þessu sinni komu
þeir saman á fund til þess að
skipuleggja aðgerðir í málinu,
en þessu hefur margsinnis verið
hreyft á undanförnum árum
— og hafa flestir bent á Álfta-
nes sem heppilegasta staðinn
fyrir framtíðarflugvöll Reykja-
víkur. Erlendir sérfræðingar
oig nefnd innlendra sérfræðinga
hafa tekið svipaða afstöðu.
Mér skilst, að forráðamenn á
sviði flugmála vildu gjarna
ganga lengra til móts við þess-
ar mergendurteknu óskir en
orðið hefur. Hingað til hefur
þeim víst þótt pyngja lands-
manna fulllétt til þess að þola
fyrirtækið.
Viðhorfin breytast hins veg-
ar með ört vaxandi tækni og
sú spurning hlýtur að vakna,
Varð þetta ein bezta kvöldvaka
vetrarins fram til þessa.
Vonandi gætir útvarpið plötu
þessarar vel og ruglar henni ekki
saman við aðrar plötur.
Á fimmtudagskvöld talaði frú
Lára Sigurbjörnsdóttir um þátt
heimilisins í menntun æskunnar.
Hún harmaði, að uppeldishlut-
verk heimilanna færðist nú meir
og meir yfir á kennarana og
skólana, enda þótt barnið væri
orðið 7 ára, þegar það færi í
skóla, en persónugerð barnsins
sagði hún, að mótaðist þegar á
ungum aldri. Hvatti hún foreldra
til að sinna sem bezt uppeldi
barna sina og gefa sér tíma til
að tala við þau — og ekki tæpi-
tungu, eftir að börnin væru far-
in að tala. Barnið væri sjálfstæð
persóna með eigin skapgerð, sem
foreldrarnir gætu þó mótað mjög
til góðs, ef þau legðu rækt þar
við. Börnum ætti að kenna að
bera virðingu fyrir sjálfum sér,
lífinu og Guði.
Síðar um kvöldið annaðist
Ingólfur Kristjánsson þáttinn
„Raddir skálda“. Var hann helg-
aður Jóni Björnssyni, rithöf-
undi, (f. 1907) æfiferill hans
lauslega rakinn og nokkrar
bækur taldar, en alls hefur hann
igefið út 18 bækur. Síðan var
lesið úr fyrstu bók Jóns .„Máttur
jarðar" svo og kafli úr skáld-
sögu hans „Valtýr á grænni
treyju".
Sumar bækur Jóns Björnsson-
ar hafa náð vinsældum. Þær eru
r.okkuð reyfarakenndar sumar
og munu ekki að öllu falla eftir
farvegi hins nýrri skáldskapar-
skóla. En þar sem fæstir íslenzk-
ir lesendur munu mjög tízku-
frekir í þessum sökum, hafa
margir þeirra lesið sögur Jóns
sér til ánægju.
Haukur Kristjánsson, læknir,
talaði um slys á föstudagskvöld-
ið. Hann sagði, að slys ýmis-
konar væru algengasta sjúkdóms-
hvort ekki sé rétt að endur-
nýja matið á öllum aðstæðum
með hæfilegum fresti — og ráð-
stafa ekki því landsvæði, sem
til greina kæmi undir flugvöll,
á annan hátt fyrst um sinn.
íslendingar vilja yfirleitt fá
allt gert „í einum hvelli“. Þrátt
fyrir allan seinagang er það
hreint kraftaverk, að hér hefur
þó tekizt að byggja upp það,
sem byggt hefur verið — þegar
tillit er tekið til smæðar þjóðar-
innar, stærðar landsins og vega-
lengdanna, sem flytja verður
hráefni til nær allra fram-
kvæmda. Oig einmitt vegna þess
að við verðum að halda vel á
okkar fé vonast allir til að ekki
verði fest meira fé í Reykjavik-
urvelli en hægt er að komast af
með — á meðan hann er notað-
ur. Ljóst er, að sérfróðum ber
saman um að æskilegt væri að
nýr völlur leysti þann gamla af
hólmi eins fljótt og auðið yrði.
★ NIÐURGREIÐSLA
Á LYFJUM
Og hér kemur bréf til
Sjúkrasamlagsins — frá Finn-
boga:
Jónas
Pétursson
orsökin, og hefði trúlega Verið
svo frá upphafi vega (notar
hann þá væntanlega nrðið sjúk-
dómur í víðtækari merkingu en
venjulega er gert). Sagði Hauk-
ur, að nauðsynlegt væri að
kenna almenninjgi undirstöðuat-
riði í slysahjálp og væri eðlilegt
að sú kennsla færi fram í öllum
barna- og unglingaskólum.
Kennslan yrði að vera vel sam-
ræmd, svo að menn rugluðust
ekki í ríminu, þegar mest á
reyndi.
Athyglisvert var, að Haukur
hélt því fram, að nú væri öllu
þungbærara fyrir menn að missa
t.d. einn fingur vegna slysfara
fceldur en var fyrir svo sem 50
úrum. Skýrði hann þetta svo, að
enda þótt slysatryggingar væru
nú mun öflugri, þá hefðu kröfur
manna til lífsiþæginda vaxið svo
mjög. Liklega er nokkuð til 1
þessu. En koma þá ekki fleiri
skýringar til greina. Hefur ekki
vaxandi efnishyggja og minnk-
andi Gúðstrú beiní athygli
manna meir en áður
var að ytra borði hlutanna,
trú beint athygli manna meir en
aður var að ytra borði hlutanna,
hin miskunarlausa barátta um
jarðnesk gæði, án tillits til sálu-
fcjálpar þessa heims eða annars,
átt þátt í því að torvelda fötluðu
fólki lífsbaráttuna, þrátt fyrir
auknar tryggingar?
Að vísu munu kjör fatlaðs fólks
fyrir 50 árum ekki hafa verið til
fyrirmyndar, og frá beinu efna-
fcagslegu sjónarmiði fcafa þau
trúlega verið lakari en nú. Ei»
oft verður maður var við það á
okkar miklu „menningartímum“,
að rík hneigð er hjá mörgum
til að leggja nánast siðferðilegt
mat á fatlað fólk. Líkt og fólk
þetta ætti minni rétt til lífsins.
Kannske er þetta eðlislægt mat
hjá manninum, sem hann fær
ekki við ráðið, nema gæða hug
sinn æðri sjónarmiðum Guðstrú-
ar og lífstilganigs.
Framh. á bls. 10
„Síðustu 2ð ár hef ég þjáðst
af ólæknandi húðsjúkdómi oig
eru þeir peningar ótaldir, sem
ég hef greitt í læknis og lyfja-
kostnað.
Síðast þegar ég fór til læknis,
skrifaði hann lyfseðil og við
framvísun í lyfjabúð var mér
tjáð að Sjúkrasamlagið greiddi
ekki niður þetta lyf.
Ég ákvað samt að reyna lyf-
ið, sem reyndist mér afbragðs-
vel, betur en nokkuð annað,
sem ég hef reynt.
Þetta er lítil túba og kostar
142.00 krónur og nú er ég aftur
að leggja af stað til læknisins
og er neyddur til þess að kaupa
mér aðra túbu, lyf þetta heitir
SYNALAR-N og nú spyr ég,
hvers á ég að gjalda, Sjúkra-
samlagsgjaldið er tekið af
kaupinu mínu hvern mánuð en
þagar ég þarf á lyfjum að halda
þá nýt ég engra hlunninda?
Hver ákveður að eitt lyf er
greitt niður en annað ekki og
eftir hvað reglum er farið?
Finnbogi“.
Og svo getur Sjúkrasamlagið
svarað — ef það fær-tíma tii að
stinga niður penna i jólaönn-
unum.
B O S C H
rafkerfi
er i þessum bifreiðum:
BENZ SAAB
DAF TAUNUS
NSU VOLVO
OPEL VW
Við höfum varahlutina.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
X esturgötu 3. — Simi 11467.