Morgunblaðið - 16.12.1964, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.1964, Page 16
16 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 16. des. 1964 Útgefandi: Fr amkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. OABYRG STJORNAR- ANDSTAÐA ITVamsóknarflokkurinn hefur nú flutt breytingartil- lögu um fjáröflunarlagafrum varpið og vill hann 220 millj- ón króna útgjaldaaukningu ríkisins. Til samanburðar má geta þess að kommúnistar, sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera mesti skattpín- ingaflokkur og óábyrgastur, krefjast þó ekki nema 56 milljón króna útgjaldaaukn- ingar. Framsóknarforingjarn- ir hafa þannig rækilega sýnt yfirburði sína í ábyrgðarleys- inu. Það er vissulega leitt til þess að vita, að stjórnarand- staðan skuli algerlega bregð- ast hlutverki sínu. Auðvitað reiknuðu menn ekki með því, að kommúnistar yrðu ábyrg- ir, en ætla hefði mátt, að Framsóknarmenn létust a.m. k. vera ábyrg stjórnarand- staða, en því miður örlar ekki á neinum tilburðum í þá átt. Stjórnarandstaðan í lýð- ræðisþjóðfélagi hefur mikil- vægu hlutverki að gegna al- veg eins og þeir flokkar, sem með stjórn fara. Stjórnarand- staðan á að veita aðhald, hún á að gagnrýna hóflega það, sem miður kann að fara, en þó fyrst og fremst að benda á leiðir, sem heppilegri eru en stefna stjórnarinnar í hverju einstöku máli að dómi stjórnarandstæðinga. Ekkert af þessu hefur Fram sóknarflokkurinn gert. Þvert á móti hefur hann yfirleitt snúizt öndverður gegn öllum ráðstöfunum Viðreisnarstjórn arinnar, án tillits til eðlis þeirra. Hann hefur fyrirfram verið á móti hverju einasta nýmæli. Ekki er úr vegi að menn rifji nú upp stóru orðin, sem Framsóknarforingjarnir við- höfðu í sumar, út af sköttun- um, Þá sögðu þeir að alltof langt væri egngið í skattlagn- ingu. Nú bera þeir hins vegar fram tillögur um 220 milljón króna útgjaldaaukningu, sem þeir að sjálfsögðu vita jafn vel og allir aðrir, að þýðir ekki annað en það, að nýrra tekna verður að afla, og þá með sköttum á landslýðinn í einu eða öðru formi. En það er svo sem engin ný vitneskja fyrir þá menn, sem fylgzt hafa með íslenzkum stjórnmálum, að Framsóknar- flokkurinn vilji sem hæsta skatta. Hann hefur alla tíð verið andvígur því, að ein- staklingar og stofnanir þeirra fengju að hafa yfirráð yfir verulegu fjármagni, og þess vegna beinlínis talið mikla skattheimtu heppilega. Ein- hverjir kunna þó að hafa tek- ið það trúanlegt, að algjör sinnaskipti hefðu orðið í Framsóknarflokknum með hliðsjón af ádeilunum á Við- reisnarstjórnina í sumar. Þeir menn hafa nú fengið yfirlýs- ingu Framsóknarflokksins sjálfs í þessu efni. Hann vill auka skattheimtuna um 220 milljónir króna, eða nærri því sömu upphæð og allir tekju- og eignaskattar nema nú. GISTING í HEIMAVISTAR- SKÓLUM í rið 1959 skipaði mennta- ^ málaráðherra nefnd, til að athuga möguleika á því að hagnýta heimavistarskóla landsins til gistingar að sum- arlagi. Hefur síðan verið unn- ið að þessu máli, og varið 9 milljónum króna til endur- bóta á heimavistarskólum, til húsgagnakaupa o.s.frv. Árangur þessarar ráðstöf- unar er sá, að nú eru yfir 700 gistirúm í heimavistar- skólum víða um land, og enn- fremur aðstaða til gistingar í skólastofum og stærri her- bergjum fyrir 200—250 manns. Hér hefur verið unnið að þörfu málefni, því að ljóst er, að ferðamannastraumur mun margfaldast á næstu árum, og ekkert annað en skortur veit- inga- og gistihúsa hamlar því, að við getum haft stórfelldar tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn. Auðvitað verður þó aðstað- an í heimavistarskólum aldrei sambærileg við það sem er í fullkomnum gistihúsum. Þess vegna verður að leggja kapp á að byggja veitinga- og gisti- hús víða um land. Nú er unnið að talsverðum framkvæmdum við byggingu gistihúsa í Reykjavík, en það nægir þó hvergi nærri, því að ferðamenn koma ekki bara til að hafa viðtöl í höfuðstaðn- um, heldur fyrst og fremst þess að kynnast landinu. Þess vegna er það einnig ánægjulegt, að afráðið er, að stofna félag með allmiklu f jár magni, sem hefur það megin- markmið, að byggja veitinga- og gistihús úti um land. Hef- ur verið rætt um að hefjast handa í Hveragerði, en síðan þurfa slík veitinga- og gisti- hús að rísa víða um land, fyr- ir norðan, austan og vestan og jafnvel uppi í öræfum, þar sem stunda má margháttaðar íþróttir meginhluta ársins, og :a VttJ UTAN ÚR HEIMI Hin umrædda mynd af liki Hitlers Sannanir fyrir dauða Hitlers Á UNDANFÍRNUM vikum hafa vestræn blöð birt mynd af líki Hitlers (í Mbl. síðast- liðinn sunnudag). Þessi mynd er fölsun, að því er segir í síðasta tölubl. vestur-þýzka fréttaritsins DER SPIEGEL og rekur tímaritið uppruna hennar til teikningar, sem notuð var í rússnesku kvik- myndinni „Þeir drógu sigur- fánann að hún“. Síðan birtist myndin í rússneska blaðinu Kasakstaunskaja Pravda, sem fullyrti ranglega, að myndin væri ekta. Fjórum árum síðar eða nú fyrir skömmu tók Fréttablað samvinnunefndar fyrrverandi liðsforingja, sem út er gefið í Austur-Berlín, myndina upp en þaðan komst hún vestur á bóginn. DER SPIEGEL greinir einnig frá því, að um svipað leyti og hin falsaða mynd birt ist í Vestur-Evrópu, hafi frétt ir borizt af því, að við háskóla stofnun í Kiel, væri starfandi vísindamaður, sem hefði verið vitni að dauða Hitlers. Innanríkisráðuneytið í Schl eswig-Holstein brá skjótt vrð og gaf út fréttatilkynningu, þar sem sagt var, að vís- indamaðurinn, sem þá var aðstoðarlæknir hjá hinum víðfræga lækni dr. Eaner- bruch, hafi verið til kaMaður til að bera kennsl á lík Adolfs Hitlers. Hafi hann með að- stoð gamalla röntgenmynd get að staðfest, að hér væri um að ræða jarðneskar leyfar Adolfs Hitlers. Þrátt fyrir leynd ráðuneyt- isins yfir nafni mannsins, birt ir DER SPIEGEL það: Dr. med. dent. Hichall Arnau- dow. Tímaritið bendir síðan á, að sannanir fyrir dauða Hitlers séu fyrir löngu kunnar og hafi verið skjalfestar fyrir 10 ár- um í Bayern. Árið 1954 sór tannfræðingurinn Fritz Ecth- mann, þá nýkominn úr rúss- neskum fangabúðum, eið fyrir bæjardóminum í Bern- chtesgaden að því að hafa í lok stríðsins þekkt aftur tann- garð foringjans og staðfest þar með lát hans. Lýsti hann einnig einstökum atriðum i því sambandi. Echtmann hafði verið að- stoðarmaður tannlæknis Hitl ers, prófessors Tengo Blachke. Um tennur Hitlers hafði Echt mann síðast fjallað 1944, þeg- ar stytta þurfti gullbrú hans úr ellefu niður í níu liði vegna tannhælsbólgu. í stríðsiok var Echtmann tekinn fastur af rússnesku leynilögreglunni, en yfirmað- ur hans hafði þá forðað sér til Suður-Þýzkalands. NKWD- mennirnir sýndu Echtmann nokkrar jarðneskar leyfar Hitlers, sem þeir geymdu i vindlakassa. Þar í voru tenn- ur, neðri kjálki, gervitennur og brýr Hitlers. Mikið af þeim var heilt, þótt Hitler hafi skot ið sig í munnholið. Tæp 10 ár liðu án þess að Rússar viðurkenndu að hafa staðið að tannprófuninni, augljóslega til að skapa sem mesta óvissu og vangaveltur í vestrænum löndum um dauða hans. Staðfesting á ummælum Echtmanns fengust í maí 1963, þegar Cornelius Ryan, höfund ur bókarinnar „Lengsti dag- urinn' var að safna efni í nýja bók „Síðasta orustan“ (um Berlín). Fór hann til Moskvu og átti tal við fimm- tíu rússneska hershöfðingja. Einn þeirra, Sokolowski mar- skálkur, sagði: Þótt lík Hitl- ers hafi verið brennt, mátti þó vel þekkja það. Til þess að vera alveg öruggir, létum við einnig tannfræðing Hitlers líta á tennur hans, sem brotn- ar höfðu verið úr. Tannfræð- ingurinn þekkti aftur tann- garð Hitlers. í sambandi við hinn skýra framburð Echtmanns er frá- sögn Arnaudows haldin óná- kvæmni. Þannig upplýsti hann við innanríkisráðuneytið í Kiel, að hann hafi borið kennsl á líkið um 10-leytið fyrir hádegi 30. apríl 1945. Hitler skaut sig hinsvegar ekki fyrr en 15.30 þann dag og Rússar fundu ekki líkið fyrr en 2. maí, þegar þeir tóku kanzlarabygginguna. (Endursagt úr DE SPIBGEL hefti nr. 50). — Hvað segja Jbe/r Framhald af bls. 12 verka annars persónurnar á höfund sinn eftir að hann er búinn að sleppa af þeim hend inni og senda þær frá sér? — Því er erfitt að svara. Ég held að þegar einni bók er aðstaðan batnar eftir því sem fleiri og betri vegir eru lagðir. Við íslendingar höfum ver- ið of sinnulausir í þessu efni, en nú fer skilningur manna sem betur fer vaxandi á því, hve mikla þýðingu aukinn ferðamannastraumur til lands ins getur haft efnahagslega, auk þess sem vaxandi kynni útlendinga af landi okkar og þjóð styrkja okkur á ýmsan veg annan. lokið, þá sé maður feginn að glíman við þessar persónur er búin, en maður saknar þeirra þó um leið. — Eruð þér kannski byrj- aður á öðru verki? — Maður hefur óhjákvæmi- lega alltaf eitthvað í huga, en að svo stöddu er það ekkert, sem ég get sagt nánar frá. Þó ég hafi lítið unnið það ennþá, þá hefur mér t.d. oft á undan förnum árum verið ríkt í huga að gaman væri að skrifa sögu frá Kaupmannahöfn í stríðs lokin. Svo er sagnaefni frá samtíðinni hér allt í kringum okkur. Kannski hefur mig langað til að hverfa á næst- unni frá fortíðinni til nútím ans, þó flestar „sögulegar" skáldsögur séu raunar ævin- lega í tengslum við samtíð höfundar að ýmsu leyti. — Já, þér eruð þaulkunn- ugur Kaupmannahöfn á stríðs árunum. Hvað skrifuðuð þér annars margar bækur á dönsku meðan þér bjugguð erlendis? — Ég frumritaði á dönsku 3 skáldsögur og 4 unglinga- bækur. — Hafa þær verið þýddar á önnur mál? — Þær hafa allar komið út á íslenzku. Unglingabókín „Leyndardómur fjaManna“ heí ur víðast farið, var svo hepp- inn að komast í góðan bókar flokk og var þýdd á þýzku. sænsku og íslenzku, auk dönsk unnar. „Máttur jarðar“ var líka þýdd á þýzku og prent- að, en upplagið hefur víst allfc farizt í loftárásunum á Dresden. — Breytist viðfangsefniS eða persónurnar við að skrif- að er á öðru máli og fólkii talar t.d. dönsku? — Það held ég örugglega ekki. Þessar sögur, sem ég skrifaði á dönsku, voru islenzk ar þrátt fyrir málið, enda eru þær allar um ísienzkt efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.