Morgunblaðið - 16.12.1964, Side 19

Morgunblaðið - 16.12.1964, Side 19
Miðvikudagur 16. des. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 19 M&gnús Teifsson: NúverancEi áslastd í skatfamálum Þ Ó að mesta storminn hafi lægt eftir álagningu opinberra gjalda sl. sumar, 'er enn mikil undir- alda. Vindáttin hefur breytzt. Nú leita æ fleiri að nýjum og rétt- látum álagningargrundvelli, enda hafa birzt allmargar greinar um þetta efni í þessu blaði. Flestir, sem hafa tekið til máls í ræðu og riti, eru sammála um að hið núverandi ástand í álagningu og innheimtu opinberra gjalda mis- bjóði réttlætiskennd þjóðarinnar, og þess vegna sé brýn þörf að finna nýjar leiðir til fjáröflunar vegna almennra þarfa. Nýjar leiðir Eitt ætti að vera ljóst frá upp- hafi: Það er ógjörningur að fjölga enn skatta- og gjaldategundum. í auglýsingu eins bæjarfógeta voru nefndar 22 tegundir opin- berra gjalda, og mér telst til að þetta sé ekki nema helmingur allra tegunda gjalda, sem kraf- in eru af skattþegnunum. Enn- fremur ætti að vera mjög við- sjárvert að bæta við einum eða fleiri nýjum gjaldstofnum og auka tekjur hins opinbera á grundvelli slíkrar einhliða hækk- unar. „Hið opinbera“ táknar hér alla aðila, sem samkvæmt lögum eða venju eiga rétt til að inn- heimta opinber gjöld, skatta, út- svör, tolla, tryggingar- og sjúkra- samlagsgjöld o.s.frv., hvort sem um er að ræða ríkisyfirvöldin sjálf, ríkissofnanir, yfirvöld í bæjum og sveitum eða aðrar sto'nanir hins opinbera. í stað orðanna „skattþegnar" og „hið opinbera" hefði ég frá upphafi heldur kosið önnur heiti, af því í eðli sínu eru þessir tveir aðilar ekki andstæðingar nema í orði kveðnu og af allt of gamalli venju. í raun og veru er ekki um að ræða nema hægri og vinstri hönd, þjóðfélagsins, sem eiga að vinna í sameiningu að jafnvægi og réttlæti í bústörf- um þjóðarheildarinnar. Það ber að leita að einum farvegi, sem þessir peningastraumar eiga að renna eftir. Sérstaða Islands Eftir því sem ég bezt veit, ver engin þjóð, að minnsta kosti ekki í nágrenni okkar, eins stórri hlut fallstölu af framleiðslu sinni í þágu utanríkisviðskipta og fs- lendingar. Samkvæmt töflum birtum í „Fjármálatíðindum" nam andvirði útflutningsins á undanförnum árum hérumbil 50% af þjóðarframleiðslu. Á sama tímabili var andvirði inn- flutningsins nærrri því jafnhátt andvirði útflutningsins. Jafnvægi milli innflutnings og útflutnings er ekki eingöngu æskilegt og nauðsynlegt, heldur einnig eðlilegt. Framleiðsla út- flutningsafurða á nútíma mæli- kvarða er óhugsandi án samsvar- andi innflutnings skipa, véla, tækja og hráefna. Röskun þessa jafnvægis stofnar þjóðarbúlnu í voða, en virðist ekki vofa yfir í náinni framtíð, þar eð innlend framleiðsla byggist nú á breið- ari grundvelli en áður fyrr. Þarfir ríkisins Allur innflutningur og útflutn- ingur landsmanna rennur gegn- um tollstöðvar landsins, að mestu leyti gegnum Arnarhvol í Reykja vík. Mun ég því hafa „Arnar- hvol“ sem samnefnara, hvort Bem þessum stað verður tryggð- ur hærri sess í framtíðinni, eða ekki. Þar eru lögð á allan innfiutn- ing hérumbil 30% aðflutnings- og önnur gjöld, og af þeim fær ríkissjóður hérumbil 70% sinna tekna. Af þessari tekjulind mun ríkissjóður hafa hérumbil 2 milj- arða í tekjur á árinu 1965. Heild- artekjur ríkísins eru áætlaðar 3,2 miljarðar, sem öllum verður var- ið í þágu skattþegnanna á næsta fjárhagstímabili. Þarfir bæja og sveita Reykjavíkurborg segist þurfa að nota 600 miljónir á sama tíma, þannig að ætla mætti að þarfir allra bæja, kauptúna og sveita á landinu væru nú ekki langt frá 1,3 miljarða á ári Mér finnst óréttlátt að áætla þarfir bæja og sveitarfélaga utan Reykjavíkur minni en höfuðborgarinnar, því að alls staðar ætti hið opinbera að stuðla að jafnmiklum vexti og uppgangi, svo að þörfin fyrir tekjum er jafnbrýn um landið allt. Þetta er þegar viðurkennt með því að viss hluti tekna ríkis- ins rennur lögum samkvæmt til bæja og sveita, auk þess sem ríkið styrkir nauðsynlegar fram- kvæmdir þeirra á annan hátt. Þarfir hins opinbera Útgjöld ríkisins á árinu 1965 eru áætluð 3,2 miljarðar króna, og í málsgreininni hér að ofan voru áætlaðar þarfir bæja og sveitafélaga 1,3 miljarðir, þann- ig að ætla mætti að þarfir hins opinbera í þágu skattþegnanna nemi nú hérumbil 4,5 miljörðum króna á ári. Innheimta Hið opinbera greiðir marga tugi miljóna króna í laun em- embættismanna og skrifstofu- kostnað, til þess að afla þessara tekna. Þessi kostnaður myndi minnka allverulega, ef hægt væri að setja alla þessa innheimtu undir eina stjórn, t.d. Arnarhvol, enda hefur verið stofnuð Gjald- heimtan í Reykjavík, sem inn- heimtir margskonar gjöld til rík- is og borgarinnar á sama stað. Innheimtukostnaðurinn er ennþá hærri frá sjónarmiði skatt- þegnanna. Flestir kaupgreiðend- ur þurfa að verja miklum kostn- aði og vinnutíma í útreikning og innheimtu þessara gjalda frá launþegunum og dreifingu þess- ara gjalda til hinna opinberu innheimtustofnana. Mér virðist ekki rangt að áætla að meðal- stórt atvinnufyrirtæki þuffi álíka mörg fylgiskjöl vegna allra þess- ara greiðslna og fyrir sitt eigið rekstrarbókhald. Samt skal ekki nefnd sú stórkostlega áhætta, sem hvílir á fyrirtækjunum vegna stundvíslegrar greiðslu þessara gjalda, og dugar að vitna í Lögbirtingablaðið. f þessu sambandi þykir rétt að geta eins atriðis, sem frekar er sálræns eðlis en fjárhagslegs: Þegar vinnuveitandi greiðir starfs fólki sínu laun um viku- eða mánaðamót, er óskemmtilegt að heyra æ ofan í æ þá spurningu: „Og hvað á ég að kaupa mér fyrir þessar kvittanir?“ Sama gildir um launþegann, þegar hann kemur heim til sín og fjöl- skyldu sinnar og opnar þar um- slagið. Þetta er staðreynd, sem varla er hægt að vefengja. Að mínu áliti getur hún haft veruleg áhrif á samband eða samstarf vinnu- veitenda og launþega og oft auk- ið þá spennu, sem ríkir milli þessara aðila, algjörlega að óþörfu. Engir skattar Méð öðrum orðum: Ákjósan- legt væri fyrir launþega að mega nota öll sín laun eftir eigin geð- þótta. Umslagið ætti ekki að geyma annað en reiðufé. Alveg að sama skapi myndi atvinnu- rekandi vera feginn, mætti hann ráðstafa sínum tekjum að eigin vild, í þágu atvinnu sinnar eða fjölskyldu. En eins og ástandið er nú, verður hann að reikna með því að þurfa að greiða all- háa hlutfallstölu af sínum tekj- um til hins opinbera. Hann kvíð- ir góðærinu, en fagnar því ekki. Á hinn bóginn munu allir þegnar, sem komnir eru til vits og ára, vera reiðubúnir að leggja sinn skerf í þjóðarbúið, ekki hvað sízt á okkar tímum, þegar örugg afkoma hvers og eins tryggist ekki nema í velferðar- ríki. Spurningin er: Hvar og hvernig á að rækja þessa skyldu? Ein ríkisinnheimta Gjaldheimtan í Reykjavík hef- ur vísað leiðina. Það á að vera EIN stofnun, gem annast inn- heimtu allra opinbera gjalda eða, réttara sagt, EINS opinbers gjalds. Þegar ég ræddi áðan sérstöðu Islands og hina miklu þýðingu, sem utanríkisviðskipti hafa fyr- ir þjóðarbúskap okkar, sýndi ég líka fram á að aðflutnings- og önnur gjöld vegna innflutnings- ins hefðu mjög sterk áhrif á tekjur ríkisins. Þó að þessar tölur séu ónákvæmar, nægja þær til þess að sýna að tæpur helrn- ingur þeirrar upphæðar, sem kalla mætti þarfir hins opinbera, er þegar fenginn með aðflutn- ingsgjöldum m.a. Það væri freist- andi að hugsa sér að þar væri fengin öll sú upphæð. Eitt gjald Þetta þýðir að í stað allra þeirra gjalda, sem skattþegnar .greiða nú til margra staða, yrði innheimt eitt gjald á einum stað. Þetta eina gjald yrði að nægja til þess að greiða allar þarfir hins opinbera, ríkis, bæja og sveita. Á hinn bóginn: Það væri ekki nema einn gjaldstofn, sem hið opinbera hefði aðgang að, og hann væri innflutningur lands- manna . Innflutningurinn er hinn öruggi hitamælir atvinnulífsins. Án hans getur engin atvinnu- grein starfað, án hans getur eng- inn maður lifað í nútíma þjóð- félagi. Að lokum þýðir þetta að vísu, að aðflutningsgjöldin þyrftu að hækka allverulega. Eins og sakir standa, þyrftu þau að hækka úr 2 miljörðum í 4,5 milj- arða. Það er auðséð að þetta gjald mætti ekki nefna toll eða innflutningsskatt vegna skuld- bindinga hins íslenzka ríkis við önnur ríki, en á því sviði mun finnast heppileg lausn, þegar tek- ið er tillit til hins háa markmiðs, sem stefnt er að. Undanfarnar vikur urðum við vottar að því að viðskiptaríki Stóra Bretlands komust ekki hjá því að fallast á hækkun innflutningstolla Breta vegna augljósrar nauðsynjar hennar. Uppbygging þessa gjalds Ennfremur er augljóst að ekki má hækka öll núverandi aðflutn- ingsgjöld jafnt um 100—125%. Hér þyrfti að finna mjög ná- kvæma stöðlun innfluttra vara og efna eftir nauðsynjargildi þeirra og haga breytingu núver- andi gjalda samkvæmt þvi. En í því sambandi mætti strax benda á eitt atriði: Þó að gjaldið í Arn- arhvoli hækki allverulega, myndi almenningur losna við söluskatt- inn. En hann hefur hingað til verið lagður á smásöluverð. Enn er eitt, og þar með skal drepið á þungamiðju þess kerfis, sem hér er verið að lýsa: Eng- inn innflutningur mætti vera gjaldfrjáls. Það verður að vera grundvöllur þessa kerfis, í fyrsta lagi, að það á ekki að flytja neitt inn, nema almennur hagur sé að því. Eitt dæmi mun gera þetta ljós- ara: Það mun ekki vera nægi- legt að hækka gjaldið af inn- fluttum vélum í jöfnu hlutfalli við nauðsynlega hækkun annara gjalda. Fyrirtæki, sem flytur inn vél, gerir það ekki nema í von, um aukinn hagnað. Fyrirtækin sjálf, Hagstofa íslands eða hag- fræðideild einhvers banka geta hæglega reiknað út, að hversu miklu ldýti innfluttar vélar bæta aðstöðu viðkomandi atvinnu- greina. Hækkun gjaldsins verður að grundvallast á því sjónarmiði, því að fyrirtækin sjálf eru al- gjörlega skattfrjáls að öðru leyti. Gjaldið í stað skatta Núverandi skattþegnar eiga erfitt með að gera sér i hugar- lund, hvaða áhrif slíkt kerfi myndi hafa á afkomu þeirra, enda mikið komið undir fram- kvæmd þess. Samt má ætla að það yrði fljótlega vinsælt. Mönn- um verður að vera ljóst að þeir borga þá ekki meira en núna. Allar þær upphæðir, sem þeir þurfa þá að greiða dagsdaglega fyrir vörur og þjónustu, greiða þeir nú þegar, aðeins með öðrum hætti. Nú þegar hvíla tals- verðar álagningar vegna inn- flutningstolla, söluskatts o.s.frv. á öllum vörum, en auk þeirra þurfa menn nú að greiða beina skatta, útsvör, tryggingargjöld o.s.frv. Allt þetta fellur niður. Einn aðalgalli hins núverandi kerfis er fólginn í því að gjöld- in eru ákveðin og innheimt eftir á. Með nýja kerfinu yrði flest greitt jafnóðum og allmargt fyr- irfram. Hugsum til þess að all- mörg sveitafélög veita 10% af- slátt af núverandi opinberum gjöldum, ef menn greiða fyrir 10. desember! Tökum enn eitt dæmi: Ung hjón, sem eru að byggja sér hús með aðstoð allmargra aðila, eins og gengur og gerist, verða að hafa hugfast að þau verða að upp lýsa, hvernig þau hafa aflað tekn anna til þessara framkvæmda. Seinna meir mega þau búast við eilífum sköttum af húsnæðinu. Ætla mætti að þau vildu frekar borga eða skulda meira vegna byggingarefnisins, ef þau vissu að allar tekjur, nú og síðar, mættu renna óskertar til af- borgana. Sama ætti að gilda um mann, sem flytur inn nýja vél í sitt verkstæði. Meðan hann stendur í þessum framkvæmdum í von um ágóða af fyrirtæki sínu, ætti honum að vera sama, hvort hann greiðir 30% innflutningstoll eða 60% gjald vegna þessa innflutn- ings, ef hann veit fyrirfram að seinna verður hann aldrei kraf- inn skatta vegna atvinnu sinnar eða þeirra launa, sem hann greið- ir starfsmönnum sinum. Hvert rennur gjaldið? Ráð er gert fyrir þrí að gjald- ið verði innheimt af einni ríkis- stofnun, og má haga innheimtu annaðhvort á þann hátt, að all- ur innflutningur fari gegnum Arnarhvol, eða að Arnarhvoll vinni með útibúum á ýmsum stöðum út á landi, eins og nú er. En sjóðurinn yrði einn. Úr honum fengi ríkið sitt, þ.e. hér- umbil tvo þriðju. Eftirstöðvarn- ar færu óskertar til bæja- og sveitafélaga, þ.e. hérumbil 1,5 miljarðar á ári eða rúmlega kr. 8.000.— á hvert mannsbarn, hvar sem það á heima á íslandi. Þar með er komið að öðru veigamiklu atriði þessa kerfis: Borgarstjórinn í Reykjavík er jafnrétthár öllum bæjar- og sveitarstjórum út um land. Þó að einhver þeirra hafi ekki nema 400 manns í sinni byggð, fær hann örugglega 3 milljónir á hverju ári. Nú ræður hann, hvort hann byggir nýja bryggju eða steypir veginn niður að höfn- inni. Hann þarf ekki að leggja neitt gjald á sveitarfélaga sína, en þeir mega greiða atkvæði með honum, til hverra framkvæmda fénu skal varið. Vald Alþingis Það mun vera augljóst að vald Alþingis við framkvæmd slíks kerfis yrði allmikið, jafnvel meira eða ábyrgðarmeira en hingað til. Fyrst og fremst væri það á valdi Alþingis að ákveða heildarupphæð gjaldsins á hverju tímabili, enda kæmi þessi ákvörð un í stað umræðna um fjárlögin. Ennfremur þyrfti Alþingi að finna réttláta hlutfallstölu á hvern þann vöruflokk, sem þarf að flytja til landsins, og fylgjast með þróun málanna í þeim efn- um. Ennfremur þyrfti Alþingi að hafa vakandi auga með áætlun og framkvæmd greiðslna vegna Almannatrygginga (17. gr. fjár- laga), sérstaklega vegna barna- lífeyris, þar eð hið nýja gjald gæti haft óæskileg áhrif á barn- margar fjölskyldur, og þar að auki með áætlun og framkvæmd greiðslna og styrkja í þágu at- vinnuveganna (16. gr. fjárlaga), til þess að fyrirbyggja örðug- leika á aðlögunartímabilinu. Ohjákvæmilegt er að kerfið krefjist viss aðlögunartímabils, sem takmarkaðist ekki eingöngu af réttlætiskröfum hinna ýmsu stétta, heldur einnig af afleið- ingunum, sem það myndi hafa á alla atvinnuvegi. Nákvæmar áætlanir ættu þó að stytta þetta tímabil, enda væri það á valdi Alþingis að skipa nefndir til þess að vinna að úrlausn þessara mála með aðstoð ráðgjafa og sérfræð- inga. Efnahagslegar afleiðingar Kerii það, sem hér hefur verið lýst, myndi án efa stuðla að full- komnu viðskipta- og atvinnu- frelsi í landinu. Atvinnufyrirtæk- in yrðu að vísu fyrst um sinn að greiða meira fyrir tilveru sína og aukna hagræðingu. En það getur ekki verið nokkur vafi á því að þau myndu yfirvinna þetta tíma- bil, þar sem þau keyptu sér um leið frelsi undan öllum tegund- um skatta og skattaeftirlits. Þetta eina atriði, þótt ekki fleiri kæmu til, myndi hvetja þau til þess að sýna hvers þau eru megnug. Auk þess myndi kerfið stuðla að auknu jafnvægi í byggð lands ins. Forráðamenn bæja og sveita- félaga myndu njóta aukinna tekna af hverju nýfæddu barni eða fullorðnum manni, sem flyt- ur í þeirra umdæmi. Þeir gætu með öruggri vissu gert áætlanir um framfaramál innan byggðar- lags síns. Kerfið myndi tryggja þeim tekjurnar. 1 fljótu bragði virðist erfitt að spá nokkru um verðlag algengra vará í landinu. Þó má gera ráð fyrir því að það myndi ekki hækka verulega vegna þess að seljendur gætu starfað með minni álagningu en áður, þar sem skattabyrði væri af þeim létt. Samkeppnin myndi að vísu aukast, en einnig í þá átt að inn- flytjendur myndu reyna aðkaupa vörurnar fyrir lægst fáanlegt verð. Að því leyti sem innflytj- endur eru enn neyddir til þess að kaupa frá vöruskiptalöndum, myndi eitt ganga yfir þá alla. Gjaldsvik Þar eð eingöngu er um einn tekjustofn að ræða, ætti allt eft- irlit að vera mjög einfalt. Sú hætta að menn reyna að draga undan sköttum, er horfin. Hún gæti færzt yfir á það svið að menn myndu reyna að auka inn- flutning til eigin afnota fram yf- ir það magn, sem nú er, enda landið opið fyrir þess háttar inn- flutning í höndum farþega og áhafna skipa og flugvéla. Slíkur innflutningur hefur ávallt átt sér stað, bæði með leyfi yfirvalda og án. Geigvænleg áhrif á heildar- andvirði innflutnings hefur slík- ur innflutningur þó ekki. Alþingi eða ríkisstjórn mætti birta áskor- un til almennings að gæta hófs í þeim efnum. Að öðrum kosti Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.