Morgunblaðið - 16.12.1964, Page 25

Morgunblaðið - 16.12.1964, Page 25
MiSvifcudagur 16. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 25 Benedikt Kristjánsson frá Þverá — IMíræður ' 1874 — 1964 — níutíu ár — skammur támi ævi þjó'ðar. Og þó eins og aldir hafi runnið — svo fyrirferðarmikill kaifli er þetta í þjóðarsögunni, að harm tekur yfir jafnstórt bindi og margar aldir aðrar — því svo örar hafa Ibreytingarnar — framfarirnar verið á öllum sviðum, frá lesta- ganginum til flugvélalhraðan.s, frá orfinu til traktorsins, fró ára- skipinu til togarans o.s.frv. Það hlýtur að vera gaman að hafa lifað þetta allt, fylgst með því stig af stigi, geta horft með á- nægju yfir þessa löngu leið, sem liðast eins og reykur upp eftir brekku lífsins — geta litið til baka yfir þennan breytilega veg og sagt: Já, mikið breytast tím- arnir. Mi-kið er nú betra, það sem er, heldur en það sem var. — Það er mikil gæfa að geta fylgzt með þessu öllu, kunna að meta það, geta notið þess, án þess að vera með eimhvern bölmóð yfir breytingunum, eða fyllast sjúkri eftirsjá yfir því, sem er horfið og kemur ekki aftur. Það er ein- mitt þetta, sem mér hefur fund- izt einkenna hinn erna, síunga öldung, Benedikt Kristjánsson . f.vrrum bónda á Þverá í Öxnar- firði, sem fyllir níunda tuginn í dag. Sjálfsagt er þetta fyrst og fremst vegna þess hve honum er bjartsýnin, víðsýnið og fordóma- leysið í blóð borið. — Og svo e.t.v. ekiki síður hitt hve vel hann bjó sig undir lífsstarf sitt, ..— hleypti heimdraga.num, leit- aði sér góðrar menntunar bæði innanlands- og uitan, og öðlaðist bæði þá yfirsýn, sem nauðsyn- leg er til að meta hlutina .rétt, finna skilin á því annars vegar, sem er að hverfa og deyja —, og svo hinu, sem er lífvaenlegt og á framtíðina fyrir sér. — | Benedikt er Húnvetningur að eebt, sonarsonur Kristjáns ríka í Stóradal, fæddur á Snærings- Btö'ðum í Svínadal. Bairn að aidri missti hann foreldra sína og fór í fóstur til föðurbróður síns sr. Benedikts á Grenjaðarstað. Ung- ur stundaði hann búfræðinám í Ólafsdal, og sigldi síðan til Noregs til frekara náms og for- frömunar, og sigldi síðan til híoregs til frekara náms og for- ifrömunar. Heimkominn gerðist kennari og siðaæ skólastjóri á Eiðum og starfaði í þógu Aust- tfirbkra bænda til 1912. — það ár kvæntist hann Kristbjörgu Stefánsdóttur, — bónda Runólfs- sonar á Þverá í Öxarfirði og tök þar við búi. Þar bjuggu þau við mikla rausn í 40 ár, seinustu órin í sambýli við Kristján son sinn. Benedilkt Kris'tjóns®on er mik- ill félagshyggjumaður, og gjarnt að blanda geði við aðra, enda fólu Öxfirðingar honum snemma mörg trúnaðarstörif, m.a. var hann oddviti þeirra um áratugi. Á þeim árum var reistur í Öx- arfirði einn af landsins fyrstu heimavistarskólum fyrir börn. Var þáð mikið átak fyrir fámennt hreppsfélag og hefur sjálfsagt þurft bæði lipurð og fórnfýsi til að sameina kraftana um þetta mikla mennin.garmál. Mikinn og gifturíkan þátt mun Benedikt á Þverá hatfa átt í ýms- um fleiri félags- og framfara- miálum sveitar sinnar og sýslu is.s. stofnun Búnaðarsambands Norður-Þingeyin.ga. Fulltrúi á aðaltfunduim Stéttarsamibands bændá var Benedikt frá stofn- un þess og alla tíð meðan hann átti heima nyrðra. Nú eiga Krisbbjörg og Benedikt heima sjá Sigurveigu dóttur sinni í Reykjavík og manni hennar Olgeiri Kristjáns'syni. Þar una þau vel í elli sinni. Til þeirra er gott að koma, njóta gestrisni þeirra og alú'ðar, smitast aí þeirri fróðleiksfúsu frásagnar- gleði, sem fyllir andrúimsloftið í herbergi þessara heiðursihjóna. G. Br. Meðalaldur lækkar úr 52 árum í 45 I miðstjórn júgóslavneska komm- únistaflokksins Belgrad, 12. des. AP-NTB. f DAG lauk 8. landsþingi júgó- Blavneska kommúnistaflokksins. Síðasta mál á dagskrá þingsins var kosning miðstjómar, sem 155 tnenn skipa, — en hún mun að öllu óbreytt sitja næstu fjögur ér. Skipt var um allmarga menn í miðstjórninni auk þess sem íjölgað var í henni um 20 menn. Lækkaði meðalaldur stjómar- manna þannig úr 52 árum í 45 ár. Áður voru í miðstjóminni 135 menn. Þar af sitja enn 84. All- margir sendiherrar erlendis og aðrir háttsettir starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar voru felldir úr BtjórninnL Nöfn miðstjórnar- manna voru lesin upp að lokinni kosningu og þegar kom að Tito, tforseta, var honum ákaft fagnað. Einnig var þeim vel fagnað, Aleksander Rankovic, vara- for- ■eta og Edvard Kardelj, forseta þingsins. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Tito, að hann hyggðist heimstekja Austur-Þýzkaland næsta ár. Hann var þá að því spurður, hvort ekki mætti vænta þess, að rithöfundurinn Milovan Djilas yrði látinn laus úr fang- elsi á næstunni — og svaraði hann því til, að sem stjórnar- leiðtogi hefði hann hvorki rétt til að láta varpa fólki í fangelsi né sleppa því iþaðan.“ Ég get ekki brotið gegn lögunum, sagði Tito og bætti við — Sannað var, að Djilas var sekur um þau af- brot, sem á hann voru borin, og hann verður eins og aðrir að taka afleiðingum gerða sinna. Kvaðst Tito undrandi yfir því hvílíkan úlfaþyt Djilas-málið hefði vakið á Vesturlöndum. Kvaðst hann vilja benda á, að á sl. 20 árum hefðu þrettán menn verið dæmd- ir í þungar fangavistir á Spáni, án þess að fréttamenn á Vestur- veldunum virtust hafa af því miklar áhyggjur. Deilt um nafn á fyrirtœki FYRIR skömmu var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er Fjöliðjan h.f. á ísafirði höfðaði í;egn Fjöliðjunni h.f. í Kópavogi, en í máli þessu krafðist stefn- andi þess, að hinu stefnda félagi og stjórn þess skyldi óheimilt að nota nafnið Fjöliðjan eða Fjöl- iðjan h.f. sem nafn fyrir téð félag og að stjórn hins stefnda félags skyldi skylt að láta afmá úr firmaskrá og hiutafélagaskrá Kópavogskaupstaðar nafnið Fjöliðjan h.f., allt að viðlögðum dagsektum. Málavextir eru sem hér segir: Fjöliðjan h.f. á ísafirði var stofnuð 15. maí 1961 og var hlutafélagið skrásett 14. júní 1961. Tilgangur félagsins er sam- kvæmt samþykktum þess „fram- leiðsla og sala á gluggarúðum og öðru úr tvöföldu og þreföldu Secureeinangrunargleri og önn- ur störf í því samfoandi. Var til- kynning þesa efnis birt í Lög- birtingarblaðinu 24. júní 1961. Hinn 17. júní 1964 var stofn- að félagið Fjöliðjan h.f. í Kópa- vogi. Það félag var skrásétt 16. júlí 1961 og tilkynning um stofn- un þess birt 19. ágúst 1961. Til- gangur þess félags er skv. sam- þykktum þess „rekstur vinnu- véla, iðnaðar og iðja, þar með talið sandblástur og málmhúð- un, járnsmíði hverskonar, verzl- un með iðnaðarvörur og annar skyldur atvinnurekstur.“ Dómkröfur sínar í málinu byggði stefnandi á því, að mjög óhaganlegt væri, að starfandi væru tvö hlutafélög með sama heiti og hefði það þegar valdið stefnanda óþægindum. Stefnandi taldi og notkun stefnda á nafn- inu óheimila, enda hefði hann með skráningunni öðlast einka- rétt á téðu nafni. Benti stefnandi á nokkur lagaákvæði máli sínu til stuðnings svo og ákvæði svo- nefndrar Parísarsamþykktar um vernd eignaréttinda á sviði iðn- aðar, en sú samþykkt hafði öðlazt lagagildi hér á landi með lögum nr. 102. 1961. Stefndi hélt því fram, að svo gæti að vísu verið, að óhagkvæmt væri, að tvö félög bæru sama heiti. Hinsvegar hefðu stofnend- um hins stefnda félags verKS al- gerlega ókunnugt um tilveru stefnanda, er hið stefnda félag var stofnað. Starfssvið og til- gangur félaganna væri svo sitt með hvorum hætti, að ekki væru minnstu líkur til, að árekstrar hlytust af né neinskonar óhag- ræði. Engin lagaákvæði bönnuðu félögum í mismunandi héruðum eða lögsagnarumdæmum að bera sama heiti. Þá taldi stefndi nafn- ið réttnefni, þar sem hið stefnda félag hefði með höndum fjöl- breytta iðju og starfsemi með böndum, en stefnandi fengizt við aðeins eitt verkefni á þröngu sviði. Þá mótælti stefndi því, að stefnandi hefði við skrásetningu öðlast einkarétt á nafninu „Fjöl- iðjan“. Niðurstaða sjó- og verzlunar- áóms Kópavogs var staðfest í Hæstarétti og segir svo í forsend um héraðsdómsins: „Orðið „Fjöliðjan" vekur ekki hugmynd um neinn sérstakan at- vinnurekstur. Verður því að telja, að stefnandi, sem tók orð þetta upp sem heiti á hlutafé- lagi á undan stefnda, hafi öðlast gagnvart honum lögverndaðan rétt til þess, sbr. 9. gr. laga nr. 84/1933. Samkvæmt þessu her að taka til greina kröfu stefnanda um það, að stefnda og stjórn þess ié óheimilt að nota nafnið Fjöl- iðjan eða Fjöliðjan h.f., sem nafn fyrir téð félag. Ennfremur ber að taka til greina þá kröfu stefnanda, að stjórn stefnda skuli skylt að láta afmá nafnið Fjöl- iðjan h.f, úr hlutafélagaskrá Kópavogskaupstaðar.“ Niðurstaðan varð því sú, að Fjöliðjunni h.f. í Kópavogi var talið óheimilt að nota það nafn og var stefnanda dæmt að greiða samtals kr. 15.000.00 í málskostn- að fyrir héraði og Hæstarétti. AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1964 var haldinn að Sjafnargötu 14 sl. sunnudag. Formaður félagsins, Svavar Pálsson, endurskoðandi, flutti skýrslu stjórnar. Féiagið rak æfingastöð að Sjafnargötu 14, eins og undanfar in ár. Þangað komu 376 sjúkling ar og fengu rúmlega 11.000 þús- und æfingameðferðir. Þá rak félagið sumardvalar- heimili fyrir 40 fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit, í tvo og hálfan mánuð. Á árinu fóru rúmar 1.100.000,- kr. til fjárfestingar í Reykjadal. Þar var byggð sundlaug og lokið smíði svefnskála. Tekjur félags ins voru alls 2 millj. 174 þúsund Þúfum, 1. des. NÚ er jólafastan gengin í garð, eru þá nokkur skammrif búin af vetrinum, þykir jafnan gott hvað líður af þeim árstíma, svo óráðin er hann oft, og örlagaríkur. — Það sem af er vetrinum hefir ver- ið gott tíðarfar. Hér er snjólaust að kalla og gott yfirferðar alls staðar. Sauðfé gengur úti víða ennþá en nú er farið að huga að því til hýsingar og húsvistar. — Sumarið var gott og hagstætt til búskapar, heyfengur ágætur, og vel hirtur. Sauðfé reyndist með bezta móti til frálags, og fóður- birgðir góðar. Nýlega er lokið hér uppgjöri á sláturafurðum frá 1963, og varð góð útkoma á verð- lagi þess árs, rúmlega 2.00 kr. hærra verð hvert kjötkíló en verðlagsgrundvöllur þess árs var ákvarðaður, og þykir jafnan gott, þegar þetta stenzt vel, því víða gengur erfiðlega að geta fylgt grundvallarverði, þó jafnan sé reynt að ná því. Mikið er rætt um hvernig vega áætlun næstu fjögur árin verður afgreidd frá Alþingi. Þetta er eitt af hinum nýju ákvæðum vegalaganna er samþykkt voru á síðasta þingi. Hér við Djúp er miklu verki ólokið, til að vegur sé meS Djúpinu sunanverðu til ísafjarðar, sem unnið hefir verið að á mörgum undanförnum ár- Afmælisrit Stefnis komið út Hafnarfirði: — NÚ UM mánaðamótin voru 3%. ár liðin síðan Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna, var stofnað, ög gefur félagið í því tilefni út afmælisrit. Ritstjórar eru Ævar Harðarson og Þór Gunnarsson. Af efni ritsins má m.a. nefna ávarp frá formanni Sjálfstæðis- flokksins, dr. Bjarna Benedikts- syni, sömuleiðis frá formanni fulltrúará'ðs Sjálfstæðisfélag- anna, Matthíasi Á. Mathiesen og Árna Grétari Finnssyni formanni Sambands ungra Sjálfstæðis- manna. Ávarp er til hafnfirzkrar æsku frá F. U. S. Stefni. Gunnar Sigurjónsson loft- skeytamaður ritar um Stefni 35 ára. Stefán Jónsson forseti bæj- arstjórnar ritar Við tímamót. Styrmir Gunnarsson formaður Heimdallar, í Hafnarfirði eigum við trausta og baráttuvana banda menn, Axel Jónsson fulltrúi um sjálfstæðisstefnuna. Sagt er frá fyrstu árum Stefnis. Rætt er um félagsstarfið. Brot úr félagssög- unni eftir Matthías Á. Mathiesen alþingismánn. — Mikill fjöldi mynda er í afmælisritinu, sem er vel úr garði gert. krónur og var þeim varið til að greiða halla á rekstri æfinga- stöðvar og sumardvalarheimilis alls kr. 1 milljón 180 þúsund, en til eignaaukningar fóru S’94 þús- und krpnur. Hrein eign félagsins í lok reikn ingsárs 30. sept. sl. er rúmar 6 milljónir króna og eru þá 3 fast eignir félagsins taldár á bruna- bótaverði. í stjórn voru endurkjörnir: Svavar Pálsson, endurskoðandi Andrés Þormar, aðalgjaldkeri Baldur Sveinsson fulltrúi Varaformaður er: Friðfinnur Ólafsson. um. Þessi vegagerð er hin nauð- synlegasta og mundi gerbreyta á margan hátt aðstöðu fólksins, sem býr hér svo og fyrir allar samgöngur á landi hér í héraðinu. Mun verða fylgzt vel með að- gerðum þingsins og væntum við að þingmenn Vestfjarða beiti sér fyrir bótum um þessa nauðsyn- legu samgöngubót, auk þess, sem Vestfirðir eru á eftir öðrum hér- uðum í þessu efni. Við hér við Djúp horfum á margar eyðijarðir, sumar þeirra eru ágætar bújarðir, einkum góð- ar sauðfjárjarðir, því sauðland er hér víða kostamikið og gott. Slíkt er ekkert einsdæmi. Við fréttum úr nágrannalöndum okk- ar, að byggð sumra héraða er styrkt sérstaklega umfram það, sem annars staðar er, einungis til þess að viðhalda byggðinni. Við- komandi stjórnarvöld telja sér skylt að gera allt til þess að landið haldist í byggð. Komið er fram á Alþingi að hið opinbera verði að sjá að ein- hverju leyti um fjársmölun á þessum eyðisvæðum. Væri ekki réttara að aðstoða fólk til pess að taka þar upp byggð og bú- skap, sem þá gæti annast þessar fjallleitir. Nauðsyn er á að taka til rækilegrar athugunar og úr- bóta að góðar jarðir fari ekki í eyði. 376 sjúklingar nutu æfingameðferðar hjd Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (Frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra). Fréttabréf frá Þúfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.