Morgunblaðið - 17.12.1964, Page 2

Morgunblaðið - 17.12.1964, Page 2
MORGUNBLAÐIO Fimmtu'dagur 17. des. 1964 r r 2 Utanríkisráöherra Nígeríu átelur Afríkuríkin fyrir framkomu þeirra og afskipii af Kongómálinu New York, 16. des. — AP JAJA Wachuku, utanríkis- ráðherra Nígeríu, sem áður hefur í yfirlýsingum sínum varið mannúðarástæður þær, sem lágu að baki björg unaraðgerðum Belga, Breta og Bandaríkjamanna í Stanleyville, skýrði Örygg- isráði SÞ svo frá í gær, að ásakanir um að löndin þrjú hafi blandað sér í innan- ríkismál Kongó væru þess eðlis, að þeim þyrfti lítinn gaum að gefa. „Við erum allir sammála um að Kongó er sjálfstætt ríki. Bræðra- og systurríki Kongó brugð- ust því, og því sneri Kongó sér til vina sinna. Nígería telur það ekki rangt á nokk urn hátt að Kongó biðji önnur ríki um aðstoð í máli sem Kongó taldi alvarlegt vandamál, og í voru flæktir menn af öðrum þjóðern- um“, sagði Wachuku. Hann sagði ennfremur: „Ef Bandaríkjamenn hefðu haldið inn í Kongó án óskar Kongóstjórnar þar að lútandi, þá hefði ég%orðið fyrstur manna til þess að fordæma Bandaríkjamenn, bæði hér og hvar sem væri. Enginn hefur leyfi til þess að skipa Kongó fyrir verkum, og ekkeft eitt Afríkuríki hefur fengið það hlutverk að vera talsmaður Kongó“. Wachuku vitnaði í sáttmála Samtaka Afríkuríkja og kvað þáð vera sér ráðgáta að ákveð in ríki brytu sáttmálann „vegna þess að þeim fellur ekki við Tshombe sem forsæt isráðherra. Nígería getur ekki skilið ósamræmið í því, að bjóða þessum herramanni (Tshombe) til Afríku frá Mad rid til þess að gerast leiðtogi Kongóstjórnar, og taka síðan þessa stefnu upp gegn hon- um“. Wachuku minnti Öryggis- ráðið síðan á, að hann hefði verið meðlimur í hinni sér- stöku nefnd SÞ, sem send var til Kongó eftir atburðina 1960 til þess að aðstoða Kongó við að skipuleggja mál sin. Wac huku iýsti því yfir, að þáver andi nýskipaður forsætisráð- herra Kongó, Adoula, hefði kvartað yfir því, að systur- ríki Kongó hefðu þegar hafið undirróðursstarfsemi. Tshom- be hefði erft erfiðleika Ado- ula. Wachuku sagði, að meiri- hluti Afríkuríkja styddi ekki grimmdarverk á borð við þau, sem skýrt hefði verið frá að átt hefðu sér stað í Stanley- ville. Ráðherranefnd væri fyrir hendi af hálfu Samtaka Afrikuríkja til þess að koma fram fyrir hönd ríkjanna, en ekkert eitt land hefði fengið leyfi Samtakanna til þess að koma fram sem opinber tals- maður Afríkuríkja. „Það skap ast vandræði þegar eitt ríki heldur að það geti sagt öðru fyrir verkum", sagði hann. Wachuku lauk máli sínu með því að segja að Afríku- ríki studd nokkrum smærri ríkjum innan SÞ myndu e.t.v. fá það hlutverk að gera tillög ur um lausn vandamál Kongó. „Ef öll Afríkuríki virða sátt- mála Samtaka ríkjanna og Sí> er engin ástæða til þess að stór veldin hafi afskipti af því“. Tshombe 1 3 \ : 3 í . I 3 : : l : 3 1 c >essi mynd er tekin á Luciuhátíð Karlakórs Akur eyrar í fyrrakvöld. Söngstjórinn, Askell Jónsson er í fremri röð lengst til hægri, en Lucian er Halldór a Árnadóttir með ljóskórónu sina fyrir miðju. — Ljósm. Sv. P. Jólasöngvar Amer- íska bókasafnsins SUNNUDAGINN 20 des. mun Ameríska bókasafnið gangast fyrir því nýmæli, að farið verður í heimsókn til nokkurra sjúkra- húsa og dvalarheimila hér í borg- inni og sur.gnir enskir, banda- rískir og íslenzkir jólasálmar. Eru allir unnendur jólasálma hvattir til að leggja málinu lið Rangur orðrómur uffl A.P. Möller? Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn 16. des. PRÓFESSOR Bröndum-Nielsen vísaði í dag á bug þeim orðrómi, sem borizt hefur frá íslandi, að nefndinni gegn afhendingu hand- ritanna hafi borizt 10.000 danskar krónur frá A. P. Möller útgerðar- manni. Bröndum-Nielsen segir, að nefndin sé studd af Tiltölulega litlum hópi ónafngreindra manna. „Við getum ekki upplýst um hverja er að ræða, en orðrómur- inn frá íslandi' hefur við ekkert að s'tyðjast", segir Nielsen. Hann telur að frá þessum litla hópi manna muni nefndin fá nægilegan styrk til að reka máli sitt fyrir Hæstarétti Danmerkur, 0:g segir: „Þegar málið var til umræðu síð- ast stóð ótakmörkuð aðstoð til boða. Ef málssókn verður nú nauðsynleg, geri ég ráð fyrir því að ástandið í þessum efnum sé óbreytt.“ með því að slást í hópinn, því að þetta er tilraun til þess að koma á hefð, sem er mjög algeng með mörgum þjóðum og vinsæl meðal þeirra, sem verða að dveljast langdvölum á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum sakir veikinda eða af öðrum ástæðum. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í slíkri söngheimsókn í sjúkrahús borgarinnar, eru beðnir að til- kynna Ameríska bókasafninu þátttöku. Þeim mun verða til- kynnt síðar hvernig ferðinni verður hagað . Ekki málshöfðun í nauðgunarmáli SAKSÓKNARI hefur tilkynnt salcadómi að ákveðið hafi verið að fella niður málshöfðun vegna nauðgunarmáls, sem skýrt var frá í blaðinu í sumar, þar sem 18 ára gömul stúlka sakaði 35 ára gamlan mann um nauðgun í húsi einu við Ægissíðu. Vegfarendur, nokkrir komu að stúlkunni hljóðandi í ytri gangi hú^sins og var kalláð á lögregl- una. Varð framburður hennar til þess að maðurinn var hand- tekinn morguninn eftir sakaður um nauðgun. Eftir að rannsókn málSins var lokið, var það sent til saksóknara, sem nú hefur á- kveðið að málshöfðun fari ekki fram. Norrænt sjónvarps- félag á íslandi CHRISTIAN Bónding, forstöðu- maður Norrænu fréttastofunnar á íslandi, skýrði blaðamönnum svo frá fyrir skömmu, að ákveð- ið væri að stofna fyrirtækið Norræna sjónvarpsfélagið á ís- landi, sem gangast mundi fyrir töku sjónvarpskvikmynda hér. Bönding hefur verið hér af og til frá því árið 1960, er Norræna fréttastofan var stofnuð. M.a. sá hann um námskeið Norræna lýð- háskólans I Reykjavík síðastliðið sumar. Verkefni sjónvarpsfélagsins mun að sögn Böndings það að taka hér á landi fréttakvikmynd- ir, heimildarkvikmyndir og jafi vel meiriháttar kvikmyndir t.< af slóðum íslendingasagnanr með aðstoð íslenzkra leikkraft Bönding kvað ekki fullákveð: um alla hluthafa í sjónvarp, félaginu, en samning hafa ver: gerðan við Edda film h.f. u: þátttöku í fyrirtækinu og þa að Edda film sjái Sjónvarp: félaginu fyrir nauðsynlegu: tækjum til kvikmyndatöku. Þá kvað Bönding í ráði að fá íslending til að starfa hjá Sjón- varpsfélaginu oig hafa aðsetux í Kaupmannahöfn. IX. bindi „Kultur- historisk Leksikon" „MENNINGARSÖGULEG AL- FRÆÐIBÓK um miðaldir á Norðurlöndum frá víkingaöld til siðaskipta", níunda bindi, er ný- komið út á forlagi Bókaverzlunar ísafoldar. Hinn opinberi titill rit- verksins er „KULTURHISTOR- ISK LEKSIKON for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid“, en texti þess er á sænsku, norsku og dönsku. IX. bindi hefst á atriðisorðinu KONGE og endar á KYRKO- RUMMET. Eins og fyrri bindi þessa merkilega ritverks, er þetta merkilega ritverks, er þetta bindi mjög vandað að öllum frá- igangi. Færustu vísindamenn á hverju sviði rita um sérgreinir sínar, og er þar mikinn fróðleik að finna um hin margvíslegustu efni, sem snerta fortíð vora og Norðurlandaþjóða, Þetta mikla ritverk er gefið út samtímis á íslandi, í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Hinn íslenzki útgefandi er, eins og fyrr segir, Bókaverzlun Isa- foldar. Fyrstu tvö bindin hafa verið uppseld, og nú mun nýtt upplag þeirra komið á markað- inn. í útgáfustjórn sitja fimm menn frá Danmörku, íslandi og Svíþjóð, hverju landi um sig, en þrir frá Finnlandi og Norögi. Frá Islands hálfu eiga þar sæti: Jakob Benediktsson, Kristján Eldjárn, Magnús Már Bárússon, Ármarm Snævarr og Einar Ól. Sveinssoru Einn ritstjóri er frá hverju landi, nema tveir frá íslandi, Jakob Benediktsson og Magnús Már Lárusson. Þessu bindi fylgja átta mynda- síður og ein litmyndarsiða. Auk þess er fjöldi mynda I texta. í GÆR var ennþá léttskýjað og bjart veður um nónbilið á sunnan og austanverðu land inu með 5-—11 stiga frosti í innsveitum. Fyrir austan S- Grænland má sjá lægð á kort- inu, á hreyfingu N-NA og önn ur í kjölfar hennar nokkru sunnar. Var því reiknað með þíviðri sunnan og vestan lands í dag. Veðurhorfur í gærkvöldi: Suðvesturmið- til Vestfjarða miða: Allhvass SA, lítilshátt- ar snjókoma eða slydda, en dálítil rigning á morgun. Suð vesturland til Vestfjarða: Þykknar upp í nött með aust- an kalda og síðan SA kalda, sums staðar dálítil snjókoma í fyrramálið, hiti fer upp fyr ir frostmark á morgun og verð ur síðan rigning með köflum. Norðurland: Hægviðri og bjartviðri í nótt og dregur úr frosti á morgun. Norðurmið: Vestan kaldi og smáél fram eftir nóttu, SA-gola eða kaldi og þykknar upp vestan til á morgun. Norðausturland, mið- in og Austurdjú,p: NV-kaldi, bjart í innsveitum, en él á miðum og annesjum, lægir og léttir til smám saman á morg- un. Austfirðir og miðin: Hæg- viðri og bjart. Suðausturland og miðin: Hægviðri og bjart í nótt en þykknar upp með A- kalda. Horfur á föstudag: Austlæg átt, dálítil rigning sunnan lands og vestan, en þurrt að kalla fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.