Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Jafnvel rannsóknas'iofan mín er farin að þefja af rósaolíu. Þegar þau voru háltfniuð að borða, kom Miles Radbum inn. Listamaðurinn settist niður án þess að aifsaka að hann kæmi of seint, en hinsvegar kom hann strax að útskýring'Unum á því, að hann hefði tekið bátinn. — Sylvana sagði mér að þú befðir haft óþægindi af þessu, sagði hann við dr. Erim.— Ég bið þig að afsaka það. Mér datt ekki annað í hug en að báturinn væri laus. Svörtu au/gun í Murat leift- ruðu af reiði. Tracy fannst sú reiði í engu sanngjörnu hlut- failli við ástæðunna til hennar. — >að gæti verið vel viðeig- andi, að þú bæðir að minnsta kosti um leyfi, áður en þú tek- ur bátinn, sagði hann með al- vöruþunga. — Vitanlega bað ég um leyfi, sagði Miles.— Sylvana sagði, að það væri allt í lagi, að ég tæki hann. Murat horfði á hann og Tracy datt í hug, að svona liti þá hat rið út. — Það kemur fyrir, að ég gleymi, að ég er ekki húsbóndi í húsi föður míns, sagði dr. Er- im. Fazilet skágaut augunum til bróður síns, Miles sagði ekkert. >að var eins og hann hefði gleymt öllu saman, úr því að hann hafði borið fram afsökun sína. Dr. Erim þaignaði líka og þögn in var þung og gremjuleg. Tracy sem sat við hliðina á honum, tók eftir, að hann dró upp úr vasa sínum stutta festi úr fíla- beinsperlum og tók að fitiia við hana með fingrunum. Fazilet var fljót að komia auga á áhugann hjá Tracy. — Kannski unigfrú Hubband haifi aldrei áður séð tespih, Murat? >ú verður að sýna henni þenn- an. Dr. Erim hrökk við, en hélt síðan perlunum á lofti og brosti ofurlítið um leið. 7 — Við finnum, að það stillir oft skapið, að fingumir hafi nóg að gera, sagði hann og rétti perlufestina til Tracy. Fíla- beinið var volgt af fingrunum á honum. — Murat. á marga tespihler í safninu sínu, sagði Fazlet. — >ú ættir einhvemtíma að sýna imgfrú Hubbard þá. — Já, því ekki það. Ég ætla að sýna henni þá núna, meðan við bíðum eftir næsta rétti. Hann opnaði glerskáp þar sem íleiri þerlur voru breiddar út til sýnis. >ær voru dásam- leiga falleigar. >ær ódýrari vom í öllum regnbogans litum, en þær dýrari voru gerðar af fíla- beini eða rafi. Sumar rafperl- urnar voru enn óunnar og með Blcoðburiafélk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Grettisgata I Bergþórugata Freyjugata Skólavörðustígur Þingholisstræti Bergstaðastræti Sími 22-4-80 KALLI KÚREKI ->f~ K- - eðlilegum rauðleitum lit, en aðr- ar voru gullbrúnar eins og hunang. En í litlu hrúgunni á borðinu var einstök perla úr svörtum steini, sem gljáði inn- an um allar hinar. Dr. Erim tók hana upp. — >essi er ekta tyrknesk, saigði (hann. — Úr þræði ' af svortu ratö. Tracy fannst rétt eins og rödd Annabel hefði bergmálað í stiofunni. Háa vanstilltia röddin í systur hennar, þeigar hún hring di til bennar frá Istanbul, og kveinaði eitthvað um „svarta rafperlu", — enda þótt Tracy hefði þá ekki getað fundið neina meiningu út úr óhemjuiegu taili hennar. Og nú, hafði þetta verið endurtskið hér í húsinu. Tracy fitlaði hugsunarlaust við perlurnar, án þess að segja neitt. >að var alveg eins og allt andrúmsiloftið hefði vaknað og væri á verði. Jafnvel Miles Radbum mrtist sýna einhverja eftirtekt, skuggalegur á svip. >jónninn Ahimet stóð kyrr og horfði á perlumar. — Hvað er svört rafperla? spurði hún. Murat Erim lét perlumar falla á borðið fyrir framan hana. — >að er eins konar svart jade, sem grafið er upp rétt við austurlandamærin okkar við borg, sem heitir Ezerum. Tracy tók upp festina, en þótit hún renndi perlunum milli fingra sér, faninst henni þær á engan hátt neitt merkilegar, Mu.rat Erim benti á perlulhrúg- una. — >ér verðið að velja yður eina þeirra, ungfrú Hubbard. — Til minja um Tyrkland. Tracy þakkaði honum, en hik aði Hún snerti rafperluna og henni fan-nst eins og dauðaþögn ríkti og ailir biðu eftir ein- hverju. Hún lagði þær síðan kæruleysislega frá sér, en valdi í staðinn eina hinna ódýru, bláu. — Má ég fá þessa bláu? sagði hún. — Hún fer bezt við kjól- inn minn. — Já, auðvitað, svaraði hann. >essi kyrrðarstiund var liðin hjá. Dr. Erim setti perlumar aft ur inn í skápinn. En þá tók Tra cy eftir því, að hann horfði á hana mjög ednkennilegu og ' spyrjandi augnaráði. Ahmet var ekki lengur að bíða eftir skipun um og Miles hafði aftur dregið sig inn í skel sína. Samt var Tra cy alveg viss um, að eftirtekt allra þama inni hafði verið á perJunum svörtu og Murat bafði meiri áhuga á því, að hún skytdi hafna þeim, en á hinu, að hún skyldi hafa valið þá bLáu. FaziLet rauf þessa stuttu þögn, sem orðið hafði. — >ér verðið að segja okkur eitthvað um sjáifa yður, un.gfrú Huibb- ard. Hvaðan eruð þér úr Eng- iandi? Hún gætti sín ekki og svaraði Ihiklaust. — Ég er fædd í Dem- bingsihire. En í saima bili hefði hún getað bitið úr sér tunguna. En það virtist ekki hafa neina þýðirugu fyrir Miles eða hina, hvaðan hún væri, eða úr sama héraði, þar sem Annabel var fædd. Að minnsta kosti sýndi enginn þess nein merki. >að var henni mikill léttir þeg ar máltíðinni var lokið. Um leið og Tracy stóð upp frá þorðinu, sneri hún sér hikandi til Miles Radburn, en áður en hún gæti spurt hann, hvað hún ætti að gera síðdegis, ávarpaði hann Ihana stuttarailega: — Ég vildi heldur, að þér hættið þesisari hreingerningu í bili. Ég verð ekki heima og ég viLdi heLdur, að þér iétuð biöðin mín aiga sig þegar ég er ekiki sjáífur við. Hún sneri aftur til herbergis síns og var meira en lítið gröim við sjáifa sig. Það var eins og hún hefði ekkert við Miles Rad- bum nema hún væri ösikuvond. VissuLega var hann bæði- fjand- samJegur og hrokafull ur. En hvað hvað sem því Jiði, varð hún að komast að því fyrr eða síðar, hversvegna myndin af Annabel væri í svefnherbeng- inu hans. Löngun hennar til að sjá myndina aftur var sterk. Hún opnaði. djrmar og Leit yfir gólf- ið í stóra salnum á dymar að vinnustofu MiLes. Hurðin var ekki alveg aftur. Hún gekk hljóðlega að henni en stanzaði þá, hissa, því að herbergið var þá efcki tómt, þegar til kom. >jónninn Ahmet stóð fyrir fram an teiknibörð Miles og var sýni Lega að skoða Letrið, sem á þvi var. >egar hann loks skynjaði nær vem bennaiT og leit upp, tók dökka andlitið engum svipbreyt inguim. Hann hörfaði aftur á bak frá borðinu, hneigði sig kurteislega að vanda, og benti svo á skrautritunina. — Hanimefendi, sagði haran, — Þetta er orð AHiah. Útskýringin virtist Liggja í aug um uppi. Rétt sem snöggvast fann hún alveg á sér, að þessi þögla rósemi mannsins og nær- vera hans þarna, var eitthvað óeðlileg, en hinsvegar var nú engin ástæða til þess, að hann, sam góður Múlhameðstrúarmað- ur, læsi ekki orð Kóransins, sem Miles hiafði afritað. — Kunnið þér að lesa gam- alt tyrkneskt letur, Ahmet? spurði hún. Hann hristi höfuðið og renndi sér síðan fram hjá henni og út úr stofunni. Þegar hún hafði full vissað sig um, að hann væri far inn, gekk hún tiíl svefnherbergis Radburns og stanzaði frammi fyrir miálverkinu af systur sinni. Það hlaut að hafa verið miáil- að snerruma á hjúskapaxéruim þeirra. >að var ailveg óLíkt öllu öðru, sem hann hafði málað. Þessi þokukenndi blær og fall- ega, sorgbitna andlitið, er sást gegn um hann, var gjörólíkt öðru handbragði Radlbums. En samt hafði hann þama náð per- sónu Annabel — einhverri ó- Ljósri spennu, sem Tracy bafði alltaf verið hrædd við. Þetta var sami svipuri-nn og fyrir átta árum, þegar Annabefl. kom heim og sagði Tracy, að nú ætlaði hún að fara að gifta sig. Tracy hafði skrópað úr skkád- anum til þess að hitta Annabel á járnbrauitarstöðinni, og þær höfðu borðað hádegisverð sam- an. Annabel hafði verið kát og fjörug. Aldrei hafði Tracy séð hana faiLegri og hún hafði feng ið fyrir hjartað, rétt eins og hérna áður — en ekki af ást, héldur jafnframt af öfund. Að vera eins og Annabel þetta hafði verið hennar heitasta ósk, frá því hún mu-ndi eftir sér, enda þótt hún vissi vel, að þetta væri ekki annað en hedmska. Tracy hafði fundizt í þá daga, að Annabed momdi alltaf fá það, sem hún vildi, og þyrfti ekki nerna nefna það. AnnabeL hafði talað í mikiium æsingi. — Ég sat fyrir hjá MiLes, BolLa mín, sagð' hún og nptaði nú gælunafnið á Tracy. — Hon- um fannst ég hafa svo falieg bein, eða eittihvað þessháttar. Og svo fór hann að hafa áhyggj ur af mér eins og fóLk hefur alltaf. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður — >f— Teiknari: J. MORA 1. Ég gæti auðveldlega riðið þessa tvo af mér, en við verðum at5 kom- 2. Sjáðu hvað hann hefur leikið á okkur, farið í stóran hring og setzt okkur. 3. En ef hann hefur séð okkur held ast að næstu vatnsuppsprettu. Flask an er að verða tóm. Eftir það skal ég láta þá týna mér. niður og horft yfir slóðina. Hann er kannski svona varkár. Það er mjög líklegt að hann hafi séð ur hann ekki áfram að gullinu. Við ættum kannski að ná honum og láta hann segja okkur hvar það er. UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er i Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.