Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 17. des. 196% MORGUNBLAÐI1 21 "Ölafur E. Thoroddsen ■ÓLAFUR E. Thoroddsen, skip- •tjóri, var fæddur að Vatnsdal í Rauðasandshreppi 4. jan. 1873, hann lézt 17. nóv. 1964. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir Teitssonar, Sviðnum Breiðafirði, og Einar Jónsson Thoroddsen frá Vatneyri Patreks firði. Ólafur ólst upp hjá for- eldrum sínum að Vatnsdal. Árið 1906 hinn 29. des. kvænt- ist hann Ólínu Andrésdóttur frá Sauðlauksdal. Hún var fædd að Dufansdal í Arnarfirði 23. sept. 1883. Foreldrar hennar voru Jóna Einarsdóttir og Andrés Björnsson. Hún fluttist ung með foreldrum eínum að Vaðli á Barðaströnd. 7 ára að aldri missti hún föður einn og var þá tekin til fósturs af frú Magdalenu Jónasdóttur og séra Þorvaldi Jakobssyni, sem þá var prestur að Brjánslæk, en íluttist síðar að Sauðlauksdal. Eftir að þau giftust Ólína og Ólafur, tóku þau við búi af for- eldrum hans og bjuggu í Vatns- tíal til ársins 1944 að þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Fyrst eftir að þau fluttu suður voru þau hjá Einari syni sínum, en bjuggu síðar sjálfstætt og var yngsta dóttir þeirra, Halldóra, jafnan til heimilis hjá þeim. Ólafi og Ólínu varð 14 barna auðið, sem öll eru á lífi: 1. Sig- ríður húsfrú á Hvallátrum, gift Þórði Jónssyni hreppsstjóra. 2. Þorvaldur hreppstjóri Patreks- firði, kvæntur Elínu Björnsdótt- ur. 3. Svava, kennari Núpi Dýra- firði, gift Jóni Zóphoníassyni. 4. Birgir, skipstjóri á m/s Lagar- foss, kvæntur Hrefnu Gísladóttur. 6. Einar, yfirhafnsögumaður Reykjavík, kvæntur Ingveldi Bjarnadóttur. 6. Una, hjúkrunar- kona ísafirði, gift Jóhanni Sigur- geirssyni. 7. Arndís, húsfrú Reykjavík, gift Sæmundi Auðuns syni. 8. Bragi, vegav-erkstjóri Patreksfirði, kvæntur Þórdísi Þórðardóttur. 9. Ólafur, rafvirki á m/s Gullfossi, kvæntur Aðal- björgu Jónsdóttur. 10. Eyjólfur, verzlunarmaður, kvæntur Elínu Bjarnadóttur. 11. Stefán, banka- fulltrúi, kvæntur Erlu Hannes- dóttur. 12. Auður, gift Guðmundi Árnasyni Selfossi. 13. Magdalena, Ármann Kr. Einarsson Verð kr. 120.00 (án sölusk.) Ármann Kr. Einarsson hefur fyrir löngu stipað sér á bekk sem einn fremsti barna- og unglingabókaliöfundur þjóðarinnar. £nn er bann vaxandi höfundur. ÓLI OG MAGGI í ÓBYGGÐUM er fjórða bókin f flokki óla-bókanna. Þessi saga er sjálfstæð, þótt aðal- söguhctjurnar scu þær sömu og í fyrri bókunum. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897 gift Þorvarði Þorsteinssyni. 14. Halldóra, skrifstofumær, ógift. Auk þess átti Ólafur 2 syni, Odd og Kjartah, sem báðir létust ungir af slysförum. Ólafur átti 5 systur. Er nú að- eins ein þeirra á lífi, Halldóra, búsett í Reykjavík. Hinn 4. sept 1959 missti Ólafur konu sína. Það var með hann eins og marga aðra, sem lifað hafa í löngu og hamingjusömu hjónabandi, að honum hrakaði meira eftir andlát hennar, unz líf hans fjaraði út eins og útbrunnið jólaljós. Árið 1894 lauk Ólafur prófi frá Stýrimannaskólanum með ágætis einkunn. Hann var skipstjóri á þilskipum um 25 ára skeið, og fórst það með afbrigðum vel. Þess utan stundaði hann sjósókn á opnum bátum með búskapnum. Á vetrum fékkst hann við kennslu til smáskipaprófs. Einnig kenndi hann piltum undir stýri- mannaskólanám, meðal annarra naut ég kennslu hjá honum um tíma. Börnum sínum kenndi hann og flestum. Mun hann hafa fengizt við kennslu í 37 ár. Mér er minnisstætt heimilis- bragurinn á heimili þeirra og öll hirðusemi, og átti Ólína sinn þátt i því, enda ólafur oft að heiman og þá reyndi á hana. Barnalán höfðu þau mikið og börnin mjög samrýmd, enda voru þau alin upp við þannig skilyrði, að annað hefði verið ó- iíklegt. Ólafur mun vera fyrsti bóndi, eða með þeim fyrstu, sem byggði steinhús á eignarjörð sinni á Vest fjörðum, og sýnir það meðal ann- ars, að hann fylgdist vel með öllum nýjungum og færði sér þær í nyt. Ólafur geigndi ýmsum trúnaðar stöðum fyrir sveit sína. Átti sæti í hreppsnefnd, sýslunefnd og fl. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Rauðasandshrepps og átti sæti í stjórn hans frá byrjun og þar til hann fluttist burt. Skipaskoðunarmaður var hann um margra ára skeið. Hann var einn af aðalhvata- mönnum um stofnun slysavarna- sveitarinnar „Bræðrabandið“ og fyrsti formaður hennar. Eg byrjaði mína stýrimennsku með Ólafi árið 1915 og 1916 og man ég ekki til að okkur yrði nokkurntíma sundurorða. Ólafur var alltaf glaður og kátur. Hann var vel hagmæltur, þótt hann flíkaði því ekki út, orðheppinn og fyndinn. Vinmargur og vin- fastur. Ég vona að við hittumst þín megin við tjaldið, er þar að kem- ur. Vertu í guðs friði vinur. Eiríkur Kristófersson. Leitt þótti mér að geta ekki fylgt leifum Ólafs síðasta spöl- inn hér, en ég var staddur utan- lands um það leyti. E.K. Þá bitu engin vopn Endurminningar Eliot Ness. Sagan af The Untouchables með myndum úr sjónvarpsþættinum. Þættir- úr sögu höfuð- borgarinnar, með nafnaskrá yfir allar Rey k j a víkurbækur Árna. Bók fyrir grúskara, mjög athyglisverð og skemmtileg. Sig. A. Magnússon þýddi þessa verð- launaskáldsögu úr grísku. ,Saga, sem mun hafa mikil áhrif ... “ segir G. G. Hagalín. Þetta er skáldsaga fyrir kvenþjóðina. Góð skáldsaga, gleði í frásögn. Bókaverzlun Isafoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.