Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 25
MQRGUNBLAÐIB 27 Fímmtuaagur 17. des. 1964 Margrét Guðmundsdóttir Fædd 19. febrúar 1890. Dáin 9. desember 1964. „Kynslóð af kynslóð og fet j; fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann." ÞESSAR ljóðlínur Tómasar ekálds Guðmundssonar komu mér í hug er ég frétti nú fyrir rúmri viku að Margrét Guð- mundsdóttir hefði verið flutt hél- sjúk af heimili dóttur sinnar í sjúkrahús, en hjá henni hafði hún verið rúmliggjandi hátt á annan mánuð í einstaklega góðri umönnun allra sinna nánustu ætt ingja og vina. Sjúkrahúslegan Varð aðeins nokkrir dagar. Lífs- krafturinn fór ört þverrandi og lézt hún 9. þ .m. Fer jarðarför hennar fram í dag kl. 1.30 e.h. frá kapellunni í Fossvogi. ^ Ég er einn af þeim mörgu er áttu því láni að fagna að kynn- ast þessari mætu konu og heimili hennar við fyrstu komu mína til höfuðborgarinnar nú fyrir nær 40 árum, þess nutu og einnig systkini mín. Atvikin höguðu því þannig að áður en móðir okkar fluttist til Reykjavíkur lá leið okkar ættmanna oft inn á heim- ili þeirra Jónasar og Margrétar. Við þessa fjölskyldu myndaðist varanleg tryggð og vinátta, sem Margrét átti sinn stóra þátt í að skapa, með sinni fáguðu fram- komu og góða skilningi er hún hafði í ríkum mæli á högum og athafnaþrá, ekki hvað sízt yngri kynslóðarinnar. Var þeim hollur og góður leiðbeinandi og hjálp- fús þeim er þurftu, en fjarri skapi að láta mikið á því bera, þó hún rétti öðrum hjálparhönd. í dag mun hugum margra verða reikað til heimilis þeirra hjóna, sem um langt árabil bjuggu að Framnesvegi 11 áður en þau fluttu að Fjölnisveg 8 hér í borg. Ég minnist þess nú, þó húsakynnin á Framnesvegi væru ekki stór, var alltaf nóg rúm fyrir gesti og gangandi. Þar var alla jafna fjöldi kunningja og vina austan úr sveitum og vestan af fjörðum, aldrei svo þröngt að sá, sem að dyrum barði yrði ekki inn að koma og þiggja góðgerðir húsráðenda. Húsfreyj- an gekk um beina með hlýrri og höfðinglegri framkomu, frá því árla morguns til miðnættis. Þar var oft langur vinnudagur. Mar- grét hafði gleði af eins og hús- bóndinn að gera gestum sínum sem ánægjulegasta dvölina á heimilinu. Margrét átti ekki langt að sækja þessa prúðu framkomu og hlýja viðmót. Hún var ein af 16 börnum þeirra sæmdarhjóna Ásu Þorkelsdóttur og Guðmund- ar Ottesen er lengi bjuggu að Miðfelli í Þingvallasveit. Eftirlifandi manni sínum, Jónasi H. Guðmundssyni, skipa- smið frá Dýrafirði, giftist hún 17. maí 1919. Lifðu þau í farsælu hjónabandi, voru samhent í að fegra og prýða heimilið og búa börn sín sem bezt undir að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. En þau eru þrír synir og dóttirin, sem áð- ur er getið. Öll eru þau mesta myndar- og dugnaðarfólk, sem sýnt hafa að eplin þau hafa ekki fallið langt frá eikinni. Um leið og við systkini mín minnumst Margrétar með þakk- látum huga, vottum við eftirlif- andi manni hennar, börnum og tengdafólki okkar innilegustu samúð. Öll biðjum við henni blessun- ar á þeim ókunnu leiðum, sem hún á nú fyrir höndum. Guðm. J. Kristjánsson. GJAFA BOK 1964 \ kvæðakver EGILS SKALLA SONAR Þetta er í jyrsta sinn að Egill á Borg jœr kveðskap sinn gejinn út í sérstakn Ijóðabók, og mundi ijmsum skáldbrœðrum hans þylcja rwesta langt að bíða í Jmsund ár ejtir jyrstu Ijóðabók sinni. GRÍMS Jónas Kristjánsson skjalavorður annast útgájuna og ritar stuttan inngang og skýringar með kvæð- unurn. \Þeír jélagsmenn í AB, sern keypt hafa Þessi jallega og skemmtilega bók er alls ekki til sölu jremur en jyrri gjajabækur AB. 6 ® bœkur eða jleiri á árinu já hana senda í jólagjöj jrá jélaginu. AlmennaBókafélagið -r AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HIBÝLAPRÝÐI Aðeins það bezta hæfir húsmóðurinni Hagsýnar húsmæður um víða veröld velja Áratuga reynsla tryggir yður .óviðjafnanlegan kæli- skáp að notagildi, hagkvæmni og ytra útliti. Gerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign og því ber að vanda val hans. Kelvinator kæliskápamir eru nú fáanlegir í stærð- unum 7,7 og 9,4 rúmfet. 5 ára ábyrgð á kæli- kerfi. Ársábyrgð á skápnum. Afborgunarskilmálar. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. TÍBRÁ auglýsir GJAFAKASSAR og ILMVÖTN í úrvali. Danskar og þýzkar DÖMUPEYSUR og JAKKAR Þýzkur UNDIRFATNAÐUR Fæst aðeins hjá okkur. Nýkomin prufusending af DÖMU SLOPPUM Aðeins einn af hverjum lit og mynstri. ALDREI ÁÐUR JAFN MIKIÐ ÚRVAL AF GÆÐAVÖRUM. Við höfum jólagjöfina lianda kvenfólkinu. Laugavegi 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.