Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 32
LEKTROLUX UMBOÐIÐ 1AUOAVEGI i9 s.mi 21800 r? n o | bilaleíga III ■ f magnúsar \ S/L / skipholt 21 5SS1 slmar: 21190-21185 iiil Þ Þ > 1 Eigendum Milwood bersl reikningur — vegna töku togarans Einkaskeyti til Mbl. — Aberdeen, 16. des. — AP. EIGENDUR tograrans Mil- wood greindu frá því hér í dag, að þeim hefði borizt reikningur frá islenzkum yfir- völdum að upphæð 6073 sterl- ingspund vegna töku togarans í april 1963, en hann var tal- inn hafa stundað ólöglegar veiðar. fsienzk yfirvöld héldu togaranum í fjóra mánuði og slepptu ekki af honum hend- inni fyrr en eigendur höfðu sett 10,000 punda tryggingu. John Wood, stjórnarformað- nr togarafélagsins, sagði í dag, að íslenzk yfirvöld hefðu boð- izt til að draga reikningsupp- hæðina frá tryggingarfénu. — Reikningurinn gerir ráð fyrir 2163 punda sekt John Smith, skipstjóra á Milwood, svo og matsverði veiðarfæra skipsins og málskostnaði. Færð á vegum heldur að batna ÁSTANDIÐ á vegunum fer heldur batnandi, að því er Har- aldur Ólafsson á Vegamálaskrif- stofunni tjáði Mbl. í gær. Á Snæfellsnesi var vegurinn um Kerlingarskarð til Stykkishólms saemilega fær orðinn ölium bíl- um og einnig vegurinn til Grund arfjarðar. Fróðárheiði til Ólafs- víkur er líka saemilega fær og vegurinn áfram til Hellissands. En vegurinn út nesið er enn ófær Brattabrekka var mokuð í fyrra dag og er fært öllum bílum eftir Vesturlandfsvegi til Búðardals eins og er. Á Nor'ðurlandsvegi var orðin mjög þung færð um Holtavörðu heiði, en þar var hreinsað og í gær var fært öllum bílum allt norður í Skagafjörð. Öxnadals- heiði var sæmileg, en öxnadalur sjálfur þungfær nema stórum bílum með drif á öllum hjólum, bæði austan megin og vestan. En reiknað var með áð Vaðlaheiði yrði hreinsuð í gær svo, að stærri bílar gætu farið þar um. Á Austurlandi er kominn miilt ill snjór, er aðeins orðið fært jeppum og stærri bílum um Fagradal, en aðrir fjallvegir eru lokaðir. I gær var veður þó or'ð- ið það gott að til stóð að byrja að moka aðra fjallvegi. Suðurlandsvegur austur í Vík. er góður Björgunartilraunum á Raufarhöfn hætt Þýzka skipið að liðast í sundur LANDHELGISGÆZLAN hefur mú tilkynnt viðkomandi vátrygg- ingarfélagi, að hætt sé björgun- artilraunum við þýzka skipið Susanna Reith, sem strandaði í höfninni á Raufarhöfn 11. desem- ber sl. Gerðu Óðinn og Þór loka- tilraun til að draga skipið á flot í gærmorgun, en tókst ekiki. Mikill sjór er nú kominn í lest ar skipsins og bolurinn farinn að gefa sig, svo útlit er fyrir að það liðist í sundur þar sem það stendur á klöpp. Skipið var tómt þegar það strandaði, átti að taka síldarmjöl á Raufarhöfn, en fór inn án hafnsögumanns. Samkvæmt upplýsingum frá Trolle & Rothe, umboðsmönnum tryggjenda, er nú beðið eftir skýrslum frá umboðsmanninum á Raufarhöfn, frá hreppsstjór- anum og landhelgisgæzlunni og verða þær sendar vátryggjend- um í Hamborg. Áhöfnin af Susönnu Reith er heil á húfi á Raufarhöfn. Það eru Þjóðverjar og 6 Spánverjar. Skrif stofa skipamiðlarans, Haraldar Faabergs, sem hefur með skipið að gera, veitti þær upplýsingar í gær, að strandferðaskip væri væntanlegt til Raufarhafnar í dag og mundu skipverjar væntan iega taka sér far með því til Reykjavíkur. RÚMENS'KI verksmiðjutogar- inn Constanta kom til Reyklja- vikur í gær. Hann er hinn glæsilegasti og einn hinn stærsti sem siglir um höfin. 1 Sjá nánar á bls. 10. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). • • Okumaður gefi sig fram KL. 16:35 í gærdag var ekið ut- an í Landrover-bíl móts við hús nr. 23 við Skipholt. Sendiferða bíll var að þessu valdur, senni- lega af Commer-gerð, eða svip- aðri, bláleitur að lit. ökumaður sinnti ekki árekstrinum heldur ók þegar af staðnum. Hann er beðinn um að gefa sig fram við umferðardeild rannsóknarlögregl unnar, svo og þeir, sem einhverj ar upplýsingar geta gefið um mál ið. Skátar söfnuöu 207 þús. til Vetrarhjálpar SKÁTAR gengu í hús í Reykja- vik á mánudags- og þriðjudags- kvöld og söfnuðu til Vetrarhjálp arinnar. Höfðu þeir í fyrr feng ið 192 þús. kr. og höfðu nú sett það mark að fara yfir 200 þús. kr., sem tókst, því alls gáfu Reykvíkingar þeim 207 þús. kr. til Vetrarhjálparinnar. Skátarnir höfðu skipt bænum í 8 hverfi, og höfðu aðsetur í skólum í hverfunum. Þeir sem fóru frá Hagaskóla um suður- hluta bæjarins fengu 31 þús. kr., þeir sem fóru frá Hallveigarstöð um um norðurhlutann og miðbæ inn söfnuðu 23 þús. kr., frá Hólm garði söfnuðust 30 þús. kr., í tveimur í nánd við Skátaheimil- ið söfnuðust 34 þús. og 16 þús. 7 DAGAR | TIL JÓLA I Frá Laugarnesskóla var farið um Laugarnesi ðog safnað 27 þús. kr. frá Vogaskóla um nágrennið og safnað 18 þús. og frá Hamrahlíð arskóla um Hlíðarnar og safnað 18 þús. kr. í ár safnaðist því 8 þús. kr. meira en í fyrra og auk þess hafa borizt ógrynni af notuðum föt- um. Þeir sem sótt hafa um glaðn ing til Vetrarhjálparinnar eru sízt færri en í fyrra, og er áber- andi mikið af nýju fólki, sem nú sækir þangað um hjálp. r Otruflaðar sam- göngur í N-Is. Þúfum, 16. des.: — NÚ ER komin nokkur fönn og færð orðin þung á vegum. Hefur verið hríðarveður undanfarið og fennt nokuð. Samgöngur eru ó- truflaðar. Fagranes heldur sinni áætlun á hverju sem gengur. — P. P. ÞingvelUngar sóttu tvær kindur I Hvannadali Á ÞRIÐJUDAGINN fóru Guð- björn Einarsson hreppstjóri á Kárastöðum og Einar Sveinbjörns eon oddviti í Heiðarbæ í Þing- vallasveit að sækja tvær kind- ur, sem frézt hafði af inn undir Biskupsbrekku. Fór Gunnar Guð amundsson með þá á snjóbíl og í förinni var Sveinbjörn Dagfinns- son, hrl. Um það leyti sem tók að snjóa fréttist af þessum tveimur kind- um, en svo langt frá byggð að dagurinn hefði ekki enzt gang- andi mönnum og ekki hægt að koma við bílum. Var þvi farið með snjóbíl aftan á trukk úr Roykjavik kl. 7 á þriðjudags- morgun, snjóbillinn tekinn af ▼ið þjóðgarðsbliðið á Þingvöllum kl. og komið að kindunum um 2 e.h. í Hvannadölum. Snjór er ekki mikill, en jafn- fallinn og hvergi dökkan díl að sjá. Veður var mjög fagurt og rómuðu ferðalangar fegurð lands ins, ekki sízt eftir að dimmdi, en tungl og stjörnur lýstu sem um dag um hvíta og glitrandi snjó- breiðuna. Kindurnar voru svangar, en ekki mjög illa haldnar, og kom ust hvergi í fönninni. Þær reynd ust ekki eign Þingvallasveitar- manna, önnur frá Valdastöðum í Kjós, hin frá Lækjarbotnum. — Voru þær handsamaðar og tekn- ar með niður í sveit. Reykvík- ingarnir komu í bæinn kl. 2 um nóttina. Þessi mynd var tekin um kl. 6 í gaerkvöldi *t eftir gótunni. — Ljósœ. Ói- K.M. Hm Jerðiiuki í AðalstrætL IJóda mynda tiun kekl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.