Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudágur 17. des. 1964 UM BÆKUR Móðir og harn Tagrore: MÓÐIR OG BARN. Bók þessi er gefin út af Bókaútg'áfu Æskunnar í tilefni 65 ára afmælis barnablaðsins Æskan, í október 1964. Fá ljóð eru jafn auðskilin og eiga jatfn greiðan aðgang að bjarta hvers manns og ljóð ind- versika skáldsins Raibindranath Tagore. Hann er þekktasta skáld Austurlanda, og ljó'ð hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Tagore fékk Nöbelsverðlaun tfyrir skáldskap sinn, og mun Ihann vera eina austurlenzka slkáldið sem hlotnast hefur só heiður. Fyrir mörgum árum komu út þýðingar eftir Magnús Á. Árna- Tagore son á ljóðum eftir Tagore. Ég hef ekki séð þá bók eða bækur. En árið 1961 gaf bókaútg'áfan Fróði út mikla bók með verkum skáidsins og æviminningum í þýð ingu séra Sveins Víkings. Bók þessi nefnist Skáld ástarinnar. bók eftir Tagore: Móðir og barn, útgefandi Æskan. Gunnar Dal hefur áður kynnt okkur annað austurlenzkt skáld: Kahlil Gibran. Ljóð Gibrans voru gefin út af Almenna bókafélaginu skreytt myndum höfundar, og hét sú bók Spámaðurinn. Ljóðin í Móðir og barn, eða hinir stuttu ljóðrænu þættir, ef einhver vill heldur nota það nafn, fjalla um veröld barnsins. Lesendur þessarar bókar munu finna ilm fyrstu jasmínanna, horfa á konurnar koma til að fylla ker sín í tjörninni, leita svölunnar, sem stelur svefni barnsins, í hvíslandi þögn bamb- usskógarins, þar sem eldflugurn- ar láta ljós sitt skína, og dvelja í landi hins litla vaxandi mána. Eftir ljóðunum áð dæma er margt skylt með íslenzkum börn- um og indverskum þótt ucmihverfi þeirra séu ólík. Á Indlandi eins og á Íslandi eru böm að leik á ströndinni, byggja bús úr sandi og leika sér að skeljum. Og þar eigá börnin líka í stríði við skilningsleysi fullorðna fóllksins, sem hefur glatað upprunaleik sínum í eltingarleik við fánýta hluti. Veröld barsins hefur alltaf ver ið skáldum óþrjótandi yrkisefni. Þessi bók talar máli bamsins. Tagore leiðir okkur um heim bernsku sinnar og við erum í samfylgd gó'ðs manns og heill- andi skálds. Þýðing Gunnars Dal hljómar vel. Ég treysi mér ekki til að finna að henni. En mér er ekki kunnugt um hvernig þessi ljóð eru á frummálinu. Að lokum birti ég eitt af stytztu ljóðunum í bókinni sem kallast Ljóð mitt. Skóldið talar til barnsins: Þetta ljóð mitt mun umvefja þig, barn mitt, eins og ljúfir arm ar ástarinnar. Þetta Ijóð mitt mun snérta enni þitt eins og náðarkross. Þegar þú ert einn mun það sitja vi’ð hlið þér og hvísla í eyra þér; þegar þú ert meðal fjöldans mun það verja þig og gera þig frjálsan. Ljóð mitt mun gefa draumum þínum vængi, það mun bera þig að hliðum leyndardómsins. Það mun verða örugg stjarna yfir höfði þínu, þegar nætur- myrkrið grúfir yfir vegi þínum. Ljóð mitt mun búa í sjáaldri augna þinna og beina augliti þínu að sál allra hluta. Og þegar rödd mín er hljó'ðn- uð í dauðanum, mun ljóð mitt lifa í hjarta þínu. Jóhann Hjálmarsson. Vík, 12.12 ‘64 Héraðsfundur Héraðsfundur Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmis var haldinn 15. nóv. sl. í Grafarkirkju í Skaft ártungu. Hófst fundurinn með messu í Grafarkirkju, þar sem settur prófastur, séra Valgeir Heligason, prédikaði, en hinir prestar prófastsdæmisins þjón- uðu fyrir altari, Að þessu sinni var ekkert sérstakt mál lagt fyrir fundinn, en ýmsir fundarmanna ræddu þau mál, sem þeir töldu miklu varða fyrir kirkjulífið í prófastsdæminu. Jafnframt þessum héraðsfundi hélt Kirkjukórasamband Vestur- Skaftafellsprófastsdæmis aðal- fund sinn að Gröf í Skaftártungu. Þegar þessum tveimur fundum var lokið, var þátttakendum þeirra boðið til kaffidrykkju að Gröf og voru veitingar þar hinar höfðinglegustu eins og vænta mátti. Laufskálar Þetta er nafn á nýrri ljóðabók, sem Eyjólfur J. Eyjólfsson hefur gefið út. Áður hafði sami maður séð um útgáfu ljóðabókarinnar Vestur-Skaftfellsk ljóð, sem mun nú að mestu uppseld. í bókinni Laufskálar eru kvæði eftir 39 Vestur-Skaftfellinga, bæði lífs og liðna, þjóðkunna og minna þekkta. Þegar safnað er saman kveð- skap þessara 39 í Laufskálum og hinna 49 í Vestur-Skaftfellskum ijóðum, er að sjálfsögðu um mjög misjafnan kveðskap að ræða. Út úr þessum tveimur kvæðabókum má þó segja, að Stjórnarkreppa r í Israel Jerúsalem, 15. desember, NTB. STJÓRNMÁLADEILUR eru nú upp komnar í ísrael og er tilefnið gamalt þrætuepli, svonefnt Lavon-mál, sem aldrei hefur verið að fullu upplýst, en við liggur að sé nú að kljúfa Mapai- flokkinn, sem verið hefur við völd í ísrael síðan ríkið varð til árið 1948. Levi Eshkol, forsætisráðherra afhenti í gærkvöldi Zalman for- seta lausnarbeiðni sína og segir i henni að meirihluti stjórnarinn- ar, sem á að baki eitt og hálft ár í sessi, hafi ekki verið með- mælt því að Lavon-málið yrði tekið upp á ný. Það er David Ben Gurion, fyrrum forsætisráð- herra, sem mest hefur barizt fyrir því að málið yrði aftur tekið fyrir, en það var einmitt því um að kenna að Ben Gurion sagði af sér forsætisráðherraembætt- inu árið 1961. komi margt gott, og ekki sízt ýmislegt sem fáir vissu áður að til væri. Er hér um merkilega kvæðasöfnun að ræða, sem hefur orðið vinsæl á Suðurlandi og þá ekki síztí Vestur-Skaftafellssýslu. Og áhrifin af þessari þjóðlegu út- gáfustarfsemi hafa orðið víðtæk- ari, en flestir Sunnlendingar reiknuðu með í upphafi, af þvi að nú munu aðrir aðilar hafa í hyggju að gefa út ljóðabók, þar sem ýms skáld úr Rangárvalla- sýslu láta að sér kveða, og er það vel. Fara svo vonandi fleiri sýsl- ur í kjölfarið. Vonandi á Eyjólfur J. Eyjólfs- son eftir að koma með þriðju skaftfellsku ljóðabókina, enda fer því fjarri, að öll Vestur-Skaft- fellsk skáld séu í hinum tveimur fyrrnefndu bókum hans. Og þeg- ar þriðja bókin kemur frá Eyj- ólfi, má vafalaust fullyrða, að mörgu góðu kvæði hafi verið bjargað frá gleymsku. Þótt allt af geti eitthvert létt- meti flotið með í svona kvæða- söfnum, mega menn ekki gleyma hirru, sem er aðalatriðið, að hér er um að ræða geymd á merkileg um verðmætum, sem síðar meir eiga eftir að öðlast aukið gildi. En það mun síðar sannast og við- urkennt sögulega séð, að fámenn þjóð gerir aldrei of mikið að því, að varðveita hugsanir sinar og hugsjónir .hvernig og hverjar sem þær eru. Mannaskipti Þann 1. sept. í haust urðu mannaskipti við Kaupfélag Skaft fellinga í Vík, þar sem Oddur Sigurbergsson lét af störfum sem kaupfélagsstjóri, en við því starfi tók Guðmundur Á. Böðvarsson frá Selfossi. Guðmundur hefur veitt verkstæðum Kaupfélags Ár- nesinga forstöðu frá upphafi þeirra eða frá árinu 1939 og við hinn ágætasta orðstír. Var hann þar kunnur að dugnaði og naut mikilla vinsælda. Oddur Sigurbergsson hefur verið kaupfélagsstjóri í Vík í 16 ár. Á þeim tíma rak hann K.S. með ágætum og munu fá kaup- félög í landinu vera fjárhagslega betur stödd, enda er það alkunn- ugt, að Oddur lagði oft nótt við dag í starfi sínu. Minnist ég þess líka, að sá mæti maður, Magnús heitinn Björnsson ríkisbókari sagði fyrir nokkrum árum við mig um Odd Sigurbergsson, en hjá honum starfaði Oddur um tíma við ríkisbókhaldið í Reykja- vík áður en hann kom hingað austur: „Fyrir utan hina skörpu bókhaldsþekkingu Odds, er hann einn sá samvizkusamasti, indæl- asti og bezti maður, sem ég hefi kynnzt." Þegar samband íslenzkra Sam- vinnufélaga stofnsetti hina nýju hagdeild, kom það engum á óvart sem til þekkti, að Oddur Sigur- bergsson var kvaddur til þess að I veita þessari nýju deild forstöðu. Að minnsta kosti komu mér þá í hug orðin, sem ég vitnaði til áð- an og minn góði vinur Magnús Björnsson, ríkisbókari, viðhafði um Odd. Nýr skóli í haust var hafin bygging nýs barnaskóla fyrir Dyrhólahverfi í Mýrdal. Var honum valinn stað- ur að Ketilsstöðúm og hafa þess- ar framkvæmdir gengið svo vel, að skólahúsið var orðið fokhelt í nóvember. Skóli þessi er mikil bygging og honum fyLgir góð íbúð fyrir kennarann og skóla- stjórann, sem er Björgvin Saló- monsson frá Ketilsstöðum. Auk Dyrhólahrepps á Hvammshrepp- ur -hlut að þessari byggingu og yfirsmiður er Jón Valmundsson í Vík. En hann hefur undanfarið annazt margháttaðar bygginga- framkvæmdir í Mýrdal, svo sem byggingu fimm raðhúsa í Vik fyrir Póst- og Símamálastjórina og ýmsar aðrar framkvæmdir fyrir aðra aðila. í þessum fimm raðhúsum hafa nokkrir starfs- menn Lóranstöðvarinnar á Reyn- isfjalli fengið íbúðir. Eru þeir fluttir í þessar nýbyggingar á- samt hinum nýja stöðvarstjóra Lóranstöðvarinnar, sem hingað er kominn. Skipt um jarðskjálftamæli Þann 1 .des. s.l. var skipt um jarðskjálftamæli í Vík og er það Veðurstofan, sem hefur með þetta mál að gera. Mælirinn, sem var tekinn burt, var um það bil 60 ára gamall. En mælirinn, sem komið var með, er einnig um 60 ára gamall. Sá er þó munurinn á þessum tveimur jarðskjálftamæl um, að sá, sem nú var settur hér upp, er í mun betra ásigkomu- lagi, en sá fyrri var. „Nýi“ jarð- skjálftamælirinn var áður á Ak- ureyri. Þegar upphaflega var settur jarðs*kjálftamælir í Vík, var það eitt af því, sem gert hefur verið og gert er, til þess að auðvelda mönnum að átta sig á því í tæka tíð, ef Kötlugos er í aðsigi, en þau hefjast venjulega með jarð- hræringum. Þetta sem annað af þessu tagi er góðra gjalda vert. Hins vegar hafa margir, og það ekki að ástæðulausu, furðað sig stórlega á því, að ekki skuli yera hafður sími í húsinu, þar sem jarðskjálftamælirinn er. Minnir þetta á hið alíslenzka einkenni, að sjálfsagt sé að koma hinu og þessu upp, en hitt skipti minna eða jafnvel engu máli, hvernig síðar sé að því búið eða bóksta-f- lega ekkert um það hirt að standa sómasamlega að viðkom- andi máli, eftir að því hefur verið komið af stað. Einmitt í þessu til- liti hafa islenzk stjórnarvöld ver- ið og eru enn allt of kærulaus. En þar sem rnörg mannslíf geta ver ið 1 veði dugir ekki að una slíku. Þar verður að halda vel og mynd arlega á málum. Það er ekki nóg að byrja rétt og vel. Það verður líka að halda út með skynsemd og röggsemi. Frá því að jarðskjálftamælir var staðsettur í Vík, hefur Guðni Bjarnason gætt hans og hefur hann þetta starf enn með hönd- um og rækir það^ af kostgæfni og samvizkusemi. x LEVER SKYRTAN E R Ú R PRJÓNANÆLONI FALLEGUR FLIBBI GO.TT SNIÐ — STRAUFRÍ KARLM. HVÍTAR verð aðeins 233 kr. KARLM. EINLITAR verð aðeins 233 kr. KARLM. RÖNDÓTTAR verð aðeins 238 kr. DRENGJA HVÍTAR verð aðeins-174 kr. DRENGJA EINLITAR verð aðeins 174 kr. HJá ÆÁ MARIEI Ml ^22^1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.