Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 17
Fimmtuda^ur 17. des. 1964 MORGUNBLADIÐ 17 ann“ (bls. 28), að sóiin bækki „á vesturtofti" að morgni dags (bls. 42), eða að tilteknar tengda mæðgur „ gátu ekki á sárs höfði setið“ (bts. 58). Þá kann lesand- inn því hálfilla að margsinnis séu nefnd skírnarnöfn manna sem hann kann engin deili á og ekki eru frekar skilgreindir annars staðar í textanum. Prentvillur eru nokkrar í bokinni, sem er leitt um slíkan kjörgrip sem hún er, en við virðumst seint aetla að sigrast á bannsettum prent- viltupúkanum, hversu góð sem viðleitnin er. Hér hefur greini- lega miklu verið til kostað að framleiða afbragðsbók, og ber að iþakka Skáiholtsútgáfunni fram- takið. Sigurður A. Magmússan. Síðasta skip su&ur JökuH Jakobsson og Batta- sar: Siðasta skip suður. 176 bts. Skálholt h.f. — Reykjavík 1964. JÖKULL. Jakobsson og kata- lónski dráttlistarmaðurinn Balta- sar Samper hefa tekið sér fyrir hendur að bregða upp mynd í máli og teikningum af hinu deyjandi lífi Breiðafjarðareyja, þar sem að vísu er énn búið með reisn í nokkrum eyjum, en auðn- in og dauðinn bíða á næsta leiti. Er skemmst frá því að segja, að bókin er í ytra tilliti hrein ger- semi, bæði að því er varðar pappír, bókband og prentun á myndum og texta. Til alls þessa ihefur greinilega verið vandað sem kostur var, og árangurinn orðið ein bezt unna bók sem hér hefur sézt um árabil. Er ástæða til að óska prentsmiðjunni Odda til hamingju með sinn hlut að þessu verki, en þar hafa líka komið við sögu Myndamót h.f., og Sveinabókbandið h.f. Það er iarið að koma í ljós, þó reyndar sé alltof sjaldgæft, að íslending- ar geta staðið nágrannaþjóðunum á sporði í bókagerð, þegar þeir vilja eða nenna að leggja sig fram, og mætti þessi fagurgerða bók verða hvöt til stærra og samfelldara átaks í þá átt. Baltasar er bókaskreytir fyrir minn smekk; mér virðast blýants teikningar hans gefa skýra og eftirminnilega mynd af mannlífi og umhverfi Breiðafjarðareyja — hrörnun mannvirkja, lífseiglu eyjarskeggja, víðernum og birtu náttúrunnar. Mannainyndir hans eru Ijóslifandi og persónulegar, þó ég sé náttúruega ekki dóm- bær á svipmótið með fyrirmynd- unum. Sumir íslendingar virðast ganga með þá grillu, að engir nema hérlendir listamenn geti málað eða teiknað íslenzkt um- hverfi eins og „eigi“ að gera það, og er sú grilla eitt dæmi af mörg um um ranghverfa minnimáttar- kennd mörlandans. Ég fæ ekki betur séð en víða nái Baltasar einmitt fram hinni sérkennilegu víðáttu, þögn og eyðileik sem set ur svo sterkan svip á íslenzkt umhverfi, ekki sízt þau íslenzku sjávarpláss, þar sem mannlíf virð ist vera að fjara út. Ég á bágt með að hugsa mér öllu mælsk- «ri tákn um ástand og horfur þessara unaðslegu eyja en ein- faldar, persónulegar og grófgerð- ar teikningar Baltasars. Jökull Jakobsson hefur samið textann í bókina, en hún er ann- ars þannig unnin, að höfundarnir hafa haft náið samstarf um mál og myndir og Baltasar ráðið ytri gerð bókarinnar. Hlutur Jökuls í þessu verki er veglegur. Hann hefur dregið upp hugtæka og oft átakanlega mynd af mannlífi sem er að þorna upp og deyja út. Tónninn í bókinni og þeir þættir í nútíð og fortíð, sem höf- undurinn einkum dvelur við, undirstrika þessa ömurlegu og óhjákvæmilegu þróun. Af mikilli leikni stillir hann saman marg- víslegum andstæðum fortíðar og nútíðar, og niðurstaðan verður jafnan hin sama: dauðinn á næsta íeiti. Myndin sem hann dregur upp af þessari sérkennilegu byggð er margslungin; þar flétt- •st saman náttúra og byggingar, ifólk og fénaður, saga og nútími. Margt er kímilegt í þessari frá- •ögn, en undirtónninn er jafnan hinn sami, sterk kennd trega yfir fallvaltleik lífsins og mannanna verka. >að hlýtur að koma okkur nú- tímamönnunum spanskt fyrir isjónir, að þær byggðir, sem þóttu blómlegastar og helzt aftögufær- •r þegar harðindi og hallæri steðjuðu að á íslandi, eins og t.d. Móðuharðindi 1783, voru Hornstrandir og Breiðafjarðar- eyjar — og þá einkanlega eyjarn ar. í hallærum lá þangað stríður straumur förufólks, bæði að norð an og sunnan, því hvergi var betri von um björgun frá yfir- vofandi hungurdauða. Þegar veg ur eyjanna var mestur á síðustu öld, var þar margt höfðingja og heimsmanna, mikið um, fjör og menningarlegt framtak, senni- Jökull Jakobsson lega var Flatey þá einn grósku- mesti staður á landinu. En sam- fara góðum kjörum og gtæsileik voru ýmsar hörmungar, sem nútimamenn eiga bágt með að gera sér grein fyrir. Einn af höfðingjum eyjarinnar, Brynjólf ur Benedictsen, tengdasonur Guð mundar Schevings, eignaðist t.d. 14 börn, en aðeins eitt þeirra komst á legg og andaðist þó um tvítugt. Annað stórmenni eyjar- innar, séra Eiríkur Kúld, tengda- sonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors, eignaðist líka 14 börn, tvö komust á legg, sonur, sem dó úr svalli og drykkjuskap 37 ára gamall og dóttur sem lézt kornung áður en hún æli fyrsta barn sitt, óskilgetið. Þannig skipt ust líka á skin og skúrir á upp- gangstímum eyjanna, og ekki má gleyma því mikla afhroði sem þær guldu í mannslífum á fiski- sælum en viðsjárverðum Breiða- firði. Svipmyndir Jökuls Jakohsson- ar af núlifandi íbúum eyjanna eru ekki sérlega skýrar eða minnisverðar, en það kemur ekki beint að sök þar sem Baltasar hefur bætt- úr þeirri skák með sínum snjöllu teikning- um. Aftur á móti eru frásagnir Jökuls af liðnum görpum og framtaksmönnum margar fjörug- ar og eftirtektarverðar, sagnir af mönnum eins og Snæbirni í Hergilsey, Eyjólfi Eyjajarli, Guð mundi Scheving (sem var amt- maður Jörundar hundadagakon- ungs í 8 daga), Brynjólfi Bene- dictsen, séra Eiríki Kúld, séra Ólafi Sívertsen og mörgum öðr- um þeirra styrku stofna sem gerðu Breiðafjarðareyjar að ís- lenzku stórveldi um langt ára- bil. Ekki er hún heldur dónaleg sagan af heimsókn Brynjólfs biskups Sveinssonar til Jóns Finnssonar í Flatey haustið 1647, þegar biskup varð sér úti um eina mestu gersemi íslenzkr- ar bókagerðar, Flateyjarbók, handa danska kónginum — og var það sennilega afdrifaríkasta drykkjuveizla á íslandi. Þeir félagar, Jökull og Balta- sar, háfa heimsótt nokkrar helztu eyjar á Breiðafirði til að gera um þær bók: Ftatey, Hergilsey, Skál- eyjar, Hvallátra, Sviðnur, Svefn- eyjar, og munu þær varla líða lesanda úr minni fyrsta kastið. Jökull hefur næma tilfinningu fyrir viðfangsefni sínu og gerir því skit á máli, sem er í senn stílhreint, upphafið og ber saltan keim umhverfisins, sem hann er að fjalla um. En ef marka má af nokkrum misfellum í bókinni virðist höfundurinn ekki vera jafn nákvæmur um staðreyndir eins og hann er góður stílisti og klókur sögumaður. Ég er ekki það sérfróður um efni bókarinn- ar, að ég geti dæmt um annað en það sem liggur í augum uppi, en það gerir mann dálítið tor- trygginn um aðra hluti. Á bls. 69 segir um Guðmund Scheving: „Hann kom til Flateyjar 1814 og var þá 38 ára að aldri“, en á bls. 76 segir að „hann andaðist í Kaupmannahöfn 51 árs að aldri, árið 1837“. Á bls. 99 segir að Þórður Benjamínsson hafi flutzt til Hergilseyjar árið 1925, en á næstu síðu er sá sami Þórður látinn segja: „Magnús Einarsson fluttist úr Hergilsey árið 1924, og var ég þá eini ábúandinn." Á bls. 13 er minnzt á „nát Kleópötru á torginu mikla í París“. Nálar þessarar mætu drottningar eru aðeins tvær, og er önnur í Lundúnum en hin í New York. Slík ónákvæmni er að sjátfsögðu Lítilvæg í samjöfn- uði við kosti bókarinnar, en hún er hvimleið. Sömuleiðis nokkrar ambögur eins og t.d. sú, að lamb „lykur tönnunum utan um spen- Eggert Laxdal sýnir þessa dagana listaverk i veitingahúsína Tröð i Austurstræti. Er þar bæði um að ræða olíumálverk og önnur listaverk, sem öll eru nýlega unnin af listamanninum. Myndin er tekin af tveimur málverkanna í Tröð. íslondsferð John Coles BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur nýlega gefið út bókina „íslands- ferð John Coles.“ Segir bókin frá ferðalagi Coles og félaga hans um ísland sumarið 1881. Bók þessi kom fyrst út í Lund- únum árið 1882 og nefndist „Summer Travelling in Iceland“. Var það stór bók skreytt all- mörgum myndum, flestum eftir höfundinn. Fylgja myndirnar einnig þeirri íslenzku útgáfu, sem nú er komin út. Bókinni fylgir að auki fslandskort Björns Gunnlaugssonar með smávegis lagfæringum höfundar. Bókin „íslandsferð John Col- es“ hefst á nokkrum orðum um höfundinn og bókina eftir Har- ald Sigurðsson. Síðan er formáli höfundar. Efni bókarinnar skiptist í 11 meginkafla en auk þess hefur E. Delmar Morgan ritað kafla um Öskju. Bókina hefur Gísli Ólafsson £s- lenzkað en hún er prentuð í Set- bergi s.f. Sveisn Sveinsson, formaður fyrstu stjórnar Trésmiðafélags Reykjavíkur. BM þessar mundir á Trésmiða- félag Reykjavíkur 65 ára afmæli, en það var stofnað á fundi í Iðn- aðarmannahúsinu hinn 10. des- ember árið 1899. Vegna afmælisins var efnt til sérs.taks hátíðafundar í félaginu, sem haldinn var í Gamla bíói sl. laugardag. Afmælishóf var hald- ið um kvöldið í Sigtúni (Sjálf- stæðishúsinu). Þá gaf félagið út ritið „Tré- smiðafélag Reykjavíkur 1899— 1964“, sem Gils Guðmundsson tók saman. Þar er saga félagsins rakin þessi sextíu og fimm ár. 51 trésmiður tók þátt í stofn- un félagsins árið 1899, en í upp- hafi þessa árs voru þeir taldir vera 629. ★ Upptök félagsstofnunarinnar má rekja til fundar, sem nokkrir trésmiðir í Reykjavík komu sam an á hinn 18. febrúar 1899, til þess að ræða sameiginteg mál- efni. Á þeim fundi var kosin átta Einar J. Pálsson, féhirðir fyrstu stjórnar T. R. manna rtefnd til að sémja verð- lista fyrir trésmiði yfir smíðaða vinnu úr tré og ýmsa aðra tré- smíðavinnu. Átti síðan að reyna að fá trésmiði í Reykjavík til að fara eftir listanum, þegar þeir seldu vinnu sína eða smíðisgripi. Orsök til þessa verðlista var sú, að nokkurt misræmi var á verði hjá trésmiðum, og vildu gæði vörunnar þá verða ærið misjöfn. í nefndina („verðlistanefnd- ina“) voru þessir kosnir: Einar J. Pálsson, formaður, Hjörtur Hjartarson, Sigurður Árnason, Þorkell Gíslason, Sveinn Sveins- son, Magnús Ólafsson, Magnús Árnason og Helgi Thordersen. Síðla árs 1899 hafði nefndin lokið við samningu verðlista, þar sem tilgreint var verð á 280 stærðargerðum og tegundum hús gagna, verkum við húsasmíðar og ýmsar aðrar smíðar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að trésmiðir í Reykjavík ýrðu að bindast félagslegum samtökum, Hjörtur Hjartarson, skrifari fyrstu stjómar T. R. ætti listinn að koma að nokkru gagni. Skömmu síðar, líklega í nóv- ember 1899, boðaði nefndin til fundar trésmiða í Reykjavík, lagði listann fram, og var hann samþykktur. Þá var sjö manna nefnd kosin, til þess að semja uppkast að lögum fyrir félagið. Var uppkastið gert að lögum með nokkrum breytingum á stofnfundi Trésmiðafélags Rvík- ur hinn 10. desember og fram- haldsstofnfundi, sem haldinn var 17. desember. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Sveinn Sveinsson, formað- ur, Hjörtur Hjartarson, skrifari, og Einar J. Pálsson, féhirðir. ★ Um starfsævi félagsins verður ekki fjallað hér, en félagsstarf hefur lengst af verið allöflugt. Þó lá félagið í dauðadái um þriggja ára skeið, á árunum 1914 til 1917. Félagssvæði Trésmiðafélags Reykjavíkur er lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, Seltjarnar- neshreppur, Kópavogskaupstað- ur, Garðahreppur og Mosfells- sveit. Núverandi stjórn félagsins skipa Jón Sn. Þorleifsson, form., Ásbjörn Pálsson, Hólmar Magn- ússon. Sturla H. Sæmundsson og • Þórður Gislason. Reykjavíkur 65 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.