Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 8
3 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtuöagur 17. des. 1364 — Söluskatturinn Framhald af bls. 1 gerður í meginatriðum um ó- breytt kaup til eins árs, að taka upp verðtryggingu kauþs Iþannig að ef vísitala hækkaði, skyldi kaup einnig hækka. Til Iþess að reyna að koma kyrrð á þessi launamál og verðlagsmál, a.m.k; fyrst um sinn, var ákveðið, að vísitölu skyldi með auknum nið- urgreiðslum úr ríkissjóði haldið óbreyttri fram á haust, iþangað til þing kæmi saman og ennfrem ur var því lýst yfir í þeim við- ræðum, að reynt yrði að halda vísitölunni óbreyt.tri fram til ára- móta. Þetta hefur verið gert með þeim hætti, að frá og m.eð 1. júlí sl. var aukin niðurgreiðsla á mjólkurlítra um 40 aura og 1. september var hún enn aukin um 1,30 kr. í þriðja lagi voru svo niðurgreiðslur auknar veru- lega í septembermánuði, þegar haustverðlagning landbúnaðar- vara kom til, en þá hækkaði verð landbúnaðarvara, sem sVar- aði 4,8 vísitölustigum. Það var ákveðið að greiða þessa verð- hækkun landbúnaðarvara að öllu leyti niður með auknum nið urgreiðslum úr ríkissjóði. Þessar auknu niðurgreiðslur frá því í júní nema samtals sem næst 7% vísitölustigi og kostnaður við þær niðurgreiðslur eru á þessu ári fram til áramóta um 63 millj. kr. Um leið og þessar viðbótar- niðurgreiðslur, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárl. 1364 voru ákveðnar, var að sjálfsö'gðu geng ið út frá iþví, að til þeirra yrði að afla tekna, annað hvort strax, þegar Alþingi kæmi saman eða í síðasta lagi um leið og fjárlög fyrir árið 1965 yrðu afgreidd. í grg. fjárlagafrv. er rætt um þessi niðurgreiðslumál og segir þar svo í aths. um 19. gr. Það segir svo um það í aths. um 19. gr. með leyfi hæstv. forseta; „Niðurgreiðslur vöruverðs inn anlands eru áætlaðar 336 millj. kr. Er þá miðað við niðurgreiðsl- ur, eins og þar voru áætlaðar í xnaí sl. á ársgrundvelli að við- bættri áætlaðri söluaukningu næsta ár. Á hinn bóginn er hér ekki gerð till. um, hversu skuli á næsta ári fara um þær niður- greiðslur, sem siíðar hafa bætzt við og nauðsynlegar hafa reynzt, til þess að halda visitölunni ó- breyttri að sinni, eins og gert var ráð fyrir, þegar samið var milli ríklsstj. og Alþýðusambands ís- lands í júní sl. Verður að telja eðlilegt, að Allþingi marki þá frambúðarstefnu, sem fylgt verð- ur í því máli.*1 Afla verður ríkissjóði tekna fyrir niðurgreiðslum Síðan fjárlagafrv. var lagt fram, hefur þetta mál allt verið kannað mjög gaumgæfilega af ríkisstþ, til þess að hún gæti wndirbúið og lagt sínar till. fyrir ASþingi um þetta efni. Ef hefði átt að halda óbreyttri þeirri fjár- hæð til niðurgreiðslna, sem fjár- lagafrv. felur í sér, m.ö.o. að fella niður þessar þrjár viðbótar- niðurgreiðslur, sem ég nefndi, þá þýddi það, að vísitalan hefði nú itm áramót hækkað af þessum ástæðum vegna minnkaðrar nið- urgreiðslu um 7% stig, en það mundi þýða sem næst 5% kaup- hækkun í landinu. Að athuguðu máli þótti ekki fært að fara þessa leið. Það má ennfremur geta þess til viðbótar, að Hag- Stofan gerir ráð fyrir því, að hækkun vísitölu skömmu eftir áramót af ýmsum ástæðum og viðkomandi niðurgreiðslum muni nema tæplega IV2 stigi. Ef hvort tveggja kæmi þannig til, sú vísi- tölu- og kaupgjaldshækkun og ennfremur 5% kauphækkun vegna minnkaðra niðurgreiðslna, telur ríkisstj. ekki fært að láta af þessum ástæðum almennt kaupgjald í landinu hækka, sem því nemur. Niðurstaðan hefur orðið í stuttu máli sú, sem nán- ari grein er gerð fyrir í aths. þessa frv., en það er — hún er á þá leið að halda áfram þeim nið- urgreiðslum, sem nú hafa verið síðustu mánuði, en til þess að svo megi verða, þarf um 207 millj. kr. á næsta ári. Til þess að afla tekna til að standa undir þessum niðurgreiðslum, bæði þeim, sem ákveðnar hafa verið og koma til framkvæmda á þessu ári og ekki var ætlað fé til á fjárl. þessa árs og til þess að halda áfram niðurgreiðslum ó- breyttum á næsta ári, er gert ráð fyrir í fyrsta lagi að hækka hinn almenna söluskatt um 2 %% úr 5M>% upp í 8%. Þessi söluskatts- hækkun mundi hækka eða mun hækka vísitöluna um 3 stig og þegar til viðbótar kemur það tæplega 1% stig, sem ég gat um áðan af ýmsum ástæðum, þá er gert ráð fyrir því, að um ára- mótin þrátt fyrir þessar óbreyttu niðurgreiðslur áfram, muni vísi- talan hækka skjótlega um um það bil 4% stig, sem svarar til 3% kauphækkunar. Til viðbótar þessum tveim fjárhæðum, sem ég hef nefnt, 68 millj, og 207 millj. vegna niður- greiðslna, þarf að afla fjár vegna þeirra hækkana, sem fjárl. taka, í meðförum Alþingis og er .gert ráð fyrir að þær till., sem annars vegar fjhn. hefur flutt og hafa verið samþykktar á þingi í gær og þær, sem eftir urðu við 3. umr, muni nema í kringum 55 millj. kr. Þá er í fjórða lagi, að þessi 3% kauphækkun, sem gert er ráð fyrir, að komi þá snemma á næsta ári, muni valda ríkis- sjóði auknum útgjöldum, sem nemi um það bil 42 millj. kr. Þar eru aðallega tveir liðir, ann- ars vegar sú hækkun, sem verð- ur á launagreiðslum til opin- berra starfsmanna og hins vegar hækkun á almannatryggingum, sem að sjálfsögðu fylgja hinni almennu kauphækkun í iandinu. Til þess að mæta þessum út- gjöldum, sem ég hér hef rakið og nema 372 millj. kr., er gert ráð fyrir þessari söluskattshækk- un, sem frv. felur í sér og er gert ráð fyrir, að skili um 307 millj. kr. á ári. Þá er gengið út frá sömu áætlun, eins og fjár- lagafrv. sjálft byggir á, en þar er hver prósenta söluskatts á- ætluð á 123 millj. í öðru lagi er gert ráð fyrir að hækka gjöld af innfluttum bifreiðum og bif- hjólum um 25% og svo loks, að hnika til áætlun fjárl. um aðal- flutningsgjöld um 34 millj. til hækkunar og hluta umboðsþókn- unar á gengismun gjaldeyris- bankanna um 3 millj. Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum í sambandi við þetta frv., kemur sú spurning að sjálfsögðu upp í huga manns, hvort ekki sé hægt að sleppa þessum hækkun- um tekna með því móti að áætla tekjur ríkissjóðs árið 1965 hærra heldur en gert er í fjárl. Það hefur verið gerð rækileg athugun á Iþví og niðurstaðan er sú, að ekki þykir fært að hækka tekju- áætlunina að öðru leyti en ég hef áður greint um þessar 37 millj. Menn munu e.t.v. vitna í það, að bæði árin, 1962 og 1963, hafi tekj ur orðið verulega hærri heldur en fjárlög áætluðu. Þau ár bæði er skýringin sú fyrst og fremst, að innflutningurinn jókst mjög mikið Iþessi ár bæði frá því sem verið hafði árið áður. En eins og kunnugt er, eru aðflutnings- gjöldin um það bil helmingur af tekjum ríkissjóðs og skipta því hér mestu máli. Þegar tekju- áætlunin var samin fyrir fjárL bæði 1962 og 1963, var innflutn- ingsáætlunin og þar með tolla- áætlunin byggð á þeim upplýs- ingum, sem lágu þá fyrir og á- ætlunum frá Seðlabanka íslands og Efnahagsstofnuninni. Bæði ár in reyndist innflutningsaukning- in eða aukning innflutningsverð- mætis miklu meiri heldur en gert hafði verið ráð fyrir, þannig að 1962 varð þessi aukning nærri 28% frá því árinu á undan. Þessi þróun innflutnings hefur ekki haldið áfram á árinu 1964 og það liggur nú fyrir í megindráttum hversu 'mikill innflutningurinn verður á bessú ári Otf bendir bað til þess, að aukningin frá fyrra ári verði níiklu minni heldur en 2 undanfarin ár og svipuð eins og gert var ráð fyrir eða ekki meiri en gert var ráð fyrir í fjárl. 1963. Þetta þýðir það, að tekjur ríkissjóðs af aðflutnings- gjöldum í ár verða eftir því, sem nánast liggur fyrir nú, sáralitlu hærri nú heldur en áætlað var í fjárl. Það er ekki heldur talið varlegt að gera ráð fyrir því, að á næsta ári taki innflutningurinn stökk og aukist svo stórlega eins og árin 1962 og 1963. ..Hallalaus f járlög Varðandi afkomu ríkissjóðs á árinu 1964 og þá spurningu, hvort mætti taka þessar 68 millj. vegna niðurgreiðslna í ár um- fram áætlun fjárl. á ríkissjóð, án þess að afla tekna til þess, þá er því til að svara, að ef svo ætti að — ef það ætti að gera, þá mundi ríkissjóður vafalaust koma með tekjuhalla á þessu ári og stafar það fyrst og fremst af því, að tekjur ríkissjóðs í heild munu verða mjög nálægt áætlun fjárlaga í ár, væntanlega fara sáralítið fram úr, en hins vegar vitað um- nokkra útgjaldaliði, sem verða töluvert hærri á þessu ári heldur en áætlað er í fjárl. f FYRRADAG lauk 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið, með at- kvæðagreiðslu um breytingartil- lögur, sem fram höfðu komið við frumvarpið. Ýmsar mikil- vægar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því, að það kom upphaflega fram. Morgunblaðið innti formann fjárveitinganefndar, Jón Árna- son eftir þessum breytingum og fer hér á eftir frásögn hans um þær breytingar á frumvarpinu sem mestu máli skipta: Rúmlega 50 millj. kr. hækkun. Samkvæmt tillögum fjárveit- inganefndar voru ýmsir liðir fjárlagafrumvarpsins, hækkaðir um rúmlega 48.5 millj. króna, við aðra umræðu, sem fram fór á mánudag og þriðjudag sl. Auk þess voru samþykktar tillögur um styrki til flóabáta og vöruflutn- inga á landi um hækkun kr. 1.632 þús eða samtals rúmlega 50 millj. kr. Stjórnarfrumvörp til hafnarfram- kvæmda. Samkvæmt tillögu nefndarinn- ar voru breytingar til hækkunar til hafnarmála. ferjubryggja og lendingarbóta 2 465.000.00. — í árslok 1964, er skuld ríkissjóðs samkvæmt lögboðnu framlagi til hafnarframkvæmda, þegar frá er dregið fyrirframgreiðslur og geymslufé, kr. 16.625.000.—. í fjárlagafrumvarpinu nú eru fjárveitingarnar: 4 millj. til hafnarbótasjóðs, 8 millj. sem er sérstaklega ætlað til greiðslu á framlagi ríkisins vegna eldri framkvæmda — þá er fjárveiting til hafnarframkvæmda 1965 kr. 19.500.000.— eða samtals kr. 31.500.000.— á móti vangreiddu framlagi ríkissjóðs. Fjárlaga- frumvarpið gerir því ráð fyrir um 20 millj. kr. fjárveitingu umfram að greiða upp allar skuldir ríkissjóðs við hafnirnar. Ég Hygg að hlutur ríkissjóðs hafi ekki um langan tíma, staðið jafnvel gagnvart höfnum oig nú, — það er sérstaklega eftirtektar- vert, að þetta á sér stað þegar hafnarframkvæmdir í landinu, eins og á síðastliðnu ári voru það miklar, að með mesta móti má telja, samtals var unnið fyrir 81.460.000.— auk landshafna- framkvæmda og framkvæmda í Þorlákshöfn, sem voru mjög miklar. Þetta má m.a. þakka ákvörð- un ríkisstjórnar á síðasta ári, en hún ákvað að verja 15 millj. af greiðsluafgangi ársins 1962 til greiðslu á skuldahala ríkissjóðs frá fyrri árum. Skólar Mesta hækkun er á 14 sx. A. Má þar einkum nefna útflutnings uppbætur á landbúnaðaráfurðir, sem talið er nú, að fari marga milljónatugi fram úr því, sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Að öllu þessu athuguðu hefur það orðið niðurstaðan hjá ríkis- stjórninni, að þessi hækkun gjalda, sem hér er gert ráð fyrir í frv., sé óhjákvæmileg, því að níkisstj. telur það ekki koma til mála að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár með greiðsluhalla. Ég legg til, að frv. þessu verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn. INGÖLFtJR Jónsson, landbúnað- arráðherra, gerði í gær í Neðri deild Alþingis grein fyrir stjórn- arfrumvarpi um landgræðslu. Þar kom m.a. fram, að fjárveit- ingar til landgræðslu hafa stór- aukizt á undanförnum árum eða um 376% frá árinu 1958 og þær eru ráðgerðar um 7 millj. kr. á næsta ári. Þá var einnig í Neðri deild rætt um ríkisreikninginn 1962 og um frumvarp til ferða- mála. LANDGRÆÐSLA I Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- þar er um hækkun að ræða, sem nemur 19.433.588.— Eftir að fjárlagafrumvarpið var samið, var lokið við endurskoðun á byggingarkostnaði skóla, sem voru í byggingu. Fyrir nokkrum árum var á- kveðið að greiða ríkissjóðsfram lagið á 5 árum. Kom sú ákvörð- un mjög til bóta frá því sem áður átti sér stað, þegar ríkið var stundum í meira en áratug að greiða sinn hlut til framkvæmd anna. Enn er þó eftir að ganga frá tillögum um ný skólahús, en það verður gert fyrir 3. umr. Ménningarstarfsemi 14. gr. B. fjallar um fjárveit- ingar til opinberra safna, bóka útgáfu og listastarfsemi. Mörg erindi lágu fyrir nefnd- inni varðandi beiðni um fjárveit ingar samkv. þessari grein. Til viðbótar kir. 30,129.642,00 sem í frumvarpinu er ætlað til þessara mála, leggur nefndin til að gerðar verði breytingar til hækkunar um kr. 2.393.460,00. Kirkjumál Til kirkjumála eru tillögur nefndarinnar um hækkun sem nemur kr. 3.235.580,00. kjest af þeirri hækkun er til nýbygginga íbúðarhúsa á prestsetrum. Kr. ein milljón og til viðhalds og endurbóta á eldri íbúðarhúsum á prestsetrum 1,5 millj. kr. -- XXX ---- Ýmsar tillögur voru gerðar um hækkuð framlög til atvinnuveg anna, eða samtals um 5 millj. kr. Skiptist upphæðin milli hinna ýmsu atvinnugreina, og rann- sóknarstofnana í þeirra þágu. Félagsmál. Til félagsmála námu hækkan irnar um 3.515.000 kr. er þar m.a. fjárveiting til Vestmanna- eyja 1 millj. kr. til vatnsöflun- ar, en þar var á síðasta ári ráð ist í mjög fjárfrekar borunar- framkvæpidir eftir neyzluvatni og verður á næsta ári haldið á- fram með þetta mikla nauð- synjamál þeirra Vestmannaey- inga. -- XXX ----- Þá er enn eftir sá liður fjár lagafrumvarpsins, sem væntan- lega verða mestu breytingar á til hækkunar. Eru það fjárveit ingar til niðurgreiðslu á vöru- verði innanlands. Ríkisstjórnin hefur haft það mál til athugun ar og hefur nú lagt tillögur sín ar fyrir Alþingi. Til hækkunar á fjárveitingu í 20. gr. fjárlagafrumvarpsins eru tillögur um hækkun að upphæð kr. 1.825.000,00. ★ Umræðurnar um söluskatts- frumvarpið drógust mjög á lang- inn og var þeim ekki lokið, er blaðið fór í prentun í gærkvöldL Lögðust stjórnarandstæðingar á- kaft gegn frumvarpinu. Þá höfðu talað af hálfu ríkisstjórnarinnaé auk Gunnars Thoroddsen Bjarni Benediktsson forsætisráðherra,- en af hálfu stjórnarandstöðunn- ar Ólafur Jóhannesson (F),- Björn Jónsson (Aliþbl.), Gils Guð mundsson (Alþbl.) og Páii Þorsteinsson, (F). ráðherra, gat þess í upphafi ræðu sinnar, að fyrstu lög um sand- græðslu hefðu verið sett árið 1907, en áður höfðu samt veriS sett lög árið 1895 um heimild til sýslunefnda varðandi 'heftingu sandfoks. Það fé, sem sandgræðslan lengi hefði haft úr að spila, var mjög lítið, en fyrsti sandgræðslu- stjórinn, Gunnlaugur E. Kristins- son, var hagsýnn maður og varð mikið úr þvi fé, sem hann hafði til umráða. Ráðherrann rakti síðan fjár- veitingar frá upphafi til þessara mála, en þær voru í fyrstu mjög smáar en hefðu þó farið smáhækkandi. — Einnig rakti hann f rumvarp, sem fram kom 1958 um 1 kr. gjald á hverja sauðkind og 10 kr. á hvern stórgrip í landinu, sem renna skyldi til þessara mála. Frumvarpið dagaði uppi, og þau lög, sem sandgræðslan starfaði nú eftir væru frá 1941. Þau lög hefðu í sjálfu sér ekki reynzt illa, en þörf væri á nýrri löggjöf um þetta efni, með því að margt hefði breytzt frá því að áðurnefnd lög voru sett. Á síðustu árum hefðu fjárveit- ingar til landgræðslu verið stór- auknar og næmi aukningin nú 376% frá 1958, og á næsta ári væri ráðgert að verja 7 millj. kr. til þessara mála. Ekki væri unnt að segja annað, en að rétt væri stefnt með því og öruggast og bezt væri fyrir landgræðsluna, að fjárveitingar til hennar væru hafðar á fjárlögum. Ýmsar nýtízku aðferðir hefðu nú verið teknar upp við upp- græðslu lands, m.a. notkun flug- véla. Þrátt fyrir það að eyðilegg- ingaröflin væru máttug, þá mætti nú sjá þann árangur, að gróður- öflin væru að vinna á. Sá árang- ur, sem náðst hefði, væri mjög að þakka hinum ágætu mönnum, sem stjórnað hefðu sandgræðsi- urini frá upphafi. Rakti ráðherrann síðan efni frumvarpsins, en tiigangur þess er í fyrsta lagi að koma í veg fyrir eyðingu gróðurs og jarð- vegs og í öðru lagi að græða upp eydd og vangróin lönd, eins og segir í 1. gr. frumvarpsins, en það er samið af nefnd, sem skipuít var Pálma Einarssyni, landnáms- stjóra, sem var formaður nefnd- arinnar, Páli Sveinssyni, sand- græðslustjóra, Pétri Gunnars- syni, tilraunastjóra, og Ingva Þorsteinssyni, magister. í umræðum um frumvarpið i gær tóku til máls auk landbún- aðarráðherra, þeir Ágúst Þor- valdsson og Björn Fr. Björnsson og voru báðir fylgjandi frum- varpinu. Umræðum um það var lokið, en atkvæðagreiðslu frestað. RÍ KISREIKNIN GURINN 1963 Frumvarp um ríkisreikning 1963 var í gær afgreitt til Efri deildar. Fóru þá fram 2. og 3. um ræða í Neðri deild og var breyt- ingartillaga, sem fram hafði komið frá minni hluta fjárhags- nefndar, felld. FERÐAMÁL Þá var frumvarp um ferðamál einnig tekið til 2, og 3. umræðu í gær og síðan samþykkt og þana ig afgreitt sem lög frá AlþingL Mikiivægar breytingar á fjárlagafrumvarpinu Landgræðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.