Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 12

Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 12
12 MORGUNBLADIÐ ------4------ Sunnudagur 20. des. 1964 Mér væri ekki nema akkur ■ að eignast svona myndarlegan strák Petro, sonur Doris Montero. að taepu ári eftir að iokið var töku kvikmyndarinnar ól Doris sveinbarn. Ekki var þó á allra vitorði samband þeirra Walters, og Doris vildi ekkert uppi láta um faðerni sonar Britt a von á fyrsto barninu BRITT Eklund, eiginkona Peter Sellers á von á fyrsta barni sínu innan skamms. Myndin er tekin af þeim hjón um á skemmtigöngu skammt utan við París, en þar er nú unnið að töku kvikmyndar- innar „What’s new, Pussy cat?“. Þetta er fyrsta kvik- myndin, sem Peter Sellers leikur í eftir hið alvarlega hjartaslag sem hann fékk fyrir átta mánuðum, þegar Britt vakti yfir honum nætur og daga og „bjargaði lífi mínu“, eins og Sellers sagði sjálfur. Þá voru þau Britt ný- gift, eftir skamma viðkynn- ingu 'og ellefu daga trúlofun ■— en Peter Sellers er forlaga- trúar og þóttist hafa fyrir satt að forlögin hefðu ætlað sér Britt fyrir konu. Britt Eklund er önnur kona Sellers. Hann var áður giftur ástralskri leikkonu, Ann Haynes, og átti með henni tvö börn. Ljónin i búðarglugganum. Ljón til að leika við NÚ tyrir jólin hefur verzlun ein í New York stillt tveimur Ijónsungum út í glugga barna leikfangadeildar sinnar inn- an um járnbrautir, brúður, geimfara í fullum herklæðum, geimskip, brúðuhús, boita og bíla. Ljónsungarnir eru til sölu í verzluninni og verða seldir hæstbjóðanda daginn fyrir jól. Móðir þeirra er í dýraigarði í Brooklyn, og þegar hún fæddi ungarva lentu dýragarðsstjór- arnir í vandræðum, vegna þess að þegar voru ljónsung- arnir í garðinum orðnir of margir og nú vantaði pláss fyrir þessa tvo. Dýragarðs- stjórarnir vildu ekki Lóga-ung unum og einum þeirra datt sniallræði í hug. Hann lagði til að reynt yrði að fá verzlun eina í borginni til að selja ung ana, því að verið gæti að fótk toefði áhuga á að eignast þá. Þetta var gert og tók verzl- unarstjórinn vel tilmælunum. í HAVST fannst kona látin í verzlun sinni í London. Hún Iá á gólfinu innan um hrúg- ur af smápeningum og þús- undir glerbrota. Engin vafi lék að konan hafði verið myrt Stillti hann ungunum þegar úit í glugga leikfangadeildar- innar og setti skilti fyrir fram an þá, þar sem sagði, að þeir yTðu seldir hæstbjóðanda dag inn fyrir jól. Þegar hafa bor- izt margar fyrirspurnir unt ungana, flestar frá mæðrum, sem vilja flá þá handa börnum aínum að leika við. og morðvopnin voru gos- drykkjaflöskur, sem morðing- inn hafði notað til að berja hana með í höfuðið. í stymp- ingunum höfðu margar flösk- ur brotnað og flöskubrotin Setti flöskubrot sam- an eins og púsluspil og fann morðingjann Louis Allen, leynilögregluforingl með elna af flöskunum, sem hann setti saman. áttu mestan þátt í að sanna hver hafði framið morðið. Meðal þeirra, sem komu á borðstaðinn var Louis Allen, leynilögregluforingi rannSókn arstöðvar brezka innanríkis- ráðuneytisins. Hann skipaði þegar svo fyrir, að öllum gler- brotunum skyldi safnað sam- an í stóran sekk og þau flutt í skrifstofu hans. Allen hefur mikinn áhuga á ’púsluspilum og þarna sá hann einstakt tækifæri. í þrjú hundruð klukkustundir vann hann nær sleitulaust að því að setja brotnu flöskurnar saman, gaf sér af og til tíma til að sofa nokkrar klukkustundir og gleypa í sig matinn. Þegar Allen hafði sett sam- an öll glerbrotin, sem hann hafði, kom í Ijós að nokkur vantaði. Maður einn hafði verið handtekinn, sakaður um morðið, en sannanir gegn hon- um þóttu ekki nægar. En við nákvæma leit á heimili hans fann Allen nokkur glerbrot, sem dottið höfðu úr fötum hans og festst í áklæði á hæg- indastól og einnig voru nokkr- ar smáflísar enn í fötunum. Allen fór með fund sinn til skrifstofu sinnar og þá kom í ljós, að þau pössuðu í skörðin, sem enn voru í sumum flösk- unum. Þetta réði úrslitum og við réttarhöld játaði maður- inn, eftir að honum hafði ver- ið skýrt frá því hvernig Allen fékk glerbrotin, sem hann fann á heimili hans, til þess að falla inn í púsluspil sitt. síns, sem hún skýrði Pedro. Ekki sagði hún heldur Walter Chiari frá því sjálfum að hún hefði alið honum son. Þó fór svo um síðir, að Doris játaði fyrir vinum sin- um, að Walter Chiari væri fað ir að barninu, sem nú er orð- inn tveggja ára. En hún bætti þvi við, að þess vegna hefði hún þagað, að hún villi ekki fara til Ítalíu að eiga Chiari og fyrir engan mun missa drenginn þangað suður. Hún ætlaði bara að eiga hann sjálf og úti ævintýri. En þegar Walter Chiari frétti að hann ætti barn í Brazilíu og fékk sendar mynd- irnar af honum, runnu á hann tvær grímur. „Ég þori ekki að segja“ sagði hann. „En dreng- urinn er afskaplega líkur mér, lítið þið bara á eyrun, útistand andi eins og mín“ og Chiari hóf upp gamla mynd af sjálf- um sér til sönnunar. „Ef Doris er viss um að ég eigi Pedro litla, þá vil ég að hún sendi mér hann hingað suður og hann alist upp hér á ítalíu. Mér væri ekki nema akkur í áð eignast svona myndarleg- an strák.“ FYRIR hartnær þremur árum fór ítalski leikarinn Walter Chiari til Brazilíu að leika í kvikmyndinni Copacabana Palace“ ásamt brasilísku söng- og leikkonunni Doris Montero, sem nú er 25 ára gömul og mjög vinsæl af löndum sínum. Þau Doris og Walter léku hjón í kvikmyndinni og gerðu hlut- verkum sínum svo góð skil, Walter Chiari á yngri árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.