Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 14
MOikGWMBlABHB
Surmudagur 20. des. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavílc
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 8.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
TVENNS KONAR
SKILNINGUR
T sambandi við hækkun sölu-
■'*■ skattsins vegna aukinna
niðurgreiðslna, hefur eins og
kunnugt er komið fram á-
greiningur um það, hvernig
skiija beri samkomulag verka
lýðssamtakanna og ríkis-
stjórnarinnar frá í sumar,
Einn af þingmönnum komm-
únista lýsti því yfir við fyrstú
umræðu söluskattsfrumvarps
ins í Efri deild Alþingis, að
a£ hálfu Alþýðusambandsins
hefði júnísamkomulagið ver-
ið skilið þannig, að ef niður-
greiðslur yrðu auknar á árinu
tiL þess að halda verðlagi
niðri, þá yrði það gert án
þess að nýir skattar yrðu
lagðir á þessvegna. Hinsveg-
ar tók hann það skýrt fram,
að þar væru einungis um nið-
urgreiðslur á þessu ári að
ræða.
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, lýsti því yfir,
að af hálfu ríkisstjórnarinnar
hefði engin slík yfirlýsing
verið gefin. Hann lagði jafn-
framt áherzlu á, að fulltrúar
Aiþýðusambandsins hefðu
ekki haft neina ástæðu til
þess að skilja yfirlýsingar sín-
ar eða annarra á þann veg,
heldur hefði þvert á móti, af
sinni hálfu verið gefin yfir-
lýsing, sem hefði átt að að-
vara þá um að þessi skilning-
ur þeirra fengi ekki staðizt.
í ræðu sem forsætisráð-
herra flutti í Efri deild Al-
þingis sl. föstudag, ræddi
hann fyrrgreindan ágreining
nánar, og komst þá m.a. að
orði á þessa leið:
„Nú hef ég átt frekari við-
ræður við þá háttvirtu þing-
menn, sem voru í þessum
samningum af hálfu Alþýðu-
sambandsins í sumar, þá
Björn Jónsson, Eðvarð Sig-
urðsson og Hannibal Valdi-
marsson, og hef ég af þeim
viðræðum fyllilega sannfærzt
um, að þeir eru í góðri trú um
sinn skilning. Jafnframt því
sem ég legg áherzlu á að rík-
isstjórnin telur að sinn skiln-
ingur og sá, sem kemur fram
í þessu frumvarpi sé réttur
frá hennar sjónarmiði, þ.e.a.s.
hún er í góðri trú um sinn
skilning. Hér hefur því orðið
einhver misskilningur, og þar
sem ég tel það vera höfuð-
nauðsyn, að hvorugur aðili
hafi nokkra ástæðu til að
ætla að reynt sé að hlunnfara
hann í þessu máli, eða nota
sér misskilning, sem á sér
stað í góðri trú, þá hef ég
lagt til við ríkisstjórnina, að
hún fallist á að skattheimtan,
sem hér um ræðir verði lækk
uð, þ.e.a.s. í stað 8% þá verði
farið fram á söluskatt.
Það svarar nokkurn veginn
til þeirrar fjárhæðar, sem
hér er umdeild“.
Ríkisstjórnin hefur þannig
fallizt á að lækka söluskatt-
inn um Vz% til þess að taka
af öll tvímæli um það, að ekki
sé gengið lengra í tekjuöflun
vegna niðurgreiðslanna en
fulltrúar verkalýðssamtak-
anna telja að eflist í júnísam-
komulaginu. Ríkisstjórnin
heldur að sjálfsögðu fast við
sinn skilning, en vill þó koma
til móts við óskir verkalýðs-
samtakanna til þess að éyða
misskilningi og koma í veg
fyrir að annar hvor aðili hafi
nokkra ástæðu til að ætla að
reynt sé að hlunnfara hann í
þessu máli eða nota sér mis-
skilning, sem á sér stað í góðri
trú, eins og forsætisráðherra
orðaði það í ræðu sinni í efri
deild í fyrradag.
Það sýnir svo háttvísi
kommúnista að þeir láta í gær
blað sitt ráðast á ríkisstjórn-
ina og brigzla henni um und-
anhald í málinu. Kommún-
istar eru alltaf samir við sig.
Þegar ríkisstjórnin kemur til
móts við óskir stjórnarand-
stöðunnar til þess að eyða
misskilningi, og leggur tii að
söluskatturinn verði ekki
hækkaður vegna niður-
greiðslna á árinu 1964, þá
mætir kommúnistablaðið
þeirri ráðstöfun með skömm-
um og skætingi.
SMÁNARMÚRINN
OPNAÐUR
J\L HÁLFS
17’ommúnistastjórnin í Aust-
■*■*■ ur-Þýzkalandi hefur nú
sýnt af sér þá rausn, að opna
smánarmúrinn milli Austur-
og Vestur-Berlínár í hálfa
gátt um jólin. Fær nú fólk í
Vestur-Berlín að heimsækja
vini og ættingja fyrir austan
múrinn frá 19, desember til
3. janúar. Fær hver Vestur-
Berlínarbúi að fara tvisvar í
heimsókn til Austur-Berlínar
á þessu tímabili. Þetta heim-
sóknarleyfi er þó bundið því
skilyrði, að Vestur-Berlínar-
búinn sé kominn aftur vestur
fyrir múrinn fyrir miðnætti í
hvert skipti.
Fólk í Austur-Berlín fær
hins vegar ekki að fara vest-
ur fyrir smánarmúrinn. Það
er eftir sem áður lokað inni í
svartholi kommúnista.
Ekkert sannar betur van-
trú kommúnista á skipulag
sitt, en bygging smánarmúrs-
UTAN ÚR HEIMI
Veria stríðsglæpamenn
sakhelgir í maímánuði?
Ilargt bendlr til að svo verði
A NÆSTA ári, að ]>ví er nú
virðist, kemur að því, að ekki
verður lengur hægt að draga
stríðsglæpamenn fyrir dóm-
stóla, ag sök þeirra verður
því talin fyrnd. Eftir 9. maí
1985 getur J>ví enginn hreyft
við nokkrum manni, enda
þótt hann kunni að vera sejk-
ur um stríðsglæpi, og hann
hafi lífað nndir fölsku mafmi
í 20 ár.
Bonnstjórnin grundvallar
þessa ákvörðun sína — hér er
fremur um að ræða ákvörðun
en sjálfvirkan gang mála,
sem enginn ræður við — á
103. grein v-þýzku stjórnar-
skrárinnar, sem segir að ekki
sé hægt að stefna nokkrum
manni fyrir þann dómstól,
sem ekki var fyrir hendi er
afbrotið var framið, eða fyrir
brot á lögum, sem þá voru
ekki til staðar. Dómsmála-
ráðuneytið í Bonn telur, að
ef þessi grein stjórnarskrár-
innar yrði brotin með því að
framlengja þann tíma, sem
morð fyrnast á, eða 20 ár,
(jafngilti það því að upp væru
teknar þær sömu ólöglegu að-
ferðir, og nazistar sjálfir
stóðu ómælt fyrir á sínum
tíma.
• Lagaleg formsatriði?
Rétt er að taka fram, að
ekki nándar nærri allir í>jóð-
verjar myndu telja þetta brot
á stjórnarskránni. Sem dæmi
telja margir, að glæpir á borð
við þá, sem framdir voru i
Auschwitz og Rússlandi, séu
af öðrum toga spunnir en
venjuleg morð, en við þau var
átt er 20 ára tímamörkin voru
sett. Miðstjórn þýzkra Gyð-
inga hefur stungið upp á því,
að komizt verði í kringum
hin lagalegu formsatriði með
því að framlengja tímamörk
vegna allra glæpa, sem refsað
er fyrir með lífstíðarfangelsi,
þannig að hægt sé að lög-
sækja menn allt að 30 árum
eftir að glæpurinn er fram-
inn. Enginn dauðarefsing er 1
V-Þýzkalandi. Þetta atriði er
raunar innifalið í frumvarpi
til nýrra hegningarlaga, sem
verður til umræðu á næsta
ári í V-Þýzkalandi, og þær
greinar laganna, sem um
þetta atriði fjalla, gætu tekið
gildi þegar í stað. Sósíaldemó
kratar, sem eru í stjórnarand-
stöðu, eru fremur hlynntir
þessu sjónarmiði, þótt ekki
séu þingmenn þeirra á einu
máli um það.
Aðrir bera brigður á, að tím
inn skuli vera reiknaður frá
1945. Aðstoðarborgarstjóri
V-Berlínar, Herra Albertz,
ins í Berlín. Kommúnista-
stjórnin í Austur-Þýzkalandi
vissi, að milljónir manna
mundu flýja stjórnskipulag
þeirra, ef fólkið fengi að fara
frjálst ferða sinna yfir landa-
mærin. í Austur-Þýzkalandi
ríkir kyrrstaða, og fólkið býr
við þrengingar og skort. í
telur að óbrúað bil hafi mynd
ast í dómsmálum landsins allt
frá stríðslokum 1945 og til
þess tíma að Sambandslýðveld
ið Þýzkaland var stofnað 1949.
Dr. Ormond, einn sækjend-
anna í Auschwitz-réttarhöld-
unum, viIL færa þau mörk, er
tíminn er talinn frá, allt til
ársins 1955, er síðustu her-
námsákvæðunum var áflétt í
V-Þýzkalandi, þannig að tím-
inn til að lögsækja afbrota-
menn renni ekki út fyrr en
1975.
Ákvörðun Bonn-stjórnar-
innar hefur verið tekið með
háværum ■ mótmælum frá
Kommúnistaríkjunum og fsra
ei. Pólland og A-Þýzkaland
hafa t. d. lengt tíma þann,
sem lögsækja má stríðsglæpa
menn nazista, Þetta hefur
einnig verið gert í Belgíu,
einkum vegna þess, að bel-
gíska stjórnin hefur áhyggjur
af því að e.t.v. komi Leon
Degrei le, höfuðsamstarfs mað-
ur nazista í Belgíu á stríðs-
árunum, aftur til heimalands
• Hve margir leika
lausum hala?
Hin raunverulega spurn-
ing í þessum efnum er sú,
hve margir stríðsglæpamenn
nazista leika enn lausum hala.
Aðalskrifstofa Málssókna á
hendur stríðsglæpamönnum
nazista í Þýzkalandi, hefur
sett fram ákærur á hendur
mörgum stríðsglæpamönnum,
sem aldrei hafa náðst. Ákær-
ur biða dr. Mengele, Martin
Bormanns og Heinrich Múll-
ers, komi þeir aftur fram á
sjónarsviðið. Bonnstjórnin hef
ur gefið út skýrslur, sem sýna
að um 10,500 stríðsglæpa-
menn hafa verið lögsóttir af
dómstólum Bandamanna og
v-þýzkum dómstólum, og
10,000 til viðbótar hafi verið
dæmdir í Rússlandi. Telur
stjórnin að aðeins um 150
þekktir stríðsglæpamenn af
þessari tegund, leiki enn laus-
um hala.
Þá verða menn einnig að
hafa í huga að fjöldi stríðs-
glæpamanna nazista voru
dregnir fyrlr dómstóla Banda
manna, en fengu furðulétta
dóma. Þessir menn eru nú
frjálsir, og ekki er hægt að
draga þá aftur fyrir dómstóla.
En tíminn einn mun leiða í
Ijós hve mörgum óþekktum
meðlimum aftökusveitanna
og starfsmönnum gasklef-
anna, hefur tekizt að fara
huldu höfði. V-Þýzkaland
hefur nú látið boð út ganga
Vestur-Þýzkalandi og Vest-
ur-Berlín hefur átt sér stað
stórfelld uppbygging, og þar
býr fólkið við góð og stöðugt
batnandi lífskjör.
Bygging smánarmúrsins í
Berlín verður eilífur smánar-
blettur, ekki aðeins á komm-
únistum í Austur-Þýzkalandi,
um allan heim, og óskað eftir
upplýsingum og sönnunum
varðandi morðingja og pín-
ingameistara nazista, svo
hægt verði að höfða mál á
hendur þeim, áður en tíminn
til slíkra aðgerða rennur út.
Fyrsta svarið, og það sem sízt
var talið vélkomið, barst frá
blaðamannafundi í Austur-
Þýzkalandi, þar sem lesin
voru upp nöfn 100 lögfræð-
inga, sem ráku mál fyrir dóm
stólum nazista, og enn stunda
lögfræðistörf í V-Þýzkalandi.
Pólland hefur lýst því yfir að
því landi sé kunnugt um
10.000 glæpi, sem nazistar
hafa tekið þátt í, en ekki ver-
ið dæmdir fyrir.
Jafnvel hinn íhaldssami
hluti V-þýzkra blaða er ekki
hrifinn af því, að dr. Aden-
auer hefur ritað nafn sitt á
skjal, þar sem óskað er eftir
því að dauðarefsing verði upp
tekin á ný, einmitt þegar tím-
inn til lögsókn á hendur naz-
istum er að renna út. Þá er
það vel kunnugt, að Erhard
kanzlari er órólegur, og hann
óttast þá hugmynd, að fyrr-
um Gestapo og SS-menn komi
skyndilega upp á yfirborðiS
til þess að lifa sem frjálsir
menn.
• Hitler sakhelgur
Tímatakmörkin hafa ekki
verið rædd nægilega í þýzka
þinginu, — um það virðast
allir á einu máli. XJm almenn-
ing er það að segja, að hjá
eldra fólki gætir óánægju sök
um þess að nafn Þýzkalands
sé nær endalaust traðkað nið-
ur í skítinn, og yngra fólk
vill hreinsa nafn lands stns í
eitt skipti fyrir öll.
Ein er sú spurning, sem
Bonnstjórnin getur ekkert
svar fundið við. Hvað mundi
hún gera ef Adolf Hitler
kæmi fram á sjónarsviðið að
tímatakmörkunum gengnum
á næsta ári Þar sem Hítler
er talinn dauður, liggja engar
ákærur fyrir á hann, og hann
gæti hæglega krafizt sakhelgi.
Sem betur fer hefur nýlega
borizt yfirlýsing frá starfs-
manni í háskólatilraunastofu
í Kiel, sem segir að rússnesk
nefnd, sem rannsakaði dauða
Hitlers 1945, hafi fengið hann
til að bera kennsl á kolbrunn
inn líkama Foringjans. Rúss-
ar gátu staðfest, að leifarnar
væru af Hitler með því að
bera tanngarð þeirra saman
við röntgenmyndir. Er maður
þessi var að því spurður, hví
hann hefði svo lengi þagað
um þetta mál, sagði hann að
RÚssar hefðu látið hana
sverja, að segja aldrei frá því.
(Observer —
öll réttindi áskilin).
heldur og hinum alþjóðlega
kommúnisma. í öllum lönd-
um þar sem kommúnistar
ráða, byggjast völd þeirra á
innilokun, harðstjórn og af-
námi mannhelgi og persónu-
legs frelsis. Smánarmúrinn
er himinhrópandi ákæra á hið
kommúníska skipulag.