Morgunblaðið - 20.12.1964, Qupperneq 19
MORGU N BLAÐIÐ
19
r Sunnudagur 20. des. 198%
— Reykjavíkurhréf
Framhald af bls. 15.
mönnum eitur í beinum, þ.e.a.s.
þeim leiðtogum þeirra, sem
marka stefnu flokksins. Margir
hugsandi og ábyrgir menn innan
Framsóknarflokksins, telja þetta
framferði leiðtoga sinna hið
mesta glapræði. Er og óhætt að
fullyrða, að meðal almennings í
öllum stjórnmálaflokkum eigi sú
skoðun sífellt meira fylgi að
fagna, að fara beri nýjar leiðir
til þess að tryggja lífskjörin í
stað þess að einblína á kaup-
hækkanir einar, án tillits til
greiðslugetu atvinnuveganna á
hverjum tíma. Það var einmitt
þessi skilningur, sem átti ríkast-
»n þátt í því, að júnísamkomu-
lagið tókst í sumar.
Ef nýtt kapphlaup yrði hafið,
milli kaupgjalds og verðlags á
næsta ári, að loknu samnings-
tímabili, myndi það leiða geig-
vænlega hættu yfir allt efnahags-
líf þjóðarinnar. Þeir menn vinna
því illt verk og ógæfusamlegt,
sem til slíks lánleysis hvetja.
Mikil framleiðsla
Árið 1964 hefur verið eitt
mesta framleiðsluár í sögu lands-
manna. Veldur hinn geysimikli
síldarafli að sjálfsögðu mestu þar
'um. En þrátt fyrair hina miklu
framleiðslu, á stór hluti útflutn-
ingsframleiðslunnar við mikla
erfiðleika að etja. Á það ekki
sízt við um togaraútgerðina, mörg
hraðfrystihúsanna og vélbátaút-
gerðina í einstökum landshlut-
um. Fram úr þessum erfiðleikum
verður að ráða af festu og á-
byrgðartilfinningu. Nýtt verð-
bólgukapphlaup leysir síður en
svo vandann. Það mundi þvert á
móti skerða lífskjör alls almenn-
ings um leið og það hlyti að hafa
í för með sér samdrátt fram-
leiðslunnar og veikari grundvöll
íslenzkrar krónu.
SNYRTIVÖRUR FRÁ
ELISABETH ARDEN
SNYRTIVÖRUR. Gott úrval.
Lyfjabúöjn IÐUNN
ísafoldar
l
Lánstraust
erlendis
Önnur afleiðing nýrrar verð-
bólguöldu, hlyti að verða þverr-
andi lánstraust þjóðarinnar er-
lendis. Viðreisnarstjórninni tókst
að endurreisa lánstraustið eftir
gjaldþrot vinstri stjórnarinnar.
Þessvegna hafa íslendingar getað
fengið lán til nauðsynlegra fram-
kvæmda, og geta í framtíðinni
hagnýtt sér traust sitt erlendis
til þess að afla fjármagns til ó-
hjákvæmilegrar áframhaldandi
uppbyggingar íslenzkra bjarg-
ræðisvega. Því tækifæri má ekki
spilla. Þróunin verður að geta
haldið áfram. Þjóðinni fjölgar, og
ný verkefni krefjast úrlausnar.
Þessi litla þjóð verður að geta
hagnýtt sér nútímatækni og vís-
indi, til þess að treysta afkomu-
grundvöll sinn og byggja upp
framtíð sína. Þessvegna má hún
ekki eyðileggja lánstraust sitt er-
lendis. Hún má heldur ekki lama
einstaklingsframtakið, sem lyft
hefur Grettistökum í framfara-
sókn þjóðarinnar. Sterkir eii*-
staklingar skapa sterkt þjóðfélag,
sem er þess megnugt að skapa fé-
lagslegt öryggi til handa hinum
minni máttar, þróttmikið og bat»
andi þjóðfélag.
Helsingfors, 18. des. NTB
• Viðskipti Finnlands o*
Sovétríkjanna munu á næst*
ári aukast um 15%, eða sem
svarar nál. 17 milljörðum kr.
(ísl). Viðskiptasamningur
ríkjanna fyrir árið 1965 var
undiritaður í Helsingfors í
dag.
Upplýsing hjá Eymundsson
Lítil ljós og illa staðsett eru
óholl fyrir augun. Góð birta er
nauðsynleg hverjum bókamannL
Þetta vita þeir hjá Eymundsson.
Sigtús Eymundsson selur bækur
til upplýsingar almenningi
OSRAM perur eru notaðar til
upplýsingar hjá Eymundsson.
OSRAM gefur bezta birtu.
OSRAM endist bezt. A
eru þekktustu og fremstu KEX-bakarar
Bretlands síðan 1830.
Hér er f jöldi tegunda ai M&D-kexi í búðum.
Verð og gæði óviðjafnanleg.
Einkaumboð:
V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h.f,
Sími 13425.
m
MJÓLKUK-. HNETU-, RÚSÍNU-, HNE TU og RÚSÍNU- og SUÐUSÚKKULABI