Morgunblaðið - 22.12.1964, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. des. 1964
— Alþingi
Framh. af bls. 2
Hannibal Valdimarsson (K)
raeddi í upphafi hve gífurlega
söluskatturinn með framkvæmd
þessa frumvarps ef að lögum yrði
myndi hækka á þessu ári og
nefndi tölur í því sambandi. Þá
'kvaðst hann vilja benda á fimm
leiðir sem fara hefði mátt í stað
þessarar lagasetningar m.a. með
því að legigja þessar byrgðar á
breiðu bökin í
þjóðfélaginu svo
og ef álögurnai*
kæmust svika-
laust í ríkissjóð-
inn, hefði ekki
þurft að leggja
þennan nýja
skatt á.
Hann vitnaði
til fyrri um-
tnæla Alþ.fl.manna, þeirra Har-
alds Guðmundssonar, Gylfa Þ.
Gíslasonar og Emils Jónssonar
«m óréttmæti söluskatts ag
kvaðst nú vilja gera orð þeirra
•ð sínum.
Þá taldi hann að efnahagsmála
ráðunautar ríkisstjórnarinnar
hefðu nú verið á móti hækkun
söiuskatts. Af þessu dró hann þá
ályktun að hækkun söluskatts nú
væri ekki aðeins versta leiðin
héldur og óþörf. Þá taldi hann
útveginn hljóta af þessu gífurleg
ar byrðar, sem hann mætti þó
ekki við.
Hann kvað að ef þessi lög yrðu
framkvæmd myndi það mjög tor
velda samninga atvinnurekenda
og launastéttanna á vori kom-
anda, en ef stórfelldar kaup-
hækkanir leiddu af þeim myndi
það velta verðbólgunni af stað
með nýjum þunga.
Þá vitnaði Hannibal til sam-
þykkta BSRB og miðstjórnar Al-
þýðusambandsins gegn söluskatt-
inum. Hannibal skoraði á fl.menn
-J taka frv. þetta til baka. Hann
kvað Alþbl.menn myndu greiða
atkvæði gegn þessu frv.
sem teldi sig þó sér I lagi full-
trúa bændastéttarinnar á Alþingi
skyldi vera á móti frumvarpi er
tryggði bændum hærra verð fyr-
ir vörur þeirra.
Hitt væri svo annað mál að
hver sú ríkisstjórn, sem að völd-
um sæti á næstunni yrði að finna
leiðir til úrlausnar landbúnaðin-
um, þannig að bændur gætu
fengið sanngjarnt verð fyrir sína
vöru án þess að riða efnahags-
kerfi landsmanna á slig.
Loks ræddi ráðherra stöðu
sjávarútvegsins í sambandi við
þetta frumvarp og taldi ástæðu-
laust að vera með bollalegging-
ar um afkomu hans eða styrki og
uppbætur meðan ekkert væri vit-
að hvert fiskverðið yrði á kom-
andi vetri.
Þórarinn Þórarinsson (F) talaði
síðastur ræðumanna Framsóknar
flokksins og kvartaði mjög yfir
innheimtu stóreignaskattsins,
sem hann sagði,
n að væri mjög lé-
IjH leg. Þá sagði
>1 hann. að ríkis-
^ f stjórnin hefði
l!l| kappkostað að
WB hafa ranga tekju
H áætlun undan-
Æ farin ár i því
ÉSi skyni að hafa
greiðsluafgang
hjá ríkissjóði, sem hann sagði þó,
að ekki þyrfti að vera óhygigi-
legt undir öllum kringumstæð-
um.
Þá varð honum tíðrætt um orð
heldni íslenzkra stjórnmála-
manna og sagði, að kjósendur
gerðu allt of litlar kröfur til
þeirra í þeim efnum.
Bjarni Benediktsson. forsætis-
ráðherra hóf mál sitt, með
því að rifja upp viðhorfin í
efnahagslífi landsmanna fyrir jól
in í fyrra og sagði, að fæstir
myndu hafa búizt við, að komizt
yrði hjá verðfalli á íslenzku krón
unni og nýjum stórátökum. Allt
hefði þó snúizt á betri veg og
krónan haldið gildi sínu.
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra, ræddi í upphafi máls síns
um verðbólguhýtina, sem þjáð
hefði ísl. efnahagslíf um lanigt
árabil. Þá ræddi hann samkomu-
lag launastéttanna og ríkisstjórn
•rinnar og atvinnurekenda í vor,
«n nú væri því haldið fram að
kyforð ríkisstjórnarinnar þá hefði
verið svikið með þessu frum-
varpi. Hann mótmælti því og
kvað loforðið hafa verið að halda
vísitölunni niðri og það hefði
verið gert með niðurgreiðslum
en til þeirra hefði ríkissjóður
þurft að afla tekna. Ef niður-
greiðslur hefðu ekki komið til
hefði framfærsluvísitalan hækk-
•ð um 7,40 stig.
Ráðherra taldi fráleitt að taka
tekjuafganga fyrri fjárlaga úr
jöfnunarsjóði. Til þeirra ætti að-
eins að grípa er
sérstök óhöpp
steðjuðu að þjóð
inni, en ekki
ganga á það fé i
góðu árferði.
Hann bentt á
hina óábyrgu af-
stöðu stjórnar-
andstöðunnar
með sýndarfrum
vörpum án þess að benda á tekju-
Öflunarleiðir í staðinn.
Þá svaraði ráðherrann ummael
«mi Hannibais Valdimarssonar
tim afstöðu Alþýðuflokksmanna
fyrr á árum til söluskatts. Taldi
aðstæður geta breytt afstöðu
manna í þessum efnum sem öðr-
ttm. enda væri það stefna Al-
þýðuflokksmanna bæði hér og er
iendis að taka bæri í auknum
mæli tekjur hins opinbera í óbein
um sköttum.
Þá vitnaði ráðherrann til þess
að það hefði fyrst og fremst verið
til að mæta niðurgreiðslum á bú-
vöruverðinu, sem mjög hefði
hækkað sl. haust, sem hin miklu
fjárframlög kæmu til úr ríkis-
gjóði. Kvað hann niðurgreiðslur
•g útflutningsuppbætur á búvör-
um í heild nema 674 milljónum
á árL Kvað hann spurningu
hvort þjóðarbúskapurinn þyldi
þetta. Hann kvað það nokkra
fluiðu að Framsóknarflokkurinn,
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar
Ýmsar orsakir
hefðu valdið
þessu, góð afla-
brögð, ýmsar ráð
stafanir stjórnar
valda og síðast
en ekki sízt júní
samkomulagið. -
Rakti forsætis-
ráðh. síðan við-
brögð manna við þeim kjarabót-
um, sem í samkomulaginu voru
fólgnar. Ýmsir hefðu gert of lítið
úr þeim, en þar við bættist, að
þeir menn væru til, sem með öllu
móti hefðu reynt að gera sam-
komulagið tortryggilegt, t.d. hefði
I Þjóðviljanum verið frá upphafi
gert of lítið úr þeim ráðstöfun-
um til styttingar vinnutíma, sem
um var samið, og á Alþingi hefði
talsmaður Framsóknarflokksins
ögrað umboðsmönnum Alþýðu-
sambandsins með því að vinnu-
tímastyttingin hefði verið ónóg
og það svo mjög, að Hannibal
Valdimarssyni hefði þótt nóg
boðið.
Tíminn hefði haldið þessum
ögrunum áfram og væru þær gott
dæmi hinna gegndarlausu yfir-
boða, sem ættu sér stað meðal
stjórnarandstöðunnar.
Ekki hefði tekizt að fylgja
júnísamkomulaginu í öllu. Ein-
stakir stéttarhópar hafa neytt að
stöðu sinnar sér til framdráttar,
án þess að forvígismenn Alþýðu-
sambandsins hafi við það ráðið.
Fráleitt væri að halda því fram
að skattaálagning á sl. sumri
hefði rofið grundvöll eða anda
júní-samkomulagsins. Tekju-
skattslögin voru samþykkt nokkr
um vikum áður en júnísamkomu-
lagið var gert og það væri óve-
fengjanlegt, að gildandi skatt-
stigar voru öllum kunnir, þegar
samið var í júní, og svipuðu máli
gegndi um útsvarsstigann j
Reykjavík, en frá honum varð af
sláttur meiri en gert hafði verið
ráð fyrir í útreikningum þeim,
sem aðilar höfðu undir höndum,
við gerð júnísamkomulagsins.
Ástæðurnar fyrir því, að skatt-
lagning kom illa við mena á sL
sumri voru eínkum hinar miklu
verðlagsbreytingar, sem orðið
hefðu frá fyrra ári og stórhækk-
að raunverulegt kaupgjald.
Vegna júní-samkomulag'sins
hlaut verðlag að haekka *
Forsætisráðherra sagði enn-
fremur, að engum hefði dulizt, að
einmitt vegna júnísamkomulags-
ins hlyti verðlag að hækka á
næstu mánuðum til viðbótar öðr-
um verðhækkunum, sem voru
fyrirsjáanlegar.
Ekki Ihetfði verið samið um,
hvaða viðbrögð kæmu íhelzt til
greina, þó var ítarlega um þau
rætt. Ríkisstjórnin lýsti því yfir
að Ihún myndi í fyrstu greiða
veðhækkanir niður. Enga fasta
ráðagerð kvaðst hún þó hafa
lengur en þangað til þing kæmi
saman, og ekki væri neinn ágrein
ingur um, að stjórnin faefði ber-
um orðum sagt, að til áframhald
anidi niðurgreiðslna eftir ára-
mót mundi þurfa nýjar tekjur
í rikissjóð og mundi ákvörðun
um það tekin í sambandi við af-
grefðslu fjárlaiga, þetta sannaði
hvilí'k fjarstæða það væri, að
Ihalda því fram, að það gæti ver-
ið á móti anda 3úná-sam>komu-
laigsins að innlheimta slíka skatta.
FV>rsætisráðherra rakti síðan þær
hækkanir, sem sjá mátti fyrir og
rætt var um viðbrögð gegn, þegar
júní-samkomulagið var gert og
studdist þar vfð yfirlit frá efna-
faagisstofnuninni. Sagði faann m.
a., að vísitala framfærslukostnað-
ar íhefði hækkað um 8,4 stig, ef
engin breyting hefði orðið á
niðurgreiðislum. Á því tímabili,
sem faér ræðir, faafa niðurgrei’ðsl
ur fains vegar verið au'knar sem
svarar 7.4 stigum, en það jafn-
gildir 228 millj. kr. árlegum
kostnaði. Hrein faækkun vísitölu
framfærslukostnaðar er því 1.0
stig. Langsamlega mestur hluti
þeirra faækkana, sem faér um
ræðir væri vegna faækkunar land
búnaðarvara.
Öðrum meiri bændavinir
Framsóiknarmenn þættust vera
öðrum meiri bændavinir, en það
væri grár leikur í garð bænda-
stéttarinnar að róa nú a'ð því
öllum árum að magna tortryggni
og fjandskap út af þeim ráð-
stöfunum, sem gerðar eru til þess
að milda þessa hæ'kkun og það
væri unidrunarefni bonum og öðr
um, sem litu á iandbúnaðinn,
ekki eingöngu út frá fjárfaagslegu
sjónarmiði, heldur einnig út fra
því, að þar væri um viðfaald
eins faelzta eðiisháttar isL þjóð-
arinnar, þegar Framsóknarmenn
gerðu sér nú leik að því að
efna til faatramms ófriðar ein-
mitt af þessum sökum.
Eftir ÖM viðfarögð Framsókn-
armanna þ.ájn. eftir að (hafa les-
ið tillögur Framsóknarmanna um
220 millj. króna auikin útgjöld á
fjárlögum án þess að ætla til
þess einn eyri í auknum tekjum,
— getur enginn undrast á'byrgð-
arlauisa faegðun Framsóknar-
manna. Fyrir þeim vaikir þáð
eitt að koma núveramdi ríkis-
stjórn á kné. Til þess að ná því
takmarki, svífist Framsóknar-
flokikurinn einskis.
Hvað varðaði spamaðarfajal
Fremsóknarmanna þá hefðiu
þeir sjálfir fekki fliutt eina ein-
ustu sparnaðartililögu og í mól-
flutningi sínum hefðu þeir aldrei
linnt á kröfum um nýjar fram-
kvæmdir og stofnun nýrra env-
bætta í óJikustu gneinum.
Fjorsætisráðfaerra sagði, a@ sér
kærni ekki til hugar en að ýmis
legt mætti spara, en það yrði
ekki gert nema á löngum tíma
og með markvissu samfeMdu
starfi. Á það bæri einnig að
líta, að sumstaðar þar sem aiuð-
vel* virtist að gkiera niður út-
gjöld, væri með öliliu óvist, hvort
sl'ikt borgaði sig. Glöggt dæimi
un. slí'kt væri utamríkisþj ónust-
an en það væri vegna starfa u*
arwíkislþjón’ustuninar og fyrir at-
beina utanríikisráðfaerra, að
Loftleiðadeilan leystLst okkur i
viL
Margt hefur farið verr en
skyldi og verst af öllu er, að enn
hefur okkur ekki tekizt *ð »áða
við verðbóliguna. En við skulura
ekki þess vegna gleyma því, sem
vel hefur tekizt fyrir okkar kyn-
slóð og þar ber ekki sízt að telja
það, sem áunnizt hefur með trygg
ingunum.
Gildi trygginganna
En fyrst og fremst eru það
hinir fátækari, sem nú búa við
aollt annan en ella vegna
trygginganna. Þeirri gerbreyt-
ingu er oft gleymt, þegar verið
er að telja fram hversu kaup-
gildi almennra verkamanna sé
nú lakara en stundum áður.
Á tímabilinu 1958—1963 hafa
hreinar þjóðartekjur á mann
aukizt um 15,6%. Á sama tíma
hefur kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna kvæntra verkamanna í
Reykjavík hækkað um 18,5% frá
árinu 1958 til ársins 1963 og ef
sjómerm og iðnaðarmenn eru
taldir með er meðalhækkunin
23,3%.
Þessar stéttir hafa því fylli-
lega haldið sinni hlutdeild í þjóð-
artekjunum.
Gerbreyting á kjörum
Almenningur veit, bezt af eig-
in raun, hvílík gerbreyting til
hins betra hefur orðið á kjörum
hans undanfarna áratugi og þá
ekki sízt s.l. 3 ár. Stjórnmála-
menn og verkalýðsleiðtogar eiga
þar vafalaust minni hluta að
máli — bæði til góðs og ills —
en bæði þeir sjálfir og aðrir oft-
ast láta. Mestu veldur tækniþró-
un, dugnaður almennings og
framtak athafnamanna.
Þá minntist forsætisráðherra á
kaupgjaldsbaráttu undanfarinna
áratuga og sagði þar m.a., að víst
væri að stjórnmálamenn og verka
lýðsleiðtogar gætu greitt fyrir og
tafið. ÖMum kæmi þó saman um
nú. að kaupgjaldsbarátta undan-
farinna ára hefði verið einstak-
lega ófrjó og síður en svo skil-
að erindi sem erfiði. Allir sem
hlut hefðu átt að júní-samkomu-
laiginu teldu sig menn að meiri
fyrir þá hlutdeild.
Ráðherrann skírskotaði síðan
til orða, sem höfð eru eftir Taft
heitnum, foringja íhaldssamari
arms republikana í Bandaríkjun
um, þar sem hann sagðL að „hlut-
verk stjórnarandstöðu væri að
vera í andstöðu", og sagði. að
málflutningur Framsóknarmanna
og Alþýðubandalagsins í þessum
umræðum væri mjög í samræmi
við orð þessa íhaldssama stjórn-
málamanns. Sízt mætti vera án
gagnrýni, en ríkisstjórn má ekki
hverfa frá skyldu sinni, einungis
af því að hún veit, að hún á von
á gagnrýni.
Allir vildu hrósið
Ríkisstjórnin hefði vitað ofur
vel, þegar hún gerði júní-sam-
komulagið, að allir myndu vilja
taka sinn hluta af hrósinu fyrir
það, en ríkisstjórnin hefði einnig
vitað að samkomulaginu fylgdi
sitthvað, sem ekki var líklegt til
vinsælda, en stjórnin yrði engu
að síður að tryggja. Engir sæju
betur annmarkana á söluskatts-
hækkun nú en ríkisstjórnin, en
annmarkarnir á þvá að skjóta
sér undan að afla nauðsynlegs
fjár væru enn meiri. Þá fyrst
yrði vonlaust að ráða við verð-
bólguna.
Að lokum sagði ráðherrann:
Við skiljum þá gagnrýni, sem
uppi er höfð, en við treystum
því, að áður en yfir lýkur munu
þau þjóðheillaöfl, sem voru okk-
ur hvatning að samkomulaginu
síðastliðið sumar, fá því ráðið,
að á ný verði leitað sameiginlegr
ar lausnar á vanda, sem að a'llri
íslenzku þjóðinni steðja, og okk
ur ber því öllum að gera allt
sem við megnum að leysa.
Eðvarð Sigurðsson (K) hóf mál
sitt með því að ræða um að jóla-
boðskapur ríkisstjórnarinnar
væri myrkraverk. Þessi skatta-
hækkun væri sögð gerð til að
standa straum að júní-samkomu-
laginu svonefnda. Það væri ekki
rétt. Þar hefði verið samið um
að verðtryggja kaupið, en svo
væri það ríkisstjórnarinnar að á-
kveða hvort það væri gert með
beinni kauphækkun eða með nið-
urgreiðalu víaitöiunnar.
Eðvarð kvað verðlag nauð-
synja hafa tvöfaldast á fjóruin.
árum. Þetta hefði skapað ófríð
á vinnumarkaðnum en launþeg^r
hefðu ávalt verið á eftir með sífr-
ar kjarabætur
og því væru
þeir ekki orsök
verðbólgumynd
unarinnar.
Júnísamkomu
lagið hefði ver-
ið skilgreint sern
vopnahié. Síðan
hefði hin óhóf-
lega skattpining
komið til og sem reiðarslag yfir
fólkið. Viðræður hefðu farið
fram um þessi mál við fjármála-
ráðherra, en lausn ekki fengizt
fyrr en komið var fram yfir síð-
asta greiðsludag skattanna. Tóic
ræðumaður dæmi um það að nú
í síðustu skattgreiðslum fyrir jól
hefðu launamenn margir fengið
lítið sem ekkert kaup, aðein*
kvittanir frá skattheimtunni.
Eðvarð spurði hvort söluskatt-
urinn væri til þess gerður að
hygla milliliðastéttunum, en á
þeim hvíldi innheimta skattsins.
Hann lauk máli srnu með því að
segja að yrði nú öllu hleypt af
stað til hækkunar yrðu launþega
samtökin að beita öllum tiltæk-
um ráðum til að rétta hlut sinn.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra var síðastur ræðu-
manna við umræðurnar. Hann
ræddi í upphafi
um nauðsyn
þess að ríkisbú-
skapurinn væri
rekinn með hagn
aði. Taldi hann
eiga að vera
greiðsluafgang í
góðæri, en
greiðsluhalla í
mögru árunurn.
Benti hann á að í fyrra hefðn
launahækkanir numið 30% en
þjóðarframleiðslan aðeins 7%.
í ár hefði þetta færzt til meira
samræmis, að tekjuaukning hefði
verið r samræmi við þjóðartekj-
urnar. Þá hefði ekki verið
greiðsluhalli á viðskiptunum víð
útlönd.
Viðskiptamálaráðherra sagðí*
að nauðsyn bæri til að íhuga
hvað framundan væri og að
hve miklu leyti ríkissjóði væri
nauðsyn á þessum tekjum á
næsta ári. Hækkun búvöruverðs
ins í haust hefði skapað alveg
nýtt viðhorf. Þrennt hefði komið
til mála í leiðréttingu þess við-
horfs: Að verðlag búvara hækk-
aði, að lagður yrði á nýr skattur
til niðurgreiðslu varanna, eða að
dregið yrði úr útgjöldum ríkis-
sjóðs sem þeim næmi.
Hyggilegast hefði verið að
draga úr útgjöldunum, en til þess
þyrfti að koma víðtækara sam-
starf innan Alþingis en nú væri
fyrir hendi. Niðurgreiðslur at
völdum landbúnaðarvara myndu
á næsta ári nema 228 milljónum
króna, en hvað ætti að lækka »
móti?
Skattlagningarleiðin hefði þvf
verið valin.
Þá ræddi ráðherrann það sem
þýðingarmest væri að fram-
kvæma á næsta ári, en það væri
víðtækt raunhæft samkomulag
atvinnurekenda og vinnustétt-
anna. í því sambandi kæmi eink-
um fernt til athugunar, sem leiða
mætti til raunhæfra kjarabóta;
1. Viðleitni til styttingar vinnu-
tíma, 2. Endurskoðun skattalög-
gjafarinnar, 3. Lækkun tolla og
4. Endurskoðun landbúnaðar-
stefnu þjóðarinnar.
Svo virtist nú komið að hver
hagsmunahópurinn af öðrum
vildi skara eld að sinni köku.
Þetta væri galli góðærisins.
Ráðherrann kvaðst að lokum
vilja óska þess að sem fyrst á
næsta ári mætttt hefjast viðræð-
ur um einlægt og raunhæft sam-
komulag er leiddu til vaxandi
launabóta og vaxandi þjóðae- t
framieiðstu