Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 21
^ Fimmtudagur 31. des. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
Leikfélag Reykjavíkur:
Ævintýri á gönguför
Höfundur: Jens Christian Hostrup
Leikstjóri: Ragnhildur Steingrimsdóttir
Guðrún Ásmundsdóttir (Jóhanna) og Pétur Einarsson (Herlöv).
LEIKFHL.AG Reykjavíkur frum-
•ýndi á sunnudagskvöld hinn vin
■æla og elskulega söngvaleik J.C.
Hostrups, „Ævintýri á gönguför“,
og mun það vera í níunda skipti
■em féla£ið tekur hann til sýn-
ingar, en fyrir daga Leikfélags
Reykjavíkur hafði hann einnig
Verið fluttur bæði á dönsku og
íslenzku hér í höfuðstaðnum, og
víða um byggðir landsins varð
hann einnig vinsælt verkefni
leikflokka eftir að Jónas Jónas-
eon frá Hrafnagili hafði snúið
honum á íslenzku haustið ÍSSI.
Bíðar endurbætti Indriði Einars-
son þá þýðingu og gaf út sína
gerð af leiknum árið 1919. Mun
eú þýðing hafa verið notuð á
■ýningum Leikfélags Reykjavík-
ur þangað til Þjóðleikhúsið tók
til starfa, en það hefur víst einka
rétt á þeirri þýðingu. Þegar Leik-
íélagið tók „Ævintýrið“ til sýn-
ingar síðast, 1952, var hinn gamli
texti Jónasar Jónassonar endur-
skoðaður af þeim Lárusi Sigur-
björnssyni og Tómasi Guðmunds-
■yni, og er sú gerð notuð í þetta
sinn. Hafa lagfæringar þeirra
tekizt svo vel, að textinn er
hvergi fyrndur til lýta eða óeðli-
legur, þannig að bæði samtöl og
eöngvar eru á léttu og lipru máli.
Um „Ævintýri á gönguför“ er
þarflaust að fara mörgum orðum,
því þetta geðþekka rómantíska
verk er án efa eitt allra þekkt-
asta og vinsælasta verkefni ís-
lenzkra leikflokka fyrr og síðar.
Það er löngu orðið snar þáttur
íslenzkrar leikhúshefðar (sem er
að vísu næsta fátækleg) og
persónurnar eru eins og gamlir
kunningjar sem flestir lands-
menn kannast við, ýmist af þer-
sónulegum kynnum eða orðspori.
Efa ég að nokkurt annað erlent
skáldverk hafi átt jafn sterk
átök í þjóðinni og öðru #ins lang-
lífi að fagna. Það var fyrst fært
tipp hérlendis (á dönsku) ein-
hvern tíma á árunum 1850-60 í
Stiftamtimannshúsinu, og er saga
þess með íslendingum þannig
©rðin meira en aldarlöng.
Það er ævinlega talsvert spenn-
•ndi að sjá gömul og gróin verk
klæðast nýju lífi á leiksviðinu,
©g ber margt til þess. Menn eru
•ð sjálfsögðu forvitnir um hvern-
ig til takist hverju sinni, hvernig
binar gamalkæru persónur taki
•ig út í nýjum gervum. Þegar
vm djúpskyggn bókmenntaverk
•r að ræða vænta menn þess ef-
laust að uppgötva nýjar víddir
•ða sannindi sem áður duldust,
®g á þetta að sjálfsögðu jafnt
við um góðar bækur og leikhús-
▼erk. En góð leikhúsverk hafa
•uk þess sérstaka eigind sem er
I ætt við trúarlegt rítúai, enda
•r leiklistin upprunalega sprott-
in úr þeim jarðvegi. Helgisiðir
trúarbragðanna búa yfir leynd-
um töfrum sem gera það að verk-
um, að þeir eru síferskir, sé allt
með felldu. Ástæðan er sú, að í
hvert sinn sem helgiathöfn fer
íram gerist undrið á nýjan leik,
MORGUNBLAÐID
og þá skiptir engu máli hve oft
það hefur gerzt áður. Hver leik-
sýning er í raun réttri hliðstæð
trúarlegri helgiathöfn — atburð-
urinn gerist á ný, lifir fersku ný-
sköpuðu lífi, án tillits til allra
undangenginna sýninga. Við
kunnum að þekkja atburðarásina
út og inn, en það skiptir ekki
máli, heldur hitt að við tökum
þátt í henni með nýjum hætti
hverju sinni. Þetta á vitanlega
ekki við um öll leikhúsverk, held
ur einungis þau sem búa yfir ein-
hverju af þeim rítúelu töfrum
sem finna hljómgrunn djúpt í
mannssálinni. Ég get með fyrir-
vara tekið undir við þann raun-
sæja gagnrýnanda aldamótanna,
sem sagði að „Ævintýri á göngu-
för“ væri mestanpart „róman-
tískt bull“, en ég hef samt sterk-
an grun um, að þessi ljúfi söngva
leikur eigi vinsældir sínar ekki
einvörðungu að þakka duttlung-
um sögunnar, heldur búi hann
undir niðri yfir einhverjum
þeim frumþáttum rítúalsins sem
höfði til okkar án þess við gerum
okkur ljósa grein fyrir því. Þar
við bætist svo, að leikurinn er
mjög haglega saminn og frá hon-
um andar skógarilmi og náttúru-
töfrum, að ógleymdum hinum
léttu og áfengu söngvum sem
lyfta honum upp í heirn ævin-
týrsins. Víst er hann með köfl-
um væminn og prédikunarkennd-
ur, en slíkir agnúar hverfa eins
og dögg fyrir skærri sól gáska
og fölskvalausrar lífsgleði.
Um sýninguna á sunnudags-
kvöldið er það að segja, að hún
var stílhrein, falleg og í flestu
tilliti vel heppnuð. Leiktjöld
Steinþórs Sigurðssonar áttu sinn
stóra þátt í að gæða hana þokka
og yndisleik. Þar var ekkert of
eða van, ríkmánnleg híbýli í
réttum stíl síðustu aldar, danskt
landslag í baksýn, unaðslegt
skógarrjóður. Leikendur voru á-
kaflega samhentir, þannig að
heildarblærinn var hvergi rofinn,
og má leikstjórinn, Ragnhildur
Steingrímsdóttir, vissulega una
vel árangrinum af starfi sínu.
Sýningin var vönduð og vel unn-
in.
Brynjólfur Jóhannesson var
aldeilis í essinu sínu í hlutverki
Kranz kammerráðs, persónumót-
unin skýr og hnitmiðuð í hverju
smáatriði — skrollið virtist hon-
um eins eðlilegt og það hlýtur
að hafa verið upphafsmanni
þessarar skemmtilegu hefðar!
Hann fór á kostum í hverju
atriði þar sem hann birtist, en
beztur var hann sennilega heima
hjá sér í samtalinu við Skrifta-
Hans.
Inga Þórðardóttir lék Helenu
konu Kranz af hófsemi og smekk-
vísi, en án verulegra tilþrifa, óg
hefði gjarna mátt sópa meira að
henni.
Erlingur Gíslason fór með
hið vandasama hlutverk Skrifta-
Hans, sem er hinn eiginlegi ör-
lagavaldur leiksins. Dró Erlingur
upp minnisverða mynd af þess-
um viðsjála náunga og var bezt-
ur í skopatriðunum — óborgan-
legur í samleik við Kranz, eink-
anlega í lokaatriðinu. Söngtext-
ana flutti hann lystilega, og ekki
vantaði nema herzlumuninn að
hann gerði alvarlegu hliðina á
þessum syndasel trúverðuga.
Vermundur var í öruggum
höndum Gísla Halldórssonar,
sem túlkaði tvískinnung hans og
heimsmannslega kaldhæðni með
yfirburðum, og ekki spillti hin
blæfagra tenórrödd leikarans
sem hæfði hlutverkinu vel.
Haraldur Björnsson lék Svale
assessor af röggsemi og ísmeygi-
leik sem fleytti honum örugglega
yfir hina háskalegu boða tvennra
skoðanaskipta, en hann fór rétti-
lega varlega í að ýkja broslegu
hliðarnar á persónunni.
Stúdentana Ejbæk og Herlöv
léku þeir Arnar Jónsson og Pét-
ur Einarsson. Arnar túlkaði ást-
arvímu og þunglyndisrómantík
Ejbæks af mikilli nærfæmi og
gerði jafnv,el dánumennsku hans
trúverðuga, sem er ekki svo lítið
afrek. Pétur lék hinn gáskafulla
Herlöv og átti víða dágóða
spretti, en var þvingaður framan
af og virtist stundum vera í vand
ræðum með hendurnar á sér.
Leikur Péturs var allur helzti
dempaður, gáski hans aldrei full-
komlega eðlilegur, og má segja
að Herlöv hafi verið veikasti
hlekkurinn í þessari sýningu.
Guðrún Ásmundsdóttir fór með
hlutverk Jóhönnu og var eins og
sköpuð í það — gáskinn og lífs-
gleðin gneistuðu af henni og
voru bráðsmitandi, og dillandi
söngröddin fullkomnaði verkið.
Björg Davíðsdóttir, sem er ný-
liði á leiksviði, fór með hlutverk
Láru og sýndi merkilega örugg--
an leik, framkoman látlaus en
virðuleg, framsögnin skýr og
eðlileg, þó leikkonan væri nokk-
uð lágmælt. Ég er illa svikinn
ef Björg er ekki_ efni í liðtæka
leikkonu.
Karl Sigurðsson brá upp
hnyttilegri svipmynd og minni*-
stæðri af Pétri bónda.
Það var stíll yfir þessari jóla-
sýningu Leikfélags Reykjavíkur,
og ekki dró það úr hátíðleikan-
um sem umvafði hana, að fyrir
dyrum leikhússins stóðu sveinar
hátíðarbúnir að gömlum sið með
logandi ljósker í hendi og buðu
gesti velkomna, en inni í salnum
gengu meyjar í efnismiklum
kjólum fyrri aldar og buðu gest-
um leikskrá.
Undirleik við hina gamalkunnu
og vinsælu söngva „Ævintýris-
ins“ annaðist Guðrún Kristins-
dóttir af sinni alkunnu smekk-
vísi.
Leikurum, leikstjóra og leik-
tjaldamálara var ákaft fagnað af
frumsýningargestum, sem greini-
lega höfðu komizt í rómantiskt
hátíðarskap eftir þriggja tíma
dvöl í heiðrikum heimi Hostrupa.
Sigurður A. Magnússon.
FLUGELDAR
úrvalið aldrei fjölbreyttara
ELD-
FLAUGAR
Stjörnurakettur
Skrautrakettur
(danskar)
Skiparakettur
HAND
BLYS
Jokerblys
Bengalblys
Stjörnublys
Fallhlífarblys
Stjörnugos
Stjörnuljós
SÓLIR — GULLREGN — SILFURREGN
VAX ÚTIBLYS — VAX-GARÐBLYS
Loga V2 og 2 klukkustundir. Hentug fyrir unglinga.
VERZLUIM O. ELLIIMGSEIM
Haraldur Björnsson (Svale assessor), Inga Þórðardóttir (Helena) og Brynjólfur Jóhannesson
(Kranz).