Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 31. des. 1964 — Annáll ársins Framhaíd af bls. 12 fyrir austan og buðu mörgum, en íslenzka lambakjötið var þrotið í búðunum hér syðra. Hákon Bjarnason reit nú sína fyrstu grein um norræna sam- vinnu og SAS og hótaði vin- slitum. Olli grein þessi óhug miklum á hinum Norðurlönd- unum, en þó fór fyrst að fara um menn, þegar önnur greinin birtist — og loks sú þriðja. Var talað um að leggja niður SAS, en loks náðist samkomu- lag í þessari eilífðardeilu um Loftleiðir með því að gengið var að kröfum Islendinga eins og vera ber. Er haft fyrir satt, að vinir okkar og frændur hafi kosið friðinn og áfram- haldandi norræna samvinnu fyrst og fremst til þess að halda áfram að njóta reynslu okkar í skógrækt. ítalskir kvikmyndatöku- menn komu hingað og tóku hluta úr væntanlegri biblíu- mynd í Surtsey. Hafa þeir aðra biblíumynd í smíðum og verður hún mestmegnis tekin á vertíðarböllum í Vestmanna eyjum. Hingað komu norræn- ir landbúnaðarráðherrar og undruðust yfir öllu grasinu hér — og norskur skógræktar- flokkur kom líka, en var flog- ið heim, þegar veizlunum lauk — og búið var að sýna þeim Hljómskálagarðinn. Malbikunarframkvæmdir borgarinnar voru miklar og var allt malbikað, sem hægt var að malbika. Þegar nýja malbikunarsamstæðan v a r keypt gleymdist að spyrja hvernig ætti að stoppa hana eftir að búið væri að setja allt 1 gang — og það var á- Rússar til að leggja friðar- dúfuraddirnar til. En hingað til hafa þær ekki verið í háu verði — og situr enn við sama. Brezkur prentari setti heims- met í sundi yfir Ermarsund og sannaði, að prenturum er flest betur gefið en að prenta. Reykjavikurlögreglan fékk svonefnt „wakie-talkie“ tæki, sem lögregluþjónar höfðu óskaplega gaman af að nota — Oig tala hver við annan hér og þar í bænum. Síðar var tæki þetta nefnt „labb-rabb“ og þótti möfgum, að nóg hefði verið fyrir af labb-rabbi hjá lögregluþjónum þótt þeir tækju ekki tæknina í þjónustu sína við það starf. En undir árslok var óskað eftir nýjum liðsauka fyrir lögregluna, konum og körlum, því þeir gömlu voru orðnir leiðir á að rabba hver við annan — og þörf varð á nýjum röddum í labb-rabbið. Síldin barst nú á land alls staðar annars staðar en þar sem hægt var að veita henni viðtöku. Á Austfjarðarhöfn- um var slegizt um löndunar- pláss — og ef ekki um það, þá eitthvað annað. Kom til mála að landa á Egilsstöðum, en hætt var við það vegna þess að engin söltunarstöð var á staðnum. — En fyrir norð- an var sama eymdin og áður, hreint neyðarástand á Skaga- strönd vegna síldarleysis — og á Siglufirði skorti allt ann- að en síldarleysi. Enda var þess skammt að bíða, að bæj- arstjórn ákvæði að leggja bæjarfélagið niður, því síðar var öllum bæjarstarfsmönn- um sagt upp — og var þá enginn fastráðinn annar en bæjarstjórinn, sem hafði ekki annað fyrir stafni en reikna stæðan til þess hve vel gekk. 1 haust fengust tæknilegar upp- lýsingar sem gerðu fært að stöðva .vélarnar, en síðan hef- ur ekki verið hægt að fá þær aftur í gang. Benedikt G. Waage var heiðraður af Frökk um í tilefni aldarafmælis bar- óns þess, sem endurlífgaði Olympíuleikana. Frakkar hafa enn ekki uppgötvað mistök sín og bíður Benedikt nú eftir arfinum eftir baróninn, sem ku hafa verið loðinn um lóf- ana. Og borgarráð samþykkti kvöldsöluleyfi fyrir nokkrar verzlanir, Bítlamyndin var sýn<i í Reykjavík — og milljónatjón varð á kartöflu- uppskerunni vegna nætur- frosta. Annars var ekki sögð nein ástæða til að vera með áhyggjur, því Grænmetisverzl uninni hefur hingað til tekizt að koma út hverju sem er. Nú var farið að tala um alvarlega fjárþröng hjá Sam- einuðu þjóðunum því Rússar og Frakkar neita að borga sinn hluta af friðun heimsins. Var helzt talað um að gefa út hljómplötu til fjáröflunar fyr- ir friðarstarfið — og buðust út kaupið sitt og skúra bæjar- skrifstofurnar hálfsmánaðar- lega. Var það borgað auka- lega. Og loksins, þegar menn voru orðnir úrkula vonar — eftir margra ára bið — um að Faxaverksmiðjan hyrfi borg- arbúum með einhverjum yfir- náttúrulegum hætti þá brenn- ur hún — en einum of seint. Jónas var að byrja að fram- leiða ólykt í henni. Jarðhita- rannsóknir hófust í Borgar- firði, Howard Anderson talaði og söng í Zion, gömlu dar.s- arnir voru að vanda í Búðinni — og, þegar september gekk í gafð var búið að veiða 368 hvali. Þegar Svíar gáfu nær millj- ón til Hallgrímskirkju var Jörundur III kominn með yfir 30 þúsund mál og tunnur. Al- þjóðlegar skýrslur sýndu enn fram á yfirburði fslendinga: Eldsvoðar voru sagðir tíðari á fslandi en annars staðar og voru ýmsar ráðstafanir gerð- ar til þess að halda þessu hag- steeða hlutfalli. Byggingar- kostnaður á fslandi hafði einnig tvöfaldazt á 10 árum og var það meira en útlend- ingar gátu státað af. Þrátt fyrir júní-samkomulag- ið var ekki talin þörf á nein- um aukaráðstöfunum til þess að halda þessum yfirburðum enn um skeið. — Helztu and- ans menn þjóðarinnar lögðu heilann í bleyti og reyndu að finna nýtt nafn á Klambratún sakir virðingar þeirrar, sem það skyldi aðnjótandi með af- hjúpun styttu Einars Bene- diktssonar. Bárust tillögur frá öllum landshornum og stóð hvergi á andagiftinni, því tún- ið hlaut nafnið Miklatún — í höfuðið á Miklubraut. Mjólkin lækkaði um krónu og þrjátíu og smjörið um 33 krónur svo að viðskiptavinir kjörbúða gátu loksins hætt við sjampóið. Surtsey var orðin tveir ferkm. og kom engum lengur á óvart. í Vestmanna- eyjum var fólk búið að fá leið á Surtsey fyrir löngu, þar var hið svonefnda Surtseyjar-of- næmi farið að gera vart við sig og lýsti það sér þannig, að menn gáfu frá sér marg- vísleg búkhljóð, þegar minnzt var á þetta stolt landsins. Stjórnin í &-Vietnam sagði af sér, en sat áfram — og her- foringjaráðið skipti um nafn. Enginn vissi nú lengur hvað hver hét þar í landi, eða hvað sneri upp — og hvað niður. En varðskipið Óðinn — með dómsmálaráðherra innan- borðs — tók brezkan togara fyrir vestan — af gömlum vana og var siglt til ísafjarð- ar, þar sem ráðherrann hélt ræðu á héraðsmóti Sjálfstæð- ismanna. Settu togaramenn aukið fjör í ballið á eftir. Annars voru brezkar togara- komur til ísafjarðar orðnar algengar, þegar hér var kom- ið sögu. Byggir bærinn nú að nokkru leyti afkomu sína á slíkum gestagangi. Jónas á Kletti var nú bú- inn að fá nýja erlenda sér- fræðinga til að eyða ilmin- um frá verksmiðju sinni. — Milljónastrompurinn hafði ekki gert hálft gagn, því lykt- in var enn í nösum sömu ná- granna og áður. Efrir að sér- fræðingarnir höfðu hellt ein- hverju gutli niður í stromp- inn sögðu þeir, að bezt væri að fella ferlíkið og steypa ann að álíka tveimur metrum sunnar, því einn hinna sér- fróðu hafði misst budduna sína niður í strompinn og - voru ekki tök á að ná henni upp nema brjóta allt til grunna. Bíður maðurinn enn inni á Kletti eftir buddunni sinni, því hann geymdi hús- lyklana sína í henni. Reykt íslenzkt lambakjöt var sent Bretadrottningu, en ekkert hefur verið látið uppi um afleiðingarnar. ísafjörður keypti malbikunartæki Gatna gerðarinnar s.f. og verða þau vísir að forngripasafni staðar- ins. Þegar hér var komið sögu fréttist, að nefnd íslenzkra sölumanna hefði flogið í skyndi til Moskvu — með leynd. Vitanlega var ekki um landsölu að ræða, því Bresh- nev hafði nú ekki neinn áhuga á öðru en niðurlagðri síld. Einar var með úttroðna vasa frá Mars Trading, Lúðvík hafði bundið rauða vasaklút- inn utan um sína byrði, en hinir voru með poka og tösk- ur — allt niðursuðudósir fyr- ir félaga Breshnev. Var tekið á móti nefndinni í viðhafnar- >sal í Kreml — þeim sal, sem síldarmatsmenn Ráðstjórnar- innar eru við störf sín. Var Brynjólfur með dósahníf á lofti og opnaði hverja dósina á fætur annarri, en félagi Breshnev lét sér nægja að lykta. Ákvað hann svo að bragða og lét þá Lúðvík eta upp úr hálfri dósinni, beið svo í fimm mínútur, en tók einn bita, þegar sýnt var, að Lúdda yrði ekki meint af innihald- inu. Beið nefndin nú méð ödina í hálsinum í tvær mín- útur samfleytt — og þá loks kinkaði félagi Breshnev kolli og var greinilega ekki óánægð ur. Vöknaði Einari um augu og færði hann honum íslenzkt gæruskinn að gjöf frá Kven- félagi Sósíalista. Var síðan rætt um prísa og vöruvöndun, að lokum sunginn Internation- inn með orgelspili — og var erindinu þar með lokið. — Nefndin dvaldi í fimm daga í Moskvu til að slappa af eftir taugaspennuna og þann tíma lifði hún á afgangnum af síld- inni frá Marz Trading. Síð- an var haldið heim og ferð- uðust nefndarmenn þá um þvert og endilangt landið og sögðu frá viðskiptum sínum við félaga Breshnev, en Lúð- vík klökknaði af geðshrær- ingu í hvert sinn sem hann sagði frá því, að hann hefði etið úr sömu dós og sjálfur Breshnev. Markaði þessi við- skiptamálaráðstefna í Kreml- höll tímamót í síldariðnaði landsmanna. Um þessar mundir var Thor Thors á Formósu, Gylfi í Pek- ing. Hvorugir báru það við að reyna að selja síld. Kjör- bílar voru gerðir útlægir úr Kópavogi vegna þess að útlit þeirra braut í bága við hinn ríkjandi byggingarstíl í kaup- staðnum. Trillan Bensi frá Akranesi strandaði á smokk- fiskveiðum. Óhemju ölvun var eina helg ina í höfuðstaðnum og voru 58 menn settir inn eina og sömu nóttina, flestir teknir með labb-rabb aðferðinni. Vélbáturinn Ögri bjargaði flugvél úr sjávarháska suður í hafi, en Rússar fylgdust með flotaæfingum NATO fyrir austan land. Kom það sér nú vel fyrir Rússa hve vel þeir búa herskip sín ýmsum tækj- um til alls konar veiða, og stóð allur NATO-flotinn agn- dofa, þegar rússnesku her- skipin settu út trollið og tóku eitt og eitt hal á milli þess sem þau beittu hinum flókn- asta tækniútbúnaði tii þess að hlusta eftir kafbátum. Er nú ákveðið að setja botnvörpur í allan NATO-flotann svo að hann verði í engu lakari rúss- neska sjóhernum. — Flugfé- lagið hefði þá ákveðið að kaupa Fokker Friendship. Þá var sjálfvirk handfæra- vinda fundin upp á Islandi og vantar nú ekkert annað en sjálfvirka karla til að stjórna vindunum. Vörubíll með fimm mönnum rann fram af bryggjuhausnum í Hnífsdal. Björguðust allir vegna þess hve aðgrunnt er þarna. Fyrir- hugað er nú að lengja bryggj- una. — Fréttaritari Mbl. á Skaganum símaði, að Akra- nes væri nú aftur orðinn kartöflubær og er það heilla- vænleg þróun, því hingað til hefur þetta einungis verið knattspyrnubær í augum landsmanna. Tízkuskóli And- reu auglýsti sérstaka tíma fyr- ir konur, sem vildu megra sig, 400 metrar voru malbik- aðir á Selfossi og stjórn Árna- safns taldi afhendingu hand- ritanna brot á stjórnar- skránni. Hófst nú október. Sagði Jo- hannes Bröndum Nielsen, að handritin ættu heima í menn- ingarbæ — ekki Reykjavík. Kvað hann algeran skort á bókasöfnum í Reykjavík — Framhald á bls. 23. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.