Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLADID Fimmtudagur 31. de*. 191 ANNALL ARSINS SÍí>USTU áramót voru með þeim friðsælustu í Reykjavík síðan hafmeyjan leið. Fá- míennt var 1 miðbænum á gamlárskvöld vegna ofurölv- unar í heimahúsum, en lög- reglan tók samt 45 stráka og nokkur hundruð kínverja úr umferð — svona til þess að gera eitthvað. Annars hafði lögreglan mjög gaman af brennunum víðs vegar um bæinn. — Dr. Kristinn var viðstaddur áramótaveizlu i Kreml og þar var líka búið að taka alla Kínverja úr um- ferð. Nkruma var sýnt bana- tilræði, skotið fimm skotum, en ekkert þeirra hæfði. Möng- um Afríkuþjóðum lætur enn betur að nota hin frumstæðu vopn fremur en að vera að viðra sig upp við menninguna og reyna að drepa með byss- um. Splunkunýir símastaurar tættust og klofnuðu eftir endi- löngu í þrumuveðri í Arnes- sýslu, rok reif járnplötur af hótelinu í Borgamesi — og var hótelgestum, sem í sumar kvörtuðu yfir vætu í rúmun- um, sagt, að þær hefðu aldrei fundizt aftur — og hafði þó verið leitað. Tunnuverksmiðj- an á Siglufirði brann til ösku og losnuðu Siglfirðingar þar við allar tunnurnar á einu bretti. Þar að auki fengu þeir atvinnu við að byggja verk- smiðjuna upp og var þetta tal- in mikil Guðsgjöf þar nyrðra og sæmileg sárabót vegna allra síldarlausu síldarsumr- anna. Nú fór páfi í fótspor Péturs Ottesens og heimsótti landið helga og þóttu þetta engu minni tíðindi í hinum kaþólska heimi en suðurför Péturs var á sínum tíma í uppsveitum Borgarfjarðar. Samstaða tókst með borgaryfirvöldum og arkitektum í stríðinu gegn borgarbúum um staðsetningu ráðhússins. Var talið, að það mundi taka sig bezt út á Tjarnarbakkanum, þegar það speglaðist í silfurtærri Tjörn- inni eftir að búið væri að fylla Tjörnina til þess að koma ráðhúsinu fyrir. Var það niðurstaða meirihluta borgar- ráðs, að Hringbraut væri á mörkum hins byggilega heims, allur heimurinn utan Hring- brautar væri einskis virði mannlegu samfélagi. — Þótt margir væru sammála var séra Árelíus það ekki, því hann var langt kominn með byggingu kirkju og safnaðar- beimilis fyrir blessuð litlu guðs'börnin austast í Austur- bænum. Nú voru dollarar sviknir út úr varnarliðinu — í allra fyrsta sinn að sögn fróðra. Nýtt flugfélag var stofnað í Eyjum, fyrsta flugfélagið þar, en undirbúningur var hafinn að stofnun flugfélaga í öllum bæjum, sem ekki höfðu þá þegar komið sér upp einu eða fleiri flugfélögum. Nokkrir 13 ára unglingar voru teknir ölvaðir á almannafæri í höfuð- bonginni, fluttir heim til sín og þar var foreldrunum gefin áminning vegna þess að börn- in voru úti eftir að útivistar- tími þeirra var á enda að kveldinu. Danskennarasam- band var stofnað og eðla kom upp úr appelsínukassa hjá KEA. Er hún nú á byggða- safni Akureyrar. Enn var hálfgerð sumar- blíða á Islandi og sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði íslenzka grasið meltanlegra en annað gras á okkar guðsgrænu jörð. Það var ag talið halda fóður- gildi sínu lengur á sumrin en annað gras og talin höfuð- ástæðan fyrir viðgangi Fram- sóknarflokksins. Hafin var krossferð gegn Hallgríms- kirkju og var rætt um að endurskíra kirkjuna, kalla hana Péturskirkjuna í höfuð- ið á forystumanni krossfar- anna. Eimskip var þá orðið 50 ára, orðið það aldrað, að heppilegt þótti að fela það umsjá Elliheimilisins Grund- ar. En Gísli vildi ekki taka á sig þann kross. Fimmtugur íslenzkur kaup- sýslumaður sagði upp milljón króna árslaunum í Danmörku og flutti til íslands — til þess að hugsa. Greinilegt var, að maðurinn byrjaði einum of seint að hugsa. — Nú kom bandaríska læknanefndin til sögunnar og studdi kenningar Dungals um reykingar og krabbamein, en gleymdi þó hangikjötinu í greinargerð sinni. Reykingamenn urðu óttaslegnir og sala vindlinga hraðminnkaði á íslandi og olli það áhyggjum þeirra, sem gættu hins tóma kassa ríkisins. Steindór bannaði meira að segja reykingar í Keflavíkur- rútunni — nema þeim, sem reyktu smyglaðar sígarettur af Vellinum. Talað var um að banna reykingar í félagsheim- ilum landsins, en hætt við, þegar sveitamenn spurðu, hvort ríkið reisti ekki félags- heimilin til þess að fólk gæti betur notið hins ódýra brenni- víns og tóbaks, sem ríkið seldi landsmönnum í ágóða- skyni fyrir félagsheimila- sjóð. Svonefnt þyrluþilfar var sett á varðskipið Óðinn svo að það gæti líka legið í vari þar, sem engin félagsheimili eða önnur dansgólf höfðu þegar verið byggð. Mikið var karpað um Hann- es Hafstein þessa dagana og lýsti menningarviti Morgun- blaðsins þá upp margan krók og kima. Héldu menn deilum sínum áfram löngu eftir að þeir höfðu gleymt um hvað deilt var, en einblíndu stöð- ugt á fyrrgreindan vita, sem sendi út ljósmerki sín með stuttu millibili — og úr þeim mátti lesa SAM — SAM — SAM, sem ekki féll í kramið hjá öllum. — Maður nokkur, sem var að forða sér undan lögreglunni, ók tvisvar á lögreglubílinn — og komust lögregluþjónar naumlega undan. — Björn Pálsson hóf innflutning á special-nöglum til þess að stinga í hjólbarða bíla. Sagði hann þetta auka öryggið í umferðinni og ók sjálfur allt árið á- öllum sprungnum til sannindamerk- is. Nú er hann að hefja inn- flutning á nýjum gerðum flugvéla, sæm hafa það um- fram aðrar, að á þeim eru engir vængir. Er það til ör- þarna syðra og voru fljótir heim í hlýjuna, þegar leikun- yggis fyrir farþegana, því þess um lauk. Við heimkomuna ar flutgvélar komast aldrei á loft sögðu þeir, að allt hefði verið fullt af snjó á mótssvæðinu, þættinum var lokið. — Mjall- hvít og dvergarnir voru. sýnd í Þjóðleikhúsinu við mikla aðsókn. — Borað var eftir neyzluvatni í Vestmánna- eyjum, Grillið var opið alla daga og bruni varð hjá *Bur- meister og Wain í Kaup- mannahöfn án þess að Gull- foss kæmi þar nærri. Skömmu eftir að mús ein seinkaði BOAC-þotu frá Lon- don til New York héldu sjálf- stæðismenn á Akureyri veizlu mikla með óttalegum afleið- ingum. Á heimferðinni gerði matareitrun óþyrmilega vart við sig hjá veizlugestum — og munaði víst litlu, að nokk- ur atkvæði glötuðust að ei- lífu. — Sjónvarpsnefndin gerði nú áætlanir um dagskrá sjónvarpsstöðvar okkar og voru margir af helztu andans mönnum þjóðarinnar bros- prófaðir í þvi skyni. Eitt helzta atriði góðrar sjónvarps- dagskrár er, að ílytjendur brosi falléga, þegar það á við — og hvenær á það ekki við? Stjórnaði útvarpsstjóri bros- prófun þessari og var mönn- um skipt niður í þrjá flokka: Efstir á blaði voru þeir, sem höfðu „breitt bros“, númer tvö höfðu „milt bros“ — og þriðji flokkurinn hafði „broa — og ekki bros“. Eitt af bíla- umboðum bæjarins fór á bak við tollinn, en fékk bílana úr vöruskemmu fyrir eina áfengisflösku stykkið. Bílar þessir nefndust brennivíns- bílar og þóttu betri en aðrir. — Simonsen í Fuglafirði 1 Færeyjum keypti Akurey og Tjereskova fékk áheyrn hjá Englandsdrottningu. Eitt af eilífðarmálunum, „aumingja litlu Loftleiðir og ófreskjan SAS“, var þá þegar komið á dagskrá og var eitt aðal blaðaefnið allt áuið. Var SPESPEGLI Á Raufarhöfn kvörtuðu þeir yfir því að hafa ekki fengið póst síðan um áramót — og loksins, þegar póstskip- ið kom þann 21. janúar, hafði það engan póst — heldur að- eins límonaði frá Sanitas. En þetta var þrátt fyrir allt kær- komin sending, því allir þorpsbúar höfðu drukkið óblandað síðan um áramót. — Litlafell, olíuskip Sambands- ins, sem notað er til ferða, sem lítið má bera á, braut 5 metra skarð í skjólvegg á Keflavíkurhöfn. Sögðu sum- ir, að ferð skipsins hefði ver- ið heitið upp á flugvöll, en þar á það heimahöfn. Jósafat Einars Kvarans var sýndur í Eyjafirði, en Jósafat Arn- gríms var syðra. Meðalhalla- rekstur togaranna var 3,5 milljónir á ári, sagði Emil — og var talað um að ganga milli bols og höfuðs á þeim fáu, sem báru sig til þess að halda áfram að gera út hina, sem aldrei báru sig. Þorra- blót hófst í Nausti og kominn var febrúar. Vestmannaeyingar byrjuðu mánuðinn á að láta nappa sig í landhelgi aldrei þessu vant, en siðan sendum við flokk manna á Vetrar-Olympiuleik- ana, því aðalatriðið er ekki að vinna, heldur að vera með og kunna að tapa. Það sýndi sig líka, að okkar menn fóru til þess að gera það síðar- nefnda, eins og svo oft áður. Að þessu sinni var ástæðan sú, að þeim þótti allt of kalt ekki hægt að hreyfa sig fyrir snjó. Nú hækkuðu þingmenn kaupið sitt sjálfir án samráðs við vinnuveitendur, enda höfðu leigubílar, bíómiðar og sjússar hækkað töluvert síð- an þeir fengu kauphækkun síðast. — Talið var til tíðinda að fjölskylda ein í bænum slóst vegna þess, að ekki varð samkomulag um það, hvort hlusta ætti á íslenzka útvarp- ið, eða horfa á Bonanza í Keflavíkursjónvarpinu. Skarst lögreglan í leikinn og losnaði heimilisfólkið ekki við lög- regluþjónana fyrr en Bonanza- viðureign Loftleiða vi® Djöfsa orðin ein uppáhalda dæmisaga presta um allt land í stólræðum sínum, en fæstir fengu samt frítt far út á það — heldur var boðið að fljúga og borga seinna, en heilir söfnuðir fengu sérstakan hóp- afslátt, sem gildir í fjörutiu daga og fjörutíu nætur. Urnglingaklúbbur FUF færði aldurstakmarkið niður í 12 ár til þess að börn gætu fengið fermingarundirbúninj á framsóknarvísu. Málverk eftir apa gerðu lukku í Stokk- hólmi og Margeir J. Magnua-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.